Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009
Kristín
Guðjónsdóttir
✝ Ólína KristínGuðjónsdóttir
fæddist í Keflavík 29.
október 1934. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 23. febrúar síð-
astliðinn og var
jarðsungin frá Bústaðakirkju 2. mars.
Meira: mbl.is/minningar
Markús
Guðmundsson
✝ Markús Guð-mundsson fædd-
ist í Reykjavík 6. júní
1923. Hann lést á
gjörgæsludeild LSH
sunnudaginn 18. jan-
úar síðastliðinn og fór
útför hans fram í
kyrrþey að hans ósk.
Meira: mbl.is/minningar
Oddný Guðrún
Guðmundsdóttir
✝ Oddný GuðrúnGuðmundsdóttir
fæddist á Eskifirði 15.
ágúst 1923. Hún lést
á Landspítalanum við
Hringbraut sunnu-
daginn 11. janúar síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá Grafarvogskirkju 19.
janúar.
Meira: mbl.is/minningar
Torfi Kristinn
Jónsson
✝ Torfi KristinnJónsson fæddist
í Reykjavík 19. októ-
ber 1925. Hann lést á
Vífilsstöðum 19. febr-
úar síðastliðinn og
var honum sungin
sálumessa í St. Jós-
efskirkju í Hafnarfirði 27. febrúar.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
✝ Stefán Jón Stein-þórsson fæddist
að Vegamótum á
Húsavík 4. desember
1915. Hann andaðist á
Hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð í Reykjavík
fimmtudaginn 26.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðrún Halldórs-
dóttir frá Hafralæk í
Aðaldal, f. 6. október
1885, d. 30. ágúst
1954, og Steinþór
Matthías Stefánsson
frá Litlu-Laugum í Reykjadal, f. 7.
september 1891, d. 3. júlí 1967.
Systkini Stefáns eru Hólmfríður, f.
25. júlí 1917, Halldór, f. 28. ágúst
1919 og Gunnar, f. 18. desember
1920.
Stefán kvæntist í
Reykjavík 28. júlí
1951 Jónínu Frið-
björgu Tómasdóttur,
f. 4. febrúar 1923, d.
24. desember 2007.
Synir þeirra eru: 1)
Steinþór, f. 11.5.
1951, kvæntur Hildi
Pétursdóttur, f. 30.8.
1962, börn þeirra eru
Hrannar, f. 27.4.
1989, og Andrea, f.
9.11. 2000, og 2) Frið-
berg, f. 11.6. 1958,
kvæntur Áslaugu
Birnu Ólafsdóttur, f. 17.6. 1960,
börn þeirra eru Þórdís, f. 21.4.
1984, og Atli, f. 13.8. 1988.
Stefán verður jarðsunginn frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 15.
Kæri tengdapabbi.
Ég kynntist þér fyrir um 10 ár-
um. Keyrðir bíl þó áttræður væri,
hafðir unun af því að lesa og leika
við börnin og varst einstaklega ljúf-
ur og hjartahlýr maður í alla staði.
Minningarnar frá Dalbrautinni eru
mér og fjölskyldu minni ómetanleg-
ar og gestrisni ykkar Jónínu ein-
stök. En heilsu þinni fór að hraka
mikið og fyrir rúmum 3 árum þá
fórst þú upp í Seljahlíð á hjúkr-
unardeild og varst þar í góðu yf-
irlæti. Jónína þín yfirgaf þennan
heim fyrir rúmu ári og þótt að hug-
urinn fyllist söknuði er gott að vita
af ykkur tveim saman enn á ný,
elsku Stefán.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín tengdadóttir,
Hildur
Við viljum minnast elsku afa okk-
ar með þakklæti fyrir öll góðu árin
sem hann gaf okkur barnabörnun-
um. Nú þegar afi og amma á Njáls-
götunni hafa bæði kvatt okkur
streyma fram ótal minningar sem
einkennast af mikilli ást og hlýju.
Alltaf var jafn gott og gaman að
vera hjá þeim og erum við þeim svo
óendanlega þakklát fyrir allt sem
þau hafa gefið okkur.
Dagurinn líður –
Hægan himni frá
höfgi fellur angurvær
á dalablómin smá.
Og hvítir svanir svífa hægt til fjalla
með söng, er deyr í fjarska.
Dagurinn líður –
Hann deyr með brosi á vör,
því ganga hans í dauðann
er dýrleg brúðarför.
