Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 GRUNUR leikur á að salmonella hafi fundist í ein- um kjúklinga- hópi Reykja- garðs. Fyrirtækið hefur innkallað afurðir vegna þessa. Umræddur kjúklingahópur var rannsakaður í tvígang áður en kjúklingunum var slátrað án þess að salmonella fynd- ist. Sýnin eru enn í greiningu hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og verða send til staðfestingar á sýkladeild Landspítalans. Endanleg staðfest- ing mun væntanlega liggja fyrir í lok vikunnar. Tíðni salmonellu lág Niðurstöður eftirlits sýna að tíðni salmonellu er lág í alifuglaeldi á Íslandi. Í sérstakri evrópskri rannsókn frá árinu 2006 mældist tíðnin í alifuglabúum 23,7% en hún var engin á sama tíma á íslenskum alifuglabúum. Á síðasta ári greindist salmonella í auknum mæli í sýnum í fóð- urstöðvum og í svína- og alifugla- eldi hér á landi við reglubundna vöktun. Þrátt fyrir að tíðnin teljist mjög lág hafði ekki greinst salmon- ella í þessum mæli í alifuglaeldi síð- an árið 2004. andri@mbl.is Kjúklinga- afurðir inn- kallaðar Nokkuð frískir kjúklingar Grunur leikur á að salmonella hafi fundist LOKAHÁTÍÐIR Stóru upplestr- arkeppninnar 2008-2009 verða haldnar um allt land í mars og apr- ílmánuði og eru nú þrjátíu og tvær víðsvegar um landið. Á hátíðunum munu nemendur í 7. bekk, sem vald- ir hafa verið úr skólum byggðarlags- ins, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram á hátíðunum ungir hljóðfæraleikarar og aðrir ungir listamenn. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Brynhildur Þór- arinsdóttir og Örn Arnarson. Allir eru velkomnir á lokahátíðirnar á meðan húsrúm leyfir. Frekari upp- lýsingar má finna á heimasíðu Radda, http://www.hafnarfjordur.is/ upplestur/ Stóra upplestrar- keppnin FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRN Lands- sambands eldri borgara, LEB, mót- mælir harðlega „ranglátum end- urkröfum“ Tryggingastofnunar ríkisins, TR, sem stjórnin segir að byggist á óskiljanlegum og órétt- látum reglugerðum og lögum um að tekjutengja og meðhöndla vexti og verðbætur eins og um tekjur væri að ræða. Þess er krafist að „þær óhóflegu tekjutengingar, sem hér er beitt, verði tafarlaust aflagðar eða að minnsta kosti byrji tekjuteng- ingin ekki fyrr en við verulega háa fjárhæð.“ Þorgerður Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Þjónustu- og kynn- ingarsviðs Tryggingastofnunar, seg- ir að við útreikning lífeyris sé unnið út frá tekjuáætlunum frá lífeyr- isþegum og staðgreiðsluskrá frá skattinum. Ef tekjuáætlun lífeyr- isþega er hærri en tekjurnar raun- verulega verða getur lífeyrir hafa verið vangreiddur og eins ef tekjur reynast lægri en lífeyrisþegi hafði gefið upp getur lífeyrir hafa verið greiddur umfram réttindi. Nið- urstaðan kemur fram við uppgjör um mitt næsta ár á eftir þegar nið- urstaða skattframtals liggur fyrir. Hingað til hefur Tryggingastofn- un aðeins haft aðgang að upplýs- ingum um fjármagnstekjur frá líf- eyrisþegum sjálfum. Ef lífeyris- greiðslurnar reynast hafa verið of lágar miðað við tekjur er mismun- urinn greiddur út en ef þær hafa verið of háar eru þær endurkrafðar. 30 þúsund lífeyrisþegar höfðu fengið ofgreitt Í upphafi árs voru þannig send stöðuyfirlit til um 30 þúsund lífeyr- isþega sem höfðu fengið greiddar hærri bætur árið 2007 en þeir áttu rétt á og einnig vegna eldri skulda. Í kjölfarið var samið um fyr- irkomulag endurgreiðslu við lífeyr- isþega um samtals um 275 milljónir króna. Sumir gerðu strax upp við TR, í sumum tilvikum var skulda- jafnað og enn aðrir sömdu til lengri tíma. Þorgerður segir að nokkur símtöl og tölvubréf þar sem spurt er um áhrif fjámagnstekna á lífeyris- greiðslur hafi borist Trygginga- stofnun undanfarna daga. Val- gerður K. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara tekur í sama streng og segir að LEB hafi borist nokkrir tugir fyrirspurna vegna þessa. Valgerður segir að undanfarna mánuði hafi talsvert af eldra fólki neyðst til að selja íbúðir eða sum- arbústaði sína til að hafa einhverja peninga til að lifa. Margt af þessu fólki hafi tapað miklu á banka- hruninu og fram hafi komið að um ellefu þúsund manns 65 ára og eldri hafi verið meðal hluthafa viðskipta- bankanna. Þessi hópur hafi tapað rúmlega 30 milljörðum króna og að meðaltali hafi hver þessara ein- staklinga tapað 2,7 milljónum. „Það er blóðugt að þurfa að selja eignir til að lifa og svo koma þessir skatt- ar,“ segir