Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 ✝ Árni Jakob Hjör-leifsson fæddist í Reykjavík 11. október 1974. Hann lést 28. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Hjörleifs Ingólfsson, f. á Vögl- um í Vatnsdal 4. sept- ember 1940, d. 28. október 2006 og Sig- ríðar Árnadóttur, f. í Keflavík 28. júní 1943. Þau skildu. Systkini Árna Jakobs eru 1) Arna Björk, f. 8. september 1965, gift Högna Sturlusyni, þau eiga tvo syni, Magn- ús Inga og Hjörleif Svavar. 2) Ingvi Þór, f. 9. janúar 1971, kvæntur Að- alheiði Ósk Gunnarsdóttir, þau eiga tvö börn, Kristjönu Vigdísi og Arn- þór Inga. Samfeðra er Halldór Hagalín, f. 3. mars 1993. Árni Jakob kvæntist 10. júní 1995 Geir- þrúði Ósk Geirsdóttur, f. 10. febrúar 1977. Sonur Árna og Geir- þrúðar er Kristófer Örn, f. 19. júlí 1996. Foreldrar Geirþrúðar eru Geir Þorsteinsson, f. 22. júní 1951 og Ósk Sigmundsdóttur, f. 9. maí 1952. Þau skildu. Samfeðra eru Guð- munda Á., Magnús B., Hólmfríður S., og Guðrún S.. Sam- mæðra er Halla M. Cramer og Daní- el J. Cramer. Árni Jakob var tæknifulltrúi hjá Símanum síðustu árin. Útför Árna Jakobs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14. Í dag kveð ég Adda, ástina mína, eiginmann minn og besta vin, það er erfitt að lýsa þeirri sorg sem býr í hjarta mínu og erfitt að róa hugann sem flækist um í hafsjó minninga en nær þó hvergi höfn. Ég er óend- anlega þakklát þeim tíma sem ég fékk með Adda, fyrir yndislegan son okkar og þær minningar sem munu hjálpa okkur tveim á þeim erfiðu tímum sem eru framundan. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ástarkveðja, Geirþrúður. Elsku Addi minn, nú ertu farinn og ég vona að þú hafir fundið frið í hjartanu þínu. Minningarnar um þig koma fram núna í hugann eins og leiftur. Fyrst þegar hún Geir- þrúður kom með þig heim geislaðir þú af gleði og orku og ég fann hvað þið voruð hamingjusöm. Þessi orka sem bjó í þér þurfti að fá útrás en samt var ró yfir þér þegar þér fannst það eiga við. Ég man líka hvað þú og John heitinn náðuð vel saman og áttuð margar góðar stundir. Sumir sögðu að þú og Geir- þrúður væruð allt of ung til að byrja saman sem par og að sambúðin mundi ekki endast nema í nokkrar vikur. En annað kom á daginn og saman áttu þið yndisleg ár og fal- legan dreng sem er augasteinn okk- ar allra. Þú varst góður og duglegur pabbi og gafst þér mikinn tíma með Kristófer. Það skilaði sér í uppeldi hans og þær minningar geymir hann í hjarta sér um tímann ykkar saman. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar því þú hafðir unun af því að elda góðan mat og að taka á móti gestum. Ég mun sakna þess- ara góðu tíma líka þegar öll fjöl- skyldan hittist og spjallaði saman. Gott dæmi um þetta var um síðustu jól og áramót þegar þú tókst ekki annað í mál en að við mamma yrð- um hjá ykkur Geirþrúði og Daníel og okkur þótti líka vænt um að þú vildir skjóta sérstökum flugeldum til himins í minningu feðra okkar og Johns. Í hvert sinn sem ég leitaði til þín með alls konar verkefni varstu ætíð fljótur að koma og hjálpa. En það voru ekki bara verkefnin sem þú varst svo fljótur að klára með sæmd heldur hitt að þegar aðrir áttu erfitt varstu kominn til að gefa klapp á bakið og halda utan um fólk. Sjálfur hefðir þú stundum þurft knús og koss en þú vildir helst ekki bera tilfinningar þínar á torg. Við andlát Johns reyndist þú mér gríðarlega vel og gekkst nánast honum Daníel mínum í föðurstað. Fyrir það verð ég þér þakklát um alla eilífð. Daginn sem Daníel út- skrifaðist sem stúdent úr FS var slegið upp útskriftarveislu í húsinu ykkar Geirþrúðar og gleðin og stolt- ið skein ekki aðeins úr augum Daní- els heldur þínum líka. Það er góð minning og þannig ætla ég að muna þig, elsku Addi minn. Þú hafðir svo mikinn skilning á því hvað Geirþrúður þráði að mennta sig betur og þú studdir hana af heilum hug í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Stuðningur þinn og umhyggja í veikindum hennar var líka eftirtektarverður og sýndi glöggt þinn innri mann. Addi minn, takk fyrir allar þessar góðu stundir sem við áttum saman, ferða- lögin og heimboðin og takk fyrir hvað þú varst góður við mig og allt mitt fólk. Það verður tekið vel á móti þér hinum megin við tjaldið. Guð blessi þig, elsku tengdasonur. Hvíl í friði. Guð gefi ykkur styrk í sorginni, elsku Kristófer minn, Geirþrúður og allir í fjölskyldunni. Ósk Sigmundsdóttir Í dag kveðjum við góðan dreng, tengdason og mág. Árni var kraft- mikill og skemmtilegur en um leið svo alvörugefinn. Myndin sem hann skilur eftir handa okkur, er auðsýnd ástúð hans og umhyggja fyrir Geir- þrúði og Kristófer, litlu fjölskyld- unni hans. Fallegt heimili í Keflavík var stolt þeirra allra og öllum vel- komið að njóta þess með þeim. Árni, sem var kallaður Addi af þeim