Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009
ÞAÐ ER skammt
stórra högga á milli.
Michael Lewis skrifar
listilega satíru (háðsá-
deilu) í Vanity Fair um
að frjálshyggjutilraun-
in með Ísland hafi end-
að með efnahagslegu
„fjöldasjálfsmorði“.
Hann hafði varla fyrr
sleppt orðinu en amer-
ískur (frjálshyggju)hagfræðingur,
Kenneth Rogoff, varar þessa allt að
því dauðvona þjóð við því að binda
trúss sitt við Evrópusambandið. Ro-
goff birti varnaðarorð sín í viðtali við
Boga Ágústsson hjá RÚV. Hann not-
aði líka stór orð – gott ef hann sagði
ekki líka „sjálfsmorðstilraun“. Um
þetta má í besta falli segja að betra
er illt umtal (í útlöndum) en ekkert.
Eftir stóryrðin fór það hins vegar
fram hjá flestum að Rogoff taldi öðru
máli gegna, ef Ísland hefði verið í
Evrópusambandinu og evrusam-
starfinu um skeið. Það staðfestir að
prófessornum er, þrátt fyrir allt, ekki
alls varnað. Rogoff var tíðrætt um að
heimskreppan, sem átti uppruna
sinn í frjálshyggjutilrauninni amer-
ísku, væri að breiðast út um heiminn
og að aðildarríki Evrópusambands-
ins hefðu ekki farið varhluta af því.
Hins vegar hefur láðst að upplýsa
manninn um það, að af þeim 30 þjóð-
um, sem aðild eiga að Evrópska efna-
hagssvæðinu (27+3), er aðeins ein,
sem lent hefur í kerfishruni. Þar fer
saman allt í senn: Hrun gjaldmiðils-
ins, hrun fjármálakerfisins og stjórn-
málakreppa, sem sumir segja að
nálgist að vera stjórnkerfiskreppa.
Þetta land er Ísland.
Án þess að gera sig sekan um að
vilja telja hrekklausu fólki trú um að
Evrópusambandsaðild með evru sé
pólitísk allrameinabót er engu að síð-
ur óhjákvæmilegt, í þessu samhengi,
að benda á, að hefði Ísland verið aðili
að Evrópusambandinu og evrusvæð-
inu, einhvern tíma á tímabilinu frá
einkavæðingu banka fram að hruni –
þá væri ólíkt umhorfs í íslensku þjóð-
félagi hjá því sem er í dag. Lítið á eft-
irfarandi staðreyndir:
Evran hefði haldið velli. Það hefði
ekki orðið gengishrun.
Erlendar skuldir
fyrirtækja og heim-
ila hefðu þ.a.l. ekki
tvöfaldast.
70% fyrirtækja
væru þá ekki
„tæknilega gjald-
þrota“.
Verðbólga væri þá
ekki í tveggja stafa
tölu og stýrivextir
væru ekki 18%.
Vextir færu þá
reyndar hraðlækk-
andi eins og annars
staðar á evrusvæð-
inu.
Með upptöku evru væri verð-
trygging aflögð.
Íslensk heimili stæðu þá ekki
frammi fyrir hótun um eignamissi
vegna gengis- og verðtryggðra
skulda.
Íslensku bankarnir hefðu þá verið
starfandi á einu stærsta mynt-
svæði heimsins. Þeir hefðu átt sín
viðskipti í evrum og íslenski seðla-
bankinn verið hluti af seðlabanka
Evrópu sem lánveitanda til þrau-
tavara.
Vel má vera að einstakar fjár-
málastofnanir hefðu þurft á að-
stoð að halda en ástæðulaust er að
ætla að fjármálakerfi þjóðarinnar
í heild hefði hrunið.
Skuldabyrði ríkissjóðs hefði
áreiðanlega verið léttvægari en
nú er orðið.
Þrátt fyrir erfiðleika hefði rík-
issjóður ekki staðið frammi fyrir
nauðsyn niðurskurðar á velferð-
arútgjöldum inn að beini og veru-
legum skattahækkunum á næstu
árum.
Það er nokkuð kaldranalegt hjá
frjálshyggjuhagfræðingnum að vara
okkur Íslendinga við slysum þar sem
við liggjum nú í sárum okkar á slys-
staðnum og getum okkur enga björg
veitt, án aðstoðar erlendra hjálp-
arstofnana. Þótt Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn reyni nú hjálp í viðlögum,
getur hann hvorki leyst skuldavand-
ann né gjaldmiðilsskortinn. Hvorugt
þessara vandamála verða leyst án
samninga við Evrópusambandið og
aðildarríki þess um greiðslukjör á
skuldum og upptöku gjaldmiðils, sem
unnt er að treysta í milliríkja-
viðskiptum.
