Morgunblaðið - 10.03.2009, Qupperneq 36
36 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009
BRESKI leikarinn Patrick Stewart
vann sín þriðju Laurence Olivier
verðlaun um helgina, fyrir leik í
aukahlutverki
karla í uppfærslu
Konunglega
Shakespeare leik-
félagsins á Ham-
let. Patrick Stew-
art er einnig
forseti Háskólans
í Huddersfield í
Englandi, en
langþekktastur
er hann þó líkast
til sem Kapteinn
Jean-Luc Picard í Star Trek-
þáttunum vinsælu.
Annar góðkunnur leikari, Derek
Jacobi, hreppti karlverðlaun fyrir
besta leikinn í aðalhlutverki sem
Malvolio í Þrettándanótt eftir
Shakespeare.
Besta leikkonan var valin Marg-
aret Tyzack í hlutverki eiginkonu
skáldsins Somerset Maughams í
leikritinu Chalk Garden en hún er
einnig vel þekkt andlit úr enskum
þáttum í íslensku sjónvarpi.
Jafnvígur á
Shakespeare
og Star Trek
Patrick Stewart
verðlaunaður
Margaret
Tyzack
Fjölhæfur Patrick Stewart.
BANDARÍSKI
rithöfundurinn
Mark Twain er
frægastur fyrir
sögur sínar um
Stikilsberja-Finn
og Tom Sawyer
og skeggprútt,
góðlátlegt fasið
er eitt af þekktari
„íkonum“ bók-
menntasögunnar.
Í næsta mánuði kemur út bók með
áður óbirtum sögum og greinum eft-
ir Twain, 99 árum eftir andlát hans,
þrátt fyrir að höfundurinn sjálfur
hafi verið afar andsnúinn svoleiðis
gerningum. Safnritið kallast Who is
Mark Twain? og þar er m.a. að finna
upprifjun Twain á fyrsta fyrirlestr-
inum sem hann hélt í New York,
ádrepu um Jane Austin og hnyttna
smásögu um jarðarfararstofur.
Twain átti stærsta safn einka-
bréfa og -rita af öllum þeim nítjándu
aldar höfundum Bandaríkjanna sem
eitthvað kvað að, segir ritstjóri bók-
arinnar, Robert Hirst. Andrew
Gulli, ritstjóri tímaritsins The
Strand, sem mun birta eina af þess-
um áður óútgefnum sögum, segir
Twain þá ekki eiga möguleika á því
að daga uppi. Glúrin samfélagsrýni
hans og kímnigáfa eigi jafn vel við í
dag og þá. Nokkur uppgangur hefur
annars verið í „óútgefna“ brans-
anum upp á síðkastið en Harper-
Collins gefur brátt út fyrstu skáld-
sögu Jack Kerouac, The Sea is My
Brother, saga sem ekki hefur lit-
iðdagsins ljós fyrr en nú.
Áður óbirt-
ur Twain
Íkonískur Mark
Twain.
SIGURBJÖRNSVÖKUR
standa nú yfir í Hallgríms-
kirkju á miðvikudagskvöldum
kl. 20 í minningu Sigurbjörns
Einarssonar biskups sem lést á
síðasta ári. Hver vaka er helg-
uð málefni sem var Sigurbirni
Einarssyni hugleikið. Annað
kvöld er komið að Þorgerði
Ingólfsdóttur kórstjóra, en
hún talar um drauma Sig-
urbjörns um Skálholt. Gamlir
kirkjuverðir í Skálholti, Elín Gunnlaugsdóttir tón-
skáld og Bjarni Harðarson bóksali lesa úr ræðum
Sigurbjörns. Orgelleikarar kirkjunnar annast
orgelleik og stjórna almennum söng með textum
Sigurbjörns og úr Passíusálmunum.
Hugvísindi
Draumar Sigur-
björns um Skálholt
Sigurbjörn
Einarsson
KVIKMYNDASAFN Íslands
sýnir myndina Paradísarbíóið,
Cinema Paradiso eftir Gu-
seppe Tornatore í Bæjarbíói í
Hafnarfirði í kvöld kl. 20.
Þekktur kvikmyndaleikstjóri,
Salvatore, snýr aftur til heima-
bæjar síns á Sikiley, eftir langa
fjarveru, til að vera við útför
vinar síns, sýningarmannsins
Alfredo í Paradísarbíóinu.
Hann rifjar upp æsku sína og föðurlegan áhrifa-
mátt Alfredos sem kenndi honum að meta heim
kvikmyndanna. Paradísarbíóið er óður til kvik-
myndarinnar. Fræg eru atriði í myndinni af öllum
kossunum sem ekki rötuðu á hvíta tjaldið vegna
ritskoðunar. Íslenskur texti.
Kvikmyndir
Paradísarbíóið
í Bæjarbíói
Paradísarbíóið
PÍANÓNEMENDUR Tónlist-
arskólans í Reykjavík leika á
tónleikum í Salnum í kvöld kl.
20. Þau sem leika eru Steinar
Logi Helgason, Bjarki Sig-
urðsson, Sólveig Anna Ara-
dóttir, Marta Jónsdóttir, Ása
Dóra Gylfadóttir, Marteinn
Knaran Ómarsson, María Arn-
ardóttir, Ágústa Ebba Hjart-
ardóttir, Edda Davíðsdóttir,
Sigurður Ásgeir Árnason, Sólrún Una Þorláks-
dóttir, Birta Marlem Lamm, Jóhanna Eir Björns-
dóttir, Arnheiður Eiríksdóttir, Gunnhildur Eva
Gunnarsdóttir, Þórunn Þórsdóttir og Elín Arn-
ardóttir. Verkin eru eftir Bach, Bizet, Chopin, De-
bussy, Grieg og fleiri.
Tónlist
Píanónemar leika á
tónleikum í Salnum
Claude Debussy
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„FYRIR örfáum árum markaði Út-
varpsleikhúsið sér þá metnaðarfullu
stefnu að kynna ný, áhugaverð er-
lend leikskáld og flytja verk eftir
þau,“ segir Viðar Eggertsson, leik-
hússtjóri í Útvarpsleikhúsinu, sem
rekið er innan Ríkisútvarpsins.
Hann var beðinn að segja frá breytt-
um áherslum í ljósi niðurskurðar.
„Þetta var áhugaverð stefna,“
bætir Viðar við, um flutning á nýjum
erlendum verkum, „en í vetur hafði
gengishrunið áhrif á þetta starf okk-
ar. Fall krónunnar þýðir að höfund-
arréttur að erlendu verki, með nýrri
þýðingu, kostar nánast það sama og
frumflutningur á nýju íslensku
verki. Mér fannst því vert að leggja
alla áherslu á íslensk verk.
Við mætum þeim samdrætti sem
hefur orðið hjá okkur, vegna efna-
hagsástandsins, með því að setja
frekar íslensk verk á dagskrá og
reyna að efla íslenska leikritun.
Við þurfum að velta hverri krónu
fyrir okkur og finnst það nýtast vel, í
menningarpólitískum tilgangi og til
að spegla samtíma okkar, að efla ís-
lenska leikritun með þessu móti. Inn
á milli höfum við síðan sent út ýmis
öndvegisverk leikbókmenntanna.“
Ný íslensk leikverk
Næstu sunnudaga verður útvarp-
að nýjum þríleik, Sómafólk, eftir
Andrés Indriðason.
„Það er talsvert um það að höf-
undar skrifi sérstaklega fyrir út-
varpið,“ segir Viðar og telur upp
verk sem hafa verið flutt á síðustu
mánuðum: Skyldan kallar eftir Her-
mann Stefánsson, leikgerð Bjarna
Jónssonar, Augu mín sáu þig, eftir
verki Sjón, Yfirvofandi eftir Sig-
trygg Magnason, og Spor eftir
Starra Hauksson.
„Það er þónokkur niðurskurður
hjá Útvarpsleikhúsinu, því miður.
Útvarpsleikhúsið er kannski dýrasta
útvarpsefnið en ódýrasta form leik-
húss. Og kannski það víðfeðmasta,
því við sendum leikhús út til alls
landsins, og til heimsbyggðarinnar.
Endurflutningur: 150-200.000
Útvarpsleikhúsið gerir talsvert að
því að endurútvarpa eldri upptökum
af leikritum, en slíkar útsendingar
eru háðar höfundarrétti og þarf að
greiða þeim sem koma að verkinu.
Þess má geta að í fyrra þegar samið
var við leikara um lægri greiðslur
við endurflutning leikins sjónvarps-
efnis tók það ekki til útvarpsins.
„Meðalleikrit með nokkrum leik-
urum kostar í endurútsendingu 150-
200.000 krónur,“ segir Viðar. „Miðað
við launaþróun í dagskrárgerð í út-
varpinu þykir það dýrt, en það er af-
stætt hvað er mikið og hvað er lítið.
Segja má að leikarar hafi ekki fengið
vel greitt fyrir frumflutning en
eygðu möguleika á að þeim yrði bætt
upp ef vel tækist til og verkið yrði
oftar flutt.“
Viðar tekur einnig fram að leik-
arar og leikstjórar við Útvarpsleik-
húsið hafi ekki fengið launahækkun
síðan 1. janúar 2005. „Allir launa-
taxtar þerra eru orðnir ansi gamlir
og hafa ekki haldið í við launaþróun í
landinu. Segja má að það hafi verið
framlag þessara listamanna til þess
að viðhalda Útvarpsleikhúsinu.“
Viðar segir að þótt áherslan sé nú
á íslensk verk eigi hann eftir að móta
stefnuna fyrir næsta vetur.
