Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 Ganga í takt Framsóknarmennirnir Helga Sigrún Harðardóttir og Magnús Stefánsson vita greinilega á hvaða leið þau eru. Hann á leið úr þingmennsku en hún heldur áfram baráttunni. Vonir landsmanna standa til þess að alþingismenn muni ganga í takt eftir kosningarnar sem fram fara í vor. Ómar Árni B. Steinarsson Norðfjörð | 9. mars Heimtum líka allar innlendar eigur Baugs- fjölskyldunnar upp í skuldir Ég ætla ekkert að vera dónalegur og segja að JÁ og fjölskylda geti bara farið að vinna á kassanum í Bónus sem yrði þá í eigu ríkisins. Hann má alveg lifa í Tortola með 200 milljóna króna fjár- sjóð, skili hann öllu öðru. Íslenskum aðilum ber að heimta allar þær inn- lendu skuldir sem þeir eiga inni hjá Jóni Ásgeiri og fjölskyldu. Ríkið þarf að keyra Baugsfjölskyld- una í þrot og fá Bónus, Hagkaup, 10- 11, 365, Debenhams og öll hin fyr- irtækin og eignarhlutanna í sárabætur fyrir þjóðargjaldþrotið, spillinguna, einræðið og allt annað, Þá verður hægt að skipta verslanaveldinu upp og selja til margra aðila, innlendra sem erlendra. Þannig skapast samkeppni og góð kjör almennings. Burt með Baugsfjölskylduna úr ís- lensku atvinnulífi. Keyrum veldið í þrot líka á Íslandi! Meira: taoistinn.blog.is Jenný Anna Baldursdóttir | 9. mars Helvítis fokking fokk dugar ekki lengur! Það er að renna al- mennilega upp fyrir mér í þessum skrifuðu orð- um hvað fjárglæpa- mennirnir íslensku eru búnir að vera að gera sem hefur orðið til þess að við erum nú gjaldþrota þjóð með orðspor sem hæfir hlandkoppi. Sárast þykir mér að stjórnvöld sem treyst er fyrir þjóðarhagsmunum hafa brugðist á öllum stigum máls og héldu áfram að bregðast þar til stjórnin sprakk og lifa í afneitun eða þöggun af einhverjum ástæðum. Mér er í raun sama orðið hver brást og hvers vegna, ég vil bara að þetta lið fái ekki að koma nálægt stjórn landsins, hvorki sem embættismenn né pólitíkusar. Út með hyskið. Enginn hefur enn verið yfirheyrður einu sinni. Allt virðist vera í gúddí fíl- ing, einn saksóknari situr með tómar hillur og ég fæ það á tilfinninguna að þetta sé sjónarspil. Nú er Straumur farinn. Þar bætist í skuldapottinn og við getum ekki borið hönd fyrir höfuðið. 30% þjóðarinnar vilja meira af Sjálfstæðisflokki. Á því hlýtur að vera skýring, enginn er svona dofinn frá heila og niðurúr að hann sjái ekki þá synd sem felst í að hafa látið þetta sukk vera mögulegt og gera ekkert til að stöðva það. Þetta fólk hlýtur að vera dofið og í sjokki. Ég er búin að ganga í gegnum allan pakkann af tilfinningum og það er ekkert lát á. Um leið og ég byrja að reyna að vera jákvæð, safna mér saman og byggja upp í mér baráttuþrekið þá kemur ný frétt. Frétt sem ég hvorki get né vil melta. En ég verð. Helvítis fokking fokk lýsir ekki líðan minni lengur. . . . Meira: jenfo.blog.is Björgvin Guðmundsson | 9. mars Skattur á lífeyrissjóðs- tekjur lækki í 10% Á aðalfundi Félags eldri borgara í Rvk (FEB) var samþykkt að lækka ætti skatt af tekjum úr líf- eyrissjóði í 10% en skatturinn er nú 35,72%. Uppsafnaður lífeyrir í lífeyrissjóðum er að verulegu leyti fjármagnstekjur. Fjármagns- tekjuskattur er 10%. Þess vegna er eðlilegt að skatturinn sé ekki hærri en 10%. Meira: gudmundsson.blog.is „NÚ SEM aldrei fyrr þurfum við sterka stjórnmálaleiðtoga sem eru tilbúnir að vinna af heilindum í þágu þjóðarinnar, byggja upp traust hennar með vönduðum vinnubrögðum og yfirveguðum málflutningi og umfram allt þurf- um við málefnalega umræðu … Hafi núverandi heilbrigðisráðherra betri hugmyndir um hvernig ná megi fram þeirri hagræðing- arkröfu sem sett er á heilbrigð- iskerfið er brýnt að hann kynni þjóðinni þær hugmyndir.