Morgunblaðið - 05.03.2009, Page 27

Morgunblaðið - 05.03.2009, Page 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2009 ✝ Arnþrúður Krist-insdóttir Möller fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1923. Hún lést á Landspít- ala, Landakoti, 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristinn Júlíus Markússon, kaup- maður í Geysi, f. 3. júlí 1894, d. 16. maí 1973 og Emilía Björg Pétursdóttir, f. 14. ágúst 1900, d. 19. september 1965. Systkini Arnþrúður voru, Oddbjörg Stella, f. 1922, d. 2003, Emilía Sjöfn, f. 1927, d. 2003, Auður, f. 1932, d. 2005 og Gylfi, f. 1935, d. 1955. Arnþrúður giftist 20. febrúar 1948 Óttari Möller, fv. forstjóra, f. 24. október 1918. Dætur þeirra eru: 1) Emilía Björg, f. 1950, maki Valgeir Ástráðsson. Hún var áður gift Óskari Kristjánssyni sem er Hlyn Björn. 3) Erla, f. 1954, maki Sigurður Kristinn Sigurðsson. Börn þeirra eru, a) Óttarr Þór, b) Arnþrúður Dögg, í sambúð með Sindra Páli Kjartanssyni og c) Sigurður Kristinn. 4) Auður Mar- grét, f. 1959, maki Guðmundur Már Stefánsson. Dætur þeirra eru, a) Signý Ásta, b) Ásdís Björk og c) Edda Rún. Arnþrúður ólst upp á Stýri- mannastíg 12, í Reykjavík, en eft- ir að hún giftist bjuggu þau Ótt- arr fyrst í Mávahlíð 36, síðan á Vesturbrún 24, þar til þau fluttu í Efstaleiti 12. Að skólagöngu lok- inni starfaði Arnþrúður hjá Ísaga í Reykjavík og í Reykjavík- urapóteki. Hún sótti kvennaskóla í Bandaríkjunum, þar sem hún m.a. lagði stund á listmálun, var á hús- mæðraskóla á Ísafirði og einnig í Danmörku. Arnþrúður tók virkan þátt í starfi Hringsins og var fé- lagi í „Inner Wheel“ í Reykjavík. Hún hafði mikla ánægju af að mála á sínum yngri árum og seinna lærði hún postulínsmálun. Hún var mikil hannyrðakona og lék allt í höndum hennar. Eftir að Arnþrúður giftist helgaði hún sig heimili og fjölskyldu. Útför Arn- þrúðar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. látinn. Dætur hennar og Óskars eru, a) Arna, í sambúð með Sigurði Jóhanni Stef- ánssyni og eiga þau tvö börn, Karlottu Ósk og Óttar Andra, b) Anna Margrét, í sambúð með Eiríki Benedikt Ragn- arssyni og eiga þau einn son, Óskar Breka, c) Emilía Björg, gift Pálma Sigurðssyni og eiga þau eina dóttur, Perlu Emilíu. 2) Kristín Elísabet, f. 1951, maki Jóhannes Jóhannesson. Börn þeirra eru, a) Arnar Gylfi, í sambúð með Árnýju Indriðadóttur, b) Bergþór og c) Alexandra Rós. Áður átti Kristín, Sigfús Helga Helgason, í sambúð með Hildi Markúsdóttur og eiga þau tvo syni, Ara og Axel og Auði Helga- dóttur, í sambúð með Gaut Ívari Halldórssyni og á hún einn son, Tengdamóðir mín, Arnþrúður Möller, hefur kvatt okkur að sinni. Ferðalagi hennar hér er lokið en held- ur áfram annars staðar. Lilla eins og hún var kölluð af fjölskyldu og vinum skilur eftir sig stórt skarð eins og þeir gera sem hafa mikið gefið, ekki síst af ást, glaðværð og væntumþykju. Lilla var mér ekki aðeins tengdamóðir heldur ég taldi hana til minna bestu vina. Þegar ég nú læt hugann reika til liðina ára eru minningar frá Efsta- leiti, Vesturbrún, Helluvaði og Gils- bakka þar sem Lilla gegndi aðalhlut- verki umvafðar hlýju og birtu. Lilla var afar glæsileg kona sem geislaði af, sterkur persónuleiki og var einstak- lega miklum kostum prýdd sem mót- aðir voru af góðu uppeldi úr foreldra- húsum á Stýró eins og fjölskyldan kallaði það, frá foreldrum sínum þeim Kristni Júlíusi Markússyni, kaup- manni í Geysi, og konu hans Emilíu Björgu Pétursdóttur. Þar voru þau grunngildi sem skipta meginmáli í líf- inu í hávegum höfð, enda birti yfir svip hennar þegar minningar hennar um Stýrimannastíg bar á góma. Fjöl- skyldan, börn og barnabörn, heimilið og hennar frændfólk var henni allt. Lilla ól dætur sínar fjórar þær