Svo eru sorgir vorsins síðla
er sól til viðar hnígur.
Og nóttin krýpur bláklædd
í bæn að fótskör hans,
og bjarma slær á strendur
hins myrka draumalands.
En þaðan stíga sumarkvöldsins söngvar
er sól til viðar hnígur.
(Tómas Guðmundsson.)
Elsku afi, hvíl í friði.
Þín barnabörn,
Þórdís og Atli.
Elsku Stefán afi.
Í bænum okkar, besti afi
biðjum fyrir þér
að Guð sem yfir öllu ræður,
allt sem veit og sér
leiði þig að ljóssins vegi
lát’ þig finna að,
engin sorg og enginn kvilli
á þar samastað.
Við biðjum þess í bænum okkar
bakvið lítil tár,
að Guð sem lífið gaf og slökkti
græði sorgarsár.
Við þökkum Guði gjafir allar
gleði og vinarfund
og hve mörg var ávallt með þér
ánægjunnar stund.
(Sigurður Hansen.)
Hvíl í friði elsku afi, nú ert þú
kominn til ömmu og megi Guðs
englar vaka yfir ykkur.
Þín afabörn,
Andrea og Hrannar.
Stefán Jón
Steinþórsson
Örn Steinsson
✝ Örn Steinssonvélfræðingur
fæddist í Reykjavík
26. maí 1921. Hann
lést á Landspítal-
anum við Hringbraut
laugardaginn 1. mars
2009. Foreldrar hans
voru Jóhann Torfi Steinsson, vélstjóri í
Reykjavík, f. í Neðri Hvammi í Dýrafirði
6. júní 1887, d. 11. nóv. 1966 og kona
hans Ester Judith Löfstedt, húsfreyja í
Reykjavík, f. í Rönne á Borgundarhólmi
í Danmörku 23. júní 1898, d. 24. apríl
1972. Foreldrar Jóhanns voru Steinn
Kristjánsson, bóndi í Neðri Hvammi í
Dýrafirði og Helga Jónsdóttir. Foreldrar
Esterar voru Aage Löfstedt rennismið-
ur og Matthilda Guðmundsóttir.
Örn kvæntist 5. júlí 1945 Ásdísi Auði
Einarsdóttur, f. 29. apríl 1923, d. 19.
júní 1996. Kjördóttir þeirra er Hafdís
Björk, f. 1. des. 1959. Foreldrar Ásdísar
voru Einar Bogason, bóndi og kennari í
Hringsdal í Arnarfirði í Ketildalahreppi í
Vestur-Barðastrandarsýslu, síðar í
Reykjavík, f. í Hringsdal 11. janúar
1881, d. 4 október 1966 og kona hans
Sigrún Anna Elín Bjarnadóttir, f. á Upp-
sölum í Ketildalahreppi 21. nóv. 1881,
d. 9. maí 1965.
Örn lauk námi frá Gagnfræðaskóla
Reykjavíkur 1937, Iðnskólanum í
Reykjavík 1939, vélvirkjanámi og vél-
stjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík
1941, rafmagnsdeild 1942 og lands-
prófi miðskóla 1952, hlaut meist-
araréttindi í vélvirkjun 1988. Hann lauk
prófi í forspjallsvísindum við HÍ 1979
og í uppeldis- og kennslufræði í KHÍ
1988. Hann var vélstjóri á fiskiskipum
og kaupskipum 1941-’43 en vann
nokkra mánuði við viðgerðir á skip-
arafmagni hjá Júlíusi Björnssyni raf-
virkjameistara 1943. Hann var vélstjóri
við hitaveitu Reykjavíkur við Dælustöð-
ina á Reykjum 1943-’76 en yfirvélstjóri
hjá HR til 1982. Hann vann á lager hjá
rafmagnsfyrirtækinu Reykjafelli til
hausts 1982 en var þá ráðinn kennari
við Iðnskólann í Hafnarfirði. Hann var í
stjórn Vélstjórafélags Íslands 1948-’59.
