Morgunblaðið - 13.02.2009, Page 8

Morgunblaðið - 13.02.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÁÐUR var reglan sú að duglegt fólk fékk vinnu og þannig ól ég upp börnin mín: menntaðu þig, vertu duglegur og ábyrgur og þá verður allt í lagi. En þetta er allt breytt,“ segir Ólafía Ólafs- dóttir innanhúsarkitekt, sem er ein hundraða íbúa Suðurnesja sem misst hafa vinnuna í kjölfar kreppunnar. Sjálf var Ólafía að taka fyrstu skrefin í átt að sjálfstæðum rekstri þegar markaðurinn hrökk í baklás. „Ég átti von á því að geta farið vel af stað og var búin að koma mér upp skrifstofuhúsnæði sem ég vann að á kvöldin, þegar þetta gerist allt saman og verkefnin sem ég hafði átt von á hurfu. Það byrjaði á því að menn sögðust aðeins ætla að bíða og sjá til, en í raun er ennþá biðstaða.“ Finnst vegið að sjálfstæðinu Atvinnuleysi hefur farið vaxandi um allt land en er hlutfallslega mest á Suðurnesjum. Líkt og fleiri segist Ólafía aldrei hafa búist við því að verða atvinnulaus og það sé skrýtin tilfinning að standa skyndilega í þeim sporum. „Ég upplifi þetta þannig, og ég held að margir aðrir geri það líka, að mér finnst eins og sjálf- stæðið hafi verið tekið af mér. Ég sem er harð- dugleg, heilbrigð, vel menntuð og full af krafti ... allt í einu gat ég ekki það sem ég ætlaði, en það var ekki ég sjálf sem stoppaði mig. Í raun geng ég á vegg og möguleikarnir á að lifa því lífi sem ég hafði sett mér og stefnt að lokast.“ Þrátt fyrir að hátt í 15 þúsund manns séu nú skráðir atvinnulausir á Íslandi segir Ólafía að fyrir marga sé umræðuefnið enn viðkvæmt. „Ég skammaðist mín pínulítið fyrst. Og svo fylgja þessu áhyggjur um hvernig maður á að fram- fleyta sér og hvað gerist næst.“ Veita hvert öðru stuðning Ólafía sat þó ekki lengi með hendur í skauti, bíðandi þess sem verða vildi. Hún ákvað að nýta millibilsástandið og bauðst gott tækifæri til þess í Virkjun – miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit sem stofnað var til í janúar í Reykjanesbæ. „Þótt dyrnar hafi lokast á akkúrat það sem ég ætlaði mér að gera, þá opnast sem betur fer aðrir möguleikar í staðinn. Í framhaldi af þessari reynslu minni þá fannst mér að það þyrfti að styðja ný fyrirtæki af stað ef við ætlum að koma fólki í vinnnu. Þannig að nú er ég að vinna að hugmynd með öðrum hér í Virkjuninni um að búa til stoðkerfi fyrir fyrirtæki sem eru að fara af stað.“ Ætlunin er að veita fólki stuðning við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd, m.a. með viðtalstímum og aðstoð við gerð viðskiptaáætl- ana. Kemur ekki til greina að gefast upp „Við ætlum að styðja fólk til að komast á fætur og leggjast öll á eitt til að koma þessu svæði upp aftur,“ segir Ólafía. Hún bætir við að það sé ómetanlegt að geta gengið inn í fullkomna að- stöðu eins og Virkjun var látin í té á varnarliðs- svæðinu. Svæðið sé í raun lítið dæmi þess að samfélagið hafi gengið í gegnum ýmislegt áður en náð að vinna sig upp úr því. „Þetta svæði, sem margir töldu að myndi eyðileggja húsnæðismark- aðinn okkar þegar herinn fór og ætti að rífa, hef- ur síðan verið nýtt undir mikla og góða starf- semi,“ segir Ólafía og vísar þar m.a. í Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Sjálf segist Ólafía vongóð um framtíðina og líta enn á aðstæður sínar nú sem tímabilsástand. Hún ákvað að halda í skrifstofuhúsnæðið þar sem hún ætlar fyrr eða síðar að hefja sjálfstæðan rekstur. „Ég reikna með því að geta tekið upp þráðinn aftur, ég gefst ekki upp.“ Sjálfstæðið tekið af mér Þúsundir Íslendinga þurfa nú í fyrsta skipti að sætta sig við atvinnuleysi Morgunblaðið/RAX Baráttuandi „Fyrst var ég ekki tilbúin að trúa því,“ segir Ólafía aðspurð hvernig henni leið þegar stefndi í atvinnuleysi. Hún segir baráttuanda í fólki í sömu sporum sem hittist í Virkjun í Reykjanesbæ. MÆLIRINN í Svartárkoti í Bárð- ardal sýndi 27,8 stiga frost klukkan sjö í gærmorgun og einnig klukkan níu. Þetta er mesta frost sem mælst hefur í byggð þennan veturinn, segir á bloggsíðu Einars Sveinbjörns- sonar veðurfræðings. Hann segir að nú sé að ljúka þessum veð- urkafla með köldu, en þurru lofti yfir landinu. Nú taki að hlýna, það gerist hægt fyrsta kastið, en seinnipart- inn í dag ætti að verða komin þíða um land allt á láglendi. Þó geti setið eftir frostkaldar lænur hér og þar um landið norðaust- anvert. aij@mbl.is Mesta frost á byggðu bóli í vetur RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra um að Ár- ósasamningurinn verði fullgiltur hér á landi. Samningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátt- töku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Samningurinn var gerður árið 1998 og öðlaðist gildi í október árið 2001. 