Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 20
20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is H ugmyndin á bak við fundina er að koma til móts við stöðuna í þjóðfélaginu,“ segir Hrafndís Tekla Pét- ursdóttir sálfræðingur hjá Foreldra- húsi. „Það hefur verið gífurleg streita á fjölskyldum sem bitnar á börnum og unglingum og við fáumst mikið við börn og unglinga sem sýna áhættuhegðun en allt þetta umrót sem hefur verið í þjóðfélaginu getur ýtt undir vissa áhættuhegðun sem er til staðar hjá börnunum.“ Á ekki að vera lúxus að leita sér aðstoðar Hrafndís segir mörg börn og ung- linga þurfa stöðugan ramma og rút- ínu en nú hafi komið los á þennan stöðugleika hjá mörgum fjöl- skyldum, t.d. þegar foreldrar missa vinnuna. „Það þykir núorðið vera lúxus að leita sér aðstoðar en þannig á það ekki að vera. Við komum til móts við þessar fjölskyldur með því að bjóða þeim þetta að kostn- aðarlausu og markmiðið er að gefa ráðgjöf og fræðslu, leiðbeina fólki um hvaða úrræði eru í boði og hvort vandi sé fyrir hendi eða ekki.“ Hrafndís segir foreldra oft gruna að vandamál séu fyrir hendi en viti ekki nákvæmlega hvernig eigi að taka á þeim. Margir voni að um sé að ræða tímabundin vandræði sem gangi yfir um leið og efnahags- ástandið lagist en vanlíðan barna sést yfirleitt í hegðun þeirra. Hjá unglingum sé yfirleitt meiri aðdrag- andi og geti ráðgjafar hjá Foreldra- húsi boðið foreldrum úrræði við vandamálunum og hjálpað þeim að greina hvort meira búi að baki en bara áhyggjur af kreppunni. Setja vandamálin til hliðar Hrafndís segir að neysla áfengis hafi færst í aukana síðastliðna mán- uði jafnt hjá unglingum sem full- orðnum. Þá séu merki um að meira marijúana sé neytt og að heimilis- ofbeldi hafi aukist sem bitni á börn- unum á heimilinu. Þetta breyti hegð- un einstaklinga og geti breytt samskiptunum á heimilunum til hins verra. „Það sem hefur einnig breyst er að foreldrar eru margir hverjir svo óöruggir um hvort þeir haldi vinnunni eða ekki að þeir hugsa að- allega um að komast af. Þeir setja alla sína orku í það en setja um leið sjálfa sig og önnur vandamál sín til hliðar. Þeir hafa kannski verið á leið- inni að leita hjálpar með barnið en hafa ekki orku í það núna,“ segir Hrafndís. Hún segir einnig marga foreldra ungra barna óvissa um hversu mikið eigi að segja börn- unum frá kreppunni en um það er m.a. fjallað á fundunum. „Börnin heyra þetta alls staðar. Kreppan er stöðugt í fjölmiðlum og foreldrarnir eru límdir við tækin. Börnin finna fyrir óöryggi og þeim líður mjög illa. Þau hugsa oft svart og hvítt og ótt- ast að fjölskyldan muni missa húsið eða ekki hafa efni á mat. Margir for- eldrar vita ekki hversu mikið þeir eiga að segja börnunum sínum en það er auðvitað nauðsynlegt að tala við þau því þau vilja vita en vita ekki nákvæmlega um hvað þau eiga að spyrja.“ Gott að kanna stöðuna Hrafndís segir jafnt foreldra sem börn og unglinga getað leitað til Foreldrahúss til að fá aðstoð. „Við skoðum hvað getur virkað fyrir ein- staklinginn. Fólk veit stundum ekki hvert það á að leita og við gefum ráð- gjöf um hvað er í boði hjá okkur í Foreldrahúsi og líka annars staðar. Það er margt gott í boði í þjóðfélag- inu en maður þarf að vita hvar á að leita og hvað hentar hverjum og ein- um.“ Hrafndís segir gott fyrir foreldra að grípa inn í og kanna stöðuna gruni þá að barn þeirra eigi við vandamál að stríða. Þeir þekki börn- in best og eigi að fylgja eðlisávísun sinni. „Það þarf að grípa inn í áður en vandinn verður of stór. Því stærri sem hann er orðinn því erfiðara er að leysa hann.“ Bjóða úrræði fyrir börn í vanda Morgunblaðið/Heiddi Áhættuhegðun Hrafndís Tekla Pétursdóttir, sálfræðingur hjá Foreldrahúsi, segir los hafa komið á rútínu margra fjölskyldna eftir að kreppan skall á. Slíkt rót getur ýtt undir áhættuhegðun hjá börnum og unglingum.  