Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 21
Daglegt líf 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009
M
b
l1
08
82
28
Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Glæsilegar
NÝJAR VÖRUR
Kvenfatnaður
Öskudagur á sér átján bræður, segir
þjóðtrúin. Hún virðist ætla að ganga
eftir hér á Þórshöfn því vonskuveður
var á öskudag með snjókomu og
norðanátt en veður hefur verið svip-
að síðan þá. Aflýsa þurfti skemmti-
kvöldi vegna veðurs og ófærðar um
helgina en síðustu daga hefur mikið
snjóað hér.
Grásleppukarlar hafa verið að und-
irbúa sig fyrir úthaldið en í dag, 10.
mars, er fyrsti dagur grásleppu-
vertíðar. Á Þórshöfn verður svip-
aður fjöldi grásleppubáta og í fyrra-
vor eða átta til níu bátar. Einn
útgerðarmaðurinn, hinn rótgróni
Langnesingur Sæmundur Ein-
arsson, hefur alið allan sinn starfs-
aldur á sjó og gerir nú út tvo báta á
vertíðinni, sína 50 dagana á hvorn
gaf kost á sér í prófkjör á vegum
Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur
fram á heimasíðu Langanesbyggðar,
ásamt því að þessi ákvörðun er í
mikilli andstöðu við vilja minnihlut-
ans í sveitarstjórn. Aðspurður sagði
oddviti sveitarstjórnar að auglýst
yrði eftir nýjum sveitarstjóra á
næstunni. Staðgengill sveitarstjóra
gegnir nú störfum en hann starfar á
skrifstofu sveitarfélagsins á Bakka-
firði, auk Þórshafnar núna. Fram-
undan eru stór mál í sveitarfélaginu
en Drekasvæðið og allt sem því
tengist skiptir byggðarlagið hér
miklu máli.
Tónlistarkennsla er aftur hafin við
grunnskólann á Þórshöfn en hún
hefur legið niðri þar sem kennara
hefur vantað á staðinn. Tónlistar-
kennari frá Eistlandi hefur nú verið
ráðinn til við skólann og segir skóla-
stjórinn aðsókn vera góða, þótt
kennarinn sé ekki íslenskumælandi.
Í athugun er svo hvort hann muni
einnig taka að sér undirleik og þjálf-
un hjá kirkjukórnum og skýrist það
innan tíðar.
bát. Hann segir söluhorfur góðar á
grásleppuhrognum og verðið vænt-
anlega þokkalegt. Vertíðin í fyrra
var góð, sagði hann, ekki ástæða til
að kvarta yfir henni. Veðurfar hefur
ekki verið hagstætt fyrir smábátana,
norðanáttin er slæm hérna. Þrír
smábátar hafa gert út á línu og
fiskast hefur sæmilega, þegar gefur
á sjó.
Rólegt hefur verið í loðnubræðsl-
unni, eins og um allt land, þar sem
vertíðin brást en menn binda vonir
við síld- og makrílveiðar í maí, að
sögn verksmiðjumanna. Samfelld
bolfiskvinnsla hefur verið í frysti-
húsinu og stöðug dagvinna. Atvinnu-
ástand í byggðarlaginu má teljast
gott á landsmælikvarða og ekki
margir á atvinnuleysisskrá, skv.
upplýsingum frá sveitarskrifstofu.
Í sveitarstjórnarmálum urðu þau
tíðindi að gengið var frá starfslokum
sveitarstjórans, Björns Ingimars-
sonar, sem hefur verið ákaflega far-
sæll í starfi, um það leyti sem hann
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Undirbúa bátana Sæmundur Einarsson grásleppukarl gerir sig kláran, en hann gerir út tvo grásleppubáta.
ÞÓRSHÖFN
Líney Sigurðardóttir fréttaritari
Hagyrðingurinn og skógar-bóndinn Hákon Aðalsteins-
son er fallinn frá. Það varð Birni
Ingólfssyni yrkisefni:
Óðar knerri ýtt úr vör,
upp í vindinn hiklaust beitt.
Siglir hátt í himnaför
hagyrðingur númer eitt.
Friðrik Steingrímsson bætti
við:
Undir herrans verndar væng
vært nú leggur höfuð þreytt.
Hefur vist á himnasæng
„hagyrðingur númer eitt.“
Þá Hallmundur Kristinsson:
Sínum degi sérhver mætir.
Sumu fá menn aldrei breytt,
en húmorinn á himnum bætir
hagyrðingur númer eitt.
Og Davíð Hjálmar Haraldsson:
Meðal okkar ekki sést hann lengur,
Austurland er breytt frá því sem var.
Himnastíga Hákon núna gengur,
hann mun rækta skóg og yrkja þar.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir:
Samdi hann með sínum hætti
sögu stöku og ljóðið snjallt.
Á heiminn ótal brosum bætti.
Bestu þakkir fyrir allt.
Pétur Stefánsson:
Þó margur í huga hryggist,
til huggunar þó ég finn;
svo lengi sem land vort byggist
lifa mun orðstír þinn.
Kristján Eiríksson:
Kyrrist um heiðar og hamrasal,
hægir á slætti veðra
þá hagyrðingur úr Hrafnkelsdal
hverfur til sinna feðra.
Loks Kristján Bersi Ólafsson „í
minningu þjóðskálds“:
Hákon var gulls ígildi
og gladdi unnendur ljóða.
En núna er skarð fyrir skildi
á skáldabekknum góða.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Hagyrðingur númer eitt
ÁBERANDI bleikur litur ein-
kenndi förðun sýningarstúlkna
belgíska hönnuðarins Veroni-
que Leroy sem kynnti tískulínu
sína fyrir komandi haust og
vetur á frönsku tískuvikunni
sem hófst í París um helgina.
Bleiki liturinn var líka mjög
áberandi á þeim flíkum sem
Leroy sýndi. Þó var sá svarti
einnig fyrirferðarmikill – eins
og dæmigert er fyrir vetrar-
tískuna ár hvert.Reuters
Bleikar varir
næsta vetur