Fyrir fáum árum gaf aðsópsmesti
talsmaður frjálshyggjutrúboðsins
hér á landi út bók um það, hvernig
Íslendingar gætu orðið ríkasta þjóð í
heimi, ef þeir aðeins féllu fram og til-
bæðu Guð markaðarins (Upplag
þessarar bókar fæst nú á bruna-
útsölu á bókamarkaðnum í Perlunni).
Aðferðin átti að vera sú að gera Ís-
land að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.
Það tókst að nokkru leyti – með þeim
fyrirvara þó að fjármálamiðstöðin
heitir Tortola og er í Karíbahafinu.
Þar geigaði nokkru.
Michael Lewis hjá Vanity Fair er
sýnilega betur upplýstur en Har-
vard-prófessorinn um stöðu mála á
Íslandi. Hann veit sem er að það var
einmitt þessi frjálshyggjutilraun
með Ísland sem kom því á vonarvöl.
Uppbyggingarstarfið sem fram-
undan er getur því aðeins tekist að
Íslendingar gerist aðilar að mynt-
svæði sem getur staðið af sér sjálfs-
morðsárásir frjálshyggjukapítalism-
ans.
Írski forsætisráðherrann, Brian
Cowen, skilur þetta að fenginni
reynslu. Það var margt sameiginlegt
með Írlandi og Íslandi í uppsveifl-
unni: Ör hagvöxtur, innstreymi er-
lends fjármagns, vöxtur fjár-
málastofnana, eignaverðbólga og
fasteignabóla. Einstaka fjár-
málastofnanir riða til falls. Írar
standa nú frammi fyrir samdrætti í
efnahagslífinu og vaxandi atvinnu-
leysi. Allt er þetta kunnuglegt. En öf-
ugt við Ísland er Írland ekki hrunið.
„Serious – but not fatal“, alvarlegt en
ekki banvænt, er lýsingin á ástand-
inu í leiðara Irish Times. Eða hvað
sagði írski forsætisráðherrann aftur:
„Guði sé lof að við Írar erum í Evr-
ópusambandinu og höfum evruna að
gjaldmiðli. Ella væri trúlega jafn-
hörmulega fyrir okkur komið og Ís-
landi.“
Efnahagslegt
fjöldasjálfsmorð
Jón Baldvin Hanni-
balsson svarar
grein Guðna
Ágústssonar
»Uppbyggingarstarf-
ið sem framundan er
getur því aðeins tekist
að Íslendingar gerist
aðilar að myntsvæði
sem getur staðið af sér
sjálfsmorðsárásir frjáls-
hyggjukapítalismans.
Jón Baldvin
Hannibalsson
Höfundur var Fulbright-fræðimaður
við Harvard 1976-77.
FYRIR nokkru var
ráðist á nemanda í
Grunnskóla Sand-
gerðis. Fórnarlambið
sem er frá Póllandi var
kallaður „polli“ og á
hann ráðist. Strák-
urinn sem réðst á hann
er að æfa hnefaleika og
var kosinn íþróttamað-
ur Sandgerðis. Strák-
urinn sem varð fyrir árásinni missti
tímabundið heyrn og tennurnar
losnuðu.
Eftir að hafa lesið þessa frétt var
ég mest hissa á því þegar Fanney
Halldórsdóttir skólastjóri Grunn-
skóla Sandgerðis sagði í viðtali að
það væri gert of mikið úr þessu máli.
Ég get ekki séð að þetta sé smá-
mál því þarna eru greinilega for-
dómar í gangi fyrst þeir eru að kalla
hann „polla“ og ráðast á hann. Ég
held að margir eigi í erfiðleikum
með að skilja hvernig það er að vera
fórnarlamb þegar ráðist er á mann
fyrir útlit eða þjóðerni.
Mér finnst það góð refsing að vísa
árasarmanninum úr skólanum og ég
held að hann ætti að fara á sérstakt
námskeið eða sækja sér fræðslu um
afleiðingar sem verða vegna svona
atviks. Ég vona að for-
eldrar hans líti á þetta
alvarlegum augum og
ræði við strákinn um
fordóma. Við megum
ekki gleyma að það
þarf stundum bara eitt
högg á rangan stað til
að valda heilaskemmd-
um, jafnvel drepa
manneskju.
Við megum ekki
gleyma að það er
kreppa í gangi og
margir Íslendingar
flytja til útlanda og ég er viss um að
við viljum ekki að börnin okkar þurfi
að líða fyrir svona meðferð í skólum
úti. Og fyrir þá sem hafa eitthvað á
móti Pólverjum þá megum við ekki
gleyma að Pólland var eitt af fyrstu
löndunum til að bjóða Íslendingum
lán þegar kreppan skall á.
