Morgunblaðið - 13.02.2009, Síða 39

Morgunblaðið - 13.02.2009, Síða 39
Menning 39FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 HJÁTRÚARSÝNING Á TORGI Kl. 19:00 Barnaleiðsögn um grunnsýninguna um hjátrú Kl. 19:30 Leiðsögn um sýninguna Endurfundi Kl. 20:00 Spilmenn Ríkínís leika og syngja þjóðlega tónlist Kl. 20:30 Stuttur fyrirlestur um hjátrú Kl. 20:30 Barnaleiðsögn um grunnsýninguna um hjátrú Kl. 21:00 Leiðsögn um sýninguna Endurfundi Kl. 21:30 Stuttur fyrirlestur um hjátrú Kl. 22:00 Spilmenn Ríkínís leika og syngja þjóðlega tónlist Opið 11-24 Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is · Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17 Föstudaginn 13. febrúar verður fjölbreytt dagskrá á Þjóðminjasafni Íslands í tengslum við Safnanótt. Aðgangur ókeypis 17-24 HJÁTRÚ Á ÞJÓÐMINJASAFNINU Á SAFNANÓTT7 9 13 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞEGAR talað er um að lýsa borgir, dettur sennilega flestum í hug gamli góði ljósastaurinn, þráðbein himna- lengja sem lýsir sinn radíus sem skarast við radíus næsta staurs, svo við rötum okkar leið. Kannski að einhverjum detti í hug flóðlýsing- arnar eins og þær sem notaðar eru til að lýsa upp framhlið Háskóla Ís- lands, Þjóðleikhúsið og fleiri slíkar byggingar. En í dag, þegar 21. öldin er varla búin að slíta barnsskónum, hefur hugtakið „borgarlýsing“ fengið allt annað inntak og merkingu, í takt við nýja tækni, nýjar hugmyndir og nýj- ar áherslur í lýsingu borga. Borgin er frásögn „Hver borg á sér sína frásögn, og er frásögn í sjálfri sér,“ segir miðla- listamaðurinn Alexander Stublic, og þá frásögn má undirstrika á ýmsan máta með annars konar lýsingu á áhrifamikinn hátt. Alexander Stublic er einn frum- mælenda á ráðstefnu sem haldin verður í Norræna húsinu í tilefni af Vetrarhátíð frá kl. 13-18.30 á morg- un, og á ráðstefnunni verður talað um það hvernig hægt er að end- urskapa hafnarborgir með hliðsjón af þeim nýju hugmyndum um lýs- ingu borgarlandslagsins sem Alex- ander talar um. Lýsingin dýpkar frásögina Hann talar um frásögnina. Það er frásögnin sem við upplifum í því um- hverfi sem við þekkjum. Þar gerist ýmislegt, þar er saga, þar eru minn- ingar. Frásögnina má dýpka og und- irstrika með nýju ljósi, þannig að upplifun okkar dýpki, verði áhrifa- ríkari og segi hugsanlega nýjar sög- ur um það umhverfi sem við héldum að við þekktum. Það sem til þarf er hugmynda- auðgi, listrænt innsæi, heill hell- ingur af nýrri tækni, hönnun og búnaður. Alexander tekur dæmi: „Ný tegund af lýsingu bætir nýjum þræði í vef borgarfrásagnarinnar, sem getur líka lifað sjálfstæð í sín- um eigin tíma og rúmi. Ef við vinnum með frosið form, eins og arkitektúr er hægt að blása arki- tektúrinn upp með lýsingu eins og við þekkjum svo vel, eða að nota aðrar aðferðir við lýsinguna, aðferð- ir sem eiga í samspili við annað í umhverfinu og geta gert það að verkun að skynjun okkar og upp- lifun af byggingunni, eða staðnum, verður ný.