Efnahagsástandið hefur valdið streitu hjá fjölskyldum sem getur bitnað á börnum og unglingum  Umrótið sem fylgir ástandinu getur ýtt undir vissa áhættuhegðun hjá sama aldurshópi Síðdegis alla miðviku- daga eru haldnir opnir fundir í Foreldrahúsi þar sem hægt er að fá fræðslu og kynningu um úrræði fyrir börn í vanda í kreppunni. Hvað er Foreldrahús? Foreldrahúsið var stofnað árið 2002 af foreldrasamtökunum Vímulaus æska. Þar er haldið utan um stuðn- ingshópa fyrir foreldra sem eiga börn eða unglinga í vanda og þá sem eiga unglinga sem eru í eða hafa lok- ið formlegri meðferð. Foreldrahús er í Borgartúni 6. Hvað er áhættuhegðun? Að sögn Hrafndísar er það sú hegð- un sem hefur neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinginn og tengist oft því að skaða sig og sitt umhverfi. Hjá unglingum eru það t.d. hegðunarerfiðleikar, þegar þeir skrópa í skóla og byrja að fikta við áfengi og önnur vímuefni. Hvernig fara fundirnir í Foreldrahúsi fram? Fundirnir eru þrískiptir. Fyrst er fræðsla um áhættuhegðun unglinga (hegðunar-, áfengis- og/eða vímu- efnavandi), samskipti á heimili (regl- ur, mörk, agi) og vanlíðan barna (þunglyndi eða kvíði). Því næst er boðið upp á ráðgjöf um þau úrræði sem eru í boði, hvort heldur sem er í Foreldrahúsi eða annars staðar. Að lokum fara fram umræður þar sem fyrirspurnum er svarað undir leið- sögn sálfræðings. S&S Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Y firkennari framhalds- skóla í Bretlandi beitir sér nú fyrir því að fyrstu kennslustund nemenda á táningsaldri verði seinkað um tvær klukkustundir á morgnana til að bæta námsárangur þeirra. Ástæðan er sú að rannsóknir benda til þess að unglingsheilinn sé morgunsvæfari en eldri heilar og lík- amsklukka unglinga sé u.þ.b. tveimur klukkustundum seinni en þeirra sem eldri eru. Paul Kelly, yfirkennari í North Tyneside, segir að með því að neyða unglinga til að mæta eldsnemma í skóla á morgnana sé verið að búa til „dauðyfli“ í skólastofunum. Kelly segir rannsóknir benda til þess að námsárangur unglinga stór- batni ef skóladeginum er seinkað þannig að kennsla hefjist klukkan ell- efu á morgnana, að því er fram kem- ur á fréttavef BBC. Yfirkennarinn skírskotar til minn- isprófa sem Russell Foster, prófess- or í taugavísindum við Oxford- háskóla, lagði fyrir nemendur fram- haldsskólans. Niðurstöður minnisprófanna benda til þess að heilar nemendanna starfi betur síð- degis en á morgnana. Þurfa níu tíma svefn Margir foreldrar kannast við það hversu erfitt það getur verið að koma unglingum á fætur á morgnana, eink- um þegar þeir þurfa að mæta í skól- ann. Ekki tekur betra við þegar þeir dröslast fram úr rúminu, úrillir og uppstökkir, hreyta út úr sér orðum sem þeir sjá síðan eftir. Ástæðan mun ekki vera sú að ung- lingarnir séu einfaldlega að gera upp- reisn eða séu bara húðlatar dek- urskjóður. Vísindamenn telja að börn og unglingar á aldrinum 10-20 ára þurfi að sofa lengur en þau sem eldri eru, eða í u.þ.b. níu klukkustundir. Þar að auki sé líkamsklukka unglinga tveimur tímum seinni, hugsanlega vegna hormónastarfseminnar. Færri skrópa Rannsókn á svefnvenjum unglinga í Ástralíu bendir til þess að unglingar sofi að jafnaði einni klukkustund og 17 mínútum skemur á skóladögum en þegar þeir eru í fríi, að sögn The Daily Telegraph. Breski svefnvísindamaðurinn Neil Stanley segir að ekki sé vitað hvers vegna unglingar þurfi að sofa lengur og hneigist til þess að vaka lengi fram eftir. Hann getur sér þess til að þetta megi rekja til umróts unglings- áranna, líkamsbreytinga, álags vegna prófa og vandamála sem tengjast stökkinu inn í heim fullorðna fólksins. BBC hefur einnig eftir Jim Horne, forstöðumanni Svefnrannsóknastofn- unar Loughborough-háskóla, að ástæðurnar séu ekki aðeins líf- fræðilegar. „Heilinn gengur í gegn- um dálitla endurskipulagningu á kynþroskaskeiðinu og svefninn gefur heilanum tækifæri til að end- urskipuleggja sig.“ Horne bætir við að seinkun líkamsklukku unglinga megi e.t.v. einnig rekja til félagslegra þátta. Foster prófessor segir að náms- árangur nemenda hafi batnað í þýsk- um og bandarískum skólum, sem hafa seinkað skóladeginum, auk þess sem dregið hafi úr skrópi. Kelley yf- irkennari tekur í sama streng og seg- ir að þegar unglingar séu neyddir til að fara snemma á fætur verði þeir úrillari, uppstökkari og daprari, auk þess sem þeir hneigist frekar til að þyngjast og verði móttækilegri fyrir sjúkdómum. Skólanemar fái að sofa út Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunsvæfir Rannsóknir benda til þess að það henti alls ekki ungum heilum að vakna eldsnemma á morgnana. Námsárangur unglinga batnar ef skóladeginum er seinkað um tvo tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.