Formaður þess 1956-’59 og aftur
1962-’70 og vann að stofnun Spari-
sjóðs vélstjóra 1957-’59. Hann var
varamaður í hreppsnefnd Mosfells-
hrepps 1958-’62, stjórnarformaður og
framkvæmdastjóri félagsheimilisins
Hlégarðs 1959-’64, í vatnsveitunefnd
hreppsins 1971-’74 og grunnskólanefnd
1971-’73. Hann sat öll þing FFSÍ 1948-
’71 og var í stjórn þess 1961-’73 og for-
seti þess 1963-’65. Hann var í vita-
málanefnd 1963-’65. Hann sat í nefnd
til að endurskoða lögin um Aflatrygg-
ingasjóð sjávarútvegsins 1969 og var í
stjórn hans 1971-’75. Hann var annar
að tveimur ritstjórum Sjómannablað-
isns Víkings 1962-’73. Hann átti sæti í
Hagráði frá stofnun þess 1966 þar til
það var lagt niður 1971. Hann var í
skólanefnd Iðnskóla Hafnarfjarðar
1969-’77. Hann sat í fjölda samninga-
nefnda um kaup og kjör á árunum
1948-’70 og var oftast formaður
þeirra. Hann hefur verið varafulltrúi í
fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykja-
víkur frá 1989, aðalfulltrúi frá 1991,
fulltrúi á þingum Sambands lífeyr-
isþega ríkis og bæja frá 1990 hefur
starfað í stjórn SLRB frá 1992 og var
kosinn formaður samtakanna 1994,
verið fulltrúi þeirra í fulltrúaráði
umönnunar- og hjúkrunarheimilisins
Skjóls frá 1993 og var kosinn í stjórn
þess 1996. Hann var kjörinn heið-
ursfélagi Vélstjórafélags Íslands 15.
janúar 1984.
Útför Arnar fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 10. mars, og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku besta amma
mín. Ég sit hér á
þessum fallega degi,
deginum sem þú lést
og hugsa til þín með
söknuð í hjarta. Það
er snjór úti, sólin skín og fuglarnir
syngja. Þú valdir heldur betur
yndislegan dag til að kveðja okk-
ur. Þegar pabbi hringdi í morgun
og sagði mér að þú værir dáin
voru orð, sem prýtt hafa svo
marga bolla og skraut og lýsa þér
svo vel, það fyrsta sem kom upp í
huga minn. Þetta voru orðin
„besta amma í heimi“ – sem eru
sko orð að sönnu. Öll sú ást, hlýja,
kærleikur og tími sem þú veittir
mér, Pétri bróður og hinum
barnabörnunum þínum. Við vorum
svo heppin að eiga þig að. Fersk-
asta minning mín um þig eru öll
skiptin sem þú leyfðir mér og
Pétri að koma til þín á laugardög-
um þrátt fyrir mótbárur mömmu
og pabba. Þú beiðst okkar með
bros á vör og eitthvert gúmmelaði
handa okkur til að borða í hádeg-
inu, kaffinu og allan tímann þess á
milli. Þú spilaðir svo við okkur
daginn út og daginn inn og kennd-
ir okkur skemmtileg spil eins og
7up, litaðir með okkur í litabók,
hlóst með okkur, spjallaðir og
knúsaðir, fórst með okkur í Perl-
una, Kolaportið og á aðra staði
sem við hefðum aldrei farið á
nema vegna þess að þú fórst með
okkur þangað. Þú tókst okkur líka
alltaf vel þegar við komum til þín í
vinnuna og þú komst alltaf til okk-
Laufey
Torfadóttir
✝ Laufey Torfadótt-ir fæddist í
Reykjavík 13. júlí
1931. Hún andaðist
27. febrúar síðastlið-
inn og fór útför henn-
ar fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 6.
mars.
ar með gjöf og knús
þegar við vorum
veik. Sannkölluð
draumaamma og
yndisleg kona. Meira
segja Sindri Snær
sem þekkti þig alltof
stutt og alltof lítið
sagði daginn sem þú
lést „það er soldið
leiðinlegt að amma
Laufey sé dáin, hún
var svo góð kona.“
Þú varst samt ekki
bara góð kona, þú
varst líka þrjósk og
ótrúlega lífseig. Þessi þrjóska
gerði það að verkum að þú lifðir
mun lengur en ég hélt þú myndir
lifa. Í veikindum þínum upplifðir
þú marga sigra, en einnig mikil
vonbrigði og vanlíðan. Söknuði
mínum fylgir því líka gleði, gleði
yfir að þú sért núna loksins uppi á
himnum hjá Guði, sem tekur þér
án nokkurs vafa með opnum örm-
um eins og allir sem þú hefur tek-
ið með opnum örmum gegnum tíð-
ina. Ég er svo ótrúlega þakklát
fyrir að hafa átt þig sem ömmu og
mér þykir svo óendanlega vænt
um þig, elsku amma mín, og mun
alltaf þykja. Hvíldu í friði, elsku
amma. Ástarkveðja,
Elísa.