“ Ljósið þarf að hafa innihald Saga þessarar þróunar er ekki löng og Alexander miðar upphafið við aldamótin, og kannski 2003, þeg- ar fyrir alvöru var farið að lýsa upp borgarlandslag samkvæmt nýju hugmyndunum. „Grundvallaratriði er að það sem lýst er er ekki eins og einhvers konar skjár eða skermur, heldur miðill. Í mínu tilfelli þróast hugmyndirnar út frá vídeólist og ég byggi verk mín á þeirri tækni. Tækniþróunin á síðustu árum hefur verið gríðarleg og gerir okkur kleift að reyna nýjar aðferðir fyrir brota- brot af þeim kostnaði sem áður hlaust af tilraunum með lýsingu á þennan hátt. Í mínum huga er þetta vídeólist, sem skapar ljós og hreyf- ingu, en ljósið verður að hafa inni- hald,“ segir Alexander og áréttar þetta með innihaldið. Það er þetta sem gerir nýju lýsingarhugmynd- irnar frábrugðnar steinrunnum ljósastaur. Ég skoða mynd af ljós- verki Alexanders þar sem hann nýt- ir tækni vídeólistarinnar til að skapa verk á byggingu sem stendur við sjó. Það er einmitt sjórinn sem skiptir höfuðmáli þar sem bárurnar skapa mynstrið sem gárast á gleri og stáli byggingarinnar, sem þar með er orðinn þátttakandi í sjón- arspilinu þar sem hafið og byggðin mætast, flöktandi báran kveikir líf í köldum strúktúrnum. Þverfaglegur hópur fólks Guja Dögg Hauksdóttir fram- kvæmdastjóri ráðstefnunnar segir mér að þeir sem vinni í þessari nýju grein ljósahönnunar borga, komi úr ýmsum greinum og hafi ólíkan bak- grun. Þar er fólk sem unnið hefur við lýsingu í leikhúsi, myndlist- armenn, arkitektar, verkfræðingar, tæknifólk og hönnuðir og þeir sem tala á ráðstefnunni endurspegla þá fjölbreytni. Hún segir þessa þróun ákaflega spennandi. „Þetta snýst ekki bara um það að fá hundrað vött í hausinn svo maður sjái hvert mað- ur er að fara. Fókusinn fjarlægist það að lýsa upp einstaka punkta, yf- ir í það að vinna lýsingu fyrir stærri rými og á milli húsa. Það eiga að vera ævintýri í þessu.“ Guja Dögg nefnir dæmi um mis- heppnaðar tilraunir til borgarlýs- ingar í Reykjavík, litaröndina á Skothúsvegarbrúnni og túl- ípanalampana sem spretta upp í miðbænum þegar eitthvað stendur til. „Á ráðstefnunni verða kynnt verkefni í lýsingu sem hafa heppn- ast vel, bjóða upp á ríkari upplifanir og þola lengra líf í borgarrýminu.“ Ljós í nýju ljósi Roger Narboni Göngustígur í franskri borg. Græna hnitið skapar andstæðu við ljóðræna speglun hvolfþaksins. Elinor Coombs Ljósabörn geta vissulega glatt augað í grárri borg. Alexander Stublic Byggingin miðlar bárunum á haffletinum fyrir neðan. Engu er líkara en að húsið ætli á haf út. Ráðstefnan Endursköpun hafnarborga verður haldin í Norræna húsinu á morgun, á miðri Vetrarhátíð. Þar verður upplýst hvernig nýjar hugmyndir um lýsingu borga geta dýpkað frásögn borgarlandslagsins. Nemendur í fornámsdeild Myndlistarskólans í Reykjavík, sem hafa verið að vinna undir stjórn Finns Arnars Arnarsonar og Ólafar Nordal verða með ljósainnsetningu í Vatnsmýrinni í framhaldi af ráðstefnunni, eða þegar dimma tekur. Frummælendur á ráðstefn- unni eru Jürgen Hasse prófess- or í Berlín, Deike Canzler arki- tekt í Stokkhólmi, Roger Narboni ljósahönnuður í Frakk- landi, Elinor Coombs ljósahönn- uður í London, Alexander Stu- blic miðlalistamaður í Berlín og Jeroen Everaert myndlist- armaður í Hollandi. Verði ljós í Vatnsmýrinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.