Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 RÁÐGERT er að sameina bráða- móttökur Landspítala háskólasjúkrahúss sem nú eru tvær. Móttakan við Hring- braut hefur sinnt þeim sem finna til ákafra brjóstverkja sem oft stafa af hjartasjúkdómum en slysadeildin í Fossvogi slysum og óhöppum. Læknar og annað starfslið bráðamóttökunnar á Hringbraut hafa efast um þessa hagræðingu. Ásgeir Jónsson hjartasérfræðingur dró upp ágæta mynd af því í grein hér í blaðinu á dögunum og vil ég gjarnan leggja orð í belg. Hugsanlega geta sparast pen- ingar við að reka sameinaða deild enda er markmið sameiningarinnar „að auka skilvirkni í þjónustu og ná fram hagræðingu í launa- og rekstrarkostnaði,“ segir í erind- isbréfi starfshóps sem kannar mál- ið. Spyrja má hver sparnaðurinn verður ef kostnaður verður meiri við meðferð sjúklinga sem fá ekki hina sérhæfðu meðferð strax, þ.e. vegna þess að þeir verða fyrst fluttir í Fossvog til greiningar og síðan sendir þaðan til dæmis á hjartadeild á Hringbraut. Þá hafa liðið dýrmætar 30-60 mínútur sem þýðir í tilviki hjartasjúklings að honum hrakar og lækning og með- ferð verður langvinnari og dýrari. Efasemdir um sparnað Nú er mér ekki ljóst hversu mikið spara á með því að sameina þessar móttökur og það verð- ur aldrei annað en áætlun. Það verður heldur aldrei annað en áætlun að reyna að grafa upp hvaða við- bótarkostnaður hlýst af þeirri töf sem verð- ur á meðferð vegna þess að flytja þarf sjúkling í skyndingu úr Fossvogi á Hring- braut. Það er að vísu huggun harmi gegn að í þessu verkefni á hópurinn að „gera ráð- stafanir til að öryggi sjúklinga og þjónusta við þá sé tryggð og skerðist ekki við breytingarnar,“ svo kannski eru þetta óþarfa áhyggjur. Ég get talað út frá eigin reynslu af bráðri kransæðaþrengingu á síðasta ári. Sjúkraflutningamenn hófu forgreiningu heima og í sjúkrabílnum sem brunaði beint á Hringbrautina. Þeir vissu alveg að ég átti ekkert erindi í Fossvoginn. (Konan mín gleypti hins vegar einu sinni ýsubein sem vildi ekki fara rétta leið og þá var eina vitið að fá sérhæfða þjónustu á bráða- deildinni í Fossvogi. Það hefði eng- inn getað leyst það á brjóstverkja- deildinni!) Á bráðamóttökunni var kransæðaþrenging staðfest og ljóst að hafa varð hraðar hendur. Bak- vaktarteymið, sem er til taks allan sólarhringinn alla daga ársins, var kallað út, stíflan löguð og ég komst til verka eftir fáeinar vikur. Eft- irfylgdin felst í að borða þokkalega hollt, reyna reglulega á sig undir aga í HL-stöðinni og víðar og nota nokkur lyf til hjálpar. Töf þýðir kostnaður Hefði meðferðin tafist um 30-60 mínútur eða meira væri afleiðingin líklega mun lengri fjarvera frá vinnu, hærri endurhæfingarkostn- aður og meiri lyf. Sá kostnaður myndi að vísu ekki lenda á spít- alanum og því má honum kannski vera sama. Þetta er þó allt skatt- peningur ef við horfum á hlutina í stærra samhengi. Og það hlýtur stóri bróðir á Alþingi að geta gert þegar hann útdeilir gæðunum; hann hefur yfirsýnina og veit vel að sparnaður hér getur þýtt út- gjöld þar – og hver er þá ávinning- urinn? Hagræðing, skilvirkni og nýtni eru lykilorð nútímans og þau eiga alltaf við. Getur verið að við horf- um of oft til skammtímaávinnings þegar hagræðing stendur fyrir dyrum? Getur verið að hagræðing felist stundum í sérhæfingu? Í það minnsta er ljóst að það yrði aft- urför ef bráðamóttöku við Hring- braut yrði lokað. Viðbragðstími vegna tiltekinna sjúkdóma myndi lengjast með þeim afleiðingum sem hér var lýst. Höldum því sérhæfingunni og bakvöktunum á brjóstverkja- móttökunni í stað þess að stíga skref afturábak. Bráð kransæðavíkkun er sérhæfing sem borgar sig Jóhannes Tómasson skrifar um bráð- nauðsynlega þjón- ustu í heilbrigð- iskerfinu »Höldum því sérhæf- ingunni og bakvökt- unum á brjóstverkja- móttökunni í stað þess að stíga skref afturá- bak. Jóhannes Tómasson Höfundur er upplýsingafulltrúi. EITT helsta aðdrátt- arafl hafnarborga eru gömlu hafnarsvæðin. Þegar við heimsækjum til dæmis höfuðborgir annarra norrænna ríkja hafa gömlu hafnirnar þar oftar en