Morgunblaðið - 10.03.2009, Page 43

Morgunblaðið - 10.03.2009, Page 43
Menning 43FÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 MARLEY and Me er gerð eftir sam- nefndri metsölubók eftir John Grogan. Bókina byggði hann á eigin reynslu en með hlutverk hans í myndinni fer Owen Wilson. Myndin og bókin hittir fyrst og fremst í mark hjá hundaeig- endum og dýravinum. Hún er þeim óvenju sönn, tilfinningarík og skemmtileg afþreying, því er óhætt að slá föstu. Leikstjórinn David Frankel (The Devil Wears Prada) á ekki í minnstu vandræðum með að virkja þessa dæmigerðu og notalegu sögu af besta vini mannsins og fjölskyldu hans. Við fylgjumst með Marley, ómót- stæðilegum prakkara, tryggum og traustum en uppvöðslusömum og óstýrilátum vini á sínum yngri árum. Áhrif hans á eigendurna eru auðsæ, hann gefur hversdagsgrámanum líf og lit og fyllir öll tómarúm sem myndast. Grogan nær að lýsa sambandi manna og hunda af trúverðugleik og ástúð. Sýna leyniþráðinn fræga sem liggur á milli manna og hunda – en að- eins svo fremi að báðir gefi hjarta sitt óskipt. Þá eignast menn þessa ótrú- lega nánu og sterku vináttu sem þeir skilja best sem reynt hafa. Grogan dregur heldur ekkert undan, við kynn- umst sárum umskiptunum sem verða þegar skyndilega fer að halla undan fæti hjá Marley, afneituninni og sorg- inni sem fylgir því þegar heimilishund- urinn hverfur á braut. Það er þungbær reynsla að sjá á bak vinum sínum en síðan er endalaust hægt að ylja sér á minningunum um fölskvalausa vin- áttu, hreinskilni, ómetanlegar sam- verustundir og ómissandi tengsl við aðra vídd í tilverunni sem Grogan- fjölskyldan hefði ekki getað hugsað sér að fara á mis við frekar en aðrar í hennar sporum. Marley sjálfur er óviðjafnanlegur í höndunum á þeim hundaher sem „leikur“ hann frá goti til grafar og Wil- son og Aniston túlka óaðfinnanlega hlýtt, viðfelldið og gott fólk og krakk- arnir þeirra eru sæt og eðlileg. Marley and me er vönduð og ómissandi fjöl- skyldumynd öllum þeim sem unna líf- inu í kringum okkur. Það má vel vera að einhverjum öðrum þyki hún væmin. Það er þeirra vandamál. Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Marley and Me bbbnn Leikstjóri: David Frankel. Aðalleikarar: Owen Wilson, Jennifer Aniston, Eric Dane, Alan Arkin. 125 mín. Bandaríkin. 2008. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Marley og vinir hans Besti vinurinn „Áhrif hans á eigendurna eru auðsæ, hann gefur hversdags- grámanum líf og lit og fyllir öll tómarúm sem myndast,“ segir Sæbjörn Valdimarsson m.a. um hina hugljúfu hundamynd Marley and Me. MARLEY er ljós á lit en þessir „konungar Retrie- ver-hundanna“ geta einnig verið svartir eða brúnir. Hæfileikar hans hafa ekki einungis verið nýttir í veiði heldur einnig í aðra vinnu t.d. sem blindrahundur, fíkni- efnaleitarhundur, leitarhundur og hjálparhundur fyrir fatlaða. Labrador hefur ótrúlega gott lyktarskyn og er frábær sundhundur. Hann getur sótt allar tegundir bráða á landi sem og vatni. Með gríðarmiklu sjónminni getur hann munað lend- ingarstaði nokkurra fall- inna fugla. Hann er traustur að rekja slóð og er góður sporhund- ur. Labrador er ein vinsælasta hundategundin í heiminum í dag. Eðalhundurinn Labrador GWYNETH Paltrow ákvað á sínum tíma að draga sig út úr sviðsljósinu og einbeita sér að einkalífinu. Það bar góðan ár- angur því Palt- row hefur nú verið í dvala í sex ár og á þeim tíma hefur hún m.a. átt tvö börn, Apple, fjögurra ára og Moses tveggja ára með eig- inmanni sínum Chris Martin. „Ég hef legið í hálfgerðum dvala en nú finnst mér sem ég sé að koma aftur inn í veröldina. Það er mjög gaman að snúa aftur til vinnu þó að mikið í lífi mínu hafi breyst.“ Eftir að Paltrow fékk Ósk- arsverðlaun sem besta leikkonan árið 1998 varð hún svo eftirsótt leikkona að hún vann eiginlega yfir sig. „Ég vissi ekki að ég gæti sagt nei, það var eins og einhver hleypti af byssu og ég bara hélt áfram að hlaupa þar til ég missti alla löngun til að vinna.“ Lá í dvala Paltrow Dró sig í hlé en sést nú aftur víða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.