Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRNVÖLD í Moskvu hafa leit- að til Breta um sérfræðiaðstoð vegna fjármálakreppunnar sem verður æ alvarlegri í Rússlandi eins og víðar í heiminum. Að sögn The Guardian kom hópur banka- manna hjá Credit Suisse- bankanum til borgarinnar í liðinni viku og vildu Rússar fá að vita hvernig Bretar hefðu tekið á mál- um Royal Bank of Scotland. Um- ræddir bankasérfræðingar veittu breskum stjórnvöldum ráðgjöf vegna yfirvofandi hruns bankans en ríkið á nú 70% hlut í honum. Ólígarkar biðjast vægðar Chris Weafer, sem vinnur hjá rússneska fjármálafyrirtækinu Úralsíb, fullyrðir að rússnesk stjórnvöld hafi sett til hliðar 280 milljarða dollara sem nota eigi til að efla innlenda banka. Ólígarkarnir svonefndu, auðkýf- ingar sem stórauðguðust á einka- væðingunni í Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna 1991, ramba nú margir á barmi gjaldþrots vegna skulda, að sögn The New York Times. Þeir reka mörg af stærstu fyrirtækjum landsins en margir selja nú einkaþotur, snekkjur og hallir til að afla fjár. Sumir ólígarkanna hafa verið varkárir og fjárfest mikið erlendis. En fyrirtæki flestra í Rússlandi hafa mörg átt í miklum erfiðleikum frá því að fjármálakreppan hófst á liðnu ári. Stjórnvöld komu þeim í fyrstu til hjálpar með skamm- tímalánum til að afstýra því að fyr- irtækin kæmust í hendur útlend- inga. Nú er aftur komið að skuldadögum og útlit er fyrir að fyrirtækin lendi í vanskilum, verði jafnvel þjóðnýtt. Nokkrir örvæntingarfullir ólíg- arkar í málmgeiranum fóru á fund Dímítrís Medvedevs forseta og buðust til þess að sameina fyr- irtækin í risa-samsteypu undir yf- irstjórn ríkisins ef ríkið legði fram fé til að greiða erlendar skuldir. Búa sig undir bankakreppu Rússneskir ólígarkar vilja fá ríkið til að hjálpa sér og stjórnvöld í Moskvu kynna sér stefnu Breta í málefnum banka sem ríkið hefur stutt með fé Reuters Vandamál Forseti Rússlands, Dímítrí Medvedev, og Ígor Setsín aðstoð- arforsætisráðherra ræðast við. Efnahagurinn gæti hafa verið á dagskrá. FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HÁLF öld er liðin í dag frá því að þjóðin á Þaki heimsins, Tíbetar, hóf örvæntingarfulla uppreisn gegn Kínverjum sem lögðu landið undir sig 1949-1950. Uppreisnin var kæfð í blóði, þúsundum klaustra eytt og reynt var að drekkja menningu Tíb- eta með innflutningi milljóna Kín- verja. Nokkrum dögum eftir upp- reisnina flúði hinn ungi Dalai Lama, andlegur leiðtogi 6-7 milljóna Tíb- eta, með nokkur þúsund stuðnings- mönnum yfir Himalajafjöllin til Ind- lands og hefur síðan verið í útlegð. Hu Jintao, forseti Kína, sagði í gær að „sæmilegur stöðugleiki“ og ró ríktu í Tíbet. „Við ættum að byggja traustan múr til að verjast aðskilnaðarsinnum, treysta einingu ættjarðarinnar og þróa Tíbet frá sæmilegum stöðugleika yfir í var- anlegan stöðugleika.“ Stjórnvöld í Peking óttast greini- lega mótmæli í dag „vegna þess að búast má við spellvirkjum af hendi Dalai-Lama-klíkunnar“ en Kínverj- ar staðhæfa að leiðtoginn og útsend- arar hans æsi stöðugt til ofbeldis. Tugir eða hundruð manna, þ. á m. nokkrir Kínverjar, létu lífið í óeirð- um í Lhasa, höfuðborg Tíbets, og víðar fyrir ári þegar minnst var upp- reisnarinnar misheppnuðu. Samtökin Alþjóðabarátta fyrir Tíbet, ICT, sögðu í fréttatilkynningu í gær að enn væri saknað um 1.200 tíbetskra búddamunka eftir átökin í fyrra. Beitt hafi verið hrottalegum pyntingum til að berja niður upp- reisnina. Alls hafi nokkur hundruð þúsund Tíbetar látið lífið af völdum hernáms Kínverja síðan 1950. Mikill viðbúnaður hersins Herinn hefur mikinn viðbúnað við þekkt Búddamusteri í Tíbet og grannhéruðunum en einkum í Lhasa, þar sem talið er að rúmur helmingur íbúanna sé nú Kínverjar. Sjónarvottar segja að víða hafi vopn- aðir lögreglumenn komið sér fyrir á húsaþökum, farsímaþjónusta hefur verið heft og sama er að segja um netsamband. Tveir bílar voru sprengdir í Qinghai-héraði í gær eft- ir átök lögreglu og fólks á staðnum en þar býr mikið af Tíbetum. Enginn mun þó hafa