Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009
ATVINNULEYSI er
að aukast. Gamlar og
úreltar hugsjónir, sem
stjórn landsins hefur
byggst á síðustu átján
árin, ganga ekki lengur.
Þess vegna tel ég að
tími sé kominn til að
grípa til aðgerða og
reyna nýjar leiðir, ekki
bara til að koma okkar í
gegnum þessa erfiðu
tíma, heldur til að komast í betra
form en nokkru sinni fyrr.
Í fyrsta lagi eru mikil tækifæri í
uppbyggingu á innviðum íslensks
samfélags. Okkar vantar vegi, brýr
og hafnir, bæði á höfuðborgarsvæð-
inu og úti á landi, okkur sárvantar
endurbætur. Skógrækt getur einnig
verið stór hluti af þessu. Rík-
isstofnun sem ræður fleira fólk til
starfa á þessu sviði hefur tvöföld
áhrif – hún veitir fólki atvinnu og
endurnýjar landið.
Í öðru lagi er ný tækni rétt að
slíta barnsskónum hér á landi. Þar
skortir aðeins tvær auðlindir:
ímyndunarafl og einbeitni. Það er
sannarlega nógu af hvoru tveggja
hér á landi. Hvort sem við erum að
tala um hugbúnað eða vélbúnað þá
verðum við að fjárfesta í
þessari vaxandi atvinnu-
grein, en hún á sér alltaf
neytendur um allan heim-
inn.
Í þriðju lagi bendi ég á
að bandarísk stjórnvöld
hafa breytt stefnu sinni í
umhverfis- og orkumálum.
Barack Obama, Banda-
ríkjaforseti, hefur ítrekað
sagt að hann vilji virkja
umhverfisvænar og end-
urnýjanlegar orkulindir. Í
vesturhluta Bandaríkjanna, frá
Wyoming til Kaliforníu, eru mikil
jarðhitasvæði en þar er nánast eng-
in jarðhitavirkjun. Við okkur blasa
mikil atvinnu- og viðskiptatækifæri
á þessu sviði, þ.e.a.s. okkar þekking
á jarðhituorku.
Það er erfiðir tímar framundan.
Það mun taka langan tíma að kom-
ast í gegnum þá. En ef við stöndum
saman, einbeitum okkar að framtíð-
inni, yfirgefum úreltar hugsjónir og
fögnum nýjum leiðum, getum við
byggt upp Ísland á ný.
Atvinnumál á Íslandi
– Nýjar hugmyndir
Eftir Paul F. Nikolov
Paul F. Nikolov
Höfundur gefur kost á sér í 1.-3. sæti
hjá Vinstri grænum í Reykjavík-
urkjördæmi, og er 1. varaþingmaður
Vinstri grænna í Reykjavík-
urkjördæmi norður.
ÍSLENSKA ríkið
mun skulda 563 millj-
arða króna við lok árs
2009 samkvæmt tölum
frá fjármálaráðuneyt-
inu. Hér eru ekki taldar
með lánalínur frá Al-
þjóða gjaldeyr-
issjóðnum en 563 millj-
arða skuld fámenns
ríkis er svo sem meira
en nóg.
Vextir 20% af
útgjöldum ríkisins
Vaxtagjöld munu aukast frá því
að vera um 20 milljarðar árið 2006 í
115 milljarða árið 2009 og 120 millj-
arða árið 2010 að sögn fjár-
málaráðuneytisins. Vaxtagreiðslur
verða um 20% af heildarútgjöldum
ríkisins árið 2009 samanborið við
6% 2006. Við þessar vaxtagreiðslur
bætast svo minnkaðar skatttekjur,
en heildartekjur dragast saman um
12% á árinu. Við stöndum því
frammi fyrir því að ef fjárlög ættu
að vera hallalaus þyrfti að koma til
um 100 milljarða króna nið-
urskurður. Þetta er gífurleg fjár-
hæð eða samsvarandi rekstri heil-
brigðiskerfis skv. fjárlögum 2008.
Þrír valkostir þjóðar
Til þess að bregðast við viðlíka
vanda má með nokkurri einföldun
segja að ríkið geti valið milli þriggja
leiða; að hækka skatta, skera niður
útgjöld eða með fjár-
lagahalla. Í þjóðhags-
áætlun frá janúar 2009 er
gert ráð fyrir að fjár-
lagahallinn verði tæpir
190 milljarðar og svo 155
árið 2010. Mikill halli er í
fullu samræmi við aðgerð-
ir flestra þróaðra hag-
kerfa heims. Munurinn á
stöðu okkar og hinna
stóru þjóða, sem við ber-
um okkur gjarnan saman
við, er hins vegar sá að
aðrar þjóðir geta að
mestu notað fjárlagahallann til þess
að örva hagkerfið. Á Íslandi mun
mestur hluti fjárlagahallans fara í
að mæta hinum miklu vaxta-
greiðslum.
