Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 ✝ Margrét Þor-valdsdóttir fædd- ist á Eiði í Grindavík 20. nóvember 1917, dóttir hjónanna Stef- aníu Margrétar Tóm- asdóttur, f. 1893, d. 1969, og Þorvaldar Kristins Klemens- sonar, f. 1891, d.1 967 Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. febrúar sl. Margrét fluttist ung með fjölskyldu sinni að Járngerð- arstöðum. Hún var elst fimm alsystkina en hin eru Tómas, f. 1919, d. 2008, Halldóra Jóhanna, f. 1921, Guð- laugur, f. 1924, d. 1996, og Val- gerður Sigurbjörg, f. 1927. Hálf- systir hennar samfeðra Lovísa, f. 1913, d. 2000. Hinn 9. desember 1945 giftist Margrét Hallgrími Georg Björns- syni, fiskverkanda og bifreiða- stjóra, f. 26.10. 1908, d. 2.12. 1992. Þau bjuggu allan sinn búskap á Reykjavíkurvegi 33 í Hafnarfirði. Sonur þeirra er Þorvaldur Stefán Hallgrímsson, f. 19.8. 1946, kvænt- ur Svanhildi Leifsdóttur, f. 26.11. 1948. Synir þeirra eru Leifur, f. 1967, kvæntur Guðrúnu Ósk Gunnarsdóttur, f. 1966, Hallgrímur Smári, f. 1970, kvænt- ur Maríu Jónu Guðna- dóttur, f. 1970, og Grétar Már, f. 1976, kvæntur Haddý Önnu Hafsteinsdóttur, f. 1978. Langömmu- börnin eru átta. Stjúpbörn Mar- grétar, börn Hall- gríms frá fyrra hjóna- bandi, eru Ó.P. Anna, f. 1931, d. 1990, og Guðbjörn, f. 1934. Margrét lauk barna- og ungl- ingaskólanámi í Grindavík og stundaði jafnframt fiskvinnslu og almenn sveitastörf á meðan hún var í foreldrahúsum. Þá var hún oftast í kaupavinnu til sveita á sumrin. Í Hafnarfirði starfaði Margrét auk húsmóðurstarfa við fiskvinnslu og ráku þau hjónin skreiðar- og saltfiskverkun þar um árabil. Margrét dvaldi á Hrafnistu frá 1998. Margrét verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag kl. 13. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar Margrétar Þorvaldsdóttur. Ég var aðeins 15 ára unglingur þegar ég fór að koma á Reykjavíkurveginn á heimili þeirra Möggu og Halla með Valda syni þeirra. Þar var mér strax tekið með mikilli hlýju af þeim hjón- um og myndaðist vinátta sem alla tíð varði, og aldrei bar skugga á. Þegar við Valdi fórum svo að búa sjálf, ung að árum, á Smyrlahraun- inu skammt frá heimili þeirra, var gott að geta komið til þeirra, hve- nær sem var, til þess að að leita að- stoðar og ráða og alltaf voru strák- arnir okkar velkomnir í heimsókn til afa og ömmu. Þar gátum við alltaf gengið að vísri pössun fyrir þá og þar fannst þeim gaman að vera. Magga amma lék við þá, jafnvel liggjandi á gólfinu, spilaði eða las. Hún kunni mikið af vísum og kvæð- um, sem hún fór með fyrir þá og brýndi fyrir þeim að vera góðir og heiðarlegir drengir. Alla tíð var Magga mér sem besta mamma og þótti mér afskaplega vænt um hana. Hún var mjög vel gefin og stálminnug, en lítillát og gerði engar kröfur fyrir sjálfa sig, en var alltaf tilbúin að aðstoða aðra sem á þurftu að halda. Ég minnist þess að þegar foreldrar Möggu dvöldu á Elliheimilinu Grund í Reykjavík taldi hún ekki eftir sér að fara með strætó til Reykjavíkur eft- ir vinnudag í fiskverkun og ganga vestur á Grund í hverri viku, og stundum oftar meðan þeir lifðu. Elsku Magga mín, mig langar að þakka þér allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman síðustu 45 ár og þakka fyrir ógleymanlegar minningar. Nú hefur þú fengið þá hvíld sem þú þráðir, eftir að heilsan brást þér, og ég veit að það verður tekið vel á móti þér, en ég á eftir að sakna þín sárt. Mig langar að lokum að þakka fyrir hönd okkar fjölskyldunnar starfsfólki Hrafnistu frábæra umönnun sem Margrét hefur notið þann tíma sem hún hefur dvalið þar, bæði á vistinni 2A og hjúkrunar- deildinni 4B. Svanhildur Leifsdóttir. Elsku Magga amma okkar. Nú sitjum við öll saman og rifjum upp allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Öll munum við eftir því þegar við vorum lítil og þú sast með okkur á hnjánum og söngst stígur hún/hann við stokkinn. Þú hugsaðir alltaf svo vel um að okkur yrði aldrei kalt og prjónaðir handa okkur fullt af ullarvettlingum og sokkum, ennþá eigum við fullt af þeim. Þótt við höfum verið mjög ung þegar þú bjóst á Reykjavík- urveginum þá munum við öll eftir bratta stiganum niður í kjallara sem okkur fannst frekar ógnvekjandi enda máttum við aldrei fara án Möggu ömmu niður og alltaf þurft- um við að bakka niður stigann. Okkur fannst alltaf jafn fyndið þegar þú tókst tennurnar út úr þér og grettir þig fyrir okkur. Einnig minnumst við allra spilastundanna okkar saman. Takk fyrir allan kóngabrjóstsykurinn, lakkrísinn og appelsínið þegar við komum í heim- sókn til þín á Hrafnistu, við fórum aldrei svöng frá þér. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Biðjum að heilsa Halla afa og þakkaðu honum fyrir rauða ópalið sem hann gaf okkur alltaf þegar við komum til ykkar á Reykjavíkurveg- inn. Þangað til næst, Guð geymi þig elsku Magga amma okkar. Linda Sif, Halla Björg, Smári Leó og Stefán Grétar. Margrét Þorvaldsdóttir Vertu blessuð, elsku amma, okkur verður minning þín á vegi lífsins, ævi alla, eins og fagurt ljós, er skín. Vertu blessuð, kristna kona, kærleikanum gafstu mál, vertu blessuð, guð þig geymi, góða amma, hreina sál. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Kveðja, Svanhildur Lísa, Þóra Margrét, Telma Rakel og Emilía Ósk. HINSTA KVEÐJA ✝ Tryggvi Gunn-arsson, skipa- smíðameistari, fædd- ist 14. júlí 1921 í Hvammi í Dýrafirði. Hann lést að dval- arheimilinu Hlíð, Ak- ureyri, 6. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Veró- nika Ásbjörnsdóttir, f. 12.3. 1901, d. 1.1. 1932 og Gunnar Jóns- son, skipasmíðameist- ari, f. 1.4. 1899 í Hlé- skógum í Höfðahverfi, d. 27.10. 1960. Systir Tryggva var Bára Gunnarsdóttir, f. 14.10. 1925, d. 3.11. 1992. Tryggvi átti 5 systkini samfeðra. Þau eru Ólafur, f. 7.11. 1919, d. 13.11. 2004, Anna Lísa, f. 20.11. 1934, Halldóra, f. 19.1. 1936, Gunnar, f. 1940, Helga, f. 1945. Tryggvi kvæntist eftirlifandi konu sinni, Stellu Sigurgeirsdóttur, a) Rakel, f. 31.10. 1973, m. Pálmi Guðmundsson, börn þeirra eru Björk og Salka. Ragna Björk, f. 20.5. 1979, m. Bragi Björnsson, börn þeirra eru Ragnar Björn og Helga Sif. c) Sigurgeir, f. 11.1. 1983. Dóttir hans er Auður Hulda. 3) Gunnar, skipaverkfræðingur, f. 2.12. 1958. M. Harpa Ágústsdóttir, f. 2.9. 1956. Börn; Ágúst Þór Bárð- arson, Tryggvi og María Borg. Tryggvi lærði skipasmíði hjá föður sínum á skipasmíðastöð KEA og varð síðar skipasmíðameistari og yfirsmiður stöðvarinnar er faðir hans lét af störfum. Hann var þá aðeins liðlega 30 ára og stjórnaði henni þar til að hún var lögð niður 1975. Varð hann síðar verkstjóri og hafnarstjóri hjá Akureyrarbæ. Einnig var hann vigtarvörður hjá Akureyrarbæ eftir að hann fékk heilablóðfall 1977 og gegndi því starfi til 1991. Tryggvi teiknaði og smíðaði fjölmörg skip hjá Skipa- smíðastöð KEA. Meðal þeirra er hvalaskoðunarskipið Húni II. Útför Tryggva fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst af- höfnin kl. 13:30. f. 1.8. 1922, þann 30.9. 1944. Foreldrar henn- ar voru Sigurgeir Jónsson og Sóley Tryggvadóttir. Börn þeirra Tryggva og Stellu eru 1) Ingi- björg, skrif- stofumaður, f. 29.8. 1945, M. Haraldur Valdimarsson f. 27.9. 1943 á Ísafirði. Börn þeirra eru a) Tryggvi f. 19.1. 1966, m. Krist- ín Bergþóra Jóns- dóttir, börn Arnar Ingi, Rúnar Ingi, Bjarki Reyr, Agnes Vala og Eyþór Nói. b) Elva f. 8.6. 1969, m. Páll Hlöðver Krist- jánsson, börn þeirra: Sigmar og Inga Rakel. c) Heimir f. 29.10. 1976, m. Hildur Bolladóttir, börn þeirra: Haraldur Bolli og Jónatan Hugi. 2) Ragnar Geir, skipasmiður, f. 29.1. 1950. M. Erna Björk Guðmunds- dóttir, f. 3.8. 