Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009  JÓHANNA Einarsdóttir tal- meinafræðingur varði doktors- ritgerð sína „Greining og mæling á stami leikskólabarna“ við læknadeild Háskóla Íslands 16. janúar sl. Leiðbeinandi verkefnisins var dr. Roger J. Ing- ham, prófessor við University of California, Santa Barbara í Bandaríkjunum. Meginmarkmið verkefnisins var að rannsaka greiningu og mat á stami íslenskra barna á aldrinum þriggja til fimm ára. Verkefnið byggist á fjórum vísindagreinum. Rannsóknirnar leiddu í ljós að mikil þörf er á stöðluðu kerfi til að meta stam. Greinarnar hafa verið birtar eða samþykktar til birt- ingar í eftirtöldum tímaritum; Am- erican Journal of Speech and Language Pathology, Journal of Fluency Disorders, International Journal of Language and Comm- unication Disorders og Journal of Speech, Language and Hearing Research. Umsjónarkennari verkefnisins var Haukur Hjaltason taugalækn- ir, en í doktorsnefnd sátu Sigríður Magnúsdóttir talmeinafræðingur, Vilhjálmur Rafnsson prófessor og Kristleifur Þór Kristjánsson lækn- ir. Jóhanna Einarsdóttir fæddist 1958, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978, Bed.-prófi frá Kennarahá- skóla Íslands 1981, Dipl.päd.-prófi í talmeinafræðum frá Kennarahá- skólanum í Kiel 1986. Hún er gift Gunnari Þór Bjarnasyni fram- haldsskólakennara og þau eiga þrjá syni, Bjarna Þór (f. 1980), Einar (f. 1986) og Jóhann Helga (f. 1994). Foreldrar Jóhönnu eru Einar Þórðarson og Thelma Grímsdóttir. Doktor í líf- og lækna- vísindum Jóhanna Einarsdóttir  ÖGMUNDUR Viðar Rún- arsson matvæla- fræðingur og MS í lyfjavís- indum varði doktorsritgerð sína „Efnasmíð- ar á katjón- ískum kítósan- afleiðum og rannsókn á bakteríuhamlandi virkni“ frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands 30. janúar sl. Rannsóknarverkefnið fjallar um efnasmíð og rannsóknir á bakteríuhamlandi eiginleikum ka- tjónískra kítósykruafleiða. Rannsóknin var fjármögnuð af RANNÍS, Rannsóknarsjóði Há- skóla Íslands og sjóði Bergþóru og Þorsteins Scheving Þorsteins- sonar. Minningarsjóður Ögmund- ar Jónssonar verkstjóra fjár- magnaði prentun ritgerðarinnar. Genís ehf. lögðu til kítósansykrur sem unnið var með. Í doktors- nefnd Ögmundar voru dr. Þor- steinn Loftsson, prófessor við lyfjafræðideild, dr. Snorri Þór Sigurðsson, prófessor í efnafræði við raunvísindadeild, dr. Magnús Gottfreðsson, dósent við lækna- deild og dr. Jón M. Einarsson frá Genís hf. Ögmundur Viðar Rúnarsson fæddist í Reykjavík árið 1977. Hann útskrifaðist með stúdents- próf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1997 og lauk BS í mat- vælafræði árið 2002. Árið 2004 lauk Ögmundur meistaranámi í lyfjavísindum við lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Sambýliskona Ögmundar er Birna Daníels- dóttir líffræðingur og eiga þau einn son, Úlf Ögmundsson. Þau eru nú búsett í Svíþjóð. Foreldar Ögmundar eru Guðrún Ög- mundsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi alþingismaður, og Gísli A. Víkingsson hvala- sérfræðingur. Faðir Ögmundar er Rúnar Sveinbjörnsson rafvirki sem er kvæntur Önnu Gunn- laugdóttur myndlistarkonu. Doktor í lyfjaefna- fræði Ögmundur Viðar Rúnarsson  Ragnheiður Kristjánsdóttir varði