Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 12
12 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | notadir.brimborg.is
lifðu í öryggi. fáðu þér notaðan volvo.
Við erum á tánum fyrir þig í dag. Semdu við okkur um verð.
Endurnýtum gjaldeyrinn með því að nýta það sem við
eigum. Kauptu notaðan Volvo. Lifðu í öryggi.
Komdu í Brimborg og skoðaðu Volvo í dag.
Komdu í rjúkandi kaffi.
Við erum á tánum
fyrir þig í dag
seljagamla
nkaupanýja
notaðan
-21%-15%
Eingöngu notaðir bílar sem sérfræðingar Volvo mæla með
`
çÜå
C
t
çäÑÉ
m
ìÄäáÅ
o
Éä~íáçåë
ðëä~åÇá
-16%
Volvo S80 Executive
2,0 Turbo bensín sjálfskiptur 4 dyra
Leðurinnrétting, sóllúga, Xenon gasljós,
rafdrifin sæti, Dolby hljómkerfi, 17"
álfelgur, nálægðarskynjari aftan ofl.
Fast númer UF186
Skrd. 12/2005. Ek. 49.000 km.
Ásett verð 4.090.000 kr.
Afsláttur 610.000 kr.
Tilboðsverð 3.480.000 kr.
Volvo S60 SE
2,0 Turbo bensín sjálfskiptur 4 dyra
Sport leðurinnrétting, 17" álfelgur,
rafdr. ökumannssæti, nál.skynjari aftan ofl.
Fast númer VU856
Skrd. 10/2005. Ek. 95.000 km.
Ásett verð 3.430.000 kr.
Afsláttur 550.000 kr.
Tilboðsverð 2.880.000 kr.
Volvo S40 SE
2,4 bensín sjálfskiptur 4 dyra
Leðurinnrétting ofl.
Fast númer VH746
Skrd. 10/2005. Ek. 65.000 km.
Ásett verð 2.890.000 kr.
Afsláttur 600.000 kr.
Tilboðsverð 2.290.000 kr.
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
NÆRRI þrír af hverjum fjórum
Íslendingum eru hlynntir því að
taka upp aðildarviðræður við Evr-
ópusambandið. Stuðningurinn við
viðræður hefur ekki verið meiri í
sex ár. Á hinn bóginn eru þeir nú
fleiri sem segjast andvígir aðild en
þeir sem segjast hlynntir aðild að
ESB. Þetta er niðurstaða könnunar
sem Capacent Gallup hefur gert
fyrir Samtök iðnaðarins.
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir,
rannsóknarstjóri Capacent, segir
að í þessari afstöðu sé ekki endi-
lega þversögn.
„Ég held að margir Íslendingar
séu ekki sérstaklega spenntir fyrir
því að ganga í Evrópusambandið
en vilja greinilega láta reyna á það
hvað verður í boði,“ segir Guð-
björg.
Efnahagsástandið hefur áhrif
Hún telur að efnahagsástandið á
Íslandi og þrengingar fólks hafi
aukið áhuga á því að láta reyna á
viðræður við ESB. „Fólk vill láta
reyna á það hvað við getum komist
langt.“
Guðbjörg segir að það ýti undir
þessa skoðun að í könnuninni voru
mun fleiri þeirrar skoðunar að að-
ild að ESB mundi hafa jákvæð
áhrif á eigin lífskjör og einnig á
efnahag þjóðarinnar í heild.
Stuðningur við aðildarviðræður
hefur vaxið umtalsvert frá síðustu
sambærilegu könnun í ágúst 2008.
Rúm 64% aðspurðra í könnuninni
kváðust hlynnt aðildarviðræðum að
ESB en 28% eru þeim andvíg og
tæp 8% eru hvorki hlynnt þeim né
andvíg.
Þrátt fyrir þetta fækkar þeim sem
segjast hlynntir aðild að ESB en
þeim fjölgar sem eru andstæðir að-
ild. Í fyrsta skipti í sex ár eru þeir
fleiri sem eru andvígir aðild eða
45,5% en þeir sem eru henni hlynntir
nú eða 39,7%. Guðbjörg segir að fólk
hafi fyrst og fremst áhyggjur af
sjávarútvegi og landbúnaði og hræð-
ist framsal valds til Evrópusam-
bandsins.
