Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11ALÞINGI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009
STJÓRNARLIÐAR ætluðust til að lokaumræða
um frumvarpið sem heimilar fólki að taka út sér-
eignasparnað sinn færi fram síðdegis í gær og yrði
síðan lögfest. Það fór þó á annan veg. 3. umræða
hófst síðdegis og stóð yfir langt fram eftir kvöldi
og var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prent-
un í nótt. Þingmenn Sjálfstæðisflokks gerðu fjöl-
margar athugasemdir og komu í ræðustól hver á
fætur öðrum.
Til harðra orðaskipta kom milli þingmanna
vegna þessa þegar leið á kvöldið. Árni Þór Sig-
urðsson, Vinstri grænum, sagði bersýnilegt að
sjálfstæðismenn væru lagstir í málþóf, fyrst og
fremst til að koma í veg fyrir að umræða gæti
haldið áfram um stjórnskipunarfrumvarpið. „Það
er Sjálfstæðisflokknum til skammar,“ sagði hann.
Sjálfstæðismenn svöruðu fullum hálsi, sögðu að
fram færi nauðsynleg og efnisleg umræða um
frumvarp sem hefði augljósa galla. ,,Við erum öll
sammála um það sem hér erum inni að þetta eru
hænuskref,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson,
Sjálfstæðisflokki.
,,Ég get ekki betur séð en það sé verið að sýna
það og sanna hér með þessum gjörningum sjálf-
stæðismanna að þetta er leikhús,“ sagði Grétar
Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum. Birkir Jón
Jónsson, Framsóknarflokki, tók í sama streng og
sagði stjórnarandstæðinga tefja málið. Björn
Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, sagði að umræðurn-
ar hefðu verið málefnalegar. Framhaldsnefndar-
álit meirihluta efnahags- og skattanefndar væri
hvorki fugl né fiskur. omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Deilur Árni Þór sagði sjálfstæð-
ismenn bersýnilega með málþóf.
Ásakanir gengu á báða bóga
Sjálfstæðismenn ræddu frumvarpið um útgreiðslu séreignarsparnaðar fram á
nótt Stjórnarliðar sökuðu stjórnarandstæðinga um málþóf og að tefja mál
Í HNOTSKURN
»Væntanleg lög heimila eigendum sér-eignarsparnað að leysa út allt að eina
milljón kr. fyrir skatta með föstum mán-
aðarlegum greiðslum í 10 mánuði.
»Heimilt verður á ákveðnu tímabili aðsækja um útborgun á innstæðu séreign-
arsparnaðar ásamt vöxtum.
»Útgreiðslur séreignar skerða ekkibarnabætur, vaxtabætur, atvinnuleys-
isbætur eða lífeyrisgreiðslur.
LOKAUMRÆÐA um frumvarp um útgreiðslu sér-
eignasparnaðar stóð yfir klukkustundum saman í
gær. Sjálfstæðismenn komu hver á fætur öðrum í
ræðustól, gagnrýndu málið og vinnubrögðin á
þinginu. Stjórnarliðar sökuðu þá á móti um mál-
þóf og að tefja fyrir þingstörfum. Forseti lýsti því
yfir skömmu fyrir miðnætti að þingfundur stæði
þar til umræðu lyki. Allt útlit var því fyrir nætur-
fund þegar Morgunblaðið fór í prentun.
Morgunblaðið/Ómar
Þingmenn þjörkuðu klukkustundum saman
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„ÉG tel að það séu allar forsendur
fyrir að fara í vaxtalækkanir. Það er
vaxtaákvörðunardagur 19. mars og
ég geri bara ráð fyrir því að við mun-
um þá fara í vaxtalækkanir. Það eru
a.m.k. allar forsendur til þess,“ sagði
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra við umræður utan dagskrár á
Alþingi í gær um endurreisn efna-
hagslífsins.
Umræðan fór fram að beiðni Birk-
is Jóns Jónssonar, varaformanns
Framsóknarflokksins. Hann varaði
við kerfishruni og gagnrýndi þær
viðtökur sem framsóknarnmenn
hafa fengið við hugmyndum sínum
um aðgerðir í efnahagsmálum og um
lækkun skulda fjölskyldna „Ég sætti
mig ekki við það að þegar við kom-
um fram með slíkar hugmyndir skuli
menn slá þær út af borðinu. Það er
hægt að ræða við erlendu kröfuhaf-
ana um að það séu sameiginlegir
hagsmunir að við komum í veg fyrir
kerfishrun. Hér er hver dagur dýr-
mætur og ég er því miður mjög efins
um að ríkisstjórnin sé á réttri leið
við að leita lausna á erfiðu ástandi
hjá heimilum og fyrirtækjum.“
Kortlagning eigna og skulda
Fram kom hjá Jóhönnu að starfs-
hópur á vegum Seðlabankans, sem
metið hefur áhrif fjármálakrepp-
unnar á efnahag heimila og fyr-
irtækja, muni væntanlega skila nið-
urstöðu í þessari viku. Þá muni
einnig liggja fyrir ítarleg kortlagn-
ing á skuldum og eignum hér á landi.
„Öflugt bankakerfi er forsenda
hagvaxtar í nútíma hagkerfi. Við
gerum ráð fyrir að bankarnir verði
endurfjármagnaðir í lok næsta mán-
aðar og geti snúið sér af fullum
kraftir að enduruppbyggingu ís-
lensks efnahagslífs á grundvelli
stöðugs gengis og verðlags með
hagsmuni heimila og fyrirtækja í
landinu að leiðarljósi.“ En hún
greindi einnig frá því að aðstæður
gerðu enn ekki mögulegt að losa um
gjaldeyrishöftin.
