Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 ✝ Borghildur G.Guðmundsdóttir fæddist á Oddstöðum á Melrakkasléttu 22. september 1915. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Sig- geirsdóttir, f. 12. ágúst 1890, d. 20. nóv- ember 1978 og Guð- mundur Stefánsson, f. 13. júlí 1885, d. 31. maí 1971. Systur Borghildar eru 5: Ása, f. 25. júní 1918, Aðalbjörg, f. 15. mars 1920, Kristín, f. 18. júlí 1923, Jakobína, f. 11. maí 1925 og Þorbjörg, f. 16. ágúst 1929. Einnig á hún fóst- urbróður, Kára Friðriksson, f. 29. hildur Yrsa Georgsdóttir, þau eiga 2 börn, Rakel Evu og Ísak Nóa. 3) Árni Stefán, f. 19.desember 1951, maki Helga Ingibergsdóttir, f. 4. september 1953, dætur þeirra eru Sunna og Sandra. 4) Jakobína, f. 11. ágúst 1960. 5) Jón Þór, f. 11. ágúst 1960, d. 7. september 2000, maki Maria Hedin, f. 24. janúar 1961, synir þeirra eru David Alex- ander og Jakob Árni. Borghildur ólst upp í föður- húsum á Harðbak á Melrakka- sléttu. Eftir hefðbundna skóla- göngu fór hún í Húsmæðraskólan á Hallormsstað og stundaði þar nám í 2 ár. Eftir að skóla lauk réðst hún sem talsímakona á símstöðina á Raufarhöfn og starfaði þar frá 1937 til 1951. Borghildur var heimavinnandi húsmóðir á Rauf- arhöfn fram til ársins 1963 er fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur og bjó á Rauðalæk 73. Árið 2003 flutti Borghildur á Dalbraut 20 þar sem hún bjó til æviloka. Borghildur verður jarðsungin frá Fossvogskirju í dag og hefst at- höfnin kl. 13. desember 1934. Hinn 24. maí 1942 giftist Borghildur Jóni Þ. Árnasyni, f. 22. október 1915, d. 3. apríl 1981. Borghild- ur og Jón eignuðust 5 börn: 1) Hildur, f. 4. desember 1947. 2) Margrét, f. 7. október 1949, börn hennar eru: a) Borghildur Sigurðardóttir, maki Halldór Arnarsson, þau eiga 3 börn, Eddu Margréti, Thelmu Karitas og Kristófer Breka. b) Eðvarð Arnór Sigurðsson, sambýliskona Jóna Þrastardóttir, þau eiga 3 börn, Hugin Orra, Daní- el Örn og Kötlu Rún. c) Davíð Jón Sigurðsson, sambýliskona Hrafn- Elskuleg tengdamóðir mín, Borg- hildur Guðmundsdóttir, er látin, á nítugasta og fjórða aldursári. Mín fyrstu kynni af Borghildi voru þegar ég og Árni sonur hennar fórum að rugla saman reitum fyrir 24 árum. Hann bauð mér á Rauða- lækinn án þess að gera viðvart og frá fyrstu stundu var mér tekið opn- um örmum. Borghildur var stórglæsileg, alltaf vel til höfð hvert sem hún fór, litir og skart þurftu alltaf að passa saman. Hún var jákvæð og það geislaði af henni hjartahlýjan. Borghildur hélt ætíð vel utan um fjölskyldu sína. Matarboðin á Rauðalæk voru engu lík, og aldrei fór neinn svangur frá borði. Oft var margt um manninn hjá henni, því allir voru velkomnir, gestrisni var henni í blóð borin. Þegar við Árni eignuðumst dætur okkar var ekkert sjálfsagðara en að rétta hjálparhönd. Hún hafðir gam- an að því hvað systurnar voru ólíkar og sagði oft skemmtilegar sögur af þeim. Ekkert sumar var án þess að fara norður á Harðbak, því þar var hún drottning í ríki sínu, vissi hvernig kynda átti húsið svo öllum liði vel, hvar best væri að leggja netin þann- ig að aflinn yrði góður, dúninn þurfti að tína, hreinsa malir og ganga út að dys. Ég man þegar Borghildur stóð á tröppunum þegar sonur hennar og dóttir voru lengst úti á vatni að leggja netin, þá heyrðist í henni: „Nú verður enginn silungur á morg- un því þau leggja ekki á rétta staðn- um.