„Ekki er gott að átta sig á
hvers vegna þeim fjölgar sem
vilja aðildarviðræður á sama tíma
og þeim fækkar sem eru reiðu-
búnir að lýsa sig hlynnta aðild.
Það sýnist að minnsta kosti ljóst
að bæði andstæðingar aðildar og
stuðningsmenn vilji leiða málið til
lykta með viðræðum og síðan taki
þjóðin afstöðu í þjóðaratkvæða-
greiðslu til málsins þegar samn-
ingur liggur fyrir í endanlegri
mynd,“ segir á vef Samtaka iðn-
aðarins, þar sem skýrt er frá nið-
urstöðu könnunarinnar.
Könnun Capacent Gallup var
símakönnun, framkvæmd dagana
11.-25. febrúar sl. Úrtakið var 1.350
manns og svarhlutfall var 65,2%.
Fólk vill láta reyna á
hvað við getum fengið
Flestir vilja viðræður við ESB en mun færri vilja aðild
!
"
#$%!
"
$&
'
!
"
#$%!
"
$&
'
(
(0
F'B F'8 F'$ F'G F'( F'2 F'H F'B F'8 F'$ F'G F'( F'2 F'H
('
G'
$'
8'
B'
#'
C'
'
('
G'
$'
8'
B'
#'
C'
'
)*+,-./00*1+)2,345,5067891+)2
:78,54,*5;5,+<<,54=.65)>
7=4)?4+),7=4,
@
)*+,-./00*1+)2,345,5067891+)2
54=.6,A.506A,54,
@
0
0
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt íslenska ríkið til að
greiða karlmanni á fertugsaldri 250
þúsund krónur í miskabætur vegna
ónauðsynlegs og ólögmæts eftirlits
lögreglu.
Maðurinn gerði kröfu um að hon-
um yrðu dæmdar 10 milljónir króna í
bætur á þeim forsendum að lögregl-
an hefði brotið gegn honum með því
að koma fyrir staðsetningarbúnaði
undir bíl hans án lagaheimildar og
með því að hlusta á og hljóðrita sím-
töl hans án þess að nokkuð kæmi út
úr þeim aðgerðum.
Lögmaður ríkisins hélt því fram
að aðgerðir lögreglu hefðu verið
réttlætanlegar, lögregla hefði fengið
áreiðanlegar upplýsingar um ætlað-
an stórfelldan innflutning mannsins
á fíkniefnum til landsins. Einnig var
vísað til þess að í símtölum stefnanda
hefðu komið fram upplýsingar um
neyslu hans og jafnvel sölu á fíkni-
efnum.
Í niðurstöðu dómsins segir að á
þeim tíma sem um ræðir hafi ekki
verið að finna heimild í lögum til
beitingar umrædds eftirfararbúnað-
ar. Dómurinn fellst einnig á að ekki
hafi verið nægilegt tilefni fyrir þeim
símahlerunum sem beitt var gagn-
vart manninum. andri@mbl.is
Ólögmætt eftirlit
lögreglunnar
Hlera Símtöl mannsins voru hljóðrituð.
Grunaður maður fær 250 þúsund kr. í bætur
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að
ríkislögreglustjóra sé heimilt að leggja hald á skjöl sem tengjast rannsókn
á sölu flugvéla City Star Airlines til tilgreindra félaga. Rannsóknin beinist
að meintum fjársvikum og fjárdrætti. Skjölin – kaupsamningar vegna fjög-
urra flugvéla – eru í vörslu lögfræðings lögmannstofunnar Logos. Lög-
mannsstofan andmælti kröfunni á grundvelli sjónarmiða um trún-
aðarskyldu lögmanns við skjólstæðing.
City Star varð gjaldþrota fyrir réttu ári en félagið er að mestu í eigu ís-
lenskra fjárfesta. Félagið seldi fjórar flugvélar en grunur leikur á, að sölu-
verð tveggja þeirra hafi verið óeðlilega lágt miðað við verðmæti og verð
hinna tveggja flugvélanna. Þannig hafi verðgildi flugvélanna í eigu City
Star verið rýrt við söluna til verðaukningar á flugvélunum í eigu hinna
tveggja aðilanna til tjóns fyrir eignarhaldsfélagið og síðar þrotabú þess.
Má leggja hald á skjöl
INNLENT