Bjarni Benediktsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, lýsti áhyggjum af
stöðu nýju bankanna og sagði lána-
safn þeirra það lélegasta sem sést
hefði frá því í kreppunni miklu. „Það
er rætt um að afskriftarþörf nýju
bankanna sé slík að menn hafa ekki í
fjármálakrísum annarra landa í
seinni tíð séð annað eins.“
Hann lýsti efasemdum um að rétt
væri að taka yfir jafnmörg vanda-
málalán og raun bæri vitni inn í nýju
bankana. „Mig grunar, að það gæti
verið skynsamlegra að skilja eftir
hluta af vandanum í gömlu bönk-
unum og leyfa kröfuhöfunum þar að
eiga við það.“ Þetta væri áhættu-
fjárfesting fyrir ríkið og 5% ofmat á
eignum nýja bankakerfisins gæti
valdið 100 milljarða tjóni fyrir rík-
issjóð.
Heildarskuldsetning þjóðarinnar
virðist nú vera meiri en áður var tal-
ið. Er það fyrst og fremst vegna
meiri skulda einkaaðila en reiknað
var með. Hins vegar standast áætl-
anir um skuldir ríkissjóðs. Þetta
kom fram í máli Steingríms J. Sig-
fússonar fjármálaráðherra.
Vaxtalækkun 19. mars?
Bankarnir endurfjármagnaðir í lok apríl Varar við kerfishruni Önnur eins
afskriftaþörf ekki sést í seinni tíð Heildarskuldir þjóðarbúsins hærri en talið var
Endanlegt mat á innstæðum
Straums liggur ekki fyrir en svo
virðist sem um 60 milljarðar króna
falli undir innstæðutryggingar ís-
lenska ríkisins. Þetta sagði Gylfi
Magnússon viðskiptaráðherra í
svari við fyrirspurn Sigurðar Kára
Kristjánssonar, Sjálfstæðisflokki,
um áhrifin af falli Straums-
Burðaráss Fjárfestingarbanka á
ríkið.
Gylfi sagði að bankinn ætti
eignir á móti og því benti ekkert
sérstakt til að þessi fjárhæð félli á
ríkið. „Bankinn er núna kominn í
umsjá skilanefndar, og hún tekur
allar ákvarðanir um rekstur og
ráðstöfun eigna næstu daga.“ Á
Gylfi ekki von á að bankanum verði
haldið gangandi á sama hátt og
nýju bönkunum eftir bankahrunið í
haust.
Innstæðutryggingin um 60 milljarðar króna
FORYSTUMENN Frjálslynda
flokksins, þeir Guðjón A. Krist-
jánsson formaður flokksins og
Grétar Mar Jónsson, lögðu í gær
fram frumvarp þar sem lagt er til
5% hámarksþak á verðtryggingu
lána frá 1. janúar sl. til 1. janúar
2010. Leggja þeir til að verðtrygg-
ingarálag sem er umfram þessi 5%
verði lagt inn á biðreikning.
Segja þeir að með þessu verði
viðmiðunarhlutfall til hækkunar
á höfuðstól lána fryst við 5% há-
mark, þannig að það fari aldrei upp
fyrir það mark á umræddu tímabili.
„Með þeirri reglu að allt verð-
tryggingarálag umfram 5% leggist
inn á biðreikning samkvæmt bráða-
birgðaákvæðinu gefst ríkisstjórn-
inni tóm til að taka raunverulega á
málinu, m.a. til að ákveða afskrift
eftir almennri reglu á þeirri fjár-
hæð sem safnast hefur á biðreikn-
ing,“ segja þeir í greinargerð.
Frysta verð-
tryggingu við 5%
Orðrétt
á Alþingi
’„Við vitum það að það hefur ekk-ert samráð verið haft við Sjálf-stæðisflokkinn þegar kemur að breyt-ingum á stjórnskipunarlögum, sem eralgjör nýlunda.“
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR
’„Um helgina birtust upplýsingarsem satt að segja voru mjög ugg-vænlegar, um það hvernig stærstibanki þjóðarinnar hefði hagað lána-málum sínum til eigenda sinna. Ég
hefði talið að það væri skylda Alþingis
að verja mestum tíma sínum til þess
að ræða með hvaða hætti löggjafinn á
að bregðast við þannig starfsemi […]
JÓN MAGNÚSSON
’„Það sem Sjálfstæðisflokkurinner hér að gera, herra forseti, er aðhann þykist ætla að greiða fyrir þing-störfum en er í raun að stefna að þvíað hér sé allt upp í loft þegar þingi lýk-
ur […]
MÖRÐUR ÁRNASON
’Þetta snýr að grundvallarlýðræð-isréttindum í þjóðfélaginu ogmeðal annars að eign þjóðarinnar áauðlindunum, sem er kannski eitthvaðþað brýnasta sem við þurfum að taka
á í dag að tryggja til framtíðar.
JÓN BJARNASON
’„Hér erum við í dag búin að fáþær fréttir að fyrirtæki eru aðfara í þrot og við erum hér með dag-skrá þingsins, sem tekur á öllu öðruheldur en bráðavanda fyrirtækjanna
og heimilanna.
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
’„Eru menn bara blindir hér í þess-um sal? Auðvitað á að klára þettamál og það vekur mikla furðu að Sjálf-stæðisflokkurinn skuli leggjast í þessaför. Það er eins og Sjálfstæðisflokk-
urinn sé að verða verri en Vinstri
grænir voru.
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR