Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is TILLÖGUR að frumhönnun á horni Lækjargötu og Austurstrætis hafa verið kynntar í skipulagsráði borgarinnar. Skipulagsráð gaf hönnuðunum grænt ljós á að halda vinnu sinni áfram á grundvelli til- lagnanna. Mikill vilji er hjá borgarfyrirvöldum að hefja uppbyggingu á horninu strax á þessu ári enda er ástand þess mikið lýti á miðborginni að þeirra mati. Eftir brunann mikla sem varð á þessu sögufræga horni 18. apríl 2007 efndi Reykjavíkurborg til sam- keppni um uppbyggingu á svæðinu. Hlutskarpastar urðu teiknistofurnar Argos, Gullsnið og Studio Grandi. Tillaga til deiliskipulags var unnin upp úr hugmyndum þeirra. Bakgarður verður stærri og fallegri Að sögn Hjörleifs Stefánssonar arkitekts hjá Gull- sniði eru aðalatriði frumhönnunar þau sömu og upp- haflega var gert ráð fyrir. Helsta breytingin er sú að Nýja bíó, sem verður endurreist, verður þrjár hæðir í stað tveggja eins og það var í upphafi. Jafn- framt verður húsið ívið minna að grunnfleti. Hug- myndin hér að baki er sú að bakgarður hússins verði stærri og fallegri en fyrri tillögur gerðu ráð fyrir. Í Nýja bíói á að geta farið fram starfsemi af marg- víslegu tagi en ekki eru áform um bíósýningar. Aft- ur á móti er ætlunin að endurvekja þekktan veit- ingastað, Rosenberg, sem var í kjallara hússins. Deiliskipulagstillagan sem að framan greinir nær til elsta hluta Kvosarinnar, það er reits sem afmark- ast af Pósthússtræti, Skólabrú, Lækjargötu og Aust- urstræti. Húsin þykja hafa sögulegt gildi Mörg hús á reitnum þykja hafa mikið menningar- og byggingarsögulegt gildi. Þar má nefna hús teikn- uð af Guðjóni Samúelssyni eins og bygging Reykja- víkurapóteks og Hótel Borg. Þá var á reitnum ein elsta götumynd borgarinnar sem brann 18. apríl 2007. Húsin Austurstræti 20-22 og Lækjargata 2 verða endurbyggð en þó með nokkrum breytingum. Húsið við Austurstræti 20, Hressingarskálinn, verð- ur tveggja hæða. Austurstræti 22, þar sem Pravda var, verður fært nær upphaflegri mynd. Eins er ætlunin að endurbæta húsið í Lækjargötu 2 og hækka það um eina hæð líkt og lagt var til í fyrrnefndri verðlaunatillögu. Þar var horft til þess hvernig húsið leit út á blómaskeiði sínu um aldamót- in 1900. Flytja þarf húsið á annan stað í borginni á meðan endurbyggingin fer fram og grunnurinn verður steyptur undir það að nýju. Hornið sögufræga Svona er hugmyndin að hornið á Lækjargötu og Austurstræti líti út þegar uppbyggingu þess verður lokið. Það er vilji borgarinnar að uppbygging á svæðinu geti hafist strax á þessu ári. Nýja bíó hækkar  Frumhönnun á horni Lækjargötu og Austurstrætis kynnt í skipulagsráði  Vilji til að hefja uppbyggingu ÖSSUR Skarphéðinsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Helgi Hjörvar og Skúli Helgason ætla öll að freista þess að komast hærra en þau höfðu fyrr frá greint á lista Sam- fylkingar í Reykjavík í prófkjöri flokksins sem nú er hafið. Össur hafði áður óskað eftir stuðningi í 3. sæti í öðru hvoru Reykjavík- urkjördæminu. Í tilkynningu Öss- urar frá í gær segir hins vegar að þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, formaður flokksins, hafi tilkynnt að hún væri hætt þátttöku í próf- kjörinu af heilsufarsástæðum, hafi hann ákveðið að gefa kost á sér í 2. sætið. Af sömu ástæðu ætlar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- málaráðherra nú að gefa kost á sér í 3. sætið og eftir sama sæti sækjast Helgi Hjörvar og Skúli Helgason. Þau höfðu áður gefið kost á sér í fjórða sæti. Mikil eftirsjá Stjórn Samfylkingarinnar segir í tilkynningu mikla eftirsjá að Ingi- björgu Sólrúnu sem formanni flokksins og vonar að hún láti til sín taka að nýju í stjórnmálunum. Hún hafi markað djúp og víðtæk spor með þátttöku sinni og forystu í ís- lenskum stjórnmálum. Sætaskipti í kjölfar veikinda Hreyfing á frambjóð- endum Samfylkingar Össur Skarphéðinsson Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Skúli Helgason Helgi Hjörvar KJARASVIÐ VR hefur beint því til launþega að fara vel yfir for- skráðar upplýsingar á skatt- framtölum, þar sem komið hefur í ljós að þær eru ekki í öllum til- vikum réttar. Dæmi eru um að for- skráðar upplýsingar, hjá fyr- irtækjum sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum eða gjald- þrotum, séu rangar, þ.e. launatalan sem gefin er upp í forskráðum upp- lýsingum hefur ekki verið greidd til launþegans heldur er að hluta til eða öll í vanskilum. Á vef Ríkisskattstjóra kemur fram að séu laun ógreidd skal gefa þau upp með hefðbundnum hætti en færa þau jafnframt sem úti- standandi kröfu í lið 3.3 á skatt- framtalinu, þ.e. ef fyrirtæki er ekki gjaldþrota. Laun sem ekki hafa fengist greidd vegna gjaldþrots fyrirtækis skal hins vegar ekki færa til tekna en gera á grein fyrir þeim í athugasemdum í lið 1.4 á skattframtalinu. Ógreidd laun á framtalinu STJÓRN kvennahreyfingar Sam- fylkingarinnar ályktaði í gær að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, frá- farandi formaður, hefði lagt gríð- arlega mikið af mörkum til ís- lenskrar kvennabaráttu. Í borgarstjóratíð hennar hefði mikil áhersla verið lögð á réttindi kvenna, launamunur kynjanna minnkað og umbreyting orðið í menntunar- og vistunarmálum ungra barna. Þá hefði Ingibjörg brotið blað með því að leiða Jó- hönnu Sigurðardóttur til embættis forsætisráðherra, fyrsta kvenna. Þökkuðu fyrir baráttuna STYRKUR svifryks fór yfir heilsuverndarmörk þrjá daga í röð í liðinni viku, en sólarhrings- styrkur við Grensásveg mældist 61 síðastliðinn fimmtudag, 54,1 á föstudag og 55,6 á laugardag. Ekki er búist við svifryksmengun næstu daga. Rykbinding var á helstu um- ferðargötum í Reykjavík á föstu- dag en dugði ekki allan daginn vegna þess að blandan var of þunn. Yfir mörkin þrjá daga í röð Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SIGMUNDUR Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, seg- ir að hugsanlega ættu íslenskir lífeyr- issjóðir að bera kostnaðinn ef lán sem þeir hafa veitt verða færð niður um 20%, eins og Fram- sóknarflokkurinn hefur lagt til. Tillagan um 20% niðurfærslu allra skulda er hluti af viðameiri tillögum flokksins í efnahagsmálum. Í stuttu máli byggir niðurfærslu- hugmyndin á þeirri forsendu að þar sem fyrirsjáanlegt sé að eignasöfn gömlu bankanna verði afskrifuð um u.þ.b. 50% þegar þau verða færð yfir til þeirra nýju, sé svigrúm til að af- skrifa skuldirnar. Með 20% nið- urfærslu skulda verði komið í veg fyr- ir fjöldagjaldþrot heimila og fyrirtækja og hrun á fasteignamark- aði. Eins og komið hefur fram eiga er- lendir aðilar kröfur á gömlu bankana, því það voru einkum þeir sem lánuðu íslensku bönkunum það fé sem ís- lensku bankarnir lánuðu áfram til Ís- lendinga. Því hlýtur að þurfa að spyrja hvers vegna kröfuhafarnir ættu að fallast á að allar skuldir verði færðar niður um 20%. Þegar afskrifað kröfur Sigmundur Davíð benti á að kröfu- hafarnir hafi þegar afskrifað þessar eignir sínar að verulegu leyti og í raun mætti segja að með yfirtöku rík- isins á bönkunum hefðu kröfuhaf- arnir fengið meira í sinn hlut en þeir hefðu fengið ef eignasöfn bankanna hefðu einfaldlega verið seld á upp- boðum. Þá hefðu kröfuhafarnir ekki hagsmuni af því að hér yrðu fjölda- gjaldþrot og verðhrun á eignum því með því móti fengju þeir enn minna í sinn hlut en ella en tillögur framsókn- armanna miðuðu að því að forða slíku hruni. Þar að auki gerðu tillögur framsóknarmanna ráð fyrir að er- lendu kröfuhafarnir eignuðust hlut- deild í nýju bönkunum en með því móti væri enn frekar komið til móts við hagsmuni þeirra. Hjálpar líka sjóðunum En það voru ekki bara bankar sem lánuðu heldur einnig lífeyrissjóðir. Ef húsnæðislán til sjóðsfélaga og fyr- irtækjalán sem lífeyrissjóðir hafa veitt yrðu færð niður um 20% jafngilti það 66 milljörðum. Við þá upphæð bætist að sjóðirnir hafa keypt um 50 milljarða af skuldabréfum Íbúðalána- sjóðs. Sigmundur Davíð tók fram að í til- lögunum væri gert ráð fyrir að ríkið myndi fjármagna einhvern hluta af afskriftunum. „En það er spurning hvort það sé réttlætanlegt að lífeyr- issjóðirnir eigi að taka þetta á sig sjálfir vegna þess að útlán þeirra eru varla neitt miklu betri en bankanna,“ sagði hann. Með því að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot og hrun fast- eignamarkaðarins væri einnig verið að gæta hagsmuna lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir ekki stikkfrí  Einnig í hag lífeyrissjóða að komið verði í veg fyrir fjöldagjaldþrot og hrun á fasteignamarkaði með 20% niðurfærslu skulda  Kröfuhafarnir fengju minna ef eignasöfnin hefðu verið seld á uppboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skuldir vegna húsnæðislána nema um 1.400 milljörðum og sam- kvæmt upplýsingum frá Seðla- bankanum voru skuldir fyrirtækja við fjármálastofnanir hér á landi um 5.500 milljarðar síðastliðið haust. Framsóknarflokkurinn legg- ur til að allar þessar skuldir verði færðar niður um 20% sem jafn- gildir um 1.300 milljörðum. Framsóknarmenn segja að ekki sé um ný útgjöld að ræða heldur verði þessi upphæð að mestu þeg- ar afskrifuð þegar eignasöfn gömlu bankanna verða færð yfir til þeirra nýju. Getum ekki beðið Morgunblaðið spurðist fyrir um hvaða útreikningar og gögn lægju að baki tillögu framsóknar. Í samtali við blaðið sagði Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, að tillagan byggðist ekki á upplýs- ingum um fjölda þeirra sem væru í vandræðum vegna húsnæð- isskulda, atvinnumissis eða ann- ars. Þessar upplýsingar lægju ein- faldlega hvergi fyrir. Eins og rætt hefði verið um í nokkra mánuði skorti upplýsingar. „Hins vegar höfum við þær hagstærðir sem við þurfum til að vita að Ísland er á bjargbrúninni,“ sagði hann. Það væri ekki hægt að komast að end- anlegri niðurstöðu um þetta. „Því þetta er allt að breytast, dag frá degi, greiðslugetan og verðmæti fasteigna, og allir þessir þættir. Ef við ætlum að bíða eftir því að hafa allar tölur fyrir framan okkur og reikna út nákvæma niðurstöðu, þá verður það óendanleg bið. En við sjáum nú þegar að við erum ekki í aðstöðu til að bíða.“ Upplýsingar um stöðu skuldara ekki til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.