Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 24
KOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009
ÞEGAR við Íslendingar stöndum frammi fyrir
því að þurfa að vinna okkur út úr atvinnuleysi og
efnahagsþrengingum verðum við að trúa því að
við munum gera það og við getum gert það. Ís-
lendingar eiga aldrei að sætta sig við atvinnuleysi
og við eigum að leita allra leiða til að kveða það
niður. Við eigum að hafa vonina að leiðarljósi í
þeirri vinnu sem framundan er. Og við eigum von
víða.
Við eigum til dæmis von í sköpunargáfu og
sköpunargleði. Á sviði sköpunar og hönnunar er
margt spennandi að gerast sem getur skapað
þjóðarbúinu umtalsverðar tekjur til lengri tíma.
Sá geiri einn og sér mun ekki reisa íslenskan efnahag við en
margt smátt gerir eitt stórt.
Samkeppni á sviði hönnunar er nauðsynleg til að hún fái
dafnað og skili bestum afrakstri. Metnaðarfullir hönnuðir kæra
sig ekki um miðstýrt ríkisstyrkjakerfi. Þeir vilja láta meta sig
af alþjóðlegu fagfólki, því besta á hverju sviði. Efna þarf til
samkeppna um sem flest verkefni, stór og smá. Ef dómnefndir
hafa viðurkennt fagfólk innan sinna raða þá eykst áhugi á þátt-
töku í samkeppnum og gæði þess sem út úr þeim
kemur að sama skapi. Íslenskir hönnuðir sækja
gjarnan innblástur og hugmyndir í íslenska nátt-
úru og menningararf. Hráefni og efniviður getur
líka verið íslenskt. Skór úr roði, fyrirmyndin sótt í
íslensku sauðskinnsskóna, í þeim innlegg úr ís-
lenskri ull. Hátíska engu að síður! Fatahönnuður
breytir snjó, stuðlabergi, ísilögðu vatni eða myrkri í
þokkafull klæði úr góðum efnum. Íslenskara getur
það ekki verið. Alþjóðlegt um leið.
Við eigum von í fjármálakonum sem bera skyn-
bragð á hvaða möguleika góð hönnun á sem við-
skiptahugmynd og útflutningsvara. Þær bera líka
gott skynbragð á margt annað. Þær eru áhættu-
meðvitaðar og þær ná árangri. Við höfum fulla
ástæðu til að horfa björtum augum fram á veginn.
Nýtum neistann sem felst í voninni til að virkja sköpun og
frumkvæði. Nýtum styrkinn sem felst í voninni til að lofa okk-
ur sjálfum að atvinnuleysi þúsunda einstaklinga verði aldrei
eðlilegur hluti af íslensku samfélagi.
Nýtum styrkinn í voninni
Eftir Grétu Ingþórsdóttur
Gréta
Ingþórsdóttir
Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Í NV-kjördæmi hafa
byggðarlög átt í erf-
iðleikum og fá atvinnu-
tækifæri verið í boði, sér-
staklega á ákveðnum
svæðum. Ég tel það
skyldu Samfylking-
arinnar sem jafn-
aðarmannaflokks að taka
forystu í þessum málum
og sýna fram á að hún sé
trúverðug í að bjóða upp
á lausnir og úrræði við hinar erfiðu
aðstæður sem við blasa í þjóðfélaginu
öllu. Raunhæf úrræði þurfa að vera í
boði sem geta orðið til þess að skapa
atvinnu og fólki betri möguleika á að
geta átt fasta búsetu.
Meðal raunhæfra úrræða sem ég
vil leggja til er að hraða sem mest
uppbyggingu háhraðakerfis í kjör-
dæminu, sérstaklega í hin-
um dreifðari byggðum sem
og á Vestfjörðum. Það get-
ur haft mikið að segja fyrir
atvinnusköpun og mögu-
leika fólks á þátttöku í þjóð-
félagsumræðunni. Byggja
þarf upp sprotafyrirtæki í
gegnum sjóði sem gerir
þeim kleift að fá fjármagn
og þannig vaxa og dafna. Á
þann máta er hægt að veita
fólki atvinnu í tengslum við
sprotafyrirtækin.
Sjávarútvegurinn er
málaflokkur sem ávallt hefur skipt
miklu máli í þessu kjördæmi. Sam-
fylkingin þarf að beita sér fyrir breyt-
ingum á sjávarútveginum nú þegar
ríkisvaldið er í raun orðið eigandi að
kvótanum á nýjan leik með yfirtöku
sinni á bönkunum. Almenningur í
landinu á auðlindirnar og þess vegna
þarf að finna ný úrræði þannig að
kvótanum sé skipt á sanngjarnari
hátt. Fiskveiðikvótinn á allur að vera
nýttur og fólki og útgerðum gert
mögulegt að sækja í þær tegundir.
Samgöngumálum þarf ennfremur
að huga vel að og byggja upp vegi og
brýr á markvissan hátt, sérstaklega á
Vestfjörðum og Snæfellsnesi svo
dæmi sé tekið. Greiðar samgöngur
eru forsenda þess að mannlíf dafni í
byggðunum og atvinnuvegir verði
auðveldari. Verðmætasköpun og
hagþróun svæða fer verulega eftir
samgöngum og því hafa þær gíf-
urlega mikið að segja.
Ég tel Samfylkinguna hafa þá
stefnu sem er Íslandi mest til heilla á
komandi árum og er reiðubúinn að
starfa með henni til að koma landinu
úr viðjum hrunsins yfir í framtíðina.
Ég vona að þú sért það líka.
Hvaða úrræði eru í boði?