1952. Börn þeirra eru: Kær tengdafaðir minn er fallinn frá. Mig langar til að minnast hans með fáeinum orðum. Kynni mín af honum hófust þegar ég kom norður á Akureyri 1972, þá hjúkrunarnemi, og kynntist Ragnari syni hans. Tryggvi var einstaklega hlýr og góður maður með notalega nær- veru. Hann hafði mikinn áhuga á gróðri og var garðurinn þeirra hjóna í Lönguhlíðinni einstaklega fallegur. Það var hugsað um hann af mikilli natni og umhyggju og hlutu þau hjónin viðurkenningu fyrir það. Við fjölskyldan eigum margar góðar minningar um það þegar við heimsóttum afa og ömmu og nutum þess að vera í veðurblíðunni fyrir norðan í fallega garðinum þeirra þar sem ótal tegundir blóma og fal- lega klipptra trjáa nutu sín. Eftir að Tryggvi veiktist 1978 kom hann oft suður til Reykjavíkur í endurhæfingu, bæði á Grensás og á Reykjalund. Við fjölskyldan nut- um nærveru hans þann tíma sem hann dvaldi hér fyrir sunnan. Það má segja að Tryggvi hafi komist mjög langt á eigin dugnaði og vilja til að ná bata í erfiðum veikindum og dáðist ég að því hversu duglegur hann var. Tryggvi var virkur félagi í íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri og spilaði boccia af dugnaði og tók þátt í mótum víða og vann til margra verðlauna. Þau hjónin voru búin að koma sér fyrir í notalegri íbúð í Lin- dasíðunni þar sem sólstofan líktist stýrishúsi á bát og það vakti fal- legar minningar um liðna daga fyrir Tryggva. Blessuð sé minning hans. Þín tengdadóttir, Erna Björk. Kveðja frá systkinum Tryggvi bróðir skipaði stóran sess í huga okkar. Hann var næst- elstur í systkinahópnum og öll litum við upp til hans. Ungur að aldri hóf hann að feta í fótspor föður okkar, Gunnars Jónssonar skipasmíða- meistara, bæði hvað varðar skipa- smíðar og söngáhuga. Tryggvi lærði skipasmíðar hjá föður okkar á skipasmíðastöð KEA og varð skipasmíðameistari og yf- irsmiður stöðvarinnar aðeins þrítug- ur að aldri, er faðir okkar lét af störfum vegna veikinda. Tryggvi stjórnaði stöðinni farsællega þar til hún var lögð niður á áttunda ára- tugnum. Frá námsárum Tryggva minnast Lísa og Halldóra þess af stolti þeg- ar hann kom hjólandi heim úr vinnunni af stöðinni. Tryggvi var mjög söngelskur og byrjaði snemma að syngja með karlakórnum Geysi. Hann var alla tíð tryggur Geysismaður og naut þess bæði að syngja og hlusta á tón- list. Helgu er sérstaklega minnis- stæð óperettusýning sem þau sáu saman stuttu eftir að hann fékk heilablóðfall. Upplifun hans var því- lík að aðrir hrifust með. Gunnar minnist ánægjulegra ferðalaga þeirra bræðra um landið og skemmtilegra samverustunda. Tryggvi hafði góða nærveru, var glaðlyndur, geðgóður og áreiðanleg- ur. Allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af trúmennsku og varð okkur góð fyrirmynd. Við þökkum kærlega fyrir þær stundir sem við höfum átt með Tryggva gegnum árin þótt fjarlægð- in hafi verið mismikil. Stellu, börnum og fjölskyldum Tryggvi Gunnarsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR SIGFÚSDÓTTIR frá Vogum í Mývatnssveit, Sólbrekku 26, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, föstudaginn 6. febrúar. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 14. febrúar kl. 14.00. Stefán Haraldsson, Friðrika Baldvinsdóttir, Guðmundur Óskar Haraldsson, Gísli Haraldsson, Sigfús Haraldsson, Elfa Brynja Sigurðardóttir, Jón Kristinn Haraldsson, Klara Matthíasdóttir, Haraldur Haraldsson, Guðrún Anna Jónsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Sætúni, Fáskrúðsfirði, síðast til heimilis á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt fimmtudagsins 12. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Kristín A. Gunnþórsdóttir, Sigurgeir Þór Sigurgeirsson, Guðmundur Þór Gunnþórsson, Guðjón Gunnþórsson, Helen Medvedeva, Eygló Sara Gunnþórsdóttir, Rut Gunnþórsdóttir, Eiður Sveinsson, Rakel Gunnþórsdóttir, Ævar Agnarsson, Þorgils Garðar Gunnþórsson, Helga Steinunn Hauksdóttir, Rebekka Gunnþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, THEÓDÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR, Bakkavegi 13, Hnífsdal, sem lést föstudaginn 6. febrúar, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00. Halldóra Elíasdóttir, Guðmundur Kr. Thoroddsen, Sigríður Inga Elíasdóttir, Svavar Geir Ævarsson, Finnbjörn Elíasson, Gyða Björg Jónsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir, Friðrik Óttar Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.