“ Þetta skapaði skemmtilegt þref þegar veiðimennirnir komu heim um hvort staðurinn hafi verið réttur eða ekki. Borghildur var mikil blómakona og sótti ég oft í viskubrunn hennar þegar ég var að berjast við að halda lífi í mínum eigin blómum. Það var alveg sérstakt hvað henni tókst að láta blómin sín blómstra fallega og öfundaði ég hana af þeim hæfileika. Ein var sú heilög stund hjá henni, en það var þegar hún lagði sig eftir há- degi. Þennan sið hafði hún tekið upp eftir foreldrum sínum og er ég viss um að hennar geðprýði og langlífi tengist þessum sið. Borghildur var elst sex systra sem ganga undir nafninu Harðbaks- systur. Þær systur hafa ætíð haldið hópinn og eru jólaveislur þeirra fyr- ir fjölskylduna sérlega glæsilegar og skemmtilegar. Í þeim veislum eru viðhafðir ákveðnir siðir sem þær fluttu með sér að norðan, má þar nefna mikinn söng og hinn þjóðlegi dans, vefarinn, stiginn. Um síðustu jól kom það í minn hlut að sækja Borghildi og fara með hana í veisluna. Ég kom tímanlega og bjóst við að þurfa að aðstoða hana, en þarna sat hún þá í sínum fínasta kjól, búin að snyrta sig betur en nokkur ung stúlka hefði getað gert en átti bara eftir að setja á sig hvítu perlurnar og eyrnalokkana. Hún ætlaði ekki að koma of seint í jólaveisluna. Síðastliðið ár var Borghildi erfitt, hún fór að nefna það æ oftar að það væri kominn tími á sig og hún skildi ekki hvað Guð væri að bedrífa. Fæt- urnir voru farnir að gefa sig og þrekið farið að minnka. Elsku Borghildur, ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir allar yndislegu samverustundirnar. Ég veit að ættingjar og vinir sem farnir eru taka vel á móti þér. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Helga. Mig langar að minnast hennar ömmu minnar í nokkrum orðum. Við náðum að eiga hátt í fjörutíu ár sam- an þó að hún hefði verið sannfærð um að hún myndi ekki lifa til að sjá mig fermast. Núna um aldarfjórð- ungi síðar er hún búin að upplifa með mér brúðkaup mitt, fæðingu þriggja barna minna og fermingu þess elsta. Já, ég er sannarlega heppin að hafa fengið að hafa hana hjá mér á þessum tímum. Við amma tengdumst strax sterk- um böndum. Ég náði að vera eina barnabarnið í 5 ár og nafna hennar að auki, og kunni svo sannarlega að notfæra mér það. Á hverju ári buðu amma og afi mér suður í „menningarreisu“ og var þá aldeilis stjanað við prinsessuna. Allt var gert til að dvölin yrði sem eftir- minnilegust. Og aldrei komust amma og afi í gegnum Akureyri án þess að taka mig með á ættaróðalið Harðbak á Melrakkasléttu. Ég veit ekki hvort þau reyndu það en alltaf lét amma eins og það væri best af öllu að ég kæmi með. Á þessum ár- um var ekki rafmagn eða annar munaður á Harðbak. Mjólkin var geymd úti til að kæla hana, þegar hún á annað borð var til því þá voru ekki tíðar ferðir til Raufarhafnar. Í eitt skipti man ég eftir því að ekki var til nein mjólk þannig að amma gaf mér kók út á kókópufsið. Þetta var að sjálfsögðu allt matur sem prinsessan hafði valið. Þau voru óþrjótandi uppspretta fróðleiks um hvernig lífið var hér áður fyrr og hverjir góðir mannkostir væru. Þessi tími með ömmu og afa á hjara veraldar var mér sannarlega dýr- mætur og hefur átt stóran þátt í því að móta minn persónuleika. Að ráfa um æðarvarpið til að tína dún, leggja net til að veiða silung, reka rollurnar úr varpinu, þetta er hverju barni ómetanleg reynsla og allt þetta fékk ég að upplifa með ömmu mér við hlið. Hún amma var húsmóðir fram í fingurgóma og hafði mikið dálæti á að gefa fólki að borða. Hún varð al- veg ómöguleg ef maður vildi ekki þiggja eitthvað hjá henni sem var líka erfitt, sama hversu „megrunin“ var ströng, því hún amma var snill- ingur í að gera kleinur, pönnsur og ömmufiskibollur svo fátt eitt sé nefnt. Það var alltaf gott að koma til ömmu. Hún amma mín var glaðlynd manneskja og lét sér annt um aðra í kringum sig. Alltaf fann maður að hjá henni voru allir velkomnir enda mikið um gestkomur á Rauðalækinn þar sem hún bjó lengst af hér í Reykjavík. Amma hafði gaman af lífinu og tók þátt í öllu sem hún gat. Hún spilað í bridsklúbbnum sínum nánast til síðustu stundar. Hún mætti í allar samkomur og fékk sér jafnvel Volka ef vel stóð á og alltaf hafði hún jafngaman af. Síðasta samkoma