Morgunblaðið - 13.02.2009, Page 40

Morgunblaðið - 13.02.2009, Page 40
40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2009 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞEGAR tilkynnt var um að hinar vinsælu sjón- varpskonur Eva María Jónsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir myndu leiða saman sjarma- hesta sína í forkeppni Evróvisjón runnu tvær grímur á suma. Myndu þær ná saman? Eða yrði þetta nokkurs konar valdabarátta? Hið fyrr- nefnda varð ofan á og það heldur betur. Tvíeykið hefur verið á miklu flugi allt frá byrjun og haldið uppi rennsli þáttanna þegar misgáfuleg lög hafa ætlað að bera hann ofurliði. Á milli þeirra hefur verið telepatískt grallarasamband sem skilar sér óhindrað inn í stofur landsmanna. „Við þekktumst áður, en bara af því að við vor- um að vinna í sama húsi,“ útskýrir Eva í símann á miðjum handahlaupum í undirbúningi lokaþátt- arins sem fram fer á morgun. „Við komumst svo að því, okkur báðum til furðu, að við erum andlegar systur. Og höfum flissað mikið og hlegið í öllum undirbúningnum. Það er auðvitað þægilegt að vinna með manneskju þar sem samskipti eru óheft og án allrar stífni. Við erum þá saman öllum stundum utan vinnu líka, ég er t.d. að kenna Ragnhildi að drekka kaffi um þessar mundir.“ Falleg keppni Vinkonurnar hafa líka vakið athygli fyrir glúrið fataval og eru afskaplega samstiga í þeim efnum. „Fyrsti „búningurinn“ sem við vorum í var reyndar gagnrýndur mjög harkalega af öllum, áhorfendum sem innanbúðarfólki,“ segir Eva María og hlær. „Þannig að nú lítur yfirútlitshönn- uður sjónvarpsins eftir okkur og passar að við séum snyrtilegar til fara.“ Eva María segir að lagt hafi verið upp með að vera léttar og kátar. „Auðvitað er ekki hægt að taka þetta graf- alvarlega en um leið elskum við þessa keppni af öllu hjarta eins og svo margir. Það er það sem er svo fallegt við hana. Við vorum báðar í vinkonu- hópum í gamla daga þar sem legið var yfir mynd- bandsupptökum af keppnunum. Þannig að það var hægur vandi fyrir okkur að gefa okkur svona í þetta.“ Systur í (Evróvisjón) anda  Eva María og Ragnhildur Steinunn hafa farið mikinn í kynnastarfinu í Evróvisjón  Sprellandi fjörug útgeislunin hefur hitt heila þjóð í hjartastað Morgunblaðið/Eggert Samloka „Við komumst svo að því, okkur báðum til furðu, að við erum andlegar systur,“ segir Eva María Jónsdóttir um samstarf hennar og Ragnhildar Steinunnar. Einar Þurfti ekki mikið glaðloft við fæðingu dóttur sinnar. Lýstu eigin útliti. Sjá mynd … Ætlar þú á rústað (spyr síðasti að- alsmaður, Kristín Eysteinsdóttir leik- stjóri)? Það er alveg hugsanlegt. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálf- an þig? Að þegar ég vel erfiðari leið- ina gengur mér alltaf betur. Hvað tekurðu mikið í bekk? Ég leggst reglulega á nuddbekk, hinsvegar orðið mjög langt síðan ég lyfti einhverju það þungu að það mælist … Styðurðu ríkisstjórnina? Ég styð lýð- ræði. Uppáhaldslið í ensku knattspyrn- unni? Manchester United. Hversu pólitískur ertu á skalanum 1 til 10? Ég held að það sé ekki hægt að mæla slíkt á skala. Hafa ekki allir ein- hverja skoðun á málunum? Erfiðasti viðmælandinn? Viðmælendur eru ekki erfiðari en fréttamaður leyfir þeim að komast upp með. En sumir stjórnmálamenn virðast halda að þeim sé farsælast að svara sem minnstu. Vandræðalegasta augnablikið í út- sendingu? Ég mætti einu sinni of seint á morgunvakt til að leysa Pálma Jónasson af. Var dálítið seinn í gang að berja saman fréttatímann. Þegar ég loks hljóp af stað inn í hljóðver var fréttastefið að byrja og ég hafði gleymt að kíkja á hvernig innkynn- ingin átti að vera kl. 07, en það eru staðlaðar kynningar á morgnana og mikilvægt að hafa þetta rétt. Ég treysti því á tölvuskjáinn fyrir framan mig og las af honum textann hans Pálma án þess að hugsa. „Fréttastofa útvarpsins, morgunfréttir les Pálmi Jónasson“. Ég var ekkert að hafa fyr- ir því að leiðrétta þetta við hlustendur enda frekar kjánalegt að vita ekki hvað maður heitir. Er það satt að sjónvarpið bæti nokkr- um kílóum við? Ég held ekki. En sumir sjónvarps- menn eru bara allt of feitir. Útvarp eða sjónvarp? Útvarp er miðill 21. aldarinnar, þar starfar granna og fallega fólkið. Hver eru þín mestu mistök? Að hafa samþykkt að fara í leitarflug með Landhelgisgæslunni. Það var eins og að vera í 5 tíma inni í þvottavél og við fundum ekkert. Og þinn stærsti sigur? Að hafa ekki þurft mikið glaðloft við fæðingu dóttur minnar. Wham eða Duran Duran? Duran. Eigum við (Íslendingar) von? Ég vona það. Það hlýtur að vera. Besta platan? Ég á svo erfitt með að gera upp á milli, nefni frekar tvö nöfn, Dylan og Young. Uppáhaldsbókin? Á náttborðinu er Ofsi eftir Einar Kára, Saga Eim- skipafélagsins, ævisaga Obama og uppeldisbókin The No Cry Dicipl- ine Solution. Segir þetta eitthvað? Hver yrði titillinn á kvikmynd um ævi þína? Bigger than Jesus. Hver myndi leika aðal- hlutverkið? Jesús. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Hvort er betra lakkrís eða hlaup? EINAR ÞORSTEINSSON AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER FRÉTTAMAÐUR HJÁ RÍKISÚTVARPINU. HANN ÞYKIR HAFA STAÐIÐ SIG VEL Í AÐ FLYTJA FÓLKINU Í LANDINU FRÉTTIR Í ÖLLUM HAMAGANGINUM UNDANFARNA MÁNUÐI. Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „OKKUR hefur lengi langað til að búa til einhvers konar þema í kringum mix-diska, og okkur langaði til að gera það veglega. Við erum að bjóða fólki uppá mix-diska seríu, og búa til stemningu í kring- um það. Hönnunin á hulstrum fyrir alla diskana er svo í höndum hönnuðar frá Kronk- ron,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, plötusnúð- ur og tónlistarmaður, betur þekktur sem Benni B-Ruff. Á morgun mun hann og Gísli Galdur Þorgeirsson standa fyrir partíi í Kronkron við Laugaveg, en tilefni þess er útgáfa á fyrsta mix-disk þeirra félaga af fjórum. Ákveðið þema er á hverjum diski, og munu þeir byrja á danstónlistinni. „Svo tökum við fönk, soul og smá afró, svo förum við í hipp hopp og R&B, og endum svo með rosalega veglegu partíi þar sem við verðum með íslenska tónlist,“ segir Benni, en hver diskur kemur út með u.þ.b. tveggja mánaða millibili og kemur sá síðasti því líklega út í september. Aðspurður segir Benni vissulega erfitt að velja tónlist fyrir svona diska. „Það er alltaf þannig að maður vill hafa meiri tónlist en mað- ur getur. Við ætluðum til dæmis að hafa fyrsta diskinn 60 mínútur en enduðum í 79,8 mín- útum,“ útskýrir hann. Þeir félagar ætla að spila diskinn í heild sinni í partíinu á morgun, en það hefst kl. 21 og verða veitingar í boði. „Þetta verður svaka partí, og þetta mun fljóta inn í sumarið,“ segir Benni að lokum.  Grein Sigurðar Líndal lagapró- fessors sem birtist í Fréttablaðinu hinn 7. febrúar síðastliðinn vakti at- hygli fyrir margra hluta sakir. Þar fer prófessorinn yfir stöðu stjórn- skipunar í landinu og má af orðum hans ráða að ofurvald ráðherra sé lýðræðinu til trafala. Í síðustu málsgrein greinarinnar segir hins vegar: „En fátt stendur þó lýðræðinu meira fyrir þrifum en ofurvald afþreyingariðnaðarins. Áhrif hans birtast ekki sízt í firr- ingu þannig að menn losna úr tengslum við umhverfi sitt og ber- ast inn í sýndarveruleika. Nýjustu birtingarmyndir hennar eru pott- lokaglamur undir stjórn rokkara og rappara, sem leyst hefur rök- ræðuna af hólmi og þá er stutt í að bareflin taki við af sleifunum.“ Djass-trommarinn Matthías Hemstock sá sig knúinn til að svara þessum fullyrðingum í grein á leið- araopnu blaðsins í gær. Fleiri svar- greinar tónlistarmanna úr rokk- og rappgeiranum hljóta að vera í bí- gerð. Allt rokkurum og röppurum að kenna  Fjölmiðlar hafa ekki farið var- hluta af plögg-stríðinu sem nú geis- ar í kringum Söngvakeppnina. Keppendur beita öllum tiltækum ráðum til að koma sér í blöðin og á engan er hallað þegar því er haldið fram að þar fari fremstur í flokki Valli nokkur Sport. Valli þessi sér um kynningarmál Elektru en vakti athygli hér á árum áður sem út- varpsmaður og síðar stjórnandi sjónvarpsþáttarins Með hausverk um helgar. Valli sá um kynning- armál Mercedes Club fyrir síðustu keppni og fór honum það vel úr hendi þó að segja megi að líkt og bankarnir hafi sveitin riðað til falls þegar í ljós kom að engin innstæða var fyrir velgengninni. Vonandi bíða sömu örlög ekki Elektru. Munu úrslitin ráðast í fjölmiðlum? Eitt af stelpupörum Evu Maríu og Ragnhildar var að lóðsa vindvél mikla inn í einn þáttinn, en slíkt tæki var mikið brúkað þegar „eitís“-menningin stóð sem hæst til að gefa flutningi laganna dramatíska vigt og blés þá stríður vindur um hár flytjendanna. „Það var mikið lagt á sig til að grafa þessa góðu vél upp,“ segir Eva María. „Við lögðumst í miklar rannsóknir á þessu fyrirbæri, leituðum að sögu hennar og uppruna. Það fór um mann nostalgískur sæluhrollur þegar hún var loks sett í gang fyrir okkur stöllurnar og við fengum að flagga hárinu okkar í þessu hjálpartæki popps- ins!“ Vindvélin ógurlega Gera fjóra mix-diska á átta mánuðum Benni og Gísli Þeir félagar ætla að halda uppi miklu fjöri í Kronkron á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.