Morgunblaðið - 28.03.2009, Page 4

Morgunblaðið - 28.03.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 FÆREYSKI bankinn Føroya Bank er ekki ósvipaður að stærð og Byr sparisjóður, ef miðað er við heildareignir hvors um sig í árslok 2008. Samkvæmt ársreikningi Føroya Bank fyrir árið 2008 námu heildareignir í árslok um 10,1 milljarði danskra króna, jafnvirði um 218 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Heildareignir Byrs sparisjóðs námu á sama tíma um 253 milljörðum. Føroya Bank hagnaðist um 860 milljónir danskra króna í fyrra, sem svarar til tæplega 19 milljarða íslenskra króna. Byr sparisjóður tapaði hins vegar tæplega 29 milljörðum. Banki í rúma öld Føroya Bank var stofnaður árið 1906 og var hann þá útibúi danska bankans Landmandsbanken, sem varð síðar Danske Bank. Á þessum tíma var fyrir ein bankastofnun í Færeyjum, Føroya Sparikassi, sem nú heitir Eik. Báðir þessir bankar eru nú skráðir í Kauphöllinni á Íslandi, en viðskipti með hlutabréf Føroya Bank hófust í júní 2007. Bankinn er einnig skráður í kauphöllinni í Kaupmanna- höfn. Í bankakreppunni sem gekk yfir Færeyjar í byrjun tí- unda áratugar síðustu aldar sameinuðust Føroya Bank og þriðji færeyski bankinn, Sjóvinnubankinn, undir nafni þess fyrrnefnda en merki þess síðarnefnda. Báðir bankarnir höfðu farið illa út bankakreppunni eins og fjölmörg önnur fyrirtæki í eyjunum. Áður en Føroya Bank var settur á markað var hann í eigu Financing Fund of 1992, sjóðs í eigu færeyskra stjórn- valda. Um 66% af hlutafé bankans var þá selt á markaði. Føroya Bank er stærsti banki Færeyja og býður upp á alla almenna viðskiptabankaþjónustu. Höfuðstöðvarnar eru í höfuðstaðnum Þórshöfn en bankinn rekur 10 útibú víða um Færeyjar og eitt í Danmörku. gretar@mbl.is Svipaður að stærð og Byr  Fulltrúar Føroya Bank ræða við skilanefnd SPRON um möguleg eignakaup  Bankinn rekur 10 útibú í Færeyjum LITLI fiskidagurinn var haldinn hátíðlegur í Fossvogsskóla í gær. Fisksali nokkur mætti á staðinn og sýndi ýmsar tegundir fiska og nem- endur og starfsfólk gátu skoðað og fræðst um þá. Ungviðinu þótti þessi risi sýnilega frekar ófrýni- legur en þó var bót í máli að dýrindis fiskisúpa var borin fram í hádeginu. Litli fiskidagurinn er liður í verkefni um hafið sem nemendur Foss- vogsskóla hafa verið að vinna í að undanförnu. Nemendur skoða fiska á Litla fiskideginum Morgunblaðið/Heiddi EYRIR Invest hagnaðist um 1,5 milljarða króna á árinu 2008. Árið áður var hagnaðurinn 797 milljónir. Megin- hluti eigna Eyris er eignarhlutir í þremur iðnfyrirtækj- um, Marel, Össuri og Stork Power Services, auk fjárfest- inga í ýmsum sprotafyrirtækjum. Samkvæmt tilkynningu frá Eyri hefur félagið samið um framlengingu alla bankalána sinna og er næsta af- borgun af þeim í maí árið 2001. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest, segist sáttur við að félagið skili lítils háttar hagnaði á síðasta ári við afar erfiðar aðstæður. „Við höfum skilað góðri ávöxt- un í fortíð og höfum þolinmæði og styrk til að takast á við núverandi aðstæður á heimsmörkuðum. Samkeppnis- staða félaga okkar er firnasterk og þau eru í lykilstöðu til að skapa veruleg verðmæti þegar hjól atvinnulífsins fara að snúast á nýjan leik. Víða má nú sjá fyrstu merki þess að hið versta sé að baki og heimsviðskipti að taka við sér að nýju eftir snögga og djúpa niðursveiflu,“ segir Árni Oddur. Ekkert tjón vegna hruns bankanna Eigið fé Eyris Invest í árslok 2008 var 