sem þekktu hann, var alltaf reiðubúinn til góðra verka fyrir fjöl- skyldu sína og vini. Það fór ekki fram hjá okkur eftir að fjölskyldur okkar tengdust að sterk bönd voru á milli Adda og fjölskyldu hans. Mamma og Ingvi bróðir voru oft nefnd til sögunnar þegar ólíkustu mál voru rædd og traust hans til þeirra var án landamæra. Addi var maður fárra orða og ætlum við að virða það. Við eigum fallegu minninguna um hann og er- um innilega þakklát fyrir þann tíma sem hann var á meðal okkar. Elsku Geirþrúður Ósk og Krist- ófer Örn, megi allir góðir vættir yfir ykkur vaka og um leið sendum við Siggu og öðrum ástvinum, innilegar samúðarkveðjur. Í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið á bak við veruleikans köldu ró. Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér. Hann vex á milli þín og þess, sem lifir, og þó er engum ljóst hvað milli ber. (Steinn Steinarr.) Geir, Linda, Sara og Silja. Ertu búinn að hringja í Adda bróður? var það fyrsta sem ég sagði þegar einhver í fjölskyldunni átti í vandræðum með tölvuna eða sjón- varpið. Hann var alltaf fljótur til og greiðvikinn, góður drengur sem gerði allt eins vel og hann gat. Ung- ur kynntist hann henni Geiru sinni, glaðlyndri, ljóshærðri og fallegri stúlku sem hann sá ekki sólina fyr- ir. Ég var líka rosalega stoltur og glaður þegar hann bað mig um að leiða sig til altaris. Svo þegar gull- molinn hann Kristófer Örn fæddist kom í ljós hversu góður pabbi hann var, þeir feðgar voru mjög sam- rýmdir og bestu vinir. Þessi fallega fjölskylda átti bjarta framtíð fyrir sér þó svo að sumir dagar væru betri en aðrir eins og gengur. Ég taldi mig þekkja Adda nokkuð vel, í gegnum tíðina hafði hann lent í ýmsu og komið sér í ýmislegt, sumt hægt að skrifa á bernskubrek, annað ekki. Hann bar ekki utan á sér að honum liði illa og að stöðug átök ættu sér stað í huga hans, ranghugmyndir um að vera ekki Árni Jakob Hjörleifsson ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA S. MARKÚSDÓTTIR frá Súðavík, til heimilis að Þórðarsveig 3, Reykjavík, sem lést mánudaginn 2. mars, verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju í Grafarholti föstudaginn 13. mars kl. 15.00. Ásdís Magnúsdóttir, Jón Sigurðsson, Markús K. Magnússon, Soffía Hólm, Karl G. Karlsson, Dagbjört Jónsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR FRANKLÍN STEINARSSON, sem lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum miðvikudaginn 4. mars, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 12. mars og hefst athöfnin kl. 13.00. Steinar Ingi Einarsson, Gunnhildur María Eymarsdóttir, Sigurður Arnar Einarsson, Á. Bergljót Stefánsdóttir, María Björk Steinarsdóttir, Konstantín Shcherbak, Einar Ísfeld Steinarsson, Erin Jorgensen, Sigurgeir Sigurðsson. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur hlýju og samhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, dóttur, móður, tengdamóður, ömmu og systur, INGIBJARGAR FINNBOGADÓTTUR, Sandbakka 4, Höfn Hornafirði. Fyrir hönd aðstandenda, Ingólfur Waage. ✝ Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, JÓHANNA GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR, Austurbrún 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 1. mars. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 15.00. Aðalsteinn Ó. Aðalsteinsson, Ásdís Elín Júlíusdóttir, Leifur Ársæll Aðalsteinsson, Margrét Valgerðardóttir, Sigurður Hjalti Sigurðarson, Guðrún Jónsdóttir, börn og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, FRIÐDÓRA GÍSLADÓTTIR frá Arnarnesi í Dýrafirði, Bólstaðarhlíð 45, lést á líknardeild Landspítala, Landakoti föstu- daginn 6. mars. Birna Garðarsdóttir, Magnús Jóhann Óskarsson, Garðar Magnússon, Helle Magnússon, Katrín Magnúsdóttir, Þórólfur Sigurðsson, Friðdóra Magnúsdóttir,Rafn Magnús Jónsson og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR ÓLÖF THEÓDÓRSDÓTTIR SÆTRAN hjúkrunarkona, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 7. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristín Hildur Sætran, Jóna Björg Sætran, Kristinn Snævar Jónsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, bróður og afa, SIGURÐAR ÞÓRIS HANSSONAR kennara, Miðmundarholti 1, Hellu. Elísabet Einarsdóttir, Guðrún Helga Sigurðardóttir, Einar Sigurðsson, Þórey Haraldsdóttir, Lóa Hansdóttir, Steinunn Hansdóttir, Sigmunda Björg Pálsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, ALDÍS ÁGÚSTSDÓTTIR, Kirkjusandi 1, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 5. mars, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 13. mars kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Ás styrktarfélag s. 414 0500. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Konráðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.