Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009
Í HNOTSKURN
»Lögmenn Íslandsbanka ogGlitnis sögðu að hug-
myndir Baugs væru full-
komlega óraunhæfar.
»Engin skynsamleg áætlunum endurskipulagningu
Baugs lægi fyrir.
»Ef Baugur fær ekki áfram-haldandi greiðslustöðvun
verður félagið gjaldþrota.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
LÖGMENN Íslandsbanka og Glitn-
is mótmæltu því harðlega í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær að Baugi
Group yrði veitt áframhaldandi
greiðslustöðvun.
Lögmenn bankanna sögðu að
kröfuhafar Baugs hefðu verið
blekktir með villandi upplýsingum
um stöðu félagsins á sérstökum
fundi með kröfuhöfum. „Það er rök-
studdur grunur um að [Baugur] hafi
vísvitandi veitt upplýsingar sem eru
rangar og villandi,“ sagði Ingvi
Hrafn Óskarsson, lögmaður Íslands-
banka.
Ósamræmi í gögnum Baugs
Ragnar H. Hall, aðstoðarmaður
Baugs Group í greiðslustöðvun,
sagði að það væri alveg ótvírætt að
staða Íslandsbanka og Glitnis myndi
ekki skaðast ef Baugi yrði veitt
áframhaldandi greiðslustöðvun og
vísaði til þess að bæði skilanefnd
Glitnis og Íslandsbanki hefðu veð á
bak við stærstan hluta krafna sinna.
Andri Árnason, lögmaður skila-
nefndar Glitnis, sagði að ekkert lægi
fyrir um raunhæfar aðgerðir Baugs
til að standa í skilum og kvað kröfur
Glitnis á félagið vera vel á þriðja
hundrað milljónir punda. Andri
sagði að fyrirliggjandi gögn bentu til
þess að Baugi væri skylt að sækja
þegar í stað um gjaldþrotaskipti.
Verulegt ósamræmi væri milli þeirr-
ar stöðu sem kynnt var á fundi með
kröfuhöfum og þeirra gagna sem
Baugur hefði áður kynnt. Gert væri
ráð fyrir því að samanlagt verðmæti
dótturfélaga Baugs væri 1.113 millj-
ónir punda. Hins vegar hefði Project
Sunrise, sérstök áætlun um endur-
reisn Baugs, verið kynnt í janúar á
þessu ári og þar væru þessi sömu fé-
lög talin upp og þar væri gert ráð
fyrir samanlögðu verðmæti upp á
355 milljónir punda. Andri sagði að
engin skýring lægi fyrir af hálfu
Baugs á þessum mismun á verðmæti
undirliggjandi eigna félagsins.
Ragnar andmælti því að rangar
upplýsingar hefðu verið lagðar fram
á fundi með kröfuhöfum og sagði að
Project Sunrise hefði verið unnin í
náinni samvinnu við kröfuhafa.
Eigið fé líklega uppurið
Ingvi Hrafn sagði að Íslandsbanki
ætti kröfur upp á um 6 milljarða
króna á Baug. Íslandsbanki mæti
það svo að það væri verulegum vafa
undirorpið að nokkuð fengist upp í
kröfur þrátt fyrir veðtryggingar.
Hann sagði að þegar starfsmenn Ís-
landsbanka hefðu farið yfir níu mán-
aða uppgjör Baugs hefði komið í ljós
að eigið fé félagsins væri líklega upp-
urið. Hann sagði jafnframt að áfram-
haldandi greiðslustöðvun þjónaði
engum tilgangi.
Úrskurður í málinu verður kveð-
inn upp á morgun.
Segja kröfuhafana
hafa verið blekkta
Íslandsbanki og Glitnir mótmæla greiðslustöðvun Baugs
Greiðslustöðvun Stefán Hilmarsson, aðstoðarforstjóri Baugs, og Ragnar
H. Hall, aðstoðarmaður í greiðslustöðvun, í Héraðsdómi Reykjavíkur.
;?L ;?L ()
*(*
+ ,*
+(,
0
0
;?L L
( (-
*
. ,
+,*
0
0
<!MN! 9
O
* /)0
( *-
.(,
.,
0
0
)1&%
< /)
*-
+ ,
+ ,0
0
0
;?L$C$
;?L 8'
/-(
/((
.*,-
+,(
0
0
NÝJA Kaupþing
hefur átt í við-
ræðum við Ís-
lenska að-
alverktaka
(ÍAV) um end-
urskipulagningu
á efnahag fyr-
irtækisins og
tengdra félaga. Í
tilkynningu frá bankanum segir
að niðurstaða í viðræðunum liggi
ekki fyrir, en að ÍAV falli að verk-
lagsreglum bankans um úrlausn
útlánavandamála.