Fanney skólastjóri þarf einnig að
fara á námskeið eða sækja sér
fræðslu um fordóma. Það þarf að
fjalla um svona mál í fjölmiðlum svo
fólkið í samfélaginu viti hvernig Ís-
land er í dag, það þýðir ekkert að
reyna að sópa þessu undir teppið,
það er árið 2009 og Ísland er svona
20-30 árum á eftir í málum sem
tengjast fordómum. Þetta er eitt-
hvað sem menntamálaráðuneytið
ætti að grípa inn í og passa upp á að
allir kennarar fái nógu góða þjálfun
og kennslu í svona málum.
Það er ekki svo langt síðan að
kennarinn Guðrún Þóra Hjaltadóttir
úr Hagaskóla skrifaði á bloggi sínu:
„Ég hef aldrei farið leynt með það að
vera rasisti.“ Við getum ekki sætt
okkur við þetta í nútímasamfélagi.
Þetta eru manneskjur sem hafa gíf-
urleg áhrif á börnin í landinu, og ef
foreldrar og kennarar tala ekki um
fordóma og ólík þjóðerni þá mun það
skapa vandamál í framtíðinni.
Sumir spyrja: Hvað er rasismi?
„Rasismi er að koma illa fram við
manneskju vegna útlits eða þjóð-
ernis.“ Félag anti-rasista og Alþjóð-
húsið voru með fræðslu bæði í skól-
um og vinnuskólanum í fyrra og það
gekk mjög vel, það er greinilegt að
það er ennþá mikil þörf fyrir svona
fræðslu, ekki bara fyrir krakka held-
ur einnig fullorðna.
Fyrirmynd barna
Dane Magnússon
skrifar um fordóma
og kynþáttahatur
»Ég held að margir
eigi í erfiðleikum
með að skilja hvernig
það er að vera fórn-
arlamb þegar ráðist er á
mann fyrir útlit eða
þjóðerni.
Dane Magnússon
Höfundur er formaður
Félags anti-rasista.
ÞAÐ HEFUR verið
áhugavert að fylgjast
með umræðum um ís-
lenska kosningakerfið
og kosningalög síðustu
vikurnar og hug-
myndum sem uppi eru
um persónukjör í
næstu kosningum.
Hugmyndin er sú að gera almenn-
ingi kleift að raða einstaklingum upp
á lista í stað þess að flokkarnir tefli
fram uppstilltum listum eins og ver-
ið hefur. Þessi umræða um persónu-
kjör er ólík þeirri sem allajafna hef-
ur verið undanfari breytinga á
kosningalögum hér á landi. Þær
breytingar sem gerðar hafa verið á
undanförnum áratugum hafa að
mestu leyti snúist um að jafna vægi
atkvæða sem ef til vill verður ekki
gert nema með því að gera Ísland að
einu kjördæmi. Stuttur tími er til
stefnu ef breyta á kosningalögum og
eru ýmsar hugmyndir á lofti. Vert er
að skoða skoska kosningakerfið nán-
ar í ljósi endurskoðunar á kosn-
ingalögum hér á landi ef ætlunin er
að rjúfa þá hefð að styðjast eingöngu
við hlutfallskosningakerfi.
Persónukjör og
listakosning í Skotlandi
Skotar fengu þing árið 1999 og
kjósa á fjögurra ára fresti 129 þing-
menn á þingið í Edinborg. Hver
kosningabær maður kýs tvisvar á
kjörstað, annars vegar þingmann og
hins vegar flokk og þarf þingmað-
urinn ekki að tilheyra þeim flokki
sem viðkomandi kýs. Af þingmönn-
unum 129, eru 73 kosnir beinni kosn-
ingu í einmenningskjördæmum
meðan hinir 56 eru kosnir af listum
flokka í hlutfallskosningu. Kosn-
ingakerfið í Skotlandi er ólíkt því
breska (þingið í London) að því leyti
að notuð er ákveðin útgáfa af hlut-
fallskosningakerfi sem kemur í veg
fyrir að flokkur með 40% atkvæða
geti fengið meirihluta, ólíkt því sem
gerist í bresku kosningunum. Með
skoska kerfinu er komið í veg fyrir
að einn flokkur fái meirihluta eins og
hefð er fyrir í Bretlandi. Sam-
steypustjórn var lengi vel talin nauð-
synleg í Skotlandi og fóru Verka-
mannaflokkurinn og Frjálslyndir
jafnaðarmenn með stjórn landsins
frá 1999-2007. Eftir sigur Þjóðern-
isflokksins í kosningunum 2007 hef-
ur verið minnihlutastjórn í Skot-
landi.
