Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 38
38 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
G
ötuspilarinn Jo Jo hef-
ur í árafjöld veitt
brjóstbirtu til vegfar-
enda í miðbæ Reykja-
víkur á köldum vetr-
arkvöldum með ljúfri
spilamennsku sinni og glaðværu
fasi. Jo Jo hefur aukinheldur allt-
af tíma til að skrafa og skegg-
ræða og skýrir sjarmerandi við-
mót farandsöngvarans líklega
þann ótrúlega fjölda „götustráka“
sem leggja honum lið á nýrri
plötu sem hann gefur út til
styrktar Hjartavernd (sjá fylgju).
„Allt gaf þetta fólk vinnu sína,“
segir Jo Jo hæverskur en færist
svo skyndilega í aukana.
„Þetta er því ódýrasta plata
sem gerð hefur verið á Íslandi!“
segir hann og hláturinn kraumar
í honum.
Ég hef engu að tapa
Platan á sér sæmilega langan
meðgöngutíma og var „tekin upp
og hljóðblönduð í biðlund og
bróðerni á tímabilinu júlí 2008 til
febrúar 2009“ eins og segir í
fréttatilkynningu. Það var Sál-
verjinn Guðmundur Jónsson sem
var hægri hönd Jo Jo við plötu-
gerðina en Guðmundi kynntist Jo
Jo um miðbik níunda áratugarins
er hann réð hann í hljómsveit
sína.
„Gummi kom, spilaði í fimmtán
sekúndur og var ráðinn,“ rifjar
Jo Jo hýreygður upp.
Ísland í dag,
útlönd á morgun
„Ég hætti svo og hann tók yfir
bandið og það þróaðist yfir í
Kikk en þar sá Sigga Beinteins
um söng,“ bætir hann svo við. Jo
Jo hefur strítt við blóðþrýsti-
vandamál og að styrkja Hjarta-
vernd var honum því hjartans
mál í orðsins fyllstu. Hann segir
plötuna samanstanda af vinaleg-
um stemmum í bland við hæfilegt
götusprell og segist vonast til
þess að platan slái eitthvað á hið
erfiða öldurót sem samfélagið er
statt í um þessar mundir.
„Það getur líka vel hugsast að
ég fari til útlanda og leggi mitt af
mörkum til að byggja upp orð-
spor þessa blessaða lands. Ég hef
engu að tapa – það er allt farið!,“
segir hann og hlær hrossahlátri.
Kemur út í næstu viku
Platan kemur út í næstu viku
og verður dreift af Senu. Allur
ágóði plötunnar rennur til
Hjartaverndar eins og áður segir
en plötuna tileinkar Jo Jo hins
vegar félaga sínum og vini,
Rúnari Júlíussyni.
Mitt hjartans mál
Götuspilarinn Jo Jo gefur út hljómplötu til styrktar Hjartavernd
Helstu tónlistarmenn landsins lögðu gjörva hönd á plóg við gerð plötunnar
Morrgunblaðið/RAX
Á Eiðistorginu Pálmi Sigurhjartarson ásamt félaga sínum, hinum eina sanna Jo Jo.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
LEIKSTJÓRANUM Óskari Jón-
assyni hefði aldrei grunað að meira
en fimmtán árum eftir að hann
gerði kvikmyndina Sódóma Reykja-
vík yrði hann viðstaddur tvo við-
burði henni tengdri sama kvöldið.
En það gerðist einmitt seinasta
föstudagskvöld þegar hann sótti
bæði leiksýningu og skemmtistað
með nafninu Sódóma Reykjavík.
„Ég var viðstaddur sýningu Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja á Sódómu
Reykjavík í Andrew’s Theather í
gömlu herstöðinni. Felix Bergsson
gerði handritið sem er byggt á
myndinni og fléttaði tónlist frá
þessu tímabili inn í. Það var mjög
skemmtilegt en stórfurðulegt að sjá
þetta á sviði. Bíómyndin er ekki
hugsuð fyrir leiksvið en mörg atrið-
in voru betri en í fyrirmyndinni,“
segir Óskar.
Frá Suðurnesjum brunaði hann
svo í miðbæ Reykjavíkur til að vera
viðstaddur opnun skemmtistaðarins
Sódóma Reykjavík sem er stað-
settur á efri hæð gamla Gauks á
Stöng. Spurður hvort staðurinn sé
eitthvað í anda myndarinnar segir
Óskar að hann voni ekki. „Ég varð
ekki var við neitt gruggugt brugg
þarna. En stemningin er kannski
smá svipuð, þetta er snotur lítil
rokkbúlla með góðu sviði fyrir al-
vöru rokkbönd.“
Óskar telur ekki nýtt Sódómu-
æði vera í uppsiglingu þrátt fyrir
þetta og stefnir ekki að því að end-
urgera myndina. „Það á voða illa
við mig einhver nostalgía og endur-
vinnsla, ég lít á þetta sem afgreitt
mál af minni hálfu. Það mætti svo
sem gefa hana út með betri lit-
greiningu, það væri þjóðþrifaverk
en ég fer ekkert að hrófla við
þessu.“
Eftir leiksýningu og skemmtistað
segir Óskar ekki hafa hugmynd um
hvað komi næst tengt myndinni en
telur að það gæti orðið Sódóma-
landi. „Ódýr og kreppulegur.“
Ekkert gruggugt brugg
í Sódómu Reykjavík
Óskar Jónasson Var önnum kafinn á föstudag við að fylgjast með arfleifð
kvikmyndar sem hann leikstýrði fyrir meira en 15 árum.