“ Þetta segir Guð- laugur Þór Þórðarson, alþingismaður og fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, m.a. í grein sem hann birtir í Morgunblaðinu undir fyrir- sögninni, Kallað eftir heiðarleika af hálfu heil- brigðisráðherra. Hvatning Guðlaugs Þórs um málefnaleg stjórnmál og heiðarleg vinnubrögð er góðra gjalda verð og honum sjálfum sem og okkur öll- um verðugt íhugunarefni. Niðurskurði á út- gjöldum til heilbrigðismála má mæta með margvíslegum hætti. Hefur mig og forvera minn í starfi greint nokkuð á um leiðir og áherslur. Lyfin Í fyrsta lagi getur verið um að ræða hreinar stjórnvaldsaðgerðir. Það á til dæmis við um út- gjöld til lyfjakaupa, ákvarðanir um kostn- aðarskiptingu notenda og almannatrygginga, ákvörðun smásöluverðs og heildsöluverðs, hvaða lyf er skylt að niðurgreiða og svo fram- vegis. Samkvæmt fjárlögum var heilbrigð- isráðuneytinu gert að draga verulega úr út- gjöldum vegna lyfja. Við stjórnarskiptin var sýnt að tveir mánuðir fjárlagaársins myndu líða án aðgerða. Ófullburða reglugerð lá á borði mínu þegar ég kom í ráðuneytið þar sem kveðið var á um eitt hundrað milljón króna sparnað. Ég lét endurgera hana með gerbreyttum áherslum sem voru félagslegri og sanngjarnari þótt sparnaðurinn yrði nú 650 milljónir sem næst aðallega með því að þvinga fram notkun á ódýrari lyfjum. Fjárlögin Í öðru lagi má ná niðurskurði með því að reisa hagræðingarkröfu á hendur einstökum heilbrigð- isstofnunum. Þetta var gert með fjárlögum þessa árs sem samþykkt voru í lok desember. Þarna koma ráðherrar ekki mjög við sögu að öðru leyti en því að leggja mjög al- mennar línur. Þannig hef ég lagt áherslu á að kjörin verði jöfnuð innan veggja heilbrigðisstofnana, reynt að forðast uppsagnir og að þjónusta sé skert eins lítið og unnt er. Hjá því er hins veg- ar erfitt að komast þegar niðurskurðurinn er eins mikill og raun ber vitni. Hér hvílir ábyrgð- in á stjórnendum og er hjákátlegt þegar ráð- herrar reyna að hæla sjálfum sér fyrir vel unn- in störf stjórnenda. Þeir bera hitann og þungann í þessu sambandi. Ráðherrar geta hins vegar lagt lóð á vogarskálar í erfiðum viðfangs- efnum og reynt að glæða vilja til sameiginlegs átaks. Ég er sannfærður um að raunverulegur og varanlegur sparnaður verður aðeins til með víðtæku samstarfi. Kerfisbreytingar Það á líka við hvað snertir þriðja þáttinn sem ég vil nefna, en það eru kerfisbreytingar. Að þeim hefur verið unnið í langan tíma í heil- brigðiskerfinu. Þannig hefur verið stefnt að samruna heilbrigðisstofnana á stórum svæðum. Heilbrigðisstofnun Suðurlands tók til starfa fyr- ir rúmum fjórum árum, á Austurlandi varð einnig samruni stofnana og annars staðar á landinu hafa samsvarandi breytingar verið í burðarliðnum. Óvissa og ósætti hefur hins veg- ar verið ríkjandi undanfarna mánuði og vil ég þar kenna um flausturslegum vinnubrögðum og stjórnun með valdboði. Ég hef reynt að skapa sátt um ákvörðunarferlið með því að gera það lýðræðislegra. Hvergi hefur verið fallið frá við- leitni til að draga úr útgjöldum þótt ákveðið hafi verið að fara lýðræðislegri leiðir. Margt hefur ágætlega verið unnið í tillögusmíð af hálfu heilbrigðisráðuneytisins og sumra þeirra verktaka sem tekið hafa að sér einstaka verk- þætti. Eftir stendur þó tvennt. Ásetningur um sparnað Í fyrsta lagi virðist mér fyrrverandi heil- brigðisráðherra gefa sér að ávinningurinn af einstökum kerfisbreytingum væri í hendi þegar aðeins var um markmiðssetningu – ágiskun – um fjárhagslegan ávinning að ræða. Þetta hef ég staðreynt. Nú er unnið að því að breyta ósk- hyggju í árangur. Í öðru lagi skiptir pólitíkin máli þegar stefnumótun í heilbrigðisþjónustunni er annars vegar. Ég hef þannig séð gögn sem sýna ótvírætt að stefnt var að því að koma á fót einkavæddu sjúkrahúsi á suðvesturhorni lands- ins. Um ágæti þessa er ég og fyrrverandi heil- brigðisráðherra á öndverðum meiði. Einkavina- væðingu á ekki að læða að okkur í skjóli víðtækra skipulagsbreytinga. Heiðarlegra hefði verið að selja viðkomandi aðila sjúkrahús og af- tengja það ábyrgð skattborgaranna. Pólitík og heiðarleiki Ég hef bent á að einkavædd heilbrigðisþjón- usta undir handarjaðri fjárfesta sé dýr og óhag- kvæmur kostur. Frjálshyggjumenn telja slíka lausn hins vegar afar snjalla. Þarna er um að ræða ágreining og vil ég taka undir með Guð- laugi Þór Þórðarsyni að þann ágreining á að ræða á málefnalegum forsendum. Það er líka nauðsynlegt og heiðarlegt gagnvart kjósendum að segja það hreint út hvert menn vilja stefna með heilbrigðisþjónustu landsmanna. Nokkuð þykir mér hafa skort á heiðarleika í því efni á undanförnum misserum. Eftir Ögmund Jónasson »Ég hef bent á að einkavædd heilbrigðisþjónusta undir handarjaðri fjárfesta sé dýr og óhagkvæmur kostur. Ögmundur Jónasson Höfundur er heilbrigðisráðherra. Um heiðarleika og heilbrigðiskerfið BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.