Amma Laufey var snemma
máttarstólpi í lífi mínu. Hún bjó
um tíma í blokkinni okkar í Engi-
hjalla og sótti mig á leikskólann. Á
leiðinni spjölluðum við um heima
og geima og amma sagði mér síðar
sögur af því sem upp úr mér valt.
Stundum skellti allur strætisvagn-
inn upp úr því ég var víst ekkert
sérlega lágvær. Umræðuefnið var
þó ekki alltaf gamanmál í fimm
ára barnshuganum heldur grafal-
varlegt áhyggjuefni sem hafði
hvílt lengi á sál minni.
Ég spurði ömmu eitt sinn hvort
ég mætti búa hjá henni þegar
mamma og pabbi, rétt skriðin yfir
tvítugt, dæju. Ömmu brá við, svar-
aði samt strax játandi til að róa
litla barnshjartað, en spurði hvers
vegna. Það er af því að þau reykja
svo mikið, sagði ég. Ég man hvað
mér létti við að geta reitt mig á
ömmu ef reykingar foreldrar
minna færu á versta veg. Upp frá
því vissi ég að ég gæti alltaf treyst
á þessa sterku og sjálfstæðu
ömmu mína sem frá því að ég man
eftir mér, var einstæð amma.
Strax sem barni fannst mér
amma nútímaleg, kannski af því
að hún bjó ein, vann fyrir sér, átti
bíl og ferðaðist jafnt innan- sem
og utanlands. Í minningunni var
hún alltaf í megrun og ísskápurinn
oft tómlegur þegar við systkinin
komum fyrirvaralaust í heimsókn
um helgar. En amma var ekki
lengi að töfra fram góðgæti úr
bakaríinu. Hún tók okkur alltaf
fagnandi og naut þess að fara með
okkur í bæinn, út í Viðey á vegum
skólans eða jólaböll og hafnarhá-
tíðir á vegum Eimskips. Ferðirnar
í sumó voru ævintýri út af fyrir
sig. Alltaf skyldi ég hringja í
ömmu í vinnuna þegar ég lagðist í
rúmið sem krakki, berandi mig
aumlega, og ekki brást að hún
kom í heimsókn eftir vinnu með
pakka og það bráði smám saman
af manni.
Þegar ég var komin til vits og
ára og hafði betri forsendur til að
meta skaðsemi reykinga gátum
við enn spjallað löngum stundum,
ýmist í eldhúsinu hjá ömmu, í
gegnum sæsímastreng og síðar í
tölvupósti eftir að hún smellti sér
á námskeið um netheima. Hún
hafði óþrjótandi áhuga á því hvað
maður væri að fást við í námi og
starfi. Hún las allt frá krimmum
til japanskra fagurbókmennta,
lífsspekirit til heimspekifagtíma-
rita. Hún fylgdist vel með því sem
var að gerast og sendi okkur
snemma teiknimyndasögur Hug-
leiks og annað sem gripið hafði
áhuga hennar í jólabókaflóðinu.
Styrkur ömmu og léttlyndi
hjálpaði henni í erfiðum veikind-
um síðasta árið þar sem hún sýndi
svo aðdáunarvert baráttuþrek að
maður trúði því að hún myndi ná
sér og eiga nokkur ár í viðbót.
Brandararnir voru aldrei langt
undan á stundum þar sem hennar
nánustu glímdu við svefntruflanir
af áhyggjum. En þrátt fyrir sterk-
an vilja gafst líkaminn upp að lok-
um.
Máttarstólpa hefur verið kippt
undan mér og ég finn fyrir von-
leysi og trega. Amma fær aldrei
að hitta tíunda langömmubarnið
sitt sem fæðist hér í Berlín innan
skamms og aftrar mér frá því að
ferðast til Íslands og kveðja hana í
hinsta sinn. Það er erfitt að sætta
sig við þá tilhugsun að síðustu
orðin á milli okkar hafi verið sögð
og að amma Laufey verði ekki sú
fyrsta sem ég heimsæki næst þeg-
ar ég kem til Íslands.
Laufey.
Meira: Mbl.is/minningar
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út. Greinar, sem berast eftir að út-
för hefur farið fram, eftir tiltekinn
skilafrests eða ef útförin hefur ver-
ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn-
um, www.mbl.is/minningar.
Minningargreinar