Morgunblaðið/Ómar
Fólk
„VIÐ vorum með forsýningu á föstudaginn var,
sérstaka Nexus-sýningu án hlés og texta. Salurinn
var nánast fullur og myndin féll vel í kramið hjá
okkar viðskiptavinahópi,“ segir Gísli Einarsson
eigandi sérvöruverslunarinnar Nexus á Hverf-
isgötu um ofurhetjukvikmyndina Watchmen sem
verður frumsýnd almenningi næstkomandi föstu-
dag. Starfsmenn Nexus eru farnir að finna fyrir
titringi vegna komu myndarinnar. „Bókin hefur
alltaf verið ein sú söluhæsta hjá okkur en salan
hefur aukist undanfarið vegna komu mynd-
arinnar og við eigum von á því að hún aukist enn
frekar þegar fólk hefur séð myndina. Við erum
líka með bækur um gerð sögunnar og kvikmynd-
arinnar. Fígúrur byggðar á útliti kvikmyndarinn-
ar eru komnar og svo eigum við von á DVD-diski
þar sem öll myndasagan er sviðsett, þ.e. hver
rammi í sögunni er myndaður og leikarar lesa inn
á. Það er líka von á öðrum diski um myndasöguna
Tales of the Black Freighter en hún er mynda-
saga sem persónurnar í Watchmen lesa. Það var
ákveðið að hafa hana ekki í bíómyndinni heldur
gefa hana út á sér diski,“ segir Gísli.
Watchmen kom upprunalega út í tólf hlutum en
var svo safnað saman í eina bók, eina sögu og seg-
ir Gísli hana fyrir löngu orðna klassíska. „Hún er
eitt af fyrstu tilfellunum þar sem Bandaríkjamenn
áttuðu sig á því að myndasögur þyrftu ekki bara
að vera fyrir börn en þeir voru seinni að því en
Evrópa og Japan,“ segir Gísli og tekur fram að
þetta sé saga fyrir eldri myndasöguaðdáendur.
ingveldur@mbl.is
Koma Watchmen veldur titringi í Nexus
Watchmen Sagan segir frá breyskum ofur-
hetjum sem eru hættar störfum.
Í kynningarstiklu fyrir 19. þátt
þriðju þáttaraðar Heroes má sjá
klappstýruna og ljóskuna, Claire
Bennet sækja um starf í mynda-
sögubúð en atriðið lítur út eins og
rándýr útgáfa af atriði úr íslensku
myndinni Astrópíu þar sem per-
sóna Ragnhildar Steinunnar sækir
um starf í myndasögubúð í Hafn-
arfirði. Margir velta því nú fyrir sér
hvort það geti verið að framleið-
endur Heroes hafi „stolið“ hug-
myndinni að atriðinu en töluverðar
líkur eru á að einhver úr herbúðum
NBC sem framleiðir Heroes hafi
verið viðstaddur sýningu á Astró-
píu þegar hún var sýnd á Fantastic
Fest í Austin, Texas í september á
síðasta ári.
Í kjölfarið skrifaði Harry Know-
les, eigandi og ritstjóri vefsíðunnar
Aint it Cool News afar jákvæðan
dóm og vakti sú umsögn töluverða
athygli. Í viðtali við mbl.is segir
Gísli Gíslason, einn aðstandenda
myndarinnar, að farið verði í mál
við NBC vegna líkindanna.
„Við erum akkúrat núna að vinna
í því að semja um sölu á endurgerð
myndarinnar í Hollywood ... þannig
að ef búið er að nota hugmyndina
okkar áður í einum vinsælasta sjón-
varpsþætti Bandaríkjanna þá getur
tjónið verið mikið...“ segir Gísli
m.a..
Atriði úr Astrópíu
komið í Heroes
Af þeim rúmlega 100 lögum sem
bárust í Sönglagakeppni Rásar 2
hafa tólf lög verið valin áfram.
Óhætt er að segja að einvalalið
lagahöfunda sé að baki þessum lög-
um en þar má nefna tónlistarmenn
á borð við Dr. Gunna, Magnús Þór
Sigmundsson, Friðrik Ómar, Jó-
hann G. Jóhannsson, Halla Reynis,
Unni Birnu Björnsdóttur og svo
hljómsveitirnar Langa Sela og nýju
Skuggana og Skuggasveina þar
sem Gunnar Þórðarson er í broddi
fylkingar. Úrslitin verða tilkynnt í
Popplandi föstudaginn 20. mars en
í verðlaun er gjafabréf frá verslun
Zo-On Iceland að verðmæti 150.000
kr. Ekki dónalegt það.
Einvalalið tónlistar-
manna fer áframSjaldan hefur maður séð jafnmikið
af landskunnum tónlistarmönnum
saman komna á einum stað og í
upplýsingaskrá plötunnar. Er þá
sama hvar borið er niður í verk-
þáttum hennar. Spurður hvernig
hann hafi fengið þessa menn til
samstarfs svarar Jo Jo einfald-
lega: „Nú, ég hef bara tekið þessa
menn tali niðri í Austurstræti.
Þetta eru allt saman stakir öðling-
ar og alltaf til í að spjalla.“
Spilarar:
Guðmundur Jónsson, Jóhann
Hjörleifsson, Friðrik Sturluson,
Pálmi Sigurhjartarson, Gunnar
Þórðarson, Magnús Eiríksson, Sig-
urður Sigurðsson, Matthías Stef-
ánsson, Sigurgeir Sigmundsson.
Söngvarar:
Pálmi Gunnarsson, Egill Ólafs-
son, Valgeir Guðjónsson, Páll Rós-
inkranz, Daníel Ágúst, Krummi,
Guðmundur Jónsson, Jo Jo.
Upptökumenn:
Daði Georgsson, Haffi Tempó,
Guðmundur Jónsson, Addi 800,
Axel „Flex“ Árnason.
Umslag:
Spessi, Jónsi.
Götustrákagnótt