ömmu var tíu ára afmæli dóttur minnar í febrúar. Hún var orðin minni en venjulega en tók ekki minni þátt en áður. Elsku amma. Það voru forréttindi að fá að kynnast lífinu með þér og fá að kynnast manngæsku þinni. Ekki minni forréttindi voru það fyrir börnin mín að fá að hafa þig í lífi sínu. Það ætla ég að vona að okkur öllum hlotnist þó að ekki sé nema brot af þínum mannkostum því þá verðum við heppin. Bið að heilsa afa. Þín nafna, Borghildur. Það er sárt að þurfa að kveðja ömmu Borghildi. Hún var ávallt svo ljúf og góð og vildi alltaf gera eitt- hvað gott fyrir mann. Ég minnist þess þegar ég var lítil og fór í pössun til ömmu, þegar ég var veik og við gerðum alltaf eitthvað skemmtilegt saman. Ömmubollur voru í uppá- haldi hjá mér og hjálpaði ég henni við að baka þegar ég kom. Þegar við lögðum okkur eftir hádegið raulaði amma alltaf svo fallegar vísur og mér leið svo vel á meðan ég sveif inn í svefninn. Vísan sem var í uppáhaldi hjá mér var Sofðu unga ástin mín. Amma var alltaf rosa fín og glæsi- leg. Hún var orðin 93 ára gömul, en hún hætti sko ekkert að hugsa um útlitið og fór ávallt uppdressuð og máluð hvert sem hún fór. Amma var alltaf svo góð við alla og ef mig lang- aði mikið í eitthvað þá fór ég til hennar. Þegar ég var yngri þá lang- aði mig mikið í hund, en foreldrar mínir þverneituðu að fá hund á heimilið. Amma reyndi eins og hún gat að hjálpa til og sagðist geta gefið mér hund, en það mátti ekki, svo hún gaf mér tuskuhund til að hressa mig við. Minningarnar frá Harðbak með ömmu eru ótal margar og fórum við þangað hvert sumar og voru það yndislegir tímar. Amma var þar hefðarfrúin á heimilinu og eldaði of- an í fólkið og sá til þess að öllum liði vel. Það verður erfitt að sætta sig við að geta ekki komið í heimsókn á Dalbrautina og fá sér göngutúr með henni og spjalla. Ég á eftir að sakna þín sárt, amma mín, og veit ég að afi tekur á móti þér opnum örmum og við þá til- hugsun líður mér betur. Ég kveð þig með ljóðinu sem við fórum með saman þegar ég var lítil. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. ( Jóhann Sigurjónsson.) Hvíl í friði, elsku amma. Þín, Sandra. Elsku besta amma mín. Það hefði ekki átt að koma mér á óvart að þú kveddir þennan heim. Þó var ég ekki búinn undir það að þú færir svona snögglega. Það tekur mig mjög sárt og á ég erfitt með að einbeita mér að öðru en þeim sökn- uði sem ég finn fyrir. Ég er strax farinn að sakna þess að geta aldrei komið í heimsókn og tekið einn hring með þér milli bekkja og spjall- að um lífið og tilveruna. En þegar ég hugsa til allra góðu stundanna sem við áttum saman er ég mjög þakklát fyrir að hafa átt svona góða ömmu. Þegar ég var lítil kom ég oft í pössun til þín og þú dekraðir við mig og mér leið alltaf vel í návist þinni. Við byrjuðum daginn á morgunleik- fimi útvarpsins, spiluðum Olsen Ol- sen og Svarta-Pétur, sem mér fannst skemmtilegastur því þá lét- um við sót á nefið. Við bökuðum saman kleinur og ömmubollur og þó svo að þú værir orðin lúinn í fót- unum léstu þig ekki muna um að fara með mig á leikvöllinn og kaupa ís í sjoppunni. Hjá þér lærði ég bænirnar, því þegar ég svaf hjá þér, þá fórstu með bænirnar með mér og raulaðir síðan yfir mér fallegt lag þar til ég sofnaði. Mér eru minnisstæðar ferðirnar sem við náðum að fara í saman, eins og ferðin til Frakklands þegar ég var tveggja ára. Þú hefur sagt mér síðar sögur frá þeirri ferð og gátum við hlegið okkur máttlausar að þeim atburðum sem við upplifðum saman þar. Og allar ferðirnar á Harðbak sem við fórum á hverju sumri. Þar fékk ég að vera frjáls eins ég vildi og það skipti engu þó ég kæmi inn rennandi blaut og drullug, þú sagðir alltaf að þá væri ekkert annað að gera en skipta um föt og fara út aftur. Mér fannst þér líða best á Harðbak, á þínum gömlu heimaslóðum. Þar