dokt- orsritgerð sína við sagnfræði- og heim- spekideild í Há- skóla Íslands 6. febrúar síðast- liðinn. Ragnheiður lagði fram til doktorsprófs í sagnfræði bókina Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901-1944. Bókin fjallar um áhrif þjóðern- isstefnu á stjórnmálastarf ís- lenskrar verkalýðshreyfingar. Hún er byggð á ítarlegri rannsókn á íslenskri stjórnmálaumræðu en jafnframt því erlenda samhengi sem skiptir máli til að skilja þessa sögu. Aðalleiðbeinandi Ragnheiðar var Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði. Ragnheiður Kristjánsdóttir er með BA-próf í sagnfræði frá Há- skóla Íslands og M.Phil.-próf í sömu grein frá Cambridge Uni- versity. Hún starfar sem aðjunkt í sagnfræði við Háskóla Íslands. Doktor í sagnfræði Ragnheiður Kristjánsdóttir RÍKISVÆÐING Í KJÖLFAR FJÁRMÁLAKREPPU Viðbrögð atvinnulífsins FIMMTUDAGINN 12. MARS Nánar á Viðskiptaþingi 2009 - Endurreisn hagkerfisins Skráning og nánari upplýsingar á www.vi.is og í síma 510-7100 í 4. sæti Við styðjum Hauk Þór „Við þurfum ungan, heilsteyptan og öflugan mann eins og Hauk Þór á þing. Ég ber traust til Hauks og styð hann í 4. sæti í prófkjörinu.“ MAGNÚS GUNNARSSON framkvæmdastjóri og fyrrum bæjarstjóri Hafnarfjarðar „Við getum breytt fram- tíðinni, krafan er nýtt og ferskt. Mikilvægt er að velja bestu einstaklingana. Haukur er ungur og ferskur fram- bjóðandi sem ég treysti vel til allra góðra verka! “ BJARNDÍS LÁRUSDÓTTIR skrifstofustjóri og fyrrum formaður Kvenfélags Garðabæjar og Sjálfstæðisfélags Garðabæjar ÁRNI SIGFÚSSON bæjarstjóri Reykjanesbæjar ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR framkvæmdastjóri og fyrrum bæjarstjóri Garðabæjar VILHJÁLMUR BJARNASON lektor við Háskóla Íslands ÞORSTEINN JÚLÍUS ÁRNASON háskólanemi og stjórnarmaður í Hugin f.u.s. JÓN ÁSGEIR EYJÓLFSSON tannlæknir og formaður GSÍ Ráðdeild og lausnir www.haukurthor.is Prófkjör sjálfstæðismanna í SV-kjördæmi @ Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsveit | Margt var um mann- inn hjá Hestamiðstöðinni í Saltvík nýverið þegar haldin var folaldasýn- ing Hrossaræktarfélags Þingeyinga. Ljóst er af aðsókninni að áhugi á hestamennsku fer vaxandi í hér- aðinu og margt ungt fólk er að hasla sér völl í greininni. Það var stemning á staðnum og nemendur reiðskólans voru með kaffisölu til styrktar ferða- sjóði sínum en til stendur að fara í ferðalag á hestamót þegar skóla lýk- ur í vor. Folöldin komu víða að, mest úr Aðaldal, Reykjadal og Reykjahverfi, en þá voru einnig mörg folöld frá Húsavík og líka frá Bjarnastöðum í Norður-Þingeyjarsýslu. Folöldunum var skipt upp í tvo flokka eftir kyni og vakti athygli að folöldin frá Litlu-Reykjum unnu báða flokkana sem dómarar dæmdu. Þar á bæ hefur verið unnið af fag- mennsku í ræktunarstarfinu um árabil svo bændur þar voru vel að sigrinum komnir. Síðan völdu gestir glæsilegasta folaldið en það var Galdur frá Heiðargarði sem varð fyrir valinu. Folaldasýningin er árlegur við- burður og hefur áhugafólk um hestamennsku alltaf gaman af að sjá fallega gripi koma inn í ræktunina. Folaldasýning í Saltvík Morgunblaðið/Atli Vigfússon Bændur á Litlu-Reykjum Ánægðir með árangurinn í Saltvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.