Í tilkynningunni segir að miðað
við núverandi afborganaferli lána,
gengis og vaxtastig reyndist nauð-
synlegt að endursemja um lán fé-
lagsins við bankann. Með end-
urskipulagningunni sé stefnt að
því að tryggja að starfsemi ÍAV
haldi áfram með óbreyttum hætti.
Harma fréttaflutning
Stjórnendur ÍAV hafa lagt á það
áherslu í viðræðum við Kaupþing
að styrkja starfsemi félagsins til
framtíðar og varðveita þau störf
sem félagið skapar, að því er segir
í annarri tilkynningu frá ÍAV.
Verktakastarfsemi hafi orðið
hvað harðast úti í þeim efnahags-
þrengingum sem þjóðfélagið
gengur nú í gegnum og hafi ÍAV
ekki verið undanskilið í þeim efn-
um. Hrun á fasteignamarkaði hafi
valdið félaginu gríðarlegu tjóni.
Í tilkynningu kemur einnig
fram að Nýja Kaupþing og ÍAV
harmi ótímabæran fréttaflutning
af málefnum ÍAV. Í Morg-
unblaðinu í gær kom fram að Nýi
Kaupþing banki sé við það að taka
yfir ÍAV samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Bankinn muni þá
mynda nýja stjórn með sínum eig-
in fulltrúum yfir félaginu.
bjarni@mbl.is
ÍAV að
semja við
Kaupþing
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
ÁFRAM er unnið að endurskipu-
lagningu Sparisjóðabankans í sam-
ráði við kröfuhafa og Fjármálaeft-
irlit (FME). Agnar Hansson,
bankastjóri Sparisjóðabankans, seg-
ist hafa fundað reglulega með
fulltrúum FME allt frá banka-
hruninu í haust. Hafi eftirlitið veitt
bankanum frest til 28. mars næst-
komandi til að koma eiginfjárgrunni
bankans í horf sem uppfylli skilyrði
laga um fjármálafyrirtæki. „Til að
það geti orðið verður afar líklega að
koma til niðurfellingar á skuldum,“
segir Agnar. „Eins og staðan er nú
er óhjákvæmilegt að aðilar, bæði eig-
endur bankans og kröfuhafar, verði
fyrir tapi. Ég tel hins vegar ljóst að
hagsmunum allra sé betur borgið
með því að bankinn haldi áfram
starfsemi og sé ekki tekinn til gjald-
þrotaskipta.“
Einn með greiðslumiðlun
Segist hann hins vegar ekkert
geta sagt til um áform FME varð-
andi bankann. „Eftirlitið er sjálfstæð
stofnun og mun væntanlega grípa
inn í hjá okkur sjái þeir ástæðu til.“
Segir Agnar mikilvægt að Spari-
sjóðabankinn haldi áfram að starfa
sem sjálfstæð bankastofnun hér á
landi. Sé hann nú eini bankinn, fyrir
utan Seðlabankann, sem sé með
sjálfstæða greiðslumiðlun vegna
vöru- og þjónustuviðskipta við út-
lönd. Hinir viðskiptabankarnir þurfi
nú að fara í gegnum Seðlabankann
og þaðan í gegnum JP Morgan.
Segir Agnar að gríðarlega mikil-
vægt sé að samskipti við erlenda
kröfuhafa séu á samningsgrunni og
frávik frá því gætu skaðað Íslend-
inga til lengri tíma litið. Minnir Agn-
ar í því sambandi á ummæli Lee
Buchheit þjóðréttarfræðings sem
varað hefur við því að nýju bankarn-
ir gætu átt erfitt uppdráttar erlendis
fallist erlendir kröfuhafar ekki á
uppgjör gömlu bankanna.