Öllum má vera ljóst að fjár-
lagahalli er ekki langtímalausn og
sársaukafullur niðurskurður er
staðreynd. Þegar skera þarf eins
djúpt og nú gagnast flatur nið-
urskurður illa. En áður en markmið
verða sett varðandi niðurskurð er
mikilvægt að leita allra leiða til að
minnka hinar gríðarlegu vaxta-
greiðslur. Þar eru stórir áhrifaþætt-
ir háir vextir og skuldir tengdar
hruni bankanna. Forgangsverkefni
er því að lækka stýrivexti, semja
við erlenda kröfuhafa og lágmarka
frekari skuldbindingar ríkisins.
Viltu skulda milljarð?
Eftir Guðrúnu Ingu
Ingólfsdóttur
Guðrún Inga
Ingólfsdóttir
Höfundur er hagfræðingur með
meistarapróf í alþjóðafjármálum og
hagfræði og býður sig fram í 4. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
NÚ Í lok febrúar
fengum við að heyra
nýjar upplýsingar um
verðbólguþróun frá
Hagstofunni. Sam-
kvæmt fjölmiðlum er
sagt að verðbólga sé
17,6% og að sjálfsögðu
verður okkur brugðið
sem erum með verð-
tryggð lán og hrædd
þegar við höldum áfram
að heyra fréttir um mikla verð-
bólgu. Ég get fallist á að verðbólgan
hafi verið 17,6% síðustu 12 mánuði
en það er afar mikilvægt
að átta sig á að verðbólgan
er ekki 17,6%. Neðst í
þessari grein er slóð á vef-
síðu Hagstofu Íslands sem
sýnir verðbólgubreyt-
ingar eftir mánuðum og
ársverðbólgu miðað við
síðasta mánuð, 3 mánuði, 6
mánuði og 12 mánuði. Þar
kemur fram að verðbólgan
síðasta mánuð umreiknuð
til árshækkunar hafi verið
6,1% og verðbólga síðustu
þriggja mánaða umreikn-
uð með sama hætti 10,9% sem er
langt undir verðbólguspá Seðla-
bankans frá þriðja ársfjórðungi
2008, þar sem verðbólga fyrsta
fjórðungs 2009 átti að vera 22,7%.
Ef við miðum við verðbólgu síð-
ustu 3 mánuði umreiknaða til árs-
hækkunar (10,9%) má segja að já-
kvæðir raunvextir í landinu séu
orðnir 7%, þar sem stýrivextir eru
18%. Þetta ætti að sjálfsögðu að
kæta fjármagnseigendur. En að
sama skapi er þetta afar sorglegt
ástand fyrir atvinnustarfsemi, þar
sem líklega engin atvinnustarfsemi
getur sýnt fram á meira en 18%
framlegð fyrir utan kannski mansal,
vændi og fíkniefnasölu.
Stýrivaxtamál Seðlabankans eru
orðin afar sorgleg. Áður ýttu þau
undir erlendar lántökur sem skap-
aði þenslu og hvöttu erlenda fjár-
magnseigendur að kaupa skulda-
bréf sem hækkaði gengi krónunnar.
Þrátt fyrir að um töluverðan tíma
hafi raunvextir sýnt háa jákvæða
tölu og á tímabili tveggja stafa tölu
á fyrri hluta 2007. Fyrrverandi
seðlabankastjóri hafði meira að
segja játað þessi mistök. Og enn
þurfa stýrivextirnir að valda tjóni
og nú undir stjórn Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins.
Nú er mikilvægt að lækka stýri-
vexti í ljósi þessara nýju fregna. At-
vinnustarfsemi þarf á nýju blóði að
halda til þess að deyja ekki út.
Skjölin á vef Hagstofunnar má
nálgast á eftirfarandi vefslóðum:
http://www.hagstofan.is/
Pages/95?NewsID=3965
http://www.sedlabanki.is/
?PageID=61
Eftir Skarphéðin
Skarphéðinsson
Skarphéðinn
Skarphéðinsson
Höfundur er í framboði í 3.-6. sæti í
prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð-
vesturkjördæmi.
Er verðbólga 17,6%?
Stuðningsgreinar
á mbl.is
Þessir hafa skrifað grein til
stuðnings frambjóðendum:
Heimir Hilmarsson
Kolbrún Ólafsdóttir
Lúðvík Börkur Jónsson
Pétur Ómar Pétursson
Ýmir Örn Finnbogason
Meira: mbl.is/kosningar