Morgunblaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009
GEIMVÍSINDASTOFNUN Bandaríkjanna, NASA, hyggst skjóta á loft
flaug með nýjum sjónauka sem á að geta fundið jarðstjörnur, þ.e. reiki-
stjörnur sem líkjast jörðinni, fyrir utan sólkerfi okkar. Gert er ráð fyrir því
að sjónaukanum verði skotið á loft með burðarflaug frá Canaveral-höfða
laust fyrir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma.
Geimsjónaukinn Kepler á að kanna yfir 100.000 stjörnur, sem líkjast sól-
inni, til að finna reikistjörnur þar sem líklegt er að vatn geti verið á yf-
irborðinu og líf geti þrifist, þ.e. reikistjörnur sem eru hvorki of heitar né
kaldar. bogi@mbl.is
NASA hyggst skjóta sjónauka í geiminn aðfaranótt
föstudags, en hann á að leita að reikistjörnum á stærð
við jörðina á svæðum þar sem líf ætti að geta þrifist,
þ.e. svæðum sem eru hvorki of heit né köld.
GEIMSJÓNAUKINN KEPLER
Heimild: NASA
Þyngd við
geimskot: 1.053,4 kg
Ljósmælir: Er með mjög
næman 95 megapixla
myndnema. Þetta verður
stærsta myndavél sem NASA
hefur flutt í geiminn
Kostnaður: Um 600 milljónir $
Lengd 4,7 m
Þvermál:
2,7 m
Ljósmælir sjónaukans verður notaður til
að mæla örlitlar breytingar sem verða á
birtu stjörnu þegar reikistjarna fer
framhjá fyrir framan hana, þ.e á milli
hennar og jarðar.
Það er nær ógjörningur að leita að
reikistjörnum á stærð við jörðina með
sjónaukum á jörðinni vegna þess að
lofthjúpurinn bjagar myndirnar
Kepler mun aðeins leita á einu stóru
svæði í stjörnumerkjunum Svaninum og
Hörpunni
Sjónsvið Keplers
Nefndur eftir þýska stjörnufræðingnum
Jóhannesi Kepler (1571-1630), en
kenningar hans áttu stóran þátt í að festa
sólmiðju-kenninguna í sessi.
Stjörnumyndavél
Loftnet
með mikla
mögnun
Geislagjafi
Sólhlíf
Hreyfileiningar
GEIMFLAUG
FJARLÆGÐ LÍFVÆNLEGRA
SVÆÐA FRÁ STJÖRNUM
Skotið frá:
Canaveral-höfða í
Flórída
Sporbrautartími:
371 dagur
Tímalengd ferðar:
3,5 ár
(e.t.v. 6 ár)
Geimskot
mögulegt á
tímabilinu
5. mars til
9. júní
Burðarflaug: Delta
II 7925-10L
Ljósmælir
Svanurinn Harpan
Heitari stjörnur Lífvænlegt svæði
Stjörnur sem líkjast sólinni
Vetrarbrautin
Kaldari stjörnur
Leitað að jarðstjörnum
VORIÐ er á næsta leiti í París eins og sjá má á
þessum krókusum eða dvergliljum, sem kinka
sínum litfagra kolli til vegfarenda skammt frá
Eiffelturninum. Á sama tíma var stórhríð með
áfreðum í Skotlandi, allt að 25 cm jafnfallinn
snjór í Glasgow og Edinborg. Þessa vetrar verð-
ur líklega ekki minnst fyrir nein aftök en snjóa-
samur hefur hann verið. Í Ölpunum og í Noregi
hefur ekki snjóað meira í mörg ár.
AP
Krókusarnir boða betri tíð
Ráðherrarnir
höfðu „ofmetn-
ast“ af völdunum
og hegðuðu sér
oft með „ósæmi-
legum“ hætti.
Þessa skýringu
gaf Raul Castro,
forseti Kúbu, á
mikilli upp-
stokkun í stjórn
landsins en alls
var skipt um menn í 12 ráðherra-
embættum.
Mesta athygli vekur brottvikning
Felipe Perez Roque utanrík-
isráðherra og Carlos Lage ráðuneyt-
isstjóra en hann komst næstur því að
gegna embætti forsætisráðherra.
Perez Roque var alla tíð mjög náinn
Fidel Castro, bróður Rauls, og voru
þeir báðir, hann og Lage, oft nefndir
sem líklegir eftirmenn Fidels.
Uppstokkunin, sú mesta í sögu
kommúnistaflokksins, hefur vakið
vonir um meiri breytingar, t.d., að
leyfður verði rekstur fleiri einkafyr-
irtækja. Í yfirlýsingu frá Fidel
Castro, fyrrverandi forseta, segir, að
breytingarnar hafi verið nauðsyn-
legar og hann neitar því, að með
þeim hafi verið skipt út „mönnum
Fidels“ fyrir „menn Rauls“.
svs@mbl.is
Raul rekur
ráðherra
Sagði þá hafa of-
metnast af völdunum
Raul Castro,
forseti Kúbu.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
ÓLÍKLEGT þykir að Omar al-
Bashir, forseti Súdans, hrökklist frá
völdum á næstunni þótt Al-
þjóðasakamáladómstóllinn í Haag
hafi í gær gefið út tilskipun um
handtöku hans vegna ásakana um
glæpi gegn mannkyninu og stríðs-
glæpi í Darfur-héraði. Er þetta í
fyrsta skipti sem dómstóllinn krefst
handtöku sitjandi þjóðhöfðingja.