38 ríki undirrituðu hann auk Evrópubandalagsins, þ.á m. Ísland. 41 ríki auk ESB hafa fullgilt samn- inginn, öll norrænu ríkin þar á meðal að Íslandi undanskildu. Fullgilda Árósar- samninginn SKRIFAÐ var nýlega undir samn- ing milli Hafnarfjarðarbæjar og Hópbíla um fastan akstur grunn- skólabarna (sund og íþróttir). Samningurinn gildir í fjögur ár. Nýmæli í samningi er að krafa er gerð um að Hópbílar innleiði bif- reiðar til skólaaksturs sem knúnar eru vistvænum orkugjafa, segir á heimasíðu Hafnarfjarðar. Ýmis önnur ákvæði eru í samn- ingnum, m.a. um öryggismál, þjálf- un bílstjóra, stundvísi og fleira Skólaaksturinn verður vistvænni Ábendingar eru vel þegnar á netfangið ritstjorn@mbl.is eða s. 569-1317. Vilt þú segja þína sögu? Áhrif kreppunnar á fjölskyldur HUGMYNDIR um að hverf- islöggæslustöðvar í Breiðholti og Grafarvogi verði lagðar niður hafa verið lagðar fram af hálfu lögregl- unnar og kynntar borgarstjóra. Samfylkingin tók þetta mál upp í borgarráði í gær. Ætlunin er að Ár- bæjarhverfi og Grafarvogshverfi verði þjónað frá Mosfellsbæ og Breiðholti úr Kópavogi. Vesturbæ Reykjavíkur á að sinna frá Seltjarn- arnesi. „Þessar breytingar myndu rjúfa hina nánu samvinnu hverf- islöggæslu og þjónustumiðstöðva borgarinnar sem deila húsnæði í Mjódd í Breiðholti og Miðgarði í Grafarvogi,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Samfylkingunni. Breytingar á hverfagæslu? ÁHERSLA verður lögð á Disney- starfsemi Eddu útgáfu og öll bóka- klúbbastarfsemi frá þriðja aðila seld burt, gangi áætl- anir Fjárbakka hf. eftir. En fyr- irtækið keypti nýlega Eddu út- gáfu af Ólafsfelli með þeim fyr- irvara að nauða- samningar tækj- ust. „Eddu-útgáfan er í raun gjald- þrota í dag,“ segir Jón Axel Ólafs- son, sem kaupir útgáfuna í félagi við bróður sinn Jóhann Garðar Ólafs- son. Edda sé hins vegar önnur stærsta útgáfa landsins hvað veltu varðar og Andrés Önd það vikublað sem seljist hvað best. Skuldastaða félagsins sé þó ekki góð og því sé nú unnið að því að fá stóran hluta skuldanna afskrifaðan. „Við höfum mætt velvilja hjá langflestum kröfu- höfum og það hefur komið á óvart hversu skilningsríkir og fúsir er- lendir kröfuhafar hafa verið.“ Jón Axel segir Fjárbakka ætla að endurskipuleggja rekstur Eddu og einbeita sér að Disney-starfseminni. Af slíkum áætlunum verði þó ekki nema í samvinnu við kröfuhafa. Jólasyrpa Eddu var á topp tíu list- anum fyrir jólin, enda hafa Andrés Önd og félagar lengi notið mikilla vinsælda hér á landi. „Þetta er sá markhópur sem við ætlum að sinna og okkar áætlanir gera ráð fyrir að útvíkka þá starfsemi og nýta netið í meira mæli, auk þess sem Disney er með heilmikla útgáfu sem aldrei hef- ur ratað hingað til lands. Okkar hlut- verk er að skemmta börnum og þess vegna viljum við horfa á Eddu sem skemmtifyrirtæki frekar en bara út- gáfu.“ annaei@mbl.is „Okkar hlutverk er að skemmta börnum“ Í HNOTSKURN » Andrés Önd birtist fyrst íteiknimyndinni The Wise Little Hen árið 1934. » Einungis Mikki mús nýturmeiri vinsælda af Disney- persónum en Andrés. » Andrésar Andar-blöðinkomu fyrst út á íslensku 1983.Andrés Öndin skapbráða hefur ver- ið vinsæl hjá börnum í áratugi.Jón Axel Ólafsson Hvað er þesssi Virkjun? Virkjun – miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit, hóf starfsemi þann 19. janúar síðastliðinn sem við- brögð við vaxandi atvinnuleysi á Suðurnesjum. Þar er nú mesta atvinnuleysi á landinu, 11,6%, og er Virkjun ætlað að vera samkomustaður fólks sem vill breyta því áfalli sem atvinnleysi er í ný tækifæri á vinnumarkaði og eru allir hvattir til að líta við. „Það skapast hugmyndir og tækifæri þegar fólk hittist. Þótt það sé ekki nema bara að fá stuðning og finna að þetta er ekki þér að kenna,“ segir Ólafía sem leggur áherslu á að þar eigi að vera gaman. Virkjun hefur aðstöðu á Vallarheiði, í húsnæði sem áður hýsti launadeild varnarliðsins þar sem eru skrifstofur, kennslustofur og fundarsalir. Hvernig er ástandið á atvinnumarkaði nú? Skráð atvinnuleysi í janúar var 6,6% á landsvísu eða að meðaltali 10.456 manns. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi 1%. Atvinnuleysið nú er það mesta síðan í janúar 1995 og er búist við að það muni enn aukast á næstunni og verði um 7,9%-8,4% í febr- úar. Í dag eru 14.755 skráðir atvinnulausir. S&S Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Íslensk framleiðsla Íslensk hönnun Íslensk framtíð Landsins mesta úrval af íslenskum sófum Patti húsgögn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.