„Auðvitað lifum við á óvissutímum
og það er erfitt að gera áætlanir sem
hægt er að fullyrða að muni stand-
ast. En það er gott að leggja upp
með metnaðarfullar hugmyndir því
að þótt það þurfi að slá aðeins úr
verður engu að síður eitthvað mjög
gott eftir.“
Áhersla á íslensk verk
Útvarpsleikhúsið mætir samdrætti með því að setja fleiri íslensk verk á dagskrá
„Þónokkur niðurskurður hjá Útvarpsleikhúsinu,“ segir Viðar Eggertsson
Morgunblaðið/Ómar
Metnaðarfull dagskrá „Þótt það þurfi að slá aðeins úr verður engu að síður
eitthvað mjög gott eftir,“ segir Viðar Eggertsson leikhússtjóri.
HIN árlega myndlistarkaupstefna The Armory
Show var haldin í New York um helgina. Sam-
kvæmt The New York Times sótti fjöldi gesta
kaupstefnuna, þar sem um 200 gallerí, víðsvegar
úr heiminum, sýndu og seldu verk eftir listamenn-
ina sem þau hafa á sínum snærum.
Að sögn blaðsins hefur erfitt efnahagsástand
sett mark sitt á myndlistarmarkaðinn á síðustu
mánuðum og það var sýnilegt. Nokkur kunn gall-
erí hættu við á síðustu stundu og þá birtust við-
brögð listamanna í ýmsum verkum, í setningum á
borð við: „Capitalism Kills“, „Everyone Is Broke“
og „Keep Calm and Carry On“.
„Hljóðið í galleristum var mjög misjafnt,“ segir
Börkur Arnarson hjá Gallerí i8, sem tók þátt í
kaupstefnunni. „Sumir sögðu að það hefði gengið
mjög vel en öðrum þótti þetta frekar dapurt,“ seg-
ir Börkur. „Þetta er aftur komið í hendurnar á
ástríðufullum söfnurum. Það var heilmikið selt af
verkum en ekki fyrir sama verð og á síðustu árum.
Í stað þess að kaupa verk á 100.000 dali var fólk að
kaupa verk á 10-20.000 dali.“
Börkur segir að framsetning i8 hafi verið nokk-
uð sérstök. „Við vorum með risastórt verk eftir
Ólaf Elíasson, verk eftir Ragnar Kjartansson, og
síðan „skytturnar þrjár“; verk eftir Hrein Frið-
finnsson og bræðurna Sigurð og Kristján Guð-
mundssyni, frá áttunda áratugnum. Fólk hreifst
mjög af þeim. Svo vorum við með ný verk frá
Hreini, og úrval verka annarra listamanna.“
Þegar Börkur er spurður hvernig hafi gengið
að selja segir hann að þau hafi verið „nokkuð
ánægð. Við seldum „slatta“ og vel fyrir öllum
kostnaði – og það telst gott í dag“.
Mikið selt – lægra verð
Nýtt Hluti myndbandsverks eftir Hrein Friðfinns-
son sem var sýnt á Armory Show í New York.
Efnahagsástandið sýnilegt á The Armory Show
Það getur líka vel
hugsast að ég fari til
útlanda … ég hef engu að
tapa – það er allt farið! 38
»
„Nei, því miður,“ svarar Viðar Egg-
ertsson þegar hann er spurður að
því hvort Útvarpsleikhúsið haldi
áfram að útvarpa íslenskum saka-
málaleikritum eftir hádegi í sumar.
Síðustu sumur hafa verið flutt
leikrit gerð eftir sögum Árna Þór-
arinssonar, Arnaldar Indriðasonar
og Ævars Arnar Jósepssonar.
„Vegna aðhaldsins í rekstri Út-
varpsleikhússins höfum við lokað
stúdíóinu okkar núna um nokkurra
mánaða skeið. Það verður því ekk-
ert sakamála- eða hádegisleikrit
tekið upp fyrir sumarið.
Nýjustu verkin sem við tókum
upp verða frumflutt í haust, en
það eru sex ný verk sem Hrafnhild-
ur Hagalín skrifaði sérstaklega
fyrir Útvarpsleikhúsið með nokkra
elstu leikara þjóðarinnar í huga.
Verið er að leggja lokahönd á þau.“
Ekkert sakamálaleikrit sent út í sumar