Morgunblaðið - 10.03.2009, Side 4

Morgunblaðið - 10.03.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 INNAN við 19% félagsmanna VR höfðu síðdegis í gær greitt atkvæði í rafrænum kosningum um framboð til trúnaðarstarfa fyrir VR. Alls eru tæplega 25.100 félagsmenn á kjör- skrá, en síðdegis í gær höfðu aðeins rúmlega 4.730 félagsmenn greitt at- kvæði sitt. „Ég held að allir hafi gert sér von- ir um að kosningaþátttakan yrði meiri en hún er orðin núna,“ segir Halldór Grönvold, formaður kjör- stjórnar. „Miðað við þróun síðustu daga sé ég ekki að það sé von á ein- hverjum miklum kipp til viðbótar,“ segir Halldór og tekur fram að allt bendi til þess að kosningaþátttakan verði á bilinu 20-25%. Ekki myndast mikil stemning Að mati Halldórs er hvorki hægt að skýra þessa dræmu þátttöku með skorti á upplýsingum um kosning- arnar enda hafi kosningarnar verið talsvert kynntar í fjölmiðlum né því að erfitt og flókið sé að kjósa, því fé- lagsmönnum hafi verið gert það mjög auðvelt á netinu. „Þetta gefur því tilefni til að ætla að það sé einfaldlega ekki meiri áhugi til staðar en þetta,“ segir Hall- dór og rifjar upp að hitafundur sitj- andi formanns með félagsmönnum í nóvember hafi þó gefið tilefni til þess að kosningaþátttakan yrði góð. „Utan frá séð skynjar maður ekki að það hafi orðið mjög mikil stemning í kringum kosninguna.“ Dræm þátttaka í kosningum Kosningu hjá VR lýk- ur á hádegi á morgun ÞAÐ kippa sér fáir upp við það á Seyðisfirði að sjá seli á ísnum í Lóninu, en þegar þeir eru orðnir sex fara menn að taka eftir. Eins og frægt var í haust var einn frændi þeirra skotinn á þessum slóðum en ekki virðist það hafa áhrif á þessa. Að vísu völdu þeir sér stað þar sem þeir ættu að vera nokkuð öruggir, þ.e. í nágrenni við prestinn, kirkjuna og sýslumanninn. Ljósmynd/Einar Bragason Selir í skjóli við kirkjuna „VIÐ munum fara þangað sem við getum farið. Það er ekki hægt að útiloka að flogið yrði langt á haf út, það yrði metið eftir að- stæðum,“ segir Georg Kr. Lár- usson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, um hvernig Gæslan myndi bregðast við ef neyðarkall bærist frá skipi langt á hafi úti um leið og aðeins ein þyrla Landhelgisgæsl- unnar væri í flughæfu ástandi. Gæslan ræður yfir þremur björgunarþyrlum. Það ástand hef- ur skapast nokkrum sinnum að að- eins ein þeirra er flughæf, jafnvel svo dögum skiptir. Þar með er eng- in þyrla til reiðu ef illa fer í björg- unarflugi. Eins og fram hefur kom- ið í Morgunblaðinu voru tvær þyrlur óflughæfar í einu í þrettán daga í fyrra og í fimm daga í byrj- un þessa árs var aðeins ein þyrla nothæf. Á meðan varnarliðið var á Kefla- víkurflugvelli voru þyrlur þess jafnan á bakvakt þegar gæsluþyrl- ur voru sendar langt á haf út en sú bakvakt er löngu úr sögunni. Georg segir að engar sérstakar starfsreglur séu til sem mæli fyrir um að þyrla megi ekki fara langt á haf út nema önnur þyrla sé til taks til að bjarga áhöfninni ef illa fer. Aðstæður séu metnar í hvert skipti og m.a. tekið tillit til þess hvort önnur skip séu í nágrenninu. „Í svona tilfelli væri afskaplega gott að hafa þær upplýsingar sem ber- ast Varnarmálastofnun um stað- setningu erlendra herskipa sem gætu hugsanlega verið búin þyrlu,“ segir Georg. Gæslan fái upplýsing- ar um staðsetningu norskra og danskra varðskipa en ekki um ferðir annarra herskipa. Þær upp- lýsingar liggi hins vegar fyrir hjá Varnarmálastofnun. En hvað myndi Gæslan gera ef ekkert skip væri í grennd og að- eins ein þyrla í lagi? Georg ítrekar að ástandið yrði metið og ákvörðun tekin í fram- haldinu og benti á að Gæslan hefði um árabil sinnt björgunarstörfum með einni þyrlu. runarp@mbl.is Förum þangað sem við getum Georg Kr. Lárusson Vill upplýsingar Varnarmálastofnunar Í HNOTSKURN » Landssamband íslenskraútgerðarmanna hefur lýst yfir áhyggjum af þeim áhrif- um sem niðurskurður stjórn- valda hefur haft á starfsemi Landhelgisgæslunnar. »Nýlega var þremur þyrlu-flugmönnum sagt upp og þegar uppsagnirnar hafa allar tekið gildi 1. september nk. fækkar þyrluvöktum úr sex í fimm. Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttir gag@mbl.is EIGNALÁNIN sem Landsbankinn bauð voru lögleg og ekki var undan þeim kvartað til fjár- málaeftirlitsins í Lúxemborg á meðan bankinn var í fullri starfsemi. Hafi bankinn hins vegar fjárfest án samþykkis viðskiptavina, eins og franskur við- skiptavinur bankans fullyrðir, og í fallvöltum ís- lenskum banka er það óeðlilegt að mati eftirlitsins. Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg hefur ekki leng- ur eftirlitsskyldu með bankanum þar sem hann er í gjaldþrotameðferð. Gunnar Thoroddsen, fyrrum framkvæmda- stjóri Landsbankans í Lúxemborg, gagnrýnir „stríðsfyrirsagnastíl“ á frétt Morgunblaðsins um að viðskiptavinum finnist þeir hafa lent í svika- myllu hjá Landsbankanum. Í skriflegri yfirlýs- ingu segir að verðþróun fasteigna og verðbréfa um allan heim hafi leitt til til erfiðrar stöðu margra þeirra einstaklinga sem tóku eignalánin hjá Landsbankanum sem og öðrum bönkum „Þar við bætist, í tilviki Landsbankans í Lúx- emborg, að skiptastjórar bankans virðast ætla sér að innheimta fasteignaveðkröfur bankans af mik- illi hörku og án þess að bjóða fyrrum viðskiptavin- um bankans upp á viðræður um sanngjarna lausn mála. Þetta þykir fyrrum stjórnendum bankans miður og harma það mjög að vera í engri aðstöðu til þess að semja um endurgreiðslutíma við fyrrum viðskiptavini sína með eðlilegri hliðsjón af aðstæð- um á markaði.“ Gunnar segir lánin hafa verið boð- in þeim sem var fullkunnugt um áhættuna. Meira: mbl.is Lánin lögleg en spurt um stefnuna Óeðlilegt hafi bankinn keypt skuldabréf í íslensku bönkunum rétt fyrir fallið ÞRÁTT fyrir að um 700 manns hafi gengið í Framsókn- arflokkinn dag- ana fyrir próf- kjörið sem haldið var í SV- kjördæmi um helgina mættu rúmlega eitt þús- und á kjörstað. Þetta segir Helga Sigrún Harð- ardóttir á vefsvæði sínu og er von- svikin. „Það voru því innan við 40% skráðra félaga sem mættu til að taka þátt.“ Helga hlaut annað sætið á lista flokksins en sóttist eftir fyrsta. Innan við 40% mættu Helga Sigrún Harðardóttir Franskur viðskiptavinur Landsbankans í Lúx- emborg gagnrýnir að bankinn skyldi fjárfesta í skuldabréfum í Kaupþingi fyrir milljón dollara í hans nafni viku áður en bankinn féll. Hann tók eignalán og tapaði sex milljónum evra. Hann segir að 60% af fjárfestingum bankans fyrir lán hans hafa verið í íslensku bönkunum. Bresk hjón gagnrýna einnig hátt hlutfall fjárfestinga bankans í skuldabréfum íslensku bankanna. Þessir viðskiptavinir hafa nú verið krafðir um endurgreiðslu lánsins af skilanefnd bankans, ella verði gengið að veðum. Gagnrýna fjárfestingarnar Eftir Andra Karl andri@mbl.is VOPNAÐ rán var framið í söluturn- inum Allt í einu í Seljahverfinu í Reykjavík í gærkvöldi. Karlmaður á þrítugsaldri – að talið er – ógnaði af- greiðslustúlku með hnífi og krafðist fjármuna úr sjóðvél. Maðurinn hljópst á brott með tugi þúsunda króna. Hann var ekki fundinn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Tvær stúlkur voru við störf í sölu- turninum. Önnur þeirra var í af- greiðslunni en hin í eldhúsinu. Að sögn Guðlaugs Guðjónssonar, eig- anda söluturnsins, var maðurinn bú- inn að verja nokkrum tíma í sölu- turninum og beið færis í spilakassa. Það var því enginn viðskiptavinur nærri þegar ránið átti sér stað. Guðlaugur segir afgreiðslustúlk- una hafa orðið frekar skelkaða og var henni boðin áfallahjálp. Lögreglan var fljót á staðinn eftir að eftir henni var óskað og tók skýrslu af stúlkunum. Undir venju- legum kringumstæðum hefði myndavélakerfi söluturnsins verið í gangi en fyrir þremur dögum fór raf- Ógnaði starfsfólki með hnífi  Karlmaður komst undan eftir vopnað rán í söluturni í gær  Myndavélakerfi er uppsett en gleymdist að kveikja á því Ljósmynd/Konráð Ragnarsson Á vettvangi Lögreglan tók skýrslu af starfsstúlkunum eftir ránið. magnið af. Guðlaugur segist hafa trassað að setja kerfið aftur í gang. Sagðist hann harma það enda búinn að vera með rekstur þarna í fimmtán ár og án þess að nokkuð þvíumlíkt hafi komið upp á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.