Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins ætti að stytta þann tíma sem ríki þurfa að bíða til að fá aðgang að myntbandalagi sambandsins. Þetta er skoðun Thomasar Mirow, forseta Endur- reisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). Mirow, sem er fyrrverandi að- stoðarfjármálaráðherra Þýska- lands, segir í samtali við þýska blaðið Handelsblatt, að hann vilji sjá biðtímann eftir evrunni styttan úr tveimur árum í eitt, að því gefnu að þau ríki sem sækja um aðild að myntbandalaginu uppfylli að öðru leyti reglur um aðgang. Í viðtalinu nefnir Mirow ríki Austur- Evrópu sérstaklega, en sum þeirra hafa orðið illa úti vegna fjármála- kreppunnar í heiminum. Sex ríki utan ESB með evru Segir í frétt Reuters-fréttastof- unnar í tilefni af viðtalinu við Mir- ow, að Pólverjar og Ungverjar hafi sérstaklega hvatt til þess að slakað verði á þeim kröfum sem uppfylla þurfi fyrir inngöngu. Eins og áður segir þurfa ríki að vera í myntbandalaginu (ERM 2) í tvö ár áður en þau geta formlega tekið upp evruna, en auk þess þurfa þau að uppfylla ákveðin skil- yrði um verðbólgustig og opinber fjármál. Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu var stofnaður árið 1991 til að aðstoða við endurreisn fyrrver- andi kommúnistaríkja í álfunni með það að markmiði að stuðla að upptöku markaðsbúskapar í þeim. Bankinn er í eigu 61 ríkis. Alls nota 16 ríki Evrópusam- bandsins evruna, en þá eru níu ESB-ríki til viðbótar skyldug til að taka hana upp innan tíðar. Er þar um að ræða Austur-Evrópuríkin og Svíþjóð. Danmörk og Bretland standa hins vegar fyrir utan evru- svæðið. Athyglisvert er að þrjú smáríki, sem ekki eru í ESB, nota evru samkvæmt samkomulagi við sam- bandið, en það eru Vatíkanið, San Marínó og Mónaó. Þá hafa þrjú önnur ríki tekið evruna upp ein- hliða, en það eru Andorra, Svart- fjallaland og Kósóvó. Reuters Erfiðleikar Forsætisráðherra Ungverjalands, Ferenc Gyurcsany, sótti fund leiðtoga ESB í síðustu viku, en Ungverjaland berst nú í bökkum. Vilja að slakað verði á kröfum Endurreisnarbankinn vill stytta biðtíma nýrra evruríkja úr tveimur árum í eitt Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is TEKJUHALLI hins opinbera nam 209 milljörðum króna á árinu 2008. Mest hefur þar að segja 192 millj- arða yfirtaka ríkissjóðs á töpuðum kröfum vegna veðlána Seðlabank- ans. Þetta kemur fram í Hagtíðind- um, riti Hagstofu Íslands. Hið op- inbera er ríkissjóður, sveitarfélögin í landinu og almannatryggingakerfið. Fram kemur í Hagtíðindum, að jafnvel þótt litið sé fram hjá 192 milljarða króna yfirtöku ríkissjóðs á töpuðum veðlánum Seðlabankans, hafi mikill viðsnúningur orðið í fjár- málum hins opinbera milli áranna 2007 og 2008. Þannig hafi hið opin- bera verið rekið með 17 milljarða króna tekjuhalla á fjórða fjórðungi ársins 2008, að frátöldum hinum töp- uðu veðlánum Seðlabankans. Til samanburðar var 19,6 milljarða króna tekjuafgangur á sama tímabili árið 2007. Á árinu 2008 sem heild var tekjuhallinn 17,2 milljarðar, einnig að undanskildum töpuðum kröfum vegna veðlána Seðlabankans. Tekju- afgangur hins opinbera á árinu 2007 var 70,6 milljarðar. „Verulegur viðsnúningur hefur því orðið á fjármálum hins opinbera milli ára sem fyrst og fremst á rætur að rekja til samdráttar í tekjum þess, en skatttekjur drógust lítillega saman milli ára í krónum talið á sama tíma og útgjöldin jukust um 18,2%,“ segir Hagstofan. Tekjuafkoma ríkissjóðs og al- mannatrygginga var neikvæð um 14,2 milljarða á fjórða ársfjórðungi 2008 en jákvæð um 17,9 milljarða ár- ið áður. Á árinu öllu var tekjuafkom- an neikvæð um 8 milljarða en jákvæð um 62,7 milljarða árið 2007. Tekju- afkoma sveitarfélaganna var nei- kvæð um 2,9 milljarða á fjórða árs- fjórðungi 2008, en jákvæð um 1,8 milljarða á sama tímabili 2007. Áætl- að er að tekjuafkoma sveitarfélag- anna verði neikvæð um rúmlega 9 milljarða króna á árinu 2008 saman- borið við jákvæða afkomu upp á 8 milljarða króna á árinu 2007. Mínus upp á 209 milljarða króna 1# 1  2 3# 1%  41# % 5# #''8 #''$ #''G #''( #''2   (   H      A   A A   . & 7   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.