varstu aftur húsfreyjan sem allir báru virðingu fyrir og fékkst auðvit- að besta herbergið í húsinu. Ég var svo heppin að fá að sofa hjá þér þar og man ég hvað mér fannst það mik- ill lúxus. Amma mín var rosa góð kona og vildi alltaf að öllum liði vel í kringum sig. Ég hef oft verið spurð að því hverjum ég líktist og þú sagðir alltaf að ég væri eins og hann pabbi. Því til staðfestingar sagðir þú mér sögurn- ar af honum þegar hann var lítill prakkari og eins sagðir þú mér sög- ur af afa sem ég fékk því miður aldr- ei að kynnast. Þegar ég hef skoðað myndir af þér þegar þú varst yngri, get ég ekki betur séð en að í útliti líkist ég þér alltaf meir og meir. Elsku amma, ég mun geyma minningu um þig í hjarta mínu að ei- lífu. Þín ömmustelpa, Sunna Árnadóttir. Jæja amma mín, þá er tími okkar saman í þessu lífi búinn. Þegar við hugsum til baka og rifj- um upp allar þær minningar sem við eigum um þig og okkar samveru þá er af mörgu að taka. Hér langar okkur að minnast örfárra þeirra sem gera þig að merkilegri konu í okkar augum. Elsta minningin er af gulum Paló hálsbrjóstsykrum sem maður mátti fá sér sjálfur úr veskinu þínu í skápnum undir stiganum á Rauða- læknum. Eða hversu þægilega mað- ur gat komið sér fyrir upp á lofti í appelsínugula stólnum hans afa með góða bók og nesti frá þér. Það fór aldrei neinn svangur heim frá ömmu því að þar var hugsunin sú að ef menn væru duglegir að borða þá stæðust þeir allt sem lífið gæti lagt á þá. Amma okkar gat farið inní eld- hús þar sem ekkert var undirbúið og komið fram með lambalæri með öllu á innan við 15 mínútum. Alveg satt. Þegar foreldrar okkar og við systkinin bjuggum á Akureyri fékk maður oft að fara til Reykjavíkur í helgarferðir. Þá hugsaði maður sér alltaf gott til glóðarinnar því að dekrið og umhyggjan var alltaf í réttu magni. Í þessum ferðum var alltaf eldað kjötfars því að það var það sem Davíð þótti best og yfirleitt komið við í dótabúðinni Liverpool á Laugaveginum. Eins þegar mamma og pabbi fóru til útlanda og við vor- um í skólanum, þá komst þú norður og passaðir okkur systkinin á með- an. Það sem var samt gegnumgang- andi í öllum heimsóknunum og líka í þá mánuði sem Davíð og mamma bjuggu hjá þér árið 1997, var örygg- ið og umhyggjan sem alltaf var til staðar og maður vissi að á Rauða- læknum yrði hugsað vel um mann. Annað sem er svo skemmtilegt er að þegar við minnumst þín þá ertu alltaf eins, þú varst kominn vel yfir sextugt þegar við munum eftir okk- ur og í öll þessi ár breyttist þú ekk- ert. Þú varst alltaf „Amma á Rauða- læk“, til staðar að eilífu, þegar maður þurfti á þér að halda, svo glöð að sjá mann og stolt af manni, sama hvað það var sem maður var að gera. Það að vita af því að maður væri velkominn til þín í kaffi og kleinur, sama hvað bjátaði á hjá manni, var mjög dýrmætt veganesti. Þegar við hugsum um sorgina og söknuðinn sem fylgir því að kveðja þig amma, þá hugsum við líka til Borghildur G. Guðmundsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ERNA JÓNSDÓTTIR, Pósthússtræti 3, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 2. mars. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 13. mars kl. 14.00. Kristján Valtýsson, Valtýr Kristjánsson, Helga Lúthersdóttir, Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, Kristján Árni Jakobsson, Ólafur Már Kristjánsson, Berglind Helga Matthíasdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LILJA MARGRÉT KARLESDÓTTIR, Fjallalind 10, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 8. mars. Útförin verður auglýst síðar. Aðalgeir G. Finnsson, Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir, Stefán Héðinn Stefánsson, Arnar Aðalgeirsson, Sigríður Gísladóttir, Freyr Aðalgeirsson, Pálína S. Sigurðardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.