Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 43
✝ Jón Óskar Guð-mundsson fæddist á Ytri-Hóli í Vestur- Landeyjahreppi í Rangárvallasýslu 30. mars 1912. Hann and- aðist á hjúkr- unarheimilinu Lundi 17. mars 2009. For- eldrar hans voru hjón- in Guðmundur Ein- arsson, útvegsbóndi í Viðey í Vest- mannaeyjum, f. 1885, d. 1943 og Pálína Jónsdóttir, f. 1880, d. 1963. Foreldrar Guðmundar voru Einar Guðmundsson, bóndi í Bjólu í Djúpárhreppi, f. 1860, d. 1948 og Guðrún Jónsdóttir, f. 1857, d. 1945. Foreldrar Pálínu voru Jón Jónsson, bóndi í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ, f. 1849, d. 1945 og Þórunn Páls- dóttir ljósmóðir, f. 1851, d. 1934. Systkini Jóns Óskars voru 15. Látin alsystkini eru: Pálína, Jónína Þór- unn, Karl Óskar, Ármann Óskar, Guðrún Ágústa, Ingibjörg, Sig- urður Óskar, Geir Óskar, hálfsystk- ini samfeðra eru Helgi, Aðalheiður, Ólafía og Guðbjörg Svava. Eftirlif- andi alsyskini eru Guðríður, Þór- unn, Kristinn Óskar og uppeld- isbróðir, Ragnar Hafliðason. Jón Óskar kvæntist 8. janúar 1938 Sigurbjörgu Ingvarsdóttur frá Skipum á Stokkseyri, f. 1910. Hún er dóttir Ingvars Hannessonar, bónda á Skipum, f. 1878, d. 1962, og Vil- borgar Jónsdóttur frá Sandlækjarkoti í Gnúpverjahreppi, f. 1878, d. 1916, Bjarna- sonar. Börn Jóns Ósk- ars og Sigurbjargar eru: Ragnheiður, f. 1933, (kjördóttir, dóttir Sigurbjargar) maki Hafsteinn Ingvarsson. Þór- unn, f. 1939, maki Steinn Þór Karls- son. Elísabet Vilborg, f. 1940, maki Steinar Þór Jónasson. Pálína, f. 1941, maki Björgúlfur Þorvarðsson. Gísli Ingvar, f. 1943, d. 2003, maki Margrét Fjeldsted. Jóna Borg, f. 1948, maki Ludvig Guðmundsson. Dóttir, fædd andvana 1955. Afkom- endur Jóns Óskars og Sigurbjargar eru nú 115. Jón Óskar ólst upp í Norður- Nýjabæ hjá móðurafa sínum og ömmu, við gott atlæti og mikla manngæsku. Hann tók við búinu er þau hættu búskap, annaðist þau og systur Þórunnar, Sólrúnu og Guð- rúnu, til andláts. Jón Óskar og Sigurbjörg stund- uðu búskap í Norður-Nýjabæ þar til þau fluttu til Reykjavíkur 1953 og bjuggu á Langholtsvegi 44. Árið 1984 fluttist Jóna Borg og hennar fjölskylda á Langholtsveginn og bjó með þeim til ársins 2007, er þau fluttu að Hrafntóftum til Björgúlfs og Pálínu dóttur sinnar. Nutu þau góðrar umönnunar þeirra systra og fjölskyldna þeirra. Jón Óskar lærði ungur á bíl og var með ökuskírteini númer 18. Hann var rammur að afli, mikill hagleiksmaður og bryddaði upp á mörgum nýjungum við bú- skapinn. Hann var, ásamt Óskari í Hábæ, frumkvöðull að kartöflurækt í stórum stíl í Þykkvabænum og keypti fyrstu kartöflu-upptökuvél- ina þangað. Hann fékk dráttarvél og smíðaði ýmis tæki og tól fyrir hana til að auðvelda alla vinnu. Eft- ir að þau hjónin fluttu til Reykjavík- ur, vann hann hjá Áburðarverk- smiðju ríkisins, síðar við smíðar, húsaflutninga, ýmsa verkamanna- vinnu, lengst af í Gúmmívinnustof- unni og Barðanum. Jón Óskar hafði mikla ánægju af ferðalögum og lax- veiðum og vildi þá gjarnan hafa börnin og maka með. Á meðan hann gat, skar hann í tré og eiga ætt- ingjar og vinir margan kjörgripinn, sem hann hefur smíðað og skorið út. Jón Óskar verður jarðsettur frá Oddakirkju í dag, 28. mars, kl. 13. Ég kom á heimili Jóns Óskars og Sigurbjargar að Langholtsvegi 44 fyrir rúmu 41 ári. Þar var gott að koma og mér vel tekið. Þessi fyrstu kynni urðu undanfari langrar og góðrar samveru okkar á Langó, eða samtals 30 ár. Heimili Jóns og Sigurbjargar var alla tíð mjög líflegt. Hjá þeim hafa flest barna þeirra og mörg barnabörn hafið búskap og átt innhlaup hve- nær sem þörf krafði. Þar var alltaf pláss. Þau voru ættstór, vinmörg og gestir því margir enda gott að sækja þau heim. Þegar ég kom í fjölskylduna vann Jón hjá Gúmmí- vinnustofunni, aðallega við dekk af stærstu vinnuvélum, mannhæðarhá og þung eftir því. Þau vöfðust lítið fyrir honum enda með sterkustu mönnum, afar verklaginn og lag- hentur. Grunar mig að öðrum hafi ekki verið treyst til þessara verka. Jón var fámáll en sagði það sem segja þurfti, jafnan glaðvær með góða kímnigáfu. Börn voru mjög elsk að