Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Yfirtaka Fjár-málaeft-irlitsins á Straumi-Burðarási í gærmorgun er al- varlegt áfall fyrir það litla, sem eftir stóð af íslenzka fjármálakerf- inu. Með falli Straums má segja að alþjóðlegri banka- starfsemi Íslendinga sé lokið, að minnsta kosti í bili. Straumur hafði augljóslega ekki burði til að halda áfram óbreyttri starfsemi. Þrátt fyrir góða eiginfjárstöðu var lausafjárstaðan afleit. Hvorki eigendur fyrirtækisins, rík- issjóður né Seðlabankinn töldu réttlætanlegt að leggja bankanum til það tiltölulega litla fé, um 2,6 milljarða króna, sem vantaði upp á til að hann gæti staðið við skuld- bindingar sínar í bili. Stjórnendur Straums vildu að fyrirtækið yrði sett í greiðslustöðvun. Það hefði þýtt að kröfur innstæðueig- enda, þar á meðal Íbúðalána- sjóðs og lífeyrissjóða, hefðu verið jafnsettar kröfum ann- arra lánardrottna. Stjórnvöld tóku sömu afstöðu og þegar gripið var inn í rekstur hinna bankanna þriggja; að taka hagsmuni innstæðueigend- anna fram yfir hag lán- ardrottnanna. Það er skilj- anleg ákvörðun en þó ekki útlátalaus fyrir íslenzka hags- muni. Líklegt er að ríkissjóður fari ekki illa út úr falli Straums, þar sem eignir bankans geta dugað fyrir inn- stæðunum verði ekki rokið í að selja þær á brunaútsölu. Hins vegar mun sú ákvörð- un að beita neyðarlögunum á ný hleypa illu blóði í marga erlenda lánardrottna íslenzka bankakerfisins, sem voru nógu reiðir fyrir vegna beit- ingar þeirra í október. Að því leyti er yfirtaka Fjármálaeft- irlitsins á Straumi aðgerð, sem ekki er líkleg til að auka traust á íslenzku fjármálalífi til lengri tíma litið. Ef farin hefði verið hefð- bundin leið greiðslustöðvunar og gjaldþrotameðferðar, er ekki útilokað að erlendir kröfuhafar hefðu séð sér hag í því að taka yfir eignir bank- ans og halda rekstri hans áfram. Og hugsanlega er sú leið enn ekki útilokuð. Það er mikilvægt að á næstu dögum sýni stjórnvöld að þau hafi lært af þeim mis- tökum, sem voru gerð við yf- irtöku hinna bankanna og spili eins vel úr stöðunni og hægt er gagnvart hinum er- lendu kröfuhöfum. Sátt- argjörð við þá er ein forsenda þess að á Íslandi geti aftur þrifizt heilbrigt og eðlilegt fjármálalíf. Beiting neyðarlag- anna á ný hleypir illu blóði í erlenda kröfuhafa} Skrúfað fyrir Straum Óréttlætinu, semviðgengist hefur í skjóli skaða- bótalaganna, verð- ur að linna. Lögin eru bersýnilega meingölluð þegar hægt er að túlka þau á þann veg að fólk sé hneppt í gildru fátæktar eftir alvarleg slys. Í úttekt Silju Bjarkar Huldudóttur í Morgunblaðinu á sunnudag kom fram að tryggingafélögin eru orðin „bótaþegar“ almannatrygg- inga. Þau eiga að bæta fólki tjón eftir alvarleg slys, en svo gölluð eru lögin að allar þær greiðslur, sem hinn slasaði á rétt á frá almannatrygging- um til framtíðar, eru dregnar frá greiðslum tryggingafélag- anna. Barn sem slasast alvarlega og er metið til 100% örorku á rétt á 39 milljónum króna. Þar er miðað við lágmarks- laun, en ef miðað væri við meðallaun verkamanna ætti þessi greiðsla að nema 72,5 milljónum. En hún er aðeins 39 milljónir og frá henni drag- ast allar þær greiðslur sem barnið mun fá frá almannatrygg- ingum vegna ör- orku sinnar og eftir standa 24 milljónir. Sem duga barninu ekki einu sinni fyrir þeirri sérútbúnu íbúð, sem það þarf á að halda síðar meir, hvað þá að upphæðin geri barnið jafn- sett ófötluðum að öðru leyti. Þessa eingreiðslu trygg- ingafélags reynir fólk sjálf- sagt að ávaxta. En takist það, þá dragast fjármagnstekj- urnar frá örorkulífeyrinum frá Tryggingastofnun, sem þegar hafði verið dreginn frá greiðslu tryggingafélagsins! Þessi hringavitleysa má ekki