31,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 40,8%. Í upphafi ársins var eig- ið fé 18,1 milljarður. Það jókst því um 73% á árinu. Laust fé félagsins nam 6,9 milljörðum. Segir í tilkynningu fé- lagsins að það hafi ekki orðið fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni af falli bankanna síðastliðið haust. Heildareignir Eyris Invest í árslok 2008 námu um 77 milljörðum króna en voru um 48 milljarðar árið áður. gretar@mbl.is Eyrir Invest hagnaðist um 1,5 milljarða króna Morgunblaðið/Árni Torfason Össur hf. Meginhluti eigna Eyris Invest eru eignar- hlutir í iðnfyrirtækjunum Össuri, Marel og Stork. FLUGÁHAFNIR Landhelgisgæsl- unnar hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að af öryggisástæðum og í samræmi við reglur flugörygg- isstofnunar Evr- ópu verði þjón- ustustigi breytt og hámarks- drægni björgun- arþyrlna á haf út minnkuð. „Ekki verður gefinn afsláttur af öryggi áhafna björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar frá því skipu- lagi sem samþykkt var árið 2006,“ segir í bréfi frá flugáhöfnunum. Þar sem ekki sé lengur hægt að vinna samkvæmt því skipulagi sem ákveðið hafi verið við brotthvarf þyrlusveitar varnarliðsins þurfi að endurskoða þjónustustig og skerða drægni björgunarþyrlna í ákveðnum tilfellum. Nú þegar vanti eina þyrlu í flugrekstur Landhelgisgæslunnar. Fækkað verði um eina og hálfa þyrluáhöfn er tilkynntar uppsagnir í flugrekstrardeild taki gildi. Af þeim sökum m.a. verði ekki alltaf mögu- leiki á áhöfn og þyrlu í viðbragðs- stöðu ef fljúga þurfi á haf út. jmv@mbl.is Enginn afsláttur af öryggi Flugáhafnir LHG vilja breyttar reglur SJÁLFSTÆTT líf er heiti nýrra samtaka sem stofnuð voru í fyrra- dag. Þau berjast fyrir nýrri hug- myndafræði um aðstoð við fatlaða og er fyrirmyndin „Indepent Li- ving“ sem á rætur að rekja til Berk- ley-háskóla í Kaliforníu á sjöunda áratugnum. Fjölmörg þjóðríki hafa tekið upp stefnu samtakanna, m.a. öll Norðurlönd nema Ísland. „Hugmyndafræði Sjálfstæðs lífs er viðbót við núverandi aðstoð- arþjónustu við fatlaða (einkum heimilishjálp) og byggist á sjálf- stæði og þátttöku þess einstaklings sem þjónustunnar nýtur. Þannig ræður viðkomandi ein- staklingur eða borgari sjálfur til sín aðstoðarmann sem í sameiningu skilgreina þörf borgarans fyrir að- stoð,“ segir í fréttatilkynningu. Þar segir einnig að þessi leið hafi spar- að yfirvöldum veruleg útgjöld. Framhaldsaðalfundur samtak- anna er ráðgerður í lok apríl eða byrjun maí. Öðruvísi aðstoð við fatlaða Skilanefnd SPRON vonast til að bindandi tilboð liggi fyrir á mánudag í tilteknar eignir spari- sjóðsins, að sögn Hlyns Jóns- sonar, formanns skilanefnd- arinnar. Skilanefndin átti í gær við- ræður við hluta þeirra aðila sem nefndin ræddi við í fyrradag, en sextán aðilar höfðu lýst yfir áhuga á að kaupa einstakar ein- ingar sem tilheyrðu SPRON. „Það er mikill áhugi á eignum SPRON,“ sagði Hlynur í gær. „Og það verða frekari viðræður í dag til að fá betri mynd af þessu. Okkur þykir þetta líta vel út. Við vonumst til að bindandi tilboð liggi fyrir á mánudag, með fyr- irvara um áreiðanleikakönnun og samþykki stjórnvalda.“ Fjórir auk eins frá Færeyjum Hlynur vildi ekki tjá sig um hverja skilanefndin ræddi við í gær eða hve margir þeir voru. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins munu þeir hafa verið um fimm og þar á meðal fulltrú- ar frá færeyska bankanum Føro- ya Bank. Bindandi tilboð á mánudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.