særst. Eru upptökin sögð hafa verið þau að lögreglan stöðvaði vörubíl með timburfarm vegna öryggiseftirlits. Erfitt er að fá traustar fréttir af atburðum á svæðinu þar sem erlend- ir fréttamenn fá aðeins takmarkaðan aðgang og erlendir ferðamenn mega ekki vera í Tíbet í marsmánuði. Uppreisn og flótti 1959  Kínverski herinn beitti mikilli grimmd gegn fátækum Tíbetum 1959  Tíbetskum menningarverðmætum tortímt og áhersla á innflutning Kínverja Reuters Valdið Hermenn ganga fram hjá munki í Lhasa, höfuðborg Tíbets. STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu hafa sett herinn í viðbragðsstöðu vegna sameiginlegra heræfinga Suður-Kóreumanna og Bandaríkja- manna á næstu dögum. Æfingin sé hættuleg ögrun. Norður-Kóreumenn segja einnig að ef reynt verði að skjóta niður gervitungl sem þeir hyggjast senda á loft muni þeir svara með stríði. Um friðsamlega vísindatilraun sé að ræða. En S-Kóreumenn og Bandaríkjamenn telja að yfirvöld í N-Kóreu ætli í reynd að gera til- raunir með langdræg flugskeyti og það sé aðeins yfirvarp að þeir und- irbúi geimskot. N-kóresk stjórnvöld sögðu fyrir helgi að þau gætu ekki tryggt ör- yggi farþegaflugs við austurströnd- ina vegna stríðshættu. kjon@mbl.is N-Kóreu- menn hvassyrtir ÚTFLUTNINGUR Japana í janúar var nær helmingi minni en á sama tíma 2008 og viðskiptahallinn var 172,8 milljarðar jena eða um 1,8 milljarðar dollara. Er þetta í fyrsta sinn í 13 ár sem halli verð- ur á utanríkisviðskiptunum. Hagkerfi Japana er næststærst í heiminum á eftir því bandaríska. Spurn eftir bílum og öðrum jap- önskum vörum á alþjóðamörk- uðum hefur minnkað mjög, ekki síst í Bandaríkjunum. Toyota- verksmiðjurnar gera ráð fyrir rekstrartapi í fyrsta sinn í 70 ár. kjon@mbl.is Viðskipti Jap- ana í mínus GUNILLA Carls- son, ráðherra þróunaraðstoðar í Svíþjóð, segir að Svíar muni hætta fjárstuðn- ingi við sumar af stofnunum Sam- einuðu þjóðanna, nema fallist verði á kröfu þeirra um aukin áhrif á það hvernig fénu sé varið. Meðal stofnananna eru Landbúnaðar- og matvælastofnun SÞ, FAO, sem Carlsson segir afar þunglamalega og óskilvirka. kjon@mbl.is Gagnrýna stofnanir SÞ Gunilla Carlsson Hvað vilja Tíbetar? Dalai Lama hefur á seinni árum slak- að mjög á sjálfstæðiskröfum sínum. Hann sættir sig nú við að Tíbetar fái aðeins sjálfstjórn í eigin málum. En Kínverjar fullyrða að söguleg gögn, sem túlka má á ýmsa vegu, sanni yf- irráðarétt þeirra í Tíbet. Hve stórt er Tíbet? Umdeilt er hvar mörkin milli Kína og Tíbets séu. En auk þess að vera í meirihluta í sjálfu Tíbet búa milljónir Tíbeta í nálægum héruðum. Alls ná þessi svæði yfir nærri fjórðung alls landsvæðis Kínverska alþýðulýðveld- isins. S&S INDVERSK skólabörn fagna vorinu af innlifun á indversku Holi-hátíðinni sem einnig er nefnd Há- tíð litanna. Hátíðin er vinsæll viðburður meðal hindúa á Indlandi sem víðar og nýtur mikilla vin- sælda meðal barna ekki síst vegna þess að gleðin er höfð í hávegum auk þess sem daglegar sið- venjur eru lagðar á hilluna. Þá er komu vorsins m.a. fagnað með því að lituðu dufti og vatni er hellt á náungann. jmv@mbl.is AP Vorinu fagnað með litum STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Afganistan efast um að hægt verði að telja „hófsama“ liðsmenn talíbana á að ganga til liðs við stjórn Hamids Karzais forseta en Bandaríkjastjórn styður slíkar hugmyndir. Karzai hefur fagnað stefnubreytingu Bandaríkjamanna en keppinautar hans um völdin í Kabúl segja að stjórn Karzais sé of veik og spillt til að ná árangri í viðleitni af þessu tagi. „Ég veit ekki um neina friðarsókn sem hefur borið árangur þar sem samningsstaða [stjórnvalda] var veik eða þrátefli ríkti,“ segir Ashraf Ghani, fyrrverandi fjármálaráð- herra. Hann keppir um forsetaemb- ættið við Karzai í ágúst. Talíbanaleiðtoginn Qari Yusuf Ah- madi sagði að ekki myndi takast að kljúfa hreyfinguna, stefnubreyting Bandaríkjamanna stafaði af því að þeir væru orðnir „þreyttir og áhyggjufullir“. kjon@mbl.is Efasemdir um styrk Karzais

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.