Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 53

Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára BOLT m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ SKOPPA OG SKRÝTLA Í BÍÓ m/ísl. tali kl. 2 - 4 (700 á báðar sýningar) LEYFÐ FOUR CHRISTMASES kl. 8 LEYFÐ MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ PRIDE & GLORY kl. 10 B.i. 16 ára “ÞESSI MYND ER FYRIR ALLA! HVORT SEM UM ER AÐ RÆÐA ÞRIGGJA ÁRA EÐA ÁTTRÆÐA. HÚN ER STÓRSKEMMTILEG OG ALDREI ER LANGT Á MILLI GÓÐRA BRANDARA.” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára BOLT m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ SKOPPA OG SKRÝTLA Í BÍÓ m/ísl. tali kl. 2 - 4 (700 á báðar sýningar) LEYFÐ MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ THE DAY THE EARTH STOOD STILL kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára BOLT m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ THE SPIRIT kl. 8 - 10 B.i. 12 ára YES MEN kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ MADAGASCAR m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ „..BESTA DISNEY-TEIKNIMYNDIN Í ÁRARAÐIR“ L.I.B. – FRÉTTABLAÐIÐ FRANK MILLER KEMUR HÉR MEÐ OFUR-SVALA SPENNUMYND BYGGÐA Á „HASARBLAÐA”SÖGU WILL EISNER. DÚNDUR MYND Í ANDA „SIN CITY”. SPARBÍÓ 550 krr á allar sýningar merktar með appelsínugulu YRI SÝND MEÐ Í SLENSKU OG ENSKU TALI AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI KERT GETUR DIRBÚIÐ ÞIG FYRIR SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI 700 KRÓNU R a „EF ÞÚ smælar framaní heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig,“ orti Megas, og sama lífsregla er á borð borin í nýjustu gamanmynd Jim Carrey. Yes Man er létt gam- anmynd um lánafulltrúa í banka sem fer að segja já við öllu og tekur þar með að blómstra í lífi, starfi og ást- um. Carl Allen, leikinn af Carrey, er sokkinn í þunglyndi og einangrun. Á daginn neitar hann smáfyrirtækjum um bankalán, á kvöldin forðast hann vini sína og horfir einsamall á sjón- varpið. Líf hans tekur síðan stakka- skiptum þegar hann rekst á gamlan kunningja í hádegishléinu sem dreg- ur Carl með sér á vakningarfund um kraft orðsins „já“. Myndin er byggð á samnefndri endurminningabók Danny Wallace um árið sem hann ákvað að segja já við öllu sem á fjörur hans rak. Í myndinni er búið að endurskíra per- sónurnar, færa sögusviðið til Los Angeles, og fella söguþráðinn að formi rómantískrar gamanmyndar. En grundvallarstefið er enn til stað- ar: Um leið og Carl opnar sig gagn- vart heiminum, tækifærunum og öðru fólki fara hlutirnir að gerast sem aldrei fyrr. Wallace segir að hann hafi upp- götvað þetta þegar kunningi hans benti honum á að hann væri alltof neikvæður, og hugmyndin kviknaði að fara að segja já við öllu, að minnsta kosti um sinn. „Það sem maður sér eftir í lífinu, það eru tæki- færin sem maður sagði nei við,“ seg- ir Wallace um tilurð bókarinnar. Jim Carrey segist hafa átt auðvelt með að sjá sjálfan sig í aðalpersón- unni, því hann er sjálfur sú mann- gerð sem lokar sig stundum af í mánuð og leyfir símsvaranum að fyllast. Þess vegna höfðaði þetta verkefni strax til hans þegar hann fékk handritið sent. „Mér finnst þessi kvikmynd fjalla um mann sem velur að taka þátt í lífinu, og það dró mig að hlutverkinu.“ Fyrr en varir leiða ævintýrin Carl á vit ástarinnar í líki Allison, sem leikin er af Zooey Deschanel. „Það er jafn líklegt að þú rekist á stóru ástina þína í slæmu partíi eins og góðu, en ef þú hefur sagt nei fyr- irfram muntu aldrei vita hverju þú misstir af,“ segir Wallace um róm- antískt inntak sögunnar. Aðstandendur myndarinnar eru fljótir að svara öllum spurningum um það hvort þau styðji þessa lífs- speki með því því að vara við ofnotk- un á jáyrðum. „Stundum segir mað- ur nei af því þar með er maður að segja já við einhverju meira og betra seinna meir,“ svarar Carrey. „Gerðu bara það sem virðist rétt fyrir þig,“ segir leikarinn, en bætir við að það er einmitt þegar við segjum nei að við lítum til baka og hugsum „Já, ég hefði getað lifað aðeins meir.“ Að því leytinu til er Carl Allen ein- mitt það sem okkur hefur vantað um nokkra hríð, bankamaður sem lærir að passa sig og segja já við réttu tækifærunum. g.sigthorsson@gre.ac.uk Innipúki lærir að segja „já“ Jákvæður Carl Allen (Carrey) manar sjálfan sig upp í að svara ávallt játandi í heilt ár. Ekki slæmt áramótaheit það. Kvikmyndin Yes Man er í sýningum um þessar mundir. Gauti Sigþórsson sótti blaðamannafund með aðalleikaranum Jim Carrey og fyrirmynd- inni að persónu hans, Danny Wallace.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.