Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.03.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 FEMINÍSTAFÉLAG Íslands for- dæmir nýfallinn dóm Hæstaréttar í máli Bjarkar Eiðsdóttur blaða- manns og Ásgeirs Þórs Davíðs- sonar. Hæstiréttur dæmdi Björk til að greiða Ásgeiri 500.000 kr. fyrir að birta ummæli fyrrverandi nekt- ardansmeyjar um vændi á Goldfin- ger. Ummælin voru hljóðrituð. „Í heild sinni brýtur dómurinn gegn leikreglum lýðræðis og mannréttinda. Dómurinn end- urspeglar úrelt gildismat sem byggist á valdníðslu valdhafa og virðingu fyrir peningum á kostnað kvenna. Dómurinn felur í sér sam- þykkt á vændissölu þriðja aðila en bannar þolendum vændis að tjá sig. Jafnframt brýtur dómurinn frelsi fjölmiðla á bak aftur. Vald- hafar eiga orðið og tjáningarfrelsi þegna landsins er fótum troðið,“ segir í ályktun. Fordæma dóm Hæstaréttar GARÐABÆR og Bygginga- samvinnufélag Félags eldri borg- ara í Garðabæ hafa gert vilja- yfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu á íbúabyggð fyrir eldri borgara við Arnarnesvog. Um er að ræða tveggja hektara svæði við voginn, neðan Hafnarfjarð- arvegar og norðan og vestan við Sjávargrund. Gert er ráð fyrir 50- 70 íbúðum á svæðinu, en skipulags- nefnd leggur áherslu á að byggðin verði lágreist og falli vel að um- hverfinu. Íbúðir eldri borgara Í TILEFNI af alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna stendur Íslands- deild Amnesty International fyrir undirskriftasöfnun á heimasíðu samtakanna til stuðnings konum og stúlkum í Afganistan. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda um betri kjör kvenna er ofbeldi gegn konum og stúlkum í Afganistan enn landlægt og birtingarmyndirnar margar. Má þar nefna heimilisofbeldi, mann- rán, nauðganir vopnaðra manna, mansal og þvinguð hjónabönd ungra stúlkna, segir í tilkynningu. Undirskriftasöfnun gegn ofbeldi FRAMSÝN stéttarfélag skorar á Flugstoðir ohf. að draga til baka ákvarðarnir um að skerða verulega starfsemi Húsavíkurflugvallar. Boðaðar breytingar þýði nánast lokun flugvallarins. Húsavíkurflugvöllur gegnir mik- ilvægu hlutverki í öryggismálum Þingeyinga varðandi sjúkraflug. Þá treystir ferðaþjónustan á svæðinu á leiguflug um völlinn. Á sama tíma og stjórnvöld krefjast niðurskurðar á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, þá loka sömu yfirvöld á sjúkraflug til Reykjavíkur. Mótmæla lokun flugvallar STUTT Str. 38-56 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Buxur Síðar og kvart Svartar - hvítar drappaða Erum að taka upp nýjar vörur Bæjarlind 6 sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið virka daga 10-18. www.veggfodur.is 70% AFSL. AF ÖLLUM VÖRUM - SÍÐASTA VIKA Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Hamraborg 7 Kópavogur Sími 544 4088 www.ynja.is Opið mán-fös 11-18, lau 11-14 Glæsilegir haldarar á tilboði 6.990 kr og nærbuxur fylgja með Fást í svörtu og rauðu Frábærir fyrir fermingarnar Stefnumót við frambjóðendur Fundur með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna alþingiskosninganna í vor verður í Valhöll miðvikudaginn 11. mars kl. 17:00. Fyrirkomulagið á fundinum er með þeim hætti að fundargestum gefst tækifæri til þess að spjalla við frambjóðendur og koma með spurningar til þeirra. Þetta er síðasti sameiginlegi fundurinn fyrir prófkjörið 13. -14. mars. Fundarstjóri er Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Allir velkomnir! Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Flettu upp nafni fermingarbarnsins mbl.is FERMINGAR 2009 NÝTT Á mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.