Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 Sudoku Frumstig 4 7 5 8 5 3 6 9 8 5 1 2 8 7 4 1 3 5 6 3 4 2 2 8 9 9 6 3 7 1 7 9 5 1 9 5 2 4 7 8 4 5 7 4 2 1 6 4 7 9 8 5 3 6 8 2 9 2 1 4 5 2 5 6 4 3 8 1 7 9 2 1 6 9 2 5 7 3 4 8 4 5 8 1 9 3 2 6 7 3 7 2 4 6 8 5 9 1 2 4 3 8 7 6 1 5 9 8 9 7 5 1 2 6 3 4 5 1 6 9 3 4 8 7 2 7 3 1 6 2 9 4 8 5 9 2 4 3 8 5 7 1 6 6 8 5 7 4 1 9 2 3 3 6 5 2 1 7 9 4 8 4 2 9 8 3 5 6 1 7 1 8 7 4 9 6 5 2 3 7 5 2 6 8 4 3 9 1 9 4 8 1 7 3 2 6 5 6 1 3 5 2 9 8 7 4 8 7 6 9 5 1 4 3 2 5 9 1 3 4 2 7 8 6 2 3 4 7 6 8 1 5 9 6 8 2 9 4 3 7 5 1 1 4 7 6 2 5 3 8 9 5 3 9 7 8 1 4 2 6 4 6 8 2 5 9 1 7 3 9 2 5 1 3 7 6 4 8 7 1 3 8 6 4 2 9 5 2 9 6 3 7 8 5 1 4 3 5 1 4 9 2 8 6 7 8 7 4 5 1 6 9 3 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 10. mars, 69. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I. Kor. 13, 13.) Víkverji hefur undrast þettakarla- og kerlingavæl yfir frammistöðu Evu Maríu í spurn- ingakeppninni Gettu betur. Hún hef- ur staðið sig með miklum sóma og náð sem fyrr að skapa sinn stíl í sjónvarpi. Sem betur fer er hún ekki jafn alvarleg og Sigmar Guðmunds- son var, en svona sjónvarpsefni á fyrst og fremst að vera skemmtilegt. Alvaran má ekki taka öll völd og keppnislið sem stjórnendur verða að hafa gaman af þessu. Víkverji sá ekki betur en Eva María hefði faðm- að, kysst og hughreyst tapliðið í síð- asta þætti, sem virtist vera á barmi taugaáfalls yfir úrslitunum. Víkverji styður Evu Maríu heilshugar í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. x x x Jafnhrifinn og Víkverji er nú afEvu Maríu þá er hann ekki ánægður með einsleitni fjölmiðla þegar kemur að því að tala við stjórnmálafræðinga um prófkjör, kosningar og skoðanakannanir. Engu líkara er að aðeins örfáir stjórnmálafræðingar séu til í land- inu hverju sinni, eins og Ólafur Þ. Harðarson, Einar Mar Þórðarson og Gunnar Helgi Kristinsson. Víkverji veit ekki betur en að einhverjir tugir stjórnmálafræðinga séu starfandi í háskólum og menntastofnunum þessa lands og tími til kominn að fjölmiðlar tali við fleiri. Reyndar hefur Víkverja oft fundist þessir ágætu menn ekki bæta við mikið meiru en sæmilega þenkjandi áhugamenn um stjórnmál vita og sjá. Þeir mættu leyfa sér meiri djörfung og halda sig ekki of fast við fræðabókstafinn. x x x Að allt öðru. Víkverji fékk í hend-ur boðskort í fermingu þar sem neðst stóð: „Vinsamlegast boðið for- föll fyrir 27. mars.“ Út úr þessum sakleysislegu skilaboðum má lesa þá merkingu að hvatt sé til þess að boða forföll. Þar sem afkvæmi Víkverja á nú einnig að fermast sá hann sér þarna leik á borði, og ætlar að setja þetta líka á boðskortin sín til að auka forföllin og draga þannig úr kostnaði við veisluna! víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 ritað plagg, 4 flugvélar, 7 handbendis, 8 slitið, 9 dugur, 11 belt- ið, 13 at, 14 vonda, 15 þorpara, 17 halarófa, 20 agnúi, 22 galdrakerl- inga, 23 snákur, 24 sveiflufjöldi, 25 nirfill. Lóðrétt | 1 hljóðfæri, 2 bíll, 3 taugaáfall, 4 kaup- tún, 5 seinka, 6 fisk- úrgangur, 10 svipað, 12 veiðarfæri, 13 herbergi, 15 gagnslítil, 16 líffærið, 18 gufa, 19 kaka, 20 karlfugl, 21 næturgagn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 óforsjáll, 8 karri, 9 reika, 10 pat, 11 plati, 13 asann, 15 garðs, 18 sigla, 21 kóp, 22 lekur, 23 jafnt, 24 vinmargar. Lóðrétt: 2 furða, 3 reipi, 4 jurta, 5 leifa, 6 skip, 7 kaun, 12 tuð, 14 sói, 15 gull, 16 rakki, 17 skrum, 18 spjör, 19 gifta, 20 atti. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 c6 5. Dd2 Bg7 6. Bh6 Bxh6 7. Dxh6 Db6 8. O-O-O Ra6 9. Bc4 Da5 10. Rf3 d5 11. exd5 cxd5 12. Hhe1 Be6 13. Bb5+ Rd7 14. Re5 Rb4 15. Kb1 Hc8 16. a3 Rc6 Staðan kom upp á meistaramóti Taflfélagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum félagsins í Álfabakka 14a í Mjódd. Sigurvegari mótsins, Davíð Ólafsson (2.319), hafði hvítt gegn Hrannari Bald- urssyni (2.080). 17. Rxg6! Hg8 18. Rf4 a6 19. Rxe6 axb5 20. Dxh7! Rf6 21. Df5 fxe6 22. Dxe6 Kd8 hvítur hefði einnig staðið til vinnings eftir 22… Hd8 23. Dxf6. 23. Rxd5 Hf8 hvítur hefði einnig unnið eftir 23… Rxd5 24. Dxg8+. 24. Rxe7 Hc7 25. Rg6 Hff7 26. Re5 Hf8 27. Dd6+ Rd7 28. Rxd7 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ýmislegt í boði. Norður ♠732 ♥ÁD ♦G843 ♣Á643 Vestur Austur ♠5 ♠984 ♥86532 ♥KG94 ♦976 ♦ÁKD10 ♣D1098 ♣G7 Suður ♠ÁKDG106 ♥107 ♦52 ♣K52 Suður spilar 4♠. Sem upphafsmaður sagna vakti austur á 1♦ og vestur kemur þar út. Austur tekur tvo slagi á tígulinn og spilar þeim þriðja, sem suður trompar og aftrompar vörnina í þremur hringj- um. Hvað svo? Það leiðir til taps að dúkka lauf í von um 3-3 legu, því vestur valdar laufið og hjartasvíningin misheppnast. Betra er að taka kóng og ás í laufi, spila svo ♦G úr borði og henda laufi heima. Í þessari legu dugir það strax til að endaspila austur, sem verður að spila hjarta upp í gaffalinn. Og eigi austur þriðja laufið til að spila sig út á fríast það fjórða í borði. Þriðji möguleikinn – og sá skemmtilegasti – er að klára trompin, taka ♣K-Á og senda austur inn á tígul í lokin. Lesi sagnhafi skiptinguna rétt, breytir engu hvað austur hefur byrjað með mörg lauf. Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er notalegt að eiga samskipti við fólk sem hugsar á sömu nótum. Búast má við jákvæðum áhrifum heima fyrir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Dagurinn gæti á einhvern hátt orð- ið óútreiknanlegur. Mundu að þú ert ekki einn í heiminum, heldur eru margar hendur á lofti til að aðstoða þig. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert djarfur og tekur hverri þeirri áskorun sem lífið færir þér og leggur þig fram um að sigrast á þeim öll- um. Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að andmæla þér. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Einhver þér nákominn er á valdi sterkra tilfinninga, sem gerir samræður erfiðar. Til að eignast nýja vini þarftu fyrst og fremst að sýna öðrum vinsemd. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Spennandi breytingar verða heima hjá þér eða í fjölskyldunni. Láttu úrtölur annarra engin áhrif hafa; hver er sinnar gæfu smiður. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Gerðu eitthvað sem eykur álit ann- arra á þér í dag. Njóttu þessarar lifandi tilfinningar, hún er býsna óvenjuleg. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Sýndu þolinmæði. Notaðu keppn- isskapið til að reka þig áfram í heillandi og hollri útivist. Frelsi þitt og sjálfstæði til eigin verka er gott. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú hefir tekið skynsamar ákvarðir í sambandi við peninga, en það kemur babb í bátinn. Siðferðileg álitaefni eru ekki bara í svörtu og hvítu í þessu til- viki og þú veist rétta svarið. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú kemst ekki lengur hjá því að taka tillit til annarra en sjálfs þín þeg- ar þú gerir áætlanir. Þú munt eiga upp- byggilegar samræður við foreldra þína eða maka þinn í dag. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er ekki við aðra að sakast þótt þú sért undir miklu vinnuálagi. Eng- in dyggð nær hámarki án iðni og rækt- arsemi. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Stjórnvöld eða stofnanir kunna að valda þér erfiðleikum í starfi í dag. Hvort sem er þá fela atvinnumálin í sér mikla áskorun þessa dagana. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Fagnaðu félagslyndinu í sjálfum þér, það á eftir að gera kraftaverk í við- skiptum og fjármálum að styrkja tengsl- anetið. Vertu tillitssamur. 10. mars 1949 Efnahagssamvinnustofnunin í Washington samþykkti að veita Íslandi 2,5 milljóna doll- ara framlag án endurgjalds, svonefnda Marshall-aðstoð. 10. mars 1962 Söngleikurinn My Fair Lady var frumsýndur í Þjóðleikhús- inu. „Ég hef aldrei séð á ís- lensku leiksviði jafn glæsilega og skemmtilega leiksýningu,“ sagði leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins. 10. mars 1967 Þrjú timburhús á horni Lækj- argötu og Vonarstrætis í Reykjavík brunnu til grunna og hús Iðnaðarbankans skemmdist mikið. „Mesti bruni síðustu ára,“ sagði í fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins. „Tugmilljóna tjón, ómetanleg verðmæti eyðilögðust.“ 10. mars 1998 Fimm björgunarsveitarmenn frá Dalvík fundust upp af Eyjafirði eftir víðtæka leit, en þeir höfðu dvalið í snjóbyrgi á annan sólarhring. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Magnús Ein- arsson, Sól- eyjarima 17, Reykjavík, er sjötugur í dag, 10. mars. 70 ára „Ég ætla að bjóða fólki upp á stórtónleika og fá ýmsar kanónur til að koma hingað,“ segir Davíð Baldursson, sóknarprestur á Eskifirði og Reyðar- firði, sem á sextugsafmæli í dag. „Hingað koma meðal annarra sveitungi minn, Þórir Baldursson, Andrea Gylfadóttir, Óskar Einarsson, Páll Rósin- krans og fjöldi annarra góðra krafta,“ segir Davíð sem á von á allt að 15 tónlistarmönnum í kirkju- og menningarmiðstöð Eskifjarðar í kvöld. Davíð undirstrikar að um tónlistarveislu sé að ræða en ekki afmælisveislu og að allir séu vel- komnir. „Það hafði lengi staðið til að fá Þóri Bald- ursson hingað en einhvern veginn vannst aldrei tími til þess. En nú þegar afmælið er í aðsigi ákváðum við að gera góða tónlistarveislu úr því,“ segir Davíð sem segist hafa miklu meira gaman af slíkum veislum en annarskonar veisluhöldum. Davíð segist hafa mjög gaman af tónlist en hann hefur gegnt starfi skólastjóra tónlistarskóla svæð- isins í um 13 ár. „Hingað eru allir velkomnir sem vilja njóta tónlistar- innar með mér og fjölskyldunni,“ segir Davíð sem reiknar með að börnin hans þrjú og eiginkonan, Inger L. Jónsdóttir sýslumaður, mæti á tónleikana með honum. jmv@mbl.is Davíð Baldursson prestur er sextugur Tónlistarveisla á Eskifirði Nýirborgarar Reykjavík Stefán Friðrik fæddist 1. mars kl. 0.18. Hann vó 3.670 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét Kristín Guðmundsdóttir og Magn- freð Ingi Ottesen. Reykjavík Jónatan Þór fæddist 9. september kl. 15.06. Hann vó 3.365 g og var 50 cm langur. For- eldrar hans eru Una Ósk Runólfsdóttir og Haukur Benedikt Runólfsson. Reykjavík Ósk Laufey fæddist 22. september kl. 7.42. Hún vó 3.210 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Rósa Margrét Húnadóttir og Jónbjörn Óttarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.