Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 67. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is GÖTUSPILARINN JOJO GÖTUSTRÁKAGNÓTT TIL STYRKTAR HJARTAVERND ÁRNI FREYR GUNNARSSON ER 17 SAMDI TÓNLISTINA FYRIR HERRANÓTT „FALL krón- unnar þýðir að höfundarréttur að erlendu verki, með nýrri þýð- ingu, kostar nán- ast það sama og frumflutningur á nýju íslensku verki. Mér fannst því vert að leggja alla áherslu á íslensk verk,“ segir Viðar Eggertsson, leikhússtjóri Útvarpsleikhússins. Útvarpsleikhúsið mætir samdrætti sem það stendur frammi fyrir með því að setja frekar íslensk verk á dagskrá og reyna að efla íslenska leikritun. „Við þurfum að velta hverri krónu fyrir okkur og finnst það nýtast vel, í menningarpólitískum tilgangi og til að spegla samtíma okkar, að efla íslenska leikritun með þessu móti,“ segir Viðar. Vegna sparnaðar verða engin ný leikverk hljóðrituð næstu mánuð- ina og þá verður ekki sent út saka- málaleikrit eins og síðustu sumur. Útvarpsleikhúsið gerir talsvert af því að endurútvarpa eldri upp- tökum af leikritum en að sögn Við- ars er slíkur flutningur háður höf- undarrétti, og þarf að greiða leikurum, leikstjórum og höfund- um leikrits og tónlistar. „Meðalleikrit með nokkrum leik- urum kostar í endurútsendingu 150-200.000 krónur,“ segir hann. Fyrir skömmu var samið við leikara um lækkaðar greiðslur við endurútsendingu leikins sjón- varpsefnis en sá samningur nær ekki til leikins efnis í útvarpi. efi@mbl.is Viðar Eggertsson vill ný íslensk leikrit í Útvarpsleikhúsið Áherslan á íslensk leikverk Viðar Eggertsson Eftir Önund Pál Ragnarsson ondundur@mbl.is ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR var lang- stærsti innstæðueigandi í fjárfesting- arbankanum Straumi, sem yfirtekinn var af Fjármálaeftirlitinu í gærmorg- un. „Ég gef það ekki upp nákvæm- lega, enda erum við ekki vön að gera það, en þetta skiptir milljörðum,“ seg- ir Guðmundur Bjarnason, forstjóri sjóðsins. Mögulegt tap ríkisins vegna innstæðna í Straumi gæti því orðið til- finnanlegt, hvar í ríkisreikningum sem það hafnar á endanum, dugi eignir ekki fyrir innstæðum. „Samkvæmt áhættustýringu ber okkur að hafa til reiðu ákveðið fjár- magn til að svara skuldbindingum sjóðsins vegna afborgana af okkar lánum og eins fyrir væntanleg útlán. Þetta lausafé ávöxtum við á markaði, í fjármálastofnunum, með ríkisbréfum eða í seðlabanka eftir atvikum. Hluti af því var í Straumi. Þar áttum við hagsmuna að gæta,“ segir Guðmund- ur. Heimildir herma að lífeyrissjóðir hafi einnig verið stórir innstæðu- eigendur í Straumi, en ekki náðist í forsvarsmenn landssamtaka þeirra í gærkvöldi til að staðfesta það. Hjá starfsmönnum Straums var borið við bankaleynd um hverjir væru í hópi innstæðueigenda, en kunnugir segja ÍLS hafa verið langstærstan þeirra. Reynir Vignir, formaður skilanefndar Straums, segir að verið sé að taka upplýsingar um þetta saman fyrir nefndina. Hann vildi ekki tjá sig frek- ar um þetta í gærkvöldi.  Segja FME fara hart fram | 6-7 Áttu milljarða hjá Straumi Íbúðalánasjóður var langstærsti innstæðueigandinn í bankanum Í HNOTSKURN »Um 500 milljónir evravoru í innlánum hjá Straumi eða sem nemur rúm- um 71 milljarði króna. »Viðskiptaráðherra segistekki eiga von á því að nýtt félag verði stofnað um inn- lenda starfsemi Straums. »Starfsfólk kvað í gær al-gjöra óvissu um framtíð sína hjá Straumi. Ekkert hefði verið talað við það í gær. LÍKLEGA bærðust blendnar tilfinningar í brjósti þessa gemlings frá bæn- um Vogsósum, þegar Símon Halldórsson bjargaði honum úr Krýsuvíkur- bjargi á laugardaginn. Hann hafði lagt mikið á sig fyrir frelsið og komist í sjálfheldu fyrir vikið. Símon er í Björgunarsveitinni í Hafnarfirði. „Við vor- um fengnir í þetta því við þekkjum þetta bjarg eins og handarbakið á okk- ur,“ segir Örvar A. Þorgeirsson félagi hans. Gemlingurinn fór fram af bjarginu á föstudag, þegar verið var að sækja eftirlegukindur frá því í haust. Hann sat fastur í sprungu í rúman sólarhring, um það bil tíu metra fyrir neðan brúnina, þar sem bjargið er næstum fimmtíu metrar á hæð. „Þetta tók um það bil hálftíma og gekk bara vel,“ segir Örvar. Ljósmynd/Örvar A. Þorgeirsson Útigöngufé teflir á tæpasta vað fyrir frelsið  Lokaumræðan á Alþingi um út- greiðslu séreignarsparnaðar varð nokkuð lengri en stjórnarliðar bjuggust við. Umræðan hófst upp úr klukkan 17 og enn voru fimm á mælendaskrá á miðnætti. Átján þingmenn höfðu þá haldið ræðu um frumvarpið og andsvör voru á sjö- unda tug. Á milli 40 og 50 mínútur fóru í umræðu um fundarstjórn. Sjálfstæðismenn fóru upp í ræðu- stól hver á fætur öðrum og voru í kjölfarið sakaðir um málþóf. Kom til harðra orðaskipta milli þing- manna. En þrátt fyrir að kominn væri nýr dagur stóð Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, á sínu, og sagðist ekki ætla að slíta þing- fundi fyrr en umræðu lyki. »11 Maraþonumræða á Alþingi  Guðmundur Ágúst Ingvars- son, formaður Handknattleiks- sambands Ís- lands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til forseta Al- þjóða handknatt- leikssambandsins, IHF, samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðs- ins. Gunnar Gunnarsson verður í framboði í kjöri gjaldkera IHF og Jóhann Ingi Gunnarsson gæti orðið nefndarformaður. »Íþróttir Guðmundur forseti Alþjóða handknattleikssambands?  30 þúsund lífeyrisþegar fengu stöðuyfirlit í upphafi árs og þeim tilkynnt að þeir hefðu fengið hærri bætur greiddar frá Trygginga- stofnun en þeir áttu rétt á. Þeir þurfa að greiða 275 milljónir króna til baka. Sumir hafa gert upp við TR; í sumum tilvikum var skulda- jafnað en aðrir sömdu til lengri tíma. Framkvæmdastjórn Lands- sambands eldri borgara, LEB, mót- mælir harðlega „ranglátum end- urbótakröfum“ stofnunarinnar. »8 Eldri borgarar borgi til baka Sjá nánar á www.betrabak.is Færðu gesti? Svefnsófadagar í mars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.