Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 er liður í aðgerðaáætlun Símans fyrir fólkið og fyrirtækin! E N N E M M /S ÍA /N M 36 59 9 Sex vinir óháð kerfi Straumur í þrot Eftir Þorbjörn Þórðarson og Guðrúnu Hálfdánardóttur FULLTRÚAR Straums fjárfestingarbanka segja að Fjármálaeftirlitið hafi gengið of hart fram gegn bankanum með því að taka hann yf- ir. Fjölmargar aðrar leiðir hafi verið færar sem hefðu ekki valdið þeim skaða á orðspori bankans sem nú er orðinn. Ein slík leið var að ríkið tæki yfir inn- lánasafn bankans og eignir á móti og setti það í sérstakt félag. Þá hefði ekki þurft að breyta um eignarhald á bankanum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Straumi var bankinn búinn að semja við alla sína lánveitendur nema innláns- eigendur. Bankinn hafi verið í söluferli og ver- ið búinn að selja eignir og hefði átt von á frek- ara fjármagni síðar í vikunni. Viðmælandi hjá Straumi segir að ekki hafi verið farið í þessa aðgerð, yfirtöku á bankanum, „með hagsmuni kerfisins í huga“. Hann sagði jafnframt að greiðslustöðvun hefði tryggt jafnræði meðal kröfuhafa. Straumur átti að standa skil á skuldbind- ingum að fjárhæð 33 milljónir evra í gær, jafn- virði rúmlega 4,7 milljarða króna, en hafði að- eins handbært fé að fjárhæð 15,3 milljóna evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna. Ætluði að fara fram á greiðslustöðvun Straumur ætlaði að fara fram á greiðslu- stöðvun í gærmorgun. FME kom hins vegar í veg fyrir það og tók bankann yfir á grundvelli heimildar sem sett var í lög um fjármálafyr- irtæki með neyðarlögunum. FME skipaði svo skilanefnd sem tók við öllum heimildum stjórnar Straums. Gunnar Haraldsson, stjórn- arformaður FME, segir að það hafi verið nauðsynlegt fyrir FME að grípa inn í og taka Straum yfir til þess að tryggja hagsmuni inn- stæðueigenda. Samtals voru um 500 milljónir evra í innlánum hjá Straumi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að ákvörðun um yfirtöku Straums skýrist ekki einvörðungu á að bankinn hafi ekki getað stað- ið skil á skuldbindingum sínum í gær. „Ef ekki hefði vantað meira upp á en þetta [17,7 millj- ónir evra innsk.blaðm.] hefði verið reynt að finna leið til að bjarga bankanum yfir þann þröskuld. En það var því miður þannig að Straumur tapaði mjög miklu á síðasta ári þeg- ar bankakerfið hrundi en náði samt að halda sér ofansjávar. [...] Eignasafnið virðist ekki vera þannig að einhverjir vilji koma að bank- anum og leggja honum til eigið fé. Þannig að hann kemst í þrot, því miður,“ segir Gylfi. Gylfi sagði á Alþingi í gær að fall Straums myndi ekki hafa umtalsverð áhrif á fjárhag hins opinbera. Svo virtist sem um 60 milljarða króna innstæður myndu falla undir inn- stæðutryggingar ríkisins. Hins vegar ætti bankinn eignir á móti og því benti ekkert til þess að fjárhæðin myndi á endanum falla á rík- issjóð. Seðlabankinn veitti Straumi 133 milljóna evra lán, jafnvirði rúmlega 18 milljarða króna, í desember síðastliðnum gegn veðum í finnska fjármálafyrirtækinu EQ. Hugsanlegt er að fyrirtækið lendi í eigu Seðlabankans. William Fall, forstjóri Straums, sagði starfi sínu lausu í gær þegar fyrir lá að FME hefði tekið bankann yfir. Straumur lækkaði um 98,83% í Kauphöllinni í gær og var lokaverð bankans 0,02 krónur. Segja FME fara of hart fram  Straumur í faðm ríkisins vegna 17,7 milljóna evra  Fulltrúar Straums segja aðrar leiðir hafa verið færar í stöðunni  FME segir aðgerðina nauðsynlega til að tryggja hagsmuni innstæðueigenda Morgunblaðið/Golli Búið spil Björgólfur Thor Bjórgólfsson, stærsti hluthafi Straums, og William Fall forstjóri. Fall sagði starfi sínu lausu í gærmorgun þegar fyrir lá að FME hefði tekið bankann yfir. Af hverju var gripið inn í starfsemi Straums? Bankinn átti í gær að standa skil á skuldbind- ingum upp á 33 milljónir evra en hafði aðeins 15,3 milljónir evra í handbæru fé. FME mat það svo að yfirvofandi og alvarlegur lausa- fjárskortur í Straumi fæli sér í knýjandi að- stæður í skilningi 3. mgr. 100. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, en þeirri grein var bætt við lögin með neyðarlögunum sem sett voru í haust. Af hverju var bankanum ekki leyft að fara í greiðslustöðvun? Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður FME, segir að það hefði þýtt ákveðin vandamál fyrir íslensk stjórnvöld, þ.e yfirlýsing um að innstæður væru tryggðar. Því ef um hefð- bundið greiðslustöðvunarferli er að ræða er staða innstæðueigenda sú sama og annarra forgangskröfuhafa. Þrátt fyrir að um for- gangskröfur sé að ræða hefði ekki verið tryggt að innstæðueigendur gætu fengið fé sitt til baka. Þess vegna hefði verið nauðsyn- legt fyrir FME að grípa inn í. Verður búinn til Nýi Straumur- Burðarás fjárfestingarbanki? Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki eiga von á því að nýtt félag verði stofnað um innlenda starfsemi, þ.e Straumi verði ekki haldið gangandi eins og viðskiptabönk- unum þremur sem féllu í haust. Þá verði rekstur þrotabús bankans mun um- svifaminni en hinna bankanna þótt verkefnið sé nokkuð flókið enda hafði Straumur starf- að á mörgum sviðum og í mörgum löndum. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.