honum og laumuðu þau sér gjarnan í kjöltu hans svo lítið bar á. Vetrarskemmtun var skák og bridge. Við tengdasynirnir tefldum oft við hann, en mest var fjörið þeg- ar Óskar mágur kom. Þeir tefldu til að hafa gaman en ekki endilega til að vinna. Í stað þess að innbyrða vinninginn fór sá sem fékk betri stöðu út í alls kyns tilraunir. Þær leiddu oftast til þess að skákin tók ótrúlegustu sviptingum og skelli- hlógu þeir kumpánar að þessu og sá mest sem að lokum tapaði. Jón var góður handverksmaður og þegar um hægðist fór hann að skera út og smíða skrautmuni hvers konar. Hann kom sér upp allgóðri aðstöðu til þess í bílskúrnum og dvaldist þar langtímum saman. Er margt af því sem hann gerði hinar mestu gersemar. Hann gaf þær all- ar vinum og ættingjum. Á sumrin kvað við annan tón. Þau Sigurbjörg voru mjög dugleg að ferðast og fóru víða um land með tjaldið, prímusinn og rauðu töskuna. Jón var með veiðidellu allt frá því hann dró á í Djúpósnum í æsku. Hann var góður veiðimaður og aflakló. Ég fór með Jóni í margar ánægjulegar veiðiferðir. Seinustu veiðiferðirnar fór hann fyrir 4-5 ár- um en þá var jafnvægið, sjónin og heyrnin farin að gefa sig svo ekki gekk sem skyldi. Jón var lengst af ágætlega heilsu- hraustur en fór snemma að kenna ættarkvillans, heyrnarskerðingar, og var hann alveg heyrnarlaus síð- ustu tólf árin. Seinna tók sjónin að versna verulega, sem og jafnvægi og styrkur. Hann bjó því við tals- verða einangrun síðustu árin. Þrátt fyrir þetta fylgdist hann ótrúlega vel með fjölskyldunni og landsmál- um fram á síðasta dag. Síðustu 4-5 mánuði ævinnar dvaldist hann á hjúkrunarheimilinu Lundi þar sem hann fékk mjög góða umönnun og þar leið honum vel. Með Jóni er genginn alþýðumað- ur sem kunni þá list að njóta lífsins, nýta vel það sem gafst og velta sér ekki upp úr hinu. Þannig er lífinu vel varið. Það voru mikil forréttindi fyrir okkur að búa með Jóni og Sigur- björgu. Þau voru einstaklega þægi- leg í allri umgengni og samveru. Í húsinu bjuggu lengi vel 4 ættliðir, fyrirkomulag sem kemur öllum til góða. Við söknum hans öll. Kærar þakkir fyrir þann góða tíma sem við áttum saman. Ludvig og Jóna Borg. Elsku afi. Við vorum svo heppin að búa í sama húsi og þið amma í mörg ár og áttum margar góðar stundir saman. Þú varst aldrei mað- ur margra orða, en því meira mark var tekið á því sem þú sagðir. Setn- ingar eins og „svona gerir maður ekki“ eru ennþá greyptar í minnið. Amma sagði okkur margar sögur af þér frá þínum yngri árum. Þú varst myndarlegasti maðurinn í Þykkvabænum, leystir úr deilumál- um með stóískri ró, en stundum með stálkrumlunum þínum. Þú varst besti dansherrann í sveitinni og eins manns víkingasveit ef þurfti að stilla til friðar á sveitaböllum. Kaupstaðarferðir þínar tóku oft óvænta stefnu eins og þegar þú fórst til að kaupa svín en komst til baka með forláta hrærivél. Sögurn- ar voru allar í þessum dúr og alltaf skein dugnaðurinn í gegn. Allir sem þekktu þig vita hversu handlaginn og duglegur þú varst. Alla tíð vannstu erfiðisvinnu, en hafðir samt alltaf tíma til að skera út og búa til hina ýmsu muni. Það var ævintýra- ferð að fara í vinnustofuna þína úti í skúr sem var eins og heilög vé. Þar var hlýtt, lyktin svo notaleg og mun- irnir fallegir og sniðugir. Þú varst með öflugustu hendur sem við höf- um séð, þrátt fyrir að búið væri að stytta nokkra fingur. Þú gast haldið allt að fjórum krökkum föstum með annarri hendi og það var alltaf gam- an að reyna að losa sig úr greipum þínum. Þrátt fyrir styrk þinn átt- irðu eina veika hlið sem var ólækn- andi hræðsla við lækna. Að draga sjálfur úr sér tennur ódeyfður og fjarlægja risafleyg úr eigin hendi þótti þér mun vænlegri kostur en að leita til læknis. Amma grasalæknir mátti þó bera á þig grasaáburð og með fortölum tókst henni að fá þig til að taka inn margs konar seyði. Fátt vakti jafn mikla kátínu eins og að fylgjast með þér og ömmu horfa á hasar- og grínmyndir. Þú veltist um af hlátri og amma hélt úti beinni lýsingu af atburðum. Það var alltaf gaman að taka við þig skák eða spila svo sem eina