Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 HIN hugljúfa gamanmynd Marley & Me með þeim Jennifer Aniston og Owen Wilson í aðalhlutverkum skaust beint á toppinn um helgina yf- ir tekjuhæstu kvikmyndir landsins. Tæplega 3.000 manns sáu myndina um helgina og eru tekjur af henni komnar upp í 2,6 milljónir króna. Ör- litlu munaði að Gran Torino fengi að deila toppsætinu með Marley & Me eftir sýningar helgarinnar en rúm- lega 2.700 Íslendingar gerðu sér ferð á myndina og námu tekjur af henni um 2,2 milljónum króna. Myndinni er leikstýrt af eilífðartöffaranum Clint Eastwood sem einnig leikur aðal- hlutverkið, en myndin ku vera sú síð- asta sem hann hyggst leika í þó leik- stjóraferillinn eigi eflaust eftir að teygja sig langt fram á næsta áratug. Úr ræsinu Sigurvegari Óskarsverðlaunanna situr svo í þriðja sæti sína áttundu viku á lista. Rúmlega 30 þúsund Ís- lendingar eru nú alls vísari um fá- tækrahverfi Mumbai og ótrúlega hetju- og uppvaxtarsögu Jamals K. Malik. Tekjur myndarinnar hér á landi nema nú um 27,5 milljónum króna. Myndin fellur aðeins um eitt sæti á milli vikna. Í fjórða sæti er að finna aðra gam- anmynd, Confessions of a Shopaholic sem kemur eins og ferskur andblær inn í kreppuna og allar þær sparnað- arleiðir sem hún hefur leitt af sér. Teiknimyndin The Tale of Desper- eaux stendur svo í stað milli vikna í fimmta sæti. Um fjögur þúsund bíó- gestir hafa nú gert sér ferð á þessa hugljúfu teiknimynd um bókhneigðu músina Despereaux sem á þann draum heitastan að komast upp úr ræsinu, í orðsins fyllstu merkingu. Tekjuhæstu kvikmyndir helgarinnar Marley & Me skýst beint á toppinn        &?@&                             ! "# $ %&& & % '( ') '   % *&( + ,-& .& / '  0  1 2  ,& $'' ' ' 0    3 4 3 '  ' 5              Ein stór fjölskylda Owen Wilson og Jennifer Aniston í hlutverkum sínum ásamt nýjasta fjölskyldumeðliminum, hvuttanum góða. Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 Fanboys kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ He’s just not that into you kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Hotel for dogs kl. 5:30 LEYFÐ The Pink Panther 2 kl. 8 - 10 LEYFÐ Bride wars kl. 8 - 10 B.i. 12 ára Frost/Nixon kl. 5:30 B.i. 12 ára The Wrestler kl. 10:30 B.i.14 ára Vicky Cristina Barcelona kl. 5:50 LEYFÐ The Reader kl. 8 - 10:20 B.i.14 ára Frá leikstjóra The Hours og Billy Elliott - S.V., MBL- L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI 750k r. - S.V., MBL - DÓRI DNA, DV8ÓSKARSVERÐLAUN Þ A R Á M E Ð A L BESTA MYNDIN OG BESTI LEIKSTJÓRINN 750kr. BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Frábær gamanmynd um fimm vini sem brjótast inn í Skywalker Ranch til að stela fyrsta eintaki af Star Wars Episode I. ÞEIR RÁÐA YFIR FJÁRHAGI ÞÍNUM ÞEIR STJÓRNA LÍFI ÞÍNU OG ALLIR BORGA EN HVAÐ EF ÞEIR NOTA PENINGANA ÞÍNA TIL AÐ KAUPA MORÐ? - Tommi, kvikmyndir.is - S.V., MBL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI 750k r. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI - D.V.- Tommi, kvikmyndir.is - D.Ö., KVIKMYNDIR.COM - DÓRI DNA, DV - S.S., MBL - Ó.H.T., Rás 2 2 - ÓHT, Rás 2 Marley & Me kl. 6:30 - 9 LEYFÐ The International kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára Ævintýri Dexperaux ísl. tal kl. 6 LEYFÐ Milk kl. 5:30 - 8 B.i.12 ára Marley & Me kl. 8 - 10:10 LEYFÐ Ævintýri Despereaux ísl. tal kl. 6 LEYFÐ He’s just not that into you kl. 8 B.i.12 ára Hotel for dogs kl. 6 LEYFÐ Viltu vinna milljarð? kl. 10:15 B.i.12 ára 750k r. 750k r. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Tvær vikur á toppnum í U.S.A.! Þau voru í fullkomnu sambandi þangað til einn lítill hlutur komst upp á milli þeirra Frábær gamanmynd með Jennifer Aniston og Owen Wilson ... og hundinum Marley 750k r. MAGNAÐUR SPENNUTRYLLLIR MEÐ CLIVE OWEN OG NAOMI WATTS Í FANTAFORMI! Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú b - S.V., MBL - E.E., DV „HELVÍTIS FOKKING BANKAHYSKI” Bráðfyndin rómantísk gamanmynd sem sviptir hulunni af samskiptum kynjanna 750k r. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI “Marley & Me er skemmtileg kvikmynd sem lætur engan ósnortinn.” - M.M.J., Kvikmyndir.com Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG er búinn að vera í músík frá því ég var svona sex ára,“ segir Árni Freyr Gunnarsson, sautján ára gam- all tónlistarmaður sem samdi tónlist- ina fyrir Meistarann og Margarítu eftir Mikhail Bulgakov sem Herra- nótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, hefur nú sett upp. „Ég byrjaði í einkatímum í píanó- leik og hef verið í þeim síðan. Núna er ég svo á diplómabraut í LHÍ sem þýðir að ég er í háskólanámi, en samt í menntaskóla, sem þykir eitthvað voða fínt,“ segir Árni í léttum dúr. Auk tónlistarnámsins er Árni nem- andi á eðlisfræðibraut í Mennta- skólanum í Reykjavík og er þar einu ári á undan áætlun, ætti að vera í 4. bekk (á öðru ári) en er í 5. bekk (á þriðja ári). Hann segir það vissulega geta verið erfitt að hafa svona mikið að gera. „Ég er til dæmis ekki búinn að æfa mig í svona þrjár vikur. Það var svo mikið vesen að semja tónlist- ina fyrir þetta verk, að setja saman hljómsveit og svona,“ segir Árni, en það var leikstjóri verksins, Karl Ágúst Þorbergsson, sem vildi fá klassíska tónlist við verkið og því var samband haft við Árna sem fram að þessu hefur lítið gert af því að semja tónlist. Lætur kylfu ráða kasti Það er átta manna kammersveit sem flytur tónlist Árna á hverri sýn- ingu. „Þetta er eiginlega hárómantísk tónlist,“ segir tónskáldið um músík- ina, en bætir því við að vissulega sé hún djöfulleg á köflum, enda ekki annað hægt í ljósi þess að verkið fjalli um heimsókn djöfulsins til Moskvu. Hvað helstu áhrifavalda í tónlist varðar nefnir Árni 19. aldar tón- skáldin Franz Liszt og Frédéric Chopin sem hann segist hlusta gríð- arlega mikið á. Þrátt fyrir ungan ald- ur segist hann hins vegar lítinn áhuga hafa á popptónlist. „Eiginlega bara alls engan, ég hef alveg látið hana vera hingað til.“ Hvað framtíðina varðar segist Árni ekki viss um hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur. „Ég mun klára MR og LHÍ á sama tíma, vorið 2010, og verð þá búinn í öllu námi og mun örugglega ekkert vita hvað ég á af mér að gera,“ segir hann en bætir því þó við að hann langi til að halda áfram að spila á píanóið. „Það væri alla vega gaman, en ég ætla að sjá til – láta kylfu ráða kasti.“ Meistarinn og Margaríta er sýnt í gamla Heimilistækjahúsinu, Sætúni 8 (hjá Höfða). Næsta sýning er kl. 20 í kvöld. Er ekkert í Sautján ára menntaskólanemi samdi tónlistina fyrir leikrit Herranætur Sögu leikfélagsins má rekja allt aftur til átjándu aldar, þegar skólapiltar við Skálholtsskóla byrjuðu skólaárið með nokkurs konar uppistandi og gerðu grín að klerkum staðarins. Frá því að Menntaskólinn í Reykjavík flutt- ist í núverandi húsnæði við Lækjargötu árið 1846 hefur Herranótt sett upp leikrit á hverju ári nær óslitið. Herranótt Nánari upplýsingar má finna á herranott.bloggar.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.