Morgunblaðið - 13.02.2009, Side 34

Morgunblaðið - 13.02.2009, Side 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Hádegisfundur á laugardaginn Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkinga- félag, heldur súpufund í hádeginu laugar- daginn 14. febrúar kl. 12.00 á fyrstu hæð í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu. Ræðumaður á fundinum verður: Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins. Erindið nefnir hann: 80 daga stjórnin, fyrirburður eða framhaldslíf. Til að ræða efnið verða líka Valgerður Bjarna- dóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Eiríkur Berg- mann og Anna Pála Sverrisdóttir, en hún er formaður Ungra jafnaðarmanna. Allt Samfylkingarfólk og annað áhugafólk um stjórnmál velkomið. Stjórnin. Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi Auglýst eftir framboðum til prófkjörs í Suðvestur- kjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi mun halda prófkjör 14. mars nk. til að velja frambjóðendur á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Hér með er auglýst eftir framboðum og verða þau að hafa borist á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll að Háaleitis- braut 1 í Reykjavík, eigi síðar en klukkan 12:00 mánudaginn 23. febrúar nk. Framboðunum ber að skila ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi á tölvutæku formi. Hvert framboð verður að vera stutt 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en hann má fæsta kjósa í prófkjörinu eða 7 talsins. Nauðungarsala Uppboð Með vísan til 2. mgr. 7. gr. laga um búfjárhald o.fl. nr. 103/2002 verður seldur á uppboði graðhestur: Brúnn, á 2. – 3. vetri, ómarkaður. Með óskráð örmerki nr. 984104742512002. Uppboðið fer fram að Emmubergi, Dalabyggð, mánudaginn 23. febrúar nk. kl. 14:00. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðshaldara. Sýslumaðurinn í Búðardal, 11. febrúar 2009. Áslaug Þórarinsdóttir sýslumaður. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hafnargata 17, raðhús (215-5499) Grímseyjarhreppur, þingl. eig. Brynjólfur Árnason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf., fimmtudaginn 19. febrúar 2009 kl. 15:30. Skíðabraut 6, Björk, 01-0201 (215-5180) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Björn Halldór Sturluson, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 13:30. Torfufell, 152813, jörð (fnr. 215-9756) Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Víðir Ágústsson og Adda Bára Hreiðarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 12. febrúar 2009. Halla Einarsdóttir, ftr. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Engjasel 85, 205-5400, Reykjavík, þingl. eig. Ingimar Kristinn Jónsson, gerðarbeiðendur Engjasel 85, húsfélag, Nýi Glitnir banki hf. og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 17. febrúar 2009 kl. 11:30. Kögursel 20, 205-6213, Reykjavík, þingl. eig. Reynir Einarsson og Ólöf Ágústína Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf., fjárfestlán og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 17. febrúar 2009 kl. 11:00. Leirubakki 32, 204-8062, Reykjavík, þingl. eig. Davíð Freyr Rúnarsson, gerðarbeiðendur Leirubakki 18-32, húsfélag ogTryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 17. febrúar 2009 kl. 10:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 12. febrúar 2009. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Brúarflöt 2, mhl. 01-0103, fastanr. 227-2716, Akranesi, þingl. eig. Lárus Guðmundur Jónsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Shooters sport bar á Ísl ehf, miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 15:00. Garðabraut 2, mhl. 01-0103, fastanr. 210-0849, Akranesi, þingl. eig. Thai-A ehf., gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 13:30. Garðabraut 21, mhl. 01-0101 og 02-0101, fastanr. 210-0821, Akranesi, þingl. eig. Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir og Brynjar Ingimarsson, gerðarbeiðandi Nýi Kaupþing banki hf., miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 13:45. Hólmaflöt 10, mhl. 01-0101 og 01-0102, fastanr. 