halda áfram. Til allrar hamingju virðist allsherjar- nefnd Alþingis loks hafa áttað sig á alvöru málsins og for- maður hennar segir hægt að breyta lögunum á tveimur vikum, náist þverpólitísk sátt þar um. Ætlar einhver að standa í vegi fyrir slíkum breyt- ingum? Þessi hringavitleysa má ekki halda áfram}Óréttlætinu verður að linna P abbi getur ekki farið í vinnuna á morgun ef hann er að fara til guðs sagði fimm ára stúlka við mig á sunnudag. Hún og tólf ára bróðir hennar voru að missa föður sinn sem fékk heilablæðingu aðfaranótt sunnudags og var settur í öndunarvél, sem var tekin úr sambandi á sunnudagskvöld. Hann var 32 ára, hafði ekki kennt sér meins, harðduglegur, yndislegur pabbi. Fjölskyldan fluttist í Garðabæ fyrir réttum tveimur árum þar sem þau festu kaup á nota- legu húsi. Allt virtist ætla að ganga upp hjá þessari litlu fjölskyldu; stúlkan fékk strax inni á leikskóla og drengurinn sáttur í skólanum. Hjónin bæði í vinnu og þau að gera upp húsið sitt í Garðabæ. En svo kom mikill skellur sem kom illilega niður á þeim ásamt mörgum öðr- um í svipaðri stöðu í okkar landi: Myntkörfulán. Þegar þau seldu húsið sitt úti á landi og festu kaup á húsinu í Garðabæ tóku þau myntkörfulán til að brúa mismuninn og borga löngu tímabærar endurbætur á húsinu. Nú er staðan sú að ekkjan með tvö börn þarf að standa straum af láninu sem fyrir löngu er vaxið húsinu yfir höfuð ásamt því að þurfa að sjá sér og börnum sínum farborða. Hvað á fólk í þessari stöðu að gera? Svari því hver fyrir sig. En það gerðust aðrir hlutir á þessari nýliðnu helgi. Þeir seinni tíma afreksmenn, Sigurður Einarsson og Jón Ásgeir Jóhannesson létu fyrir sér fara í fjölmiðlum. Sig- urður tjáir sig um frétt í laugardagsblaði Morgunblaðs- ins þar sem fram kemur hvernig þeir öðlingar í Kaupþingi hjálpuðu vinum sínum, sem aug- ljóslega voru í mikilli fjárþröng, með aura til að geta haldið áfram að manúera eins og þeir voru búnir að leggja í vana sinn. Þetta voru reyndar ekki neinir smáaurar heldur 500 milljarðar (fimm hundruð þúsund milljónir eða 500000000000). Sigurður er auðvitað ekki sáttur við það að Morgunblaðið skuli dirfast að birta slíkar upplýsingar upp úr lánabók Kaupþings. Í frásögn af yfirlýsingu sem hann sendir frá sér segir: „Hann gengur út frá því að Fjármálaeftirlitið rannsaki birtingu blaðs- ins á trúnaðarupplýsingum, enda séu þær klárt brot á lögum um fjármálafyrirtæki.“ Þetta er auðvitað allt rétt hjá Sigurði Ein- arssyni sem ætti að vita það betur en aðrir menn þegar um „klárt brot“ er að ræða. Annar öðlingur lét einnig fyrir sér fara í fjölmiðlum um helgina. „Skipulögð rógsherferð stendur nú sem hæst gegn ákveðnum fyrirtækjum og einstaklingum í ís- lensku viðskiptalífi,“ segir í yfirlýsingu sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sent frá sér. Þar segir að með slíkum rógi sé líklega verið að reyna að beina athyglinni frá að- ilum sem ættu fremur að vera í kastljósi vegna banka- hrunsins. Er það bara mér sem blöskrar, þegar orð litlu stúlk- unnar eru vegin og metin í skugga yfirlýsinga 500 millj- arða mannanna? Finnst mér einum þetta allt saman öf- ugsnúið og á öndverða enda reist? arnij@mbl.is Árni Jörgensen Pistill Kastljós fjölmiðla XXXXX XXXXX Banki með upplýs- ingar um skipaferðir FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í sland ber ábyrgð á leit og björgun á hafsvæði sem er um sex sinnum stærra en flatarmál Íslands eða um 1,8 milljón ferkílómetrar. Þá þarf varla að hafa mörg orð um þá hagsmuni sem Íslendingar hafa af því að afstýra mengunarslysum á hafsvæðunum í kringum landið. Landhelgisgæslan hefur takmark- aðan tækjabúnað til að fylgjast með skipaumferð á þessu svæði og því er ekki að undra þó forstjóri Landhelg- isgæslunnar bindi miklar vonir við samvinnu strandgæslustofnana á Norður-Atlantshafi. Hann segir þó að áhrifaríkasta og fljótvirkasta leið- in til að bæta upplýsingar Gæslunnar sé að stofnunin fengi aðgang að rat- sjám og upplýsingakerfum Varn- armálastofnunar. Samvinna strandgæslustofnana við Norður-Atlantshafið var formfest fyrir nokkrum árum með stofnun NACGF (North Atlantic Coast Guard Forum). Í sumum tilvikum eru það sjóherir sem eiga aðild að samtökunum, í öðrum tilfellum strandgæslur sem heyra undir sjó- heri og einnig sérstakar strand- gæslustofnanir. Umferð skipa eykst Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem tók við formennsku í NACGF í fyrra, vonast til að innan NACGF verði lagður grunnur að sameiginlegum upplýs- ingabanka þar sem ganga megi að upplýsingum um skipaferðir á öllu Norður-Atlantshafi. Slíkar upplýs- ingar nýtist við björgun, meng- unarvarnir og í baráttunni gegn glæpastarfsemi. Það sé ekki síður mikilvægt að með NACGF sé kom- inn sameiginlegur umræðuvett- vangur þar sem aðildarþjóðirnar geta komið á samvinnu vegna eft- irlits með nýtingu auðlinda til dæmis undir íshellunni á Norðurskautinu, stjórnun siglinga og leit og björgun. Gera verði ráð fyrir þeim möguleika að með undanhaldi hafíss muni sigl- ingar um Norður-Íshafið aukast og samvinna milli strandgæslustofnana verði þar af leiðandi enn mikilvægari. Gæslan heldur uppi fjareftirliti en með því getur hún séð skip sem senda frá sér staðsetningarmerki með sjálfvirkum hætti. Vilji skipin hins vegar fara leynt geta þau slökkt á búnaðinum eða sleppt honum. Georg hefur margoft bent á að Varn- armálastofnun hafi gagnlegar upp- lýsingar um umferð umhverfis landið sem Landhelgisgæslan hefur ekki aðgang að. Georg segir að sam- kvæmt upplýsingum frá Varn- armálastofnun hafi stofnunin t.a.m. yfir að ráða fjórum ratsjám sem geti greint skipaumferð auk þess sem hún fái margvísleg gögn frá Atlants- hafsbandalaginu, m.a. um staðsetn- ingu herskipa. „Ef það verður slys um borð í farþegaskipi í sundinu milli Íslands og Grænlands, sem flestir segja að sé aðeins tímaspursmál, þá er afar mikilvægt að við vitum hvaða skip eða önnur hugsanleg björg- unartæki eru í grenndinni,“ sagði Georg í samtali við Morgunblaðið í gær. Íslensk stjórnvöld geti ráðið með hvaða hætti upplýsingum sem þessum er miðlað til öryggisstofnana innanlands að því gefnu að þær upp- fylli kröfur um öryggi gagna. Með því að fela Gæslunni stjórn þessara verkefna Varnarmálastofnunar mætti spara verulega fjármuni og auka öryggi um leið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sérfræðingar Í gær hófst í Reykjavík sérfræðifundur NACGF og mun hann standa fram á fimmtudag. Fulltrúar 20 þjóða sækja fundinn. Bandaríkin eru meðal þeirra 20 ríkja sem eiga aðild að NACGF en þarlend stjórnvöld hafa mjög hvatt til alþjóðlegrar samvinnu og upplýs- ingaskipta milli strandgæslustofnana. Gary Seffel, sem stýrir Office of Global Maritime Situational Awereness, bandarískri stofnun sem er ætlað að stuðla að öryggi á heimshöfunum með því að deila upplýsingum er staddur hér á landi í tengslum við sérfræðifund NACGF. Hann bendir á að upp- lýsingaskipti geti komið sér einkar vel á norðurslóðum. Eftir því sem heimskautaísinn hörfi aukist siglingar en eftir því sem hann komist næst búi engin þjóð yfir búnaði til að fylgjast með ski- paumferð á öllu þessu svæði. Með því að skiptast á upplýsingum megi fylgjast með allri skipaum- ferð, jafnt farþegaskipum sem fiskveiðum og slíkt sé öllum ríkj- um til hagsbóta. SIGLINGAR AUKAST Gary Seffel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.