Valgerður. Þorgerður segir aftur á móti að það sé ekki túlkun Tryggingastofn- unar að vextir séu tekjur heldur sé það skýrt skilgreint í lögum sem stofnunin starfar eftir. Mismunandi áhrif Á heimasíðu Tryggingastofnunar er fjallað um frítekjumark fjár- magnstekna, sem um síðustu ára- mót hækkaði í 98.640 kr. á ári. Allar fjármagnstekjur umfram það hafa áhrif við útreikning lífeyris og tengdra greiðslna hjá Trygg- ingastofnun í stað helmings áður, skv. lögum um ráðstafanir í rík- isfjármálum sem tóku gildi 1. janúar 2009. „Áhrif þessara breytinga á kjör lífeyrisþega eru mismunandi enda eru aðstæður þeirra margvíslegar en eins og fyrr segir skipta þær fyrst máli þegar fjármagnstekjur eru hærri en 98.640 kr. á ári. Fjár- magnstekjur eru alltaf sameign hjóna og skiptast til helminga á milli þeirra við útreikning hjá Trygg- ingastofnun. Hvort hjónanna um sig nýtur þá 98.640 kr. frítekjumarksins áður en fjármagnstekjur byrja að hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur,“ segir á heimasíðunni. Með fjármagnstekjum er t.d. átt við vexti og verðbætur af inn- stæðum bankareikninga, arð, sölu- hagnað og leigutekjur. Við útreikn- ing er ávallt reiknað með tekjum fyrir skatt. Greint er frá því á heimasíðunni að skattyfirvöld geta fengið upplýsingar um fjármagns- tekjur af bankainnstæðum ein- staklinga. Tryggingastofnun hefur aðgang að staðgreiðsluskrá og framtalsskrá skattgreiðenda hjá ríkisskattstjóra enda eru lífeyr- isgreiðslur almannatrygginga tekju- tengdar. Aflétting bankaleyndar leiðir af sér að útreikningur lífeyris verður réttari en áður, segir á heimasíðunni. Lífeyrisþegum er eftir sem áður bent á að hafa tekjuáætlanir sínar sem nákvæmastar því góð og ná- kvæm tekjuáætlun skilar réttari greiðslum. Greiða TR 275 milljónir Eldri borgarar gagnrýna endurkröfur Tryggingastofnunar vegna fjármagnstekna Morgunblaðið/ÞÖK Æfingar Fjármagnstekjur og skerðing greiðslna virðast fjarri þessum hópi. Í greinargerð með ályktun Lands- sambands eldri borgara um end- urkröfur segir meðal annars: „Þessi gjörningur kemur sér afskaplega illa fyrir fjölmarga eldri borgara sem í góðri trú hafa móttekið greiðslur frá TR og notað til framfærslu. Í ljósi mikillar verðbólgu eru verðbætur farnar að vega mjög þungt í fjár- magnstekjunum og eiga ekkert skylt við það sem kalla mætti laun eða vaxtatekjur, þar sem hér er að mestu aðeins um að ræða verðtryggingarbætur. Við- miðunarupphæð TR verður ekki ljós fyrr en í lok ársins og þá er viðkomandi búinn að taka við greiðslum í 12 mánuði í góðri trú. TR túlkar vextina sem tekjur og krefur viðkomandi um endur- greiðslu. Í mjög mörgum tilfellum hefur viðkomandi enga getu til þess að greiða endurkröfuna, þar sem greiðslur frá TR eru skamm- arlega lágar og duga hvergi fyrir framfærslu.“ Verðbætur eru ekki laun eða vaxtatekjur GURÚN INGA4. SÆTI ÁGÆTI SJÁLFSTÆISMAUR ÉG ÆTLA.. . ... að stuðla að uppbyggingu atvinnulífsins ... að verja hagsmuni heimilanna ... að varðveita jöfn tækifæri fyrir börnin okkar Ég ætla að vinna fyrir þig! Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur Kosningaskrifstofa Laugavegi 96 · www.gudruninga.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is AÐALMEÐFERÐ í innheimtumáli Hafnarfjarðar gegn Orkuveitu Reykjavíkur vegna 15% hlutar bæj- arins í Hitaveitu Suðurnesja lauk í gær. Málið snýst um hvort kaup OR á hlutnum eigi að ganga eftir eða ekki. Dóms er að vænta innan fjög- urra vikna. Orkuveitan á fyrir 16,58% eignar- hlut í HS og ákveð stjórn félagsins í desember sl. að setja hann í sölu- meðferð. Að sögn Hjörleifs Kvaran, forstjóra OR, hafa engin tilboð bor- ist. „Hérna hafa verið á ferðinni fjár- festar, bæði frá Ameríku og Evrópu, í kjölfar bankahrunsins. Þeir hafa komið og athugað hvort kauptæki- færi leynist hér, en það hefur ekki leitt til neinna sérstakra viðræðna eða neitt slíkt,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur bætir við að jafnframt hafi verið samþykkt að hafa samráð við Hafnarfjörð um söluna. „En þeir hafa ekki viljað taka þátt í því að vera með sinn hlut til sölu með okkur þar sem þeir halda því fram að við höfum þegar keypt hann.“ Engin tilboð borist OR Hafnarfjarðarbær hefur ekki viljað taka þátt í sameiginlegri sölu á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja með Orkuveitunni Morgunblaðið/G.Rúnar Hitaveita Suðurnesja Hlutur í HS er bitbein Hafnarfjarðar og OR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.