228-3791, Akranesi, þingl. eig. Steindór Óli Ólason og Sigurrós Allansdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 16:00. Höfðabraut 4, mhl. 01-0101, fastanr. 210-0916, Akranesi, þingl. eig. Brandur Danielsen, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Íbúðalánasjóður, Skeljungur hf., Sparisjóður Mýrasýslu og Spölur ehf., miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 15:45. Höfðabraut 7, mhl. 01-0302 og 02-0106, fastanr. 210-0884, Akranesi, þingl. eig. Elvar Már Valdimarsson, gerðarbeiðandi Nýi Kaupþing banki hf., miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 15:15. Presthúsabraut 21, mhl. 01-0101 og 02-0101, fastanr. 210-0152, Akra- nesi, þingl. eig. Einar Ástvaldur Jóhannsson og Arnþór Ingi Hlynsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 13:00. Seljuskógar 18, mhl. 01-0101 og 01-0102, fastanr. 230-0308, Akranesi, þingl. eig. Skarphéðinn Orri Björnsson, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður, BYR sparisjóður, höfuðst., farstýr, G.Pálmason ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 15:30. Suðurgata 85, mhl. 01-0101, fastanr. 210-2037, Akranesi, þingl. eig. Gengi ehf., gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 14:30. Suðurgata 85, mhl. 01-0201, fastanr. 210-2038, Akranesi, þingl. eig. Gengi ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 14:45. Suðurgata 89, mhl. 01-0101, fastanr. 210-2033, Akranesi, þingl. eig. Ármann Rúnar Ármannsson, gerðarbeiðandi Nýi Kaupþing banki hf., miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 14:15. Sýslumaðurinn á Akranesi, 11. febrúar 2009. Félagslíf I.O.O.F. 1  1892138  8½.I.*I.O.O.F. 12  190021381/2  Sk. upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR Pabbi þinn var frábær maður. Alltaf svo hress og alltaf brosandi. Ég man hvað hann var góður við okkur þegar við fórum upp í sum- arbústað einn veturinn, við fengum meira að segja að hringja í vini okkar úr risastóra farsímanum hans sem var á stærð við skjalatösku. Foreldr- ar þínir voru svo yndisleg saman, svo samrýmd og samtaka í öllu. Þegar við urðum aðeins eldri sátum við oft með þeim um helgar áður en við fór- um út á lífið. Við spjölluðum og hlustuðum á tónlist á meðan við vor- um að gera okkur til. Pabbi þinn tók okkur í danssveiflu við undirleik Sléttuúlfanna og við vorum báðar móðar og másandi en hann brosti bara og bauð mömmu þinni upp í næsta dans. Ég man líka eftir tvítugsafmælinu þínu. Þá tókum við allt í einu eftir því að Dire Straits voru í græjunum í stað tónlistarinnar sem við höfðum valið, þá kom í ljós að pabbi þinn var bara að kynna strákana fyrir al- mennilegri tónlist. Ég hitti foreldra þína sjaldnar og sjaldnar upp úr tví- tugu, eins og gengur og gerist, en þau eiga alltaf sérstakan stað í mínu hjarta. Það var bara svo gaman að setjast niður í eldhúsinu og spjalla, húmorinn og kaldhæðnin ríkjandi. Kæru Sigríður, Andrea, Krissa og Ásdís. Þið eruð allar svo sterkar og flottar konur, passið vel hver upp á aðra. Kæra fjölskylda og vinir, ég votta ykkur mína samúð. Hildur Albertsdóttir. Þorvaldur Ólafsson Elsku langamma. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem ég átti með þér. Þær voru ómet- anlegar. Þegar ég hugsa til baka blossar upp fjöldi minninga með þér. Ber þá fyrst að nefna stundirnar þeg- ar þú bjóst í blokkinni í Fossheiðinni og ég var í pössun hjá þér. Þá leyfðir þú mér stundum að fara í sendiferð í Hornið, eins og það hét nú þá, með minnismiða og krónur í buddu og var þetta ekkert smáspennandi fyrir litla stúlku þótt leiðin væri ekki löng. Þá kom það stundum fyrir að við tvö elstu systkinin gistum hjá þér og þegar við vorum að bursta tennurn- arfyrir háttinn tókstu út úr þér tenn- urnar og grettir þig framan í okkur. Mikið gátum við hlegið þá. Alla tíð ruglaðir þú mér og mömmu af og til saman og var ég bara orðin vön því. Þú hafðir nú ekki jafn gaman af þessu síðustu ár og afsakaðir þig hvað þú værir orðin rugluð. Þá sagði Helga Jónína Gunnþórsdóttir ✝ Helga JónínaGunnþórsdóttir fæddist á Stóra- Steinsvaði í Hjalta- staðaþinghá 13. júní 1921. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 17. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Sel- fosskirkju 30. janúar. ég þér nú að hafa ekki áhyggjur af þessu þar sem þú værir búin að gera þetta frá því ég mundi eftir mér. Og þá hlóstu alltaf. Ekki má nú gleyma öllu bakk- elsinu sem þú barst á borð fyrir gesti og ekki var hægt að komast upp með það að fá sér ekki. Enda var svo sem erfitt að hafna kökun- um þínum sem brögð- uðust dásamlega, möndlukakan með bleika kreminu og vínarbrauðin þín, hver getur gleymt þeim. Þér fannst líka afar leiðinlegt að geta ekki boðið gestum kaffi og með því þegar þú varst komin á Ljósheima. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért ekki hérna lengur og ég geti ekki lengur kíkt í heimsókn til þín þegar ég er á Selfossi. En ég er viss um að langafi hefur tekið vel á móti þér og þið eruð saman á nýjan leik. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ágústa Tryggvadóttir. Langamma hefur þá fengið hvíld- ina löngu eftir langt og árangursríkt ævistarf. Ég hef að undanförnu verið að reyna að ímynda mér gleðina sem var við völd hjá ykkur ömmu þegar ég kom í heiminn snemma árs 1981. Þið amma hljótið að hafa verið hopp- andi kátar yfir að verða amma og langamma í fyrsta skiptið, þú rétt að verða sextug og amma rétt að verða fertug. Þá hlýtur þér að hafa fundist þú alveg hrikalega gömul þó svo að sannarlega hafir þú það alls ekki ver- ið það. Það er margs að minnast á þessari nærri þriggja áratuga samveru okk- ar langömmu. Mér finnst ég einstak- lega ríkur að hafa svo lengi haft að- gang að langömmu. En kynslóðabilið var stutt. Þú varst rétt rúmlega 20 ára þegar þú eignaðist Boggu ömmu. Amma einnig rétt um tvítugt þegar hún átti mömmu og mamma var alveg að verða 19 ára þegar ég kom í heiminn. Við þrjú elstu langömmubörnin þín, s.s. ég, Inga og Ágústa, hljótum að hafa ver- ið í pínuuppháhaldi hjá þér og við nutum þess að vera svona aðeins eldri heldur en langömmubörnin sem komu síðar. Þú gerðir náttúr- lega aldrei upp á milli langömmu- barnanna heldur þótti þér alveg jafnvænt um þau öll. Mér er það sérstaklega minnis- stætt þegar við bjuggum í blokkinni í Fossheiðinni, þú á fyrstu hæðinni en við í íbúðinni beint fyrir ofan. Þá var vissulega oft farið í heimsókn til þín og að sjálfsögðu var stutt að henda okkur systkinunum í pössun til þín ef þau ætluðu að líta út. Þó svo að við flyttum síðar í Láengið fækkaði heimsóknunum mjög lítið enda ekki langt að hjóla. Ég man sérstaklega eftir því að þegar við komum í heim- sókn gafst þú okkur alltaf hafrakex, smurt með smjöri og mjólk með. Þá eru manni líka minnisstæðar jóla- kökurnar sem þú bakaðir, síðan þá hefur mig ávallt langað að kunna að baka jólaköku eins og þú gerðir. Síðan varð ég eldri og heimsókn- unum fór fækkandi, hugðarefnin urðu önnur en ég passaði ávallt upp á að heimsækja þig reglulega, bæði í Grænumörkina og síðar á Ljós- heima, þó svo að ferðunum hafi kannski verið farið að fækka óþarf- lega mikið undir lokin. Ég heimsótti þig síðast síðastliðinn aðfangadag og það var fín stund þó svo að þú þekkt- ir mig alls ekki. En þegar ég kvaddi brostir þú, var það ánægjuleg stund. En það var í síðasta skiptið sem við hittumst, hefði ég vitað af því hefði ég kannski kvatt þig enn betur en ég gerði. Að lokum langar mig að þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar og bið þig að skila kveðju til langafa frá mér þar sem þið eruð nú loks sameinuð eftir langan aðskilnað. Megi góður guð geyma þig og varð- veita vel eftir allt það góða sem þú skildir eftir þig hér. Mig langar að enda þetta á hluta af kvöldbæn sem þú fórst svo oft með fyrir mig þegar ég var hjá þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Minning þín lifir sem ljós í lífi okk- ar Þinn langömmustrákur Baldur Gauti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.