Stjórn Súdans kvaðst ætla að
virða tilskipunina að vettugi. Tals-
maður dómstólsins sagði að ef yf-
irvöld í Súdan handtækju ekki al-
Bashir yrði málinu skotið til örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna.
Arababandalagið varaði við því að
handtökutilskipunin gæti haft „al-
varlegar afleiðingar“ fyrir frið-
arumleitanir í Darfur. Afríku-
sambandið hefur einnig hvatt til
þess að öryggisráðið ógildi tilskip-
unina og rússnesk stjórnvöld sögðu
hana skapa „hættulegt fordæmi“.
Hefur tögl og hagldir í hernum
Alþjóðasakamáladómstóllinn hef-
ur ekki vald til að framfylgja tilskip-
uninni, en hugsanlegt er að forsetinn
verði handtekinn ef hann ferðast til
ríkis sem hefur undirritað stofnsátt-
mála dómstólsins.
Al-Bashir er 65 ára og hefur verið
við völd í tæp tuttugu ár, eða frá
valdaráni hersins 30. júní 1989.
Fréttaskýrendur telja litlar líkur
á því að handtökutilskipunin verði til
þess að al-Bashir missi völdin og
verði framseldur til Haag. Hann hef-
ur haft tögl og hagldir í hernum og
ólíklegt er að undirmenn hans steypi
honum af stóli vegna þess að þeir
eiga einnig yfir höfði sér ákærur fyr-
ir stríðsglæpi í Darfur.
Ætla að hunsa
tilskipunina
Talið að forseti Súdans haldi völdunum
þrátt fyrir ákæru um stríðsglæpi
Reuters
Harðstjóri Omar al-Bashir hefur
verið ákærður fyrir stríðsglæpi.
ÍTALIR senda að
meðaltali 50 smá-
skilaboð úr farsím-
um sínum á mán-
uði og eru þar með
sæti á eftir Bret-
um sem senda flest
slík skilaboð meðal
Evrópuþjóða.
Nú hefur ítalski
erkibiskupinn af
Modena mælt með
því að ungir kaþólikkar hætti að senda
smáskilaboð og hætti jafnframt að
nota samskiptavefi á netinu og tölvu-
leiki meðan á páskaföstunni stendur.
Slíkt myndi auðvelda ungmenn-
unum að „hreinsa sig af sýndarveru-
leikanum og komast aftur í samband
við sig sjálf,“ að sögn Benito Cocchi
erkibiskups. Yfirlýsing biskupsins hef-
ur hlotið góðan hljómgrunn meðal
starfsbræðra hans en biskupinn í
Trent, Luigi Bressan, hefur einnig
mælt með því að fólk noti föstuna til að
tileinka sér endurvinnslu, t.d. með því
að hætta að drekka vatn á flöskum og
snúa sér að kranavatni. jmv@mbl.is
Fastað í
tækniveröld
Upptekinn Á tali
á föstunni?
DÖNSK stjórnvöld hafa nú til athug-
unar að stórherða refsingar í ofbeld-
is- og morðmálum þegar um er að
ræða félaga í glæpagengjum.
Að undanförnu hefur geisað stríð á
götum Kaupmannahafnar og stendur
það einkum milli svokallaðra Helj-
arengla og glæpaflokka innflytjenda.
Vegna þess hefur stjórnin lagt fram
frumvarp þar sem segir, að viðurlög
við morði í þessu glæpaflokkastríði
skuli vera lífstíðarfangelsi en ekki 21
ár eins og nú er mest.
Lögreglunni verður gert auðveld-
ara að koma mönnum í gæslu-
varðhald og heimilt verður að beita
hlerunum í málum, sem snerta brot á
vopnalögum. Þá fær lögreglan einnig
vald til að banna mönnum að dveljast
í ákveðnum hverfum að viðlögðum
fangelsisdómi. svs@mbl.is
Refsingar
stórhertar
Beint gegn dönskum
glæpaflokkum
Aðalsaksóknari Alþjóðasaka-
máladómstólsins (ICC) í Haag hef-
ur sakað Omar al-Bashir um að
hafa fyrirskipað her Súdans að
tortíma þremur þjóðernishópum í
Darfur. Dómstóllinn ákvað þó að
ákæra ekki al-Bashir fyrir þjóð-
armorð.
Embættismenn Sameinuðu
þjóðanna segja að stríðið í Darfur
hafi kostað allt að 300.000 manns
lífið frá því að það hófst árið 2003.
Saksóknarar ICC segja að her
Súdans og arabískar vígasveitir
hafi hrakið 2,7 milljónir manna á
flótta og þar af hafi um 100.000
dáið úr hungri eða af sjúkdómum
sem raktir eru til flóttans.
Hröktu 2,7 milljónir manna á flótta