Flókið kosningakerfi
Í Skotlandi bjóða flokkar fram
lista í átta héraðskjördæmum og
koma sjö þingmenn frá hverju kjör-
dæmi. Þetta er fyrirkomulag sem Ís-
lendingar kannast vel við og hefur
verið í notkun hér. Til viðbótar eru
73 þingmenn kosnir og er hver og
einn þeirra í einmennings-
kjördæmakerfi, þar sem ekki þarf
50% atkvæða heldur einungis flest
atkvæði. Dæmi eru um að frambjóð-
andi fái 30% atkvæða í einmennings-
kjördæmi og er kosinn á þing þar
sem mótframbjóðendur hans fengu
færri atkvæði hver. Einmennings-
kjördæmin eru minni en héraðskjör-
dæmin en í þeim síðarnefndu bjóða
flokkar fram lista. Ekki er óeðlilegt
að í hverju héraðskjördæmi séu 5-10
einmenningskjördæmi. Ef þetta fyr-
irkomulag væri haft hér gæti t.d.
Suðvesturkjördæmi verið eitt hér-
aðskjördæmi með 7 þingmenn, Mos-
fellsbær eitt einmenningskjördæmi
og Kópavogur annað. Það myndi
þýða að íbúar í Mosfellsbæ og Kópa-
vogi væru að kjósa á milli sömu
listanna (flokkanna) en ólíkra ein-
staklinga í svokölluðu persónukjöri
þar sem bæjarfélögin
tvö væru sitt einmenn-
ingskjördæmið hvort.
Rannsóknir á kosn-
ingakerfinu í Skotlandi
hafa leitt í ljós að sumir
kjósendur geta ruglast
og talið að þeir þurfi að
kjósa einstakling sem
tilheyrir þeim flokki
sem þeir kjósa, en svo
er ekki. Þannig væri
hægt að kjósa Vinstri
græna í Suðvest-
urkjördæmi og jafnframt Þorgerði
Katrínu ef kjósandinn býr í því ein-
menningskjördæmi þar sem hún
býður sig fram. Annað, sem rann-
sóknir á kosningakerfinu hafa leitt í
ljós, er að sumir telja að þeir þurfi að
kjósa einstakling sem er ekki í þeim
flokki sem viðkomandi kýs. Það er
heldur ekki rétt þar sem kjósandi
gæti t.d. kosið Framsóknarflokkinn
og síðan Siv Friðleifsdóttur ef kjós-
andinn býr í sama einmennings-
kjördæmi og hún býður sig fram.
Nokkrir möguleikar eru í stöð-
unni sem geta flækt þetta frekar,
t.a.m. getur einn einstaklingur verið
á lista og tekið þátt í einu af héraðs-
kjördæmunum átta en ekki í ein-
menningskjördæmi. Annar mögu-
leiki er sá að einstaklingur bjóði sig
bæði fram á lista og í einmennings-
kjördæmi. Reglurnar eru þær að ef
einstaklingur vinnur í einmennings-
kjördæmi er hann tekinn af listanum
í héraðskjördæminu. Það gæti kom-
ið upp sú staða að Jóhanna Sigurð-
ardóttir væri bæði efst á lista Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík og í einu
af þeim einmenningskjördæmum
sem Reykjavík yrði væntanlega
skipt upp í. Ef hún næði kosningu í
einmenningskjördæminu myndi sá
sem væri númer tvö á lista Samfylk-
ingarinnar í héraðskjördæminu
(Reykjavík) fara í fyrsta sætið og
svo koll af kolli.
Fyrirmynd á Íslandi?
Hér að ofan hef ég hlaupið á
nokkrum atriðum sem vonandi
skýra að einhverju leyti hið flókna
kosningakerfi sem er í Skotlandi.
Sterk rök eru fyrir nánari skoðun á
skoska kosningakerfinu sem er ný-
legt dæmi um þróun kerfis sem felur
í sér bæði persónukjör og listakosn-
ingu.
Kosninga-
kerfið í Skotlandi –
fyrirmynd?
Pétur Berg Matt-
híasson skrifar í til-
efni af umræðum
um kosningalög og
kosningakerfi
Pétur Berg Matthíasson
» Vert er að skoða
skoska kosninga-
kerfið nánar í ljósi end-
urskoðunar á kosn-
ingalögum hér á landi ef
ætlunin er að rjúfa þá
hefð að styðjast ein-
göngu við hlutfallskosn-
ingakerfi.
Höfundur er stjórnmálafræðingur og
fyrrum starfsmaður borgaryfirvalda í
Edinborg.
Flettu upp nafni
fermingarbarnsins
mbl.is
FERMINGAR
2009
NÝTT Á mbl.is