Enn óútséð með
framtíð bankans
Sparisjóðabankinn endurskipulagður
Morgunblaðið/RAX
Miðlun Agnar Hansson segir Spari-
sjóðabankann mikilvægan Íslandi.
● HAGFRÆÐINGAR hjá Alþjóðabank-
anum spá því að umsvif í alþjóða-
viðskiptum muni dragast saman á
þessu ári í samanburði við viðskiptin á
síðasta ári. Gangi spáin eftir verður það
í fyrsta skipti frá lokum seinni heims-
styrjaldarinnar árið 1945 sem alþjóða-
viðskipti minnka milli ára.
Fram kemur í skýrslu Alþjóðabank-
ans, sem unnið hefur verið að vegna
væntanlegs fundar leiðtoga tuttugu
helstu iðnríkja heims í næsta mánuði,
að kreppan sé farin að skella illilega á
fátækari ríkjum heims, sem hafi ekkert
haft með upphaf kreppunnar að gera.
gretar@mbl.is
Fyrsti samdrátturinn
● VEXTIR af útlán-
um Íbúðalána-
sjóðs verða
óbreyttir, 4,9% af
íbúðalánum sem
eru með upp-
greiðsluákvæði og
5,4% af lánum án
uppgreiðsluálags.
Þetta er niðurstaða
sjóðsins í kjölfar útboðs á íbúðabréfum.
Vegnir vextir í útboði Íbúðalánasjóðs
annars vegar og af uppgreiddum ÍLS-
bréfum hins vegar eru 4,47%. Við
ákvörðun vaxta af útlánum leggst
vaxtaálag upp á 0,25% vegna rekstrar
sjóðsins, 0,25% vegna útlánaáhættu
og þá er uppgreiðsluálagið 0,50%.
Vextir sjóðsins hafa verið óbreyttir frá
því í ágúst 2008, en þá voru þeir lækk-
aðir. gretar@mbl.is
Óbreyttir vextir
● HAGNAÐUR Lánasjóðs sveitarfélaga
nam 1.225 milljónum króna á síðasta
ári samanborið við 1.219 milljónir króna
árið áður. Afkoman hefði verið mun
betri ef ekki hefði komið til niðurfærslu
að verðmæti 1.472 milljónir vegna af-
leiðusamninga sem sjóðurinn hafði gert
við Glitni. Háir vextir á innlendum mark-
aði svo og mikil verðbólga skiluðu mjög
góðri afkomu en eignir sem samsvara
eigin fé sjóðsins eru að mestu bundnar
í verðtryggðum útlánum. guna@mbl.is
Sjóðurinn eykur hagnað
ÞETTA HELST…
SIGURÐUR EINARSSON, fyrr-
verandi stjórnarformaður Kaup-
þings, sendi frá sér yfirlýsingu í kjöl-
far fréttar í Morgunblaðinu
síðastliðinn laugardag um lánveit-
ingar til stærstu eigenda Kaupþings.
Í yfirlýsingunni lét Sigurður að því
liggja að Morg-
unblaðið byggði
fréttina á trún-
aðarupplýsingum
sem hefðu borist
frá Fjármálaeft-
irlitinu.
Fjármálaeft-
irlitið bendir á að
umræddar upp-
lýsingar voru að-
gengilegar fleir-
um en starfs-
mönnum Fjármálaeftirlitsins. Má
þar nefna starfsmenn Kaupþings,
endurskoðendur sem unnu að stof-
nefnahagsreikningi bankans og skila-
nefnd bankans. Á þetta er bent án
nokkurra aðdróttana í garð einhvers
þessara aðila enda getur frétt Morg-
unblaðsins ekki verið grundvöllur
ásakana í garð eins af þeim aðilum
sem bjuggu yfir þessum upplýs-
ingum. Fjármálaeftirlitið fylgir af
festu eftir allri gagnrýni sem borin er
fram á störf þess. Jafnframt fer það
fram á að þeir sem gagnrýna störf
þess sýni eðlilega sanngirni, segir í
yfirlýsingu frá Fjármálaeftirlitinu.
FME svarar
Sigurði
Einarssyni
Sigurður
Einarsson