Eftir Ólaf Inga
Guðmundsson
Ólafur Ingi
Guðmundsson
Höfundur er frambjóðandi til 5.-6.
sætis á lista Samfylkingarinnar í NV-
kjördæmi.
Í RAUN er ekki mjög langt síðan Íslend-
ingar bjuggu í torfbæjum við afar misjöfn kjör.
Margar fjölskyldur drógu fram lífið og áttu
ekki í sig og á. En mitt í allri þrönginni var að
finna einstaklinga sem notuðu hugvitið og
innsæið til að finna leiðir svo að fjölskyldan
gæti lifað af. Fólk lærði að bjarga sér, sjá um
að afla hráefna, vinna úr þeim, geyma og selja.
Fyrir skemmstu fannst okkur sem þessi tíð
tilheyrði gömlum dögum. Í lok síðasta árs
vaknaði þjóðin upp við að e.t.v þyrfti að dusta
rykið af einhverjum gömlum gildum.
Nú blasir við að margar fjölskyldur þurfa a.m.k. tíma-
bundið að finna leiðir til að bjarga sér og höndla þá erfiðu
tíma sem framundan eru. Það er allt eins sennilegt að í þess-
um aðstæðum færist það aftur í vöxt að framleiðsla ýmissa
matvara og annarra hluta fari fram á heimilunum. Í sjálfu
sér ber að fagna því þótt enginn hefði óskað þess að hrun
efnahagskerfisins þyrfti til svo gömlu gildin fengju að njóta
sín á ný.
Vegna aðstæðna nú er mikilvægt að hlúa að alls
kyns heimilisframleiðslu á vörum sem hægt er að
selja. Það er letjandi fyrir frumkvöðul að finna sig
flæktan í löngu umsóknarferli um að mega fram-
leiða eða flóknar reglugerðir um eftirlit, langi
hann til að framleiða vöru með sölu í huga. Mik-
ilvægt er að laga kröfur framleiðslunnar að að-
stæðum. Skilvirkt eftirlit felst í sjálfu sér aðallega
í því að hægt sé að rekja vöruna til framleiðand-
ans sem ber ábyrgð á gæðum hennar.
Á mörgum heimilum er til mikil þekking á
hvernig á að framleiða t.d. matvæli. Aðstaða er
víða til staðar og oft er hægt að komast af með
einfaldan tækjakost. Vörur sem framleiddar eru í
fjölbreyttum og heimilislegum stíl eru iðulega eftirsóttar.
Markaðslögmál munu í þessu sambandi virka vel.
Sum af gömlu gildunum eru nú gulls ígildi. Höfum ferlið
frá hugmynd til framkvæmdar og framleiðslu einfalt. Greið
leið er hvatning fyrir þá sem vilja láta draumana rætast.
Að hrinda hugmynd í framkvæmd
Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur
Kolbrún
Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur og gefur kost á sér í 4.-5. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
RÉTTUR barna til vel-
ferðar er óumdeildur. Sá
réttur tengist náið grunn-
þörf barna og viðurkennist
gjarnan mjög fúslega af
fullorðnum. Á hinn bóginn
er réttur barna til virkrar
þátttöku í samfélaginu
umdeildur. Engu að síður
hvílir þó sú skylda á
stjórnvöldum að tryggja
börnum raunveruleg tæki-
færi til að taka þátt í lýðræðislegri
ákvarðanatöku á þeirra eigin for-
sendum, til dæmis í málum sem snerta
skólann, æskulýðs- og tómstundamál,
forvarnir, skipulag og umhverfið, eins
og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna kveður á um. Það leikur því eng-
inn vafi á því að börn, sem
myndað geta eigin skoð-
anir, eiga rétt á að láta þær
í ljós í öllum málum sem
þau varða og stjórnvöldum
ber að taka réttmætt tillit
til skoðana barnanna í sam-
ræmi við aldur þeirra og
þroska. Rannsóknir hafa
staðfest að ung börn búa
yfir mikilli getu til að láta í
ljós skoðanir sínar á mál-
efnum er þau varða. Á
óvissutímum og í því ár-
ferði, sem nú blasir við Ís-
lendingum, þarf að huga sérstaklega
að velferð og öryggi íslenskra barna til
að draga úr neikvæðum áhrifum efna-
hagskreppunnar á þennan vaxandi og
viðkvæma hóp því líklegt er að óörygg-
ið marki dýpri spor í börn en fullorðna.
Barnasáttmálinn felur í sér al-
þjóðlega viðurkenningu á að börn séu
hópur, sem þarfnist sérstakrar vernd-
ar umfram hina fullorðnu og að rétt-
inda þeirra hafi ekki verið nægilega
gætt í þeim mannréttindasamningum,
sem áður hafa verið gerðir. Jafnframt
felst í honum viðurkenning á rétt-
indum, óháð réttindum hinna full-
orðnu. Tíðni kvíða og þunglyndis eykst
á krepputímum og rannsóknir hafa
leitt í ljós að þunglyndi og kvíði for-
eldra „smitist“ gjarnan til barnanna. Í
því þjóðfélagsástandi, sem hér ríkir,
minnkar geta mannsins til að setja sig
í spor annarra sem þýðir að ef for-
eldrar eru að glíma við þunglyndi,
kvíða eða reiði, sem nú er algengt,
minnkar hæfni þeirra til að mynda góð
tengsl við börnin sín. Góð andleg líðan
foreldra er því forsenda þess að geta
verndað börn sín gagnvart erfiðum
breytingum.
Börnin þurfa sína rödd
Eftir Birgittu
Jónsdóttur Klasen
Birgitta Jónsdóttir
Klasen
Höfundur gefur kost á sér í 3.-4. sæti
á lista Sjálfstæðisflokksins í Suður-
kjördæmi.