ekki mesta aðdráttaraflið með iðandi mannlífi, skipum, bátum og söguminjum. Allar þessar borgir hafa tekið stórkostleg- um breytingum á undanförnum árum með það að markmiði að efla starf- semi á gömlum hafnarsvæðum og tengja miðborgarlífið sjónum og höfnunum þannig að úr yrði fjöl- skrúðug heild mannlífs og athafna. Við hljótum að spyrja okkur að því hvort hægt sé að gera slíkt hið sama í Reykjavík og færa út kvíar miðborg- arsvæðisins þannig að gamla höfnin verði hluti líflegrar borgarheildar sem við sækjumst eftir að skapa. Endalausir möguleikar Gamla höfnin í Reykjavík var um aldir sjálft „Íslandshliðið“ gagnvart umheiminum þar sem um fór stærsti hluti flutnings til og frá landinu, hvort sem í hlut áttu farþegar eða vörur. Hún var jafnframt umsvifamesta fiskihöfn landsins og er það reyndar enn. Tímarnir eru hins vegar breyttir og vöruflutningar komnir í Sunda- höfn. Blómleg útgerð og fiskvinnsla er samt enn stunduð í vesturhluta gömlu hafnarinnar en þar hefur önn- ur starfsemi orðið umsvifameiri und- anfarin ár og tengist skemmti- ferðaskipum, hvalaskoðun og annarri útgerð vegna ferðaþjónustu. Sjó- minjasafn var opnað fyrir fáeinum ár- um og varðskipið Óðinn og drátt- arbáturinn Magni eru við safnabryggjuna þar úti fyrir. Ásýnd svæðisins er enn að taka breytingum. Tónlistar- og ráðstefnu- húsið rís og stefnt er að uppbyggingu nærliggjandi lóða sem fyrst og íbúða- byggð þar sem Slippurinn er við Mýr- argötu. Örfirisey, sem upprunalega var eyja tengd við land með rifi, er þegar orðin mikilvægt verslunar-, fiskverkunar- og útgerðarsvæði og nýtingar- og þróun- armöguleikar eru í raun óendanlegir. Lumar þú á hug- mynd? Stjórn Faxaflóa- hafna ákvað að kalla eftir hugmyndum fag- fólks og almennings um skipulag gömlu hafnarinnar og gefa þannig öllum sem vilja færi á að hafa áhrif á hvernig þetta mikilvæga og sögulega svæði höfuðborgarinnar þróast á næstu árum og áratugum. Hún ætlar, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands, að efna til hugmyndasamkeppni þar sem ann- ars vegar fagfólk og hins vegar allir aðrir áhugamenn um málefnið, geta skilað tillögum. Fagfólkið skilar sín- um hugmyndum með hefðbundnu sniði en hinir hafa frjálsari hendur og geta þess vegna tjáð sig í bundnu máli ef þeim sýnist svo! Nánari upp- lýsingar um hugmyndasamkeppnina er að finna á faxafloahafnir.is. Einhverjum kann að þykja sér- kennilegt að stofna til samkeppni af þessu tagi á tímum stórfellds sam- dráttar í efnahagslífinu en því er til að svara að nú er einmitt lag! Stöðn- unarskeiðið gefur okkur ráðrúm til að hugsa og ígrunda ýmsa hluti betur en ella. Nú er sem sagt tækifæri til að horfa á einstaka þætti í nýju ljósi og heildarmyndina alla. Hugmynda- samkeppnin er jafnframt skýr skila- boð um að landsmenn skuli horfa bjartsýnir fram á veginn og búa sig undir viðreisn efnahagslífsins með spennandi hugmyndum um hvert beri að stefna varðandi gömlu höfnina og lifandi tengsl hennar við sjálfa höf- uðborgina, Reykjavík. Gamla höfnin fái þann sess sem henni ber Júlíus Vífill Ingvars- son segir frá fyr- irhugaðri hug- myndasamkeppni um skipulag gömlu hafnarinnar Júlíus Vífill Ingvarsson » Stjórn Faxaflóa- hafna ákvað að kalla eftir hugmyndum fag- fólks og almennings um skipulag gömlu hafn- arinnar... Höfundur er formaður stjórnar Faxaflóahafna sf. Gamla höfnin Hugmyndasamkeppnin tekur yfir það svæði sem er norðan bláu línunnar en þátttakendur geta einnig komið með tillögur sem varða aðliggjandi byggð. JAKOB Björnsson hefur skrifað árum saman svo tugum skiptir nokkurn veg- inn sömu greinina í Morgunblaðið þess efnis að það sé skylda Íslendinga að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir lofts- lagsbreytingar með því að virkja sundur og saman alla þá orku sem virkjanleg er á Íslandi og selja hana álverum. Jakob hefur sveipað greinar sínar ljóma hins víðsýna manns sem lítur yfir málin af sjón- arhóli heimsins en ekki af þröngum sjónarhóli einstaks lands. Ein helsta röksemd hans hefur verið sú að Íslendingar hafi virkjað miklu minni hluta af