Em- ilíu, Kristínu, Erlu og Auði allar upp við móðurlega umhyggju í takt við það sem hún kunni best og hafa þær allar erft frá móður sinni góða siði og lífsgildi sem þær nú veita börnum sín- um, enda er samkennd og samheldni fjölskyldunnar einstök. Daglegt sam- band þeirra systra við móður sína var hluti af lífinu á hverjum einasta degi. Lilla var afar stolt af sínu fólki og fylgdist vel með hverjum og einum og áföngum þeirra í lífinu, samgladdist innilega þegar vel gekk en hvatti óspart og studdi með jákvæðni og góðum óskum þegar á þurfti að halda. Það var ekki ónýtt að eiga þennan bakhjarl sem alltaf lagði inn gott orð og sá ljósu hliðina á tilverunni, af því má mikið læra. Þær voru sem betur fer margar ánægjulegar stundirnar sem ég átti með Lillu, þar átti meðfæddur klassa- húmor hennar stóran þátt í að skapa létt og skemmtilegt andrúmsloft. Fyrir ungan mann sem var að stofna heimili og leggja út í alvöru lífsins fyr- ir 34 árum var það einstök gæfa að kynnast þeim hjónum Lillu og Óttari Möller og eignast hana fyrir tengda- móður og ekki síður sem vin, þá hefur hún verið börnunum mínum yndisleg amma eins og þær verða bestar. Aldrei eitt augnablik bar skugga á vináttu okkar og ég get aldrei full- þakkað forsjóninni fyrir að hafa kynnst þessar yndislegu konu. Sann- arlega hefur hún átt stóran þátt í að gera mig að betri manni og nestaður af væntumþykju hennar og öllu því góða sem hún gaf mér í gegnum árin finn ég betur og betur eftir því sem árin líða hversu miklu máli það skiptir að njóta þeirra forréttinda að um- gangast gott fólk og eiga góða vini. Líf okkar sem nú kveðjum er snauð- ara en áður og það er ansi tómt nú um stundir en vissan um líf eftir þetta líf mildar og minningarnar um góðan vin, yndislega ömmu og góða konu bæta að nokkru upp söknuðinn og þannig verður það að vera. Sigurður Kr. Sigurðsson. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Það varst svo góður vinur og alltaf gott að koma til þín. Við spjölluðum oft lengi um heima og geima, og margar voru sögurnar um ferðalögin þín til út- landa í gamla daga. Þú sagðir mér frá ferðum þínum í skipalestum til Am- eríku á stríðsárunum, frá skólanum þínum fyrir utan New York og mörgu öðru, allt voru þetta spennandi og skemmtilegar sögur sem ég lifði mig inn í. Þú spurðir mig nú seinni árin í hvert sinn sem ég heimsótti þig hvort ég væri ekki orðinn trúlofaður en því miður gerðist það ekki á meðan þú lifðir. Þú verður örugglega með mér þegar það gerist. Þakka þér fyrir allar góðu sam- verustundirnar, ég veit að það verður tekið vel á móti þér í himnaríki af ætt- ingjum og gömlum góðum vinum. Þú varst yndisleg amma og góður vinur og minningarnar um þig eiga eftir að hlýja mér um hjartarætur alla ævi. Óttarr Þór Sigurðsson. Ein mesta manneskja sem ég hef á ævinni kynnst, amma Lilla, er dáin. Þegar ég sit hér, skrifa og rifja upp árin með henni, átta ég mig enn meira en áður á því hversu heppinn ég var að eiga ömmu Lillu. Þegar ég var lítill strákur vöndum við mamma og Auð- ur systir komur okkar til ömmu og afa á Vesturbrúninni. Alltaf var svo vel tekið á móti okkur. Amma átti alltaf eitthvað handa okkur; nammi, epli í kassavís og þennan sérstaka amer- íska appelsínusafa. Amma var alltaf svo glöð, hló og sagði brandara og sögur sem hún kunni nóg af. Þegar ég varð eldri fór ég sjálfur að fara til ömmu og afa. Mér er sérstaklega minnisstæður einn sumardagur fyrir nokkuð mörg- um árum síðan. Við Hildur ákváðum að fara í heimsókn í sumarbústaðinn við Þingvallavatn og vera með ömmu og afa. Eftir frábæran dag í góðu veðri og frábærum félagsskap var svo grillað og spjallað. Við fundum að þarna leið ömmu vel á staðnum sem er svo samofinn hennar eigin ævi. Þegar við Hildur