rúbertu en á þeim stundum losnaði um málbeinið. Þegar árin liðu fór ellin óhjá- kvæmilega að hrífa á heljarmennið eins og aðra. Þrekið og heyrnin minnkaði en þrátt fyrir það var allt reynt til þess að komast í veiði sem þú hafðir yndi af alla þína ævi. Í síð- ustu ferðunum var útbúinn sérstak- ur veiðistóll svo þú gætir reynt við þann stóra. Nokkrum dögum áður en þú end- anlega kvaddir okkur þá fórstu að tala um að dánu fólki liði vel. Við vonum að þér líði vel núna og kannski ertu farinn að heyra og sjá. Það er mikill missir að þú skulir vera horfinn á braut. Við sömdum við þig um að andi þinn yrði áfram á Langholtsveginum og nú bíðum við spennt eftir að finna aftur fyrir ná- vist þinni. Við eigum ótal minningar um þig sem við munum geyma vel og segja börnum okkar frá. Við er- um mjög þakklát fyrir þá umönnun sem þú fékkst á Lundi og á Hrafn- tóftum hjá Pálínu og Björgúlfi síð- asta árið, þar sem þér leið mjög vel. Við vitum að þú varst sáttur við að kveðja þennan heim. Elsku afi, minning þín lifir ávallt með okkur. Þín barnabörn Guðmundur, Guðbjörg Kristín, Sigurbjörg Jóna, og Njörður. Genginn er Jón Ó. Guðmundsson, gætinn var hann og býsna slyngur, sæi hann forðum veiðivon, að venju lék þá við hvern sinn fingur, ætlunin var að veiða lax, vopnaður stöngum, girni og sökkum, mætti þá strax að morgni dags, magnaður þótti á Rangárbökkum. Lundin var alltaf ljúf og góð, þótt lítið væri um málin talað, vakandi ætíð á verði stóð, við öll börnin í næði hjalað. Loksins á himni fær nú frið, að fullu sáttur við almættið. (Bj.Þ.) Far þú í friði, kærleiki Guðs um- vefji þig, elsku ástvinur okkar, í nýj- um heimkynnum. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Sigurbjörg, Pálína, Björgúlfur og fjölskylda. Jón Óskar Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Jón Óskar Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar og mágkonu, SIGRÍÐAR GUÐBJÖRNSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður til heimilis að Reynimel 92. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlíðarbæjar, deildar L1 Landspítala Landakoti og hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar fyrir góða umönnun. Gyða Guðbjörnsdóttir, Stefán Björnsson, Sigurlaug Guðbjörnsdóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI LÁRUSSON, áður Hvammi, Dalvík, Lindasíðu 4, Akureyri, lést á Kjarnalundi, Akureyri fimmtudaginn 26. mars. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. apríl kl. 13.30. Jóhann Páll Árnason, María Jansdóttir, Guðmundur Árnason, Snjólaug Gestsdóttir, Óskar Þór Árnason, Elísabet Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Lágholti 19a, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum, Stykkishólmi fimmtudaginn 26. mars. Sveinn A. Davíðsson, Birna Sveinsdóttir, Árni Árnason, Sesselja Sveinsdóttir, Sigurður Kristinsson, Hilmar Sveinsson, Pála Annalísa Vilhjálmsdóttir, Davíð Sveinsson, Anna María Rafnsdóttir, Vignir Sveinsson, Hera Sveinsdóttir, Haukur Lárus Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HÁKON ÞORSTEINSSON, Lindargötu 57, Reykjavík, andaðist á Landspítala Landakoti, deild K2, fimmtudaginn 26. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 3. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim vilja minnast hans er bent á Umhyggju, félag langveikra barna, s. 552 4242. Guðrún R. Ingibergsdóttir, Baldvin Einarsson, Sigþór Hákonarson, Lilja Bragadóttir, Hákon Hákonarson, Kristín Kristjánsdóttir, Margrét Hákonardóttir, Eyjólfur Jóhannsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÞORVALDS ÞORVALDSSONAR, Arnarkletti 30, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til áhafnarinnar á Vestmannaey Ve 444 og Magnúsar Kristinssonar fyrir alla þá hjálp sem þeir veittu okkur. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Björk Þórisdóttir, Svanhildur Margrét Ólafsdóttir, Jón Þór Þorvaldsson, Þórir Valdimar Indriðason, María Hrund Guðmundsdóttir, Anna Heiðrún Þorvaldsdóttir, Samúel Helgason, Þorvaldur Ægir Þorvaldsson og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.