virkjanlegri orku landsins en aðrar þjóðir. Í máli Jak- obs heitir það að vera „eftirbátur“ annarra þjóða. Í síðustu grein sinni birtir Jakob tölur sem eiga að sýna að Íslendingar séu miklir eftirbátar annarra Norð- urlandaþjóða í að virkja vatnsafl. Hann nefnir sem dæmi að Norðmenn hafi virkjað 72,8% af vatnsorku Noregs en Íslendingar aðeins 15,9% af vatns- orku Íslands. Af þess- um málflutningi má ráða að næsta skref á mælikvarða Norður- landanna ætti að verða það að Íslendingar virkjuðu að minnsta kosti þau 56,9% vatnsorku landsins sem þarf til þess að ná sömu hlut- fallstölu og Norðmenn. Síðan ættu báðar þjóðirnar væntanlega að halda áfram og virkja allt sem virkjanlegt er. Þessi röksemda- færsla Jakobs sýnir hvernig hægt er með prósentureikningi að fá út næstum hvaða útkomu sem vera skal ef sjónarhornið er nógu þröngt. Prósentutölurnar eru nefni- lega fengnar sem hlutfall af tveimur gerólíkum stærðum. Efnahagslega virkjanlegt vatnsafl Noregs er fjór- falt meira en virkjanlegt vatnsafl Íslands. Jakob var einu sinni orku- málastjóri á Íslandi. Hvað myndi orkumálastjóri í sameinuðu ríki Norðurlandanna gera? Jú, hann myndi ekki nota þröngsýnan pró- sentureikning Jakobs heldur horfa á hið óvirkjaða vatnsafl af víðum sjónarhóli allra Norðurlandanna og sjá að í Noregi á eftir að virkja 45 teravattstundir af 160 en á Íslandi á eftir að virkja 34 teravattstundir af 40. Orkumálastjórinn myndi að sjálfsögðu forgangsraða virkjunum með tilliti til umhverfisáhrifa og ná- lægðar við markað. Hann myndi sjá að vatnsafl Noregs og ný álver þar yrðu miklu nær markaðnum en vatnsafl Íslands og álver á Íslandi. Hann myndi líka sjá að norska vatnsorkan er óumdeilanlega hrein og endurnýjanleg, fengin úr tærum ám með engu aurseti í miðl- unarlónum en íslensku jökulár fylltu hins vegar miðlunarlónin með aurseti. En síðast en ekki síst myndi hann sjá að á Íslandi myndu virkjanirnar umturna ósnortnum svæðum, sem teljast hluti af einu af helstu undrum veraldar, en það er nokkuð sem hvorki norska hálendið né sjálfur hinn óvirkjaði Yellow- stone þjóðgarður í Bandaríkjunum geta státað af. Ef norrænum orku- málastjóra yrði skipað að virkja, myndi hann virkja fyrst í Noregi og síðast á Íslandi ef hann hugsaði eins og Jakob Björnsson. En slík hugsun yrði hins vegar fjarri hon- um því að í Noregi og á öðrum Norðurlöndum utan Íslands er búið að slá því föstu að tími nýrra vatns- aflsvirkjana sé liðinn. Ég hef í níu ferðum um mestallt hálendi Noregs skoðað þau virkjanasvæði sem þar eru ónotuð og hika ekki við að segja að virkjanir þar myndu aðeins valda broti af þeim spjöllum sem drauma- virkjanir Jakobs Björnssonar myndu valda á Íslandi. Gömul og aflögð virkjanagleði bræðraþjóða okkar lifir illu heilli góðu lífi á Ís- landi, því landi sem síst skyldi. Tími nýrra vatnsaflsvirkjana á Norðurlöndum er liðinn Ómar Ragnarsson » Álíka mikið vatnsafl er óvirkjað í Noregi og á Íslandi. Á Íslandi valda virkjanir hins veg- ar margfalt meiri óaft- urkræfum spjöllum. Ómar Ragnarsson Höfundur er formaður Íslandshreyf- ingarinnar – lifandi lands. EFNAHAGSLÖGSAGA á hafinu kringum Ísland nær 200 sjómílur út frá annesjum og telst vera 758 þúsund ferkíló- metrar. Af áætluðum 323 þús- undum íbúa árið 2009 koma því 2,347 ferkílómetrar handa hverj- um þeirra. Efnahagslögsaga Evrópusam- bandsins er sjö sinnum stærri, 5,3 milljónir ferkílómetra. Þar búa um 380 milljónir manna sem svarar til 0,014 ferkílómetra á hvern íbúa. Þetta má ráða af Almanaki fyrir Ísland og grein á netinu, EEZ in Europe eftir Ju- an Luis Suárez de Vivero, pró- fessor í háskólanum í Seville. Ef Evrópusambandið næði undir sig íslensku efnahags- lögsögunni, þýddi það 14% stækkun hennar fyrir hvern íbúa. Íslendingar fengju hins vegar smækkun síns hlutar um 99,3% á hvern íbúa. Er nema von að einhverjir hjá ESB hygg- ist nota efnahagshrunið á Íslandi til að ná því undir vængi sína? Páll Bergþórsson Efnahagslögsaga Íslands og Evrópusambansins Höfundur er fv. veðurstofustjóri. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.