fórum svo að koma til ömmu og afa með strákana, klikkaði amma ekki frekar en fyrri daginn. Það var snúist endalaust í kringum okkur, amma var svo spennt og glöð með að fá allan þennan skara í heimsókn. Fyrir ekki svo löngu síðan fórum við Hildur með strákana í síðustu heimsóknina til ömmu Lillu. Eins og alltaf, þá var hún svo glöð að sjá okk- ur öll. Við spjölluðum um ýmislegt og við fundum að eins og alltaf var amma svo ánægð og þakklát fyrir komuna. Þannig man ég eftir ömmu Lillu; sí- fellt brosandi og hlæjandi. Um leið og ég kveð ömmu Lillu með miklum söknuði, þá veit ég að hún verður allt- af með okkur. Ég bið góðan Guð um að geyma ömmu mína þangað til ég hitti hana næst. Elsku amma Lilla, hvíldu í friði. Sigfús Helgi. Elsku besta amma Lilla. Um daginn komst ég loks yfir gömlu gestabókina frá Helluvaði. Ég var búin að hafa töluverðar áhyggjur af því að finna hana ekki, því ég vissi að í hana hafði ég skrifað niður færslur um nokkrar af bestu stundum okkar saman. 5.-7. maí 1995: „Mér má ekki verða kalt, ef ég verður kalt, þá verður amma klikkuð“ – Ég var 11 ára, með hita og hálsbólgu en stóð fast á því að fá að koma með ykkur afa austur. Mamma hafði lík- legast engar áhyggjur af að mér myndi slá niður í sveitinni þar sem hún þekkti til þinna margrómuðu og oft á tíðum yfirnáttúrlega hæfileika að skynja trekk og kulda. Þú dúðaðir mig inn í sæng í sófanum og gafst mér fulla skál af ferskum jarðarberjum með sykri … ekki skrítið að ég vildi hvergi annars staðar vera. 21.-23. júlí 1995: Afi, amma og Signý (11 ára!) – gott veður, sól og sæla. Á föstudaginn horfðu amma og ég á spennandi super- man. Namminu var ekki gleymt. Í kvöld fáum við lambalæri. Amma er í dansstuði, ath. þá verður glatt í húsi. Hún setur Bjögga á hæsta. Eplalengjuatriðið okkar er einna skemmtilegasta minningin af vitleys- unni í okkur, þú hafðir farið í búðina og keypt eplalengju eins þú varst vön að gera fyrir sveitaferðirnar okkar. Gestabók 28. ágúst 1995: „Slysið í dag var þegar ég og afi vorum að bera dót út í bíl og gleymdum eplalengj- unni úti á götu, sá sem finnur hana verður heppinn.“ Við hlógum eins og vitleysingar yfir þessu alla helgina, en báðar alveg grautfúlar að fá ekki eplalengju í kaffinu. Sumarið ’95 eyddi ég flestöllum helgunum með afa og þér í sveitinni. Afa og ömmu helgarnar eru einar af mínum dýrmætari æskuminningum og eitthvað sem ég mun ávallt varð- veita í hjarta mínu. Elsku amma, takk fyrir allt. Þín, Signý. Elsku amma, Lilla amma, hefur ver- ið lögð til hinstu hvílu. Upp spretta ótal minningar um frábæra konu sem unni sínu fólki, var umfram allt góður vinur og með einstaklega góða nærveru. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur og nutum við þess vel að fá að njóta henn- ar fram á fullorðinsaldur. Fyrstu minningarnar tengjast sveitinni, veru okkar á Helluvaði sem og í sumarbú- staðnum við Þingvallavatn. Ömmu leið vel í sveitinni innan um fólkið sitt og fallega náttúruna, hún stundaði prjónaskap og sýndi mikið listfengi meðal annars við postulínsmálun. Amma var einstaklega stolt af af- komendum sínum og safnaði öllu sem hún fann um fólkið sitt í blöðum og tímaritum og festi á stóra korktöflu í eldhúsinu. Hún hafði mikinn áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og hvatti okkur til dáða. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til ömmu og afa. Sérstaklega þykir okkur minnisstætt að amma átti alltaf til íspinna í frystinum og var ætíð með nýjustu tímaritin á fóta- skemlinum í sjónvarpsherberginu. Þar áttum við margar góðar stundir og munu minningarnar ylja okkur um ókomna tíð. Elsku amma, við erum ævinlega þakklátar fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum með þér og við munum sakna þín óendanlega mikið. Minning þín mun lifa að eilífu, Þínar, Arna, Anna Margrét og Emilía Björg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem) Nú kveðjum við elskulega móður- systur okkar hana Arnþrúði, eða Lillu eins og hún var alltaf kölluð. Nú eru þær allar saman á ný systurnar fjórar frá Stýró og reyndar systkinin öll, en Gylfi bróðir þeirra lést af slysförum aðeins tvítugur að aldri árið 1955. Afi og amma byggðu sér fallegt hús að Stýrimannastíg 12 í gamla Vest- urbænum og þar ólust systkinin fimm upp. Æskuheimilið var þeim afar kært alla tíð og má segja að systurnar og afkomendur þeirra hafi ætíð kennt sig við heimilið að Stýrimannastíg. Þannig hafa til dæmis verið haldin nokkur fjölskyldumót undir merkjum Stýró-fjölskyldunnar. Mótin voru haldin á öðrum sælureit fjölskyldunn- ar í Heiðarbæjarlandi við Þingvalla- vatn. Þar byggðu afi og amma sum- arbústað árið 1936 og nefndu hann Birkilund. Skammt frá reistu Lilla og Óttarr síðar sinn eigin bústað. Þar var oft glatt á hjalla og eigum við öll góðar minningar frá þessum yndislega stað. Systurnar voru mjög samheldnar og góðar vinkonur og héldu alla tíð góðu sambandi, hittust reglulega og áttu ófá símtölin þess á milli. Annað sem þær áttu sameiginlegt var mynd- arskapurinn, hvort sem var við mat- argerð eða hannyrðir. Og hláturmild- ar voru þær með afbrigðum. Alltaf þegar stórfjölskyldan kom saman, var mikil gleði og kátína í kringum systurnar. Þær voru léttar í lund að eðlisfari og sáu auðveldlega spaugi- legu hliðina á hlutunum. Aðrir gestir drógust jafnan að þeim því þar var greinilega fjörið! Lilla missti allar systur sínar og maka þeirra á tæpum tveimur árum og þótti nóg um. Orðaði það stundum svo að þau Óttarr væru ein eftir. Sannarlega hljóta það að hafa verið mikil viðbrigði að hennar kæru systur og samferðafólk í gegnum lífið hafi farið á svo skömmum tíma. En Lilla var lánsöm og átti yndislega fjöl- skyldu, Óttar sinn, 4 frábærar dætur sem umvöfðu hana hlýju og um- hyggju, góða tengdasyni, fullt af mannvænlegum barnabörnum sem þótti svo innilega vænt um hana og meira að segja langömmubörnum. Sannarlega góð arfleifð og var hún líka stolt af þeim. Þegar við heimsótt- um Lillu á Landakot var alveg ótrú- legt hvað hún var alltaf hress, þrátt fyrir að við vissum vel að líðanin væri kannski ekki sú besta. Hún sló á létta strengi og spurði frétta af okkur, börnunum hennar Auðar systur sinn- ar, og fjölskyldum okkar. Hressileiki hennar smitaði út frá sér og fór mað- ur léttur í lund frá henni. Það er komið að leiðarlokum og viljum við systkinin í Brautarholti þakka allt gamalt og gott í gegnum tíðina og biðjum guð að blessa Óttarr, Emilíu, Kristínu, Erlu, Auði og fjöl- skyldur þeirra. – Blessuð sé minning elsku Lillu frænku sem okkur þótti svo vænt um. Ólafur, Kristinn Gylfi, Björn, Jón Bjarni, Emilía Björg og fjölskyldur. Arnþrúður Kristinsdóttir Möller Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Megi algóður Guð geyma þig elsku amma mín og takk fyrir að vera besta amma í heimi. Ég mun alltaf sakna þín, Alexandra Rós. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Arn- þrúðiKristinsdóttur Möller bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN STEINAR TRYGGVASON lögregluvarðstjóri, Blikahólum 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Rannveig Kristjánsdóttir, Rannveig Stefánsdóttir, Ögmundur Gunnarsson, Tryggvi Stefánsson, Sigríður Halla Stefánsdóttir, Guðni Hólm, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Móðir okkar, KRISTJANA S. MARKÚSDÓTTIR frá Súðavík, til heimilis að Þórðarsveig 3, Reykjavík, er látin. Ásdís Magnúsdóttir, Markús K. Magnússon, Karl G. Karlsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.