Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 ALÞINGISKOSNINGAR 25. APRÍL 2009 AUGLÝSING FRÁ YFIRKJÖRSTJÓRN REYKJAVÍKURKJÖRDÆMIS SUÐUR UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA OG FLEIRA Framboðsfrestur til alþingiskosninga 25. apríl 2009 rennur út þriðjudaginn 14. apríl nk. kl. 12.00 á hádegi. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður tekur á móti framboðslistum þann dag kl. 10.00-12.00 á bókasafni Hagaskóla, Fornhaga 1, II. hæð. Á framboðslista skulu vera 22 nöfn frambjóðenda. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera 330 að lágmarki og 440 að hámarki. Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir strikast nafn kjósandans út í báðum/öllum tilvikum. Loks skal fylgja fram- boðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. Mælst er til að framboðslistum og listum yfir meðmælendur verði einnig skilað á tölvutæku formi. Að öðru leyti er vísað til ákvæða laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, með síðari breytingum. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 25. apríl nk., verður aðsetur yfirkjör- stjórnar í Hagaskóla, þar sem talning atkvæða mun fara fram að kjörfundi loknum. Reykjavík, 27. mars 2009 Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is „VANDAMÁLIÐ er ekki fólkið held- ur flokkurinn,“ sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, á landsfundi flokksins í gær. Vísaði hún þar til Sjálfstæð- isflokksins. Ingibjörg sagðist halda að sín stærsta yfirsjón væri að hafa ekki gert mun afdráttarlausari kröfur um breytingar á stjórnkerfinu þegar efnt var til samstarfs við Sjálfstæð- isflokkinn vorið 2007. „Í Sjálfstæðisflokknum fer auðvald og ríkisvald hönd í hönd. Hér ríkir kunningjakapítalismi.“ Mannabreytingar í forystu flokks- ins hefðu slegið ryki í augu samfylk- ingarmanna. „Nýir og geðþekkari einstaklingar“ hefðu tekið við stjórn- inni. Samstarfið hefði þó ekki bara verið slæmt. Önnur yfirsjón væri að hafa ekki gert kröfu um fastara og ákveðnara taumhald á aðgerðum ríkisins strax og Glitnismálið kom upp. „Við verðum að horfast í augu við að þarna liggur hin pólitíska ábyrgð Samfylkingarinnar og mín þar með.“ Auðvelt að vera vitur eftir á Ingibjörg benti á að eftir á mætti greina ýmsa vá- og fyrirboða um það sem gerðist. Margir hefðu hins vegar ekki kunnað að lesa í merkin. „Eftir á koma fram stjórnspek- ingar, fræðimenn og leikmenn sem telja sig með einhverjum hætti hafa séð fyrir og bent á í hvað stefndi. Þeir hafa sitthvað til sín máls en þó var framsetning þeirra ekki skýrari eða meira afgerandi en svo að hún náði aldrei að fanga athygli almennings, fjölmiðla eða stjórnmálamanna. Þetta urðu víkjandi kenningar en ekki ríkjandi.“ Ingibjörg kvaðst mikið hafa velt fyrir sér hvort, og þá hvar, hún og Samfylkingin hefðu brugðist. Taldi hún upp nokkur meginatriði sem leitt hefðu til tvöfaldrar kreppu á Íslandi, banka- og gjaldeyriskreppu, al- þjóðavæðingu fjármálakerfisins með EES samningum á grundvelli ör- myntar sem enginn þekki, einkavina- væðingu bankanna og alvarleg hags- tjórnarmistök síðustu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Þá hefði skort tímabæra greiningu og tillögur frá eftirlitsstofnunum um að- gerðir sem gætu sett fjármálakerfinu nauðsynlegar skorður. Nú væri virk utanríkisstefna for- senda þess að hægt væri að reisa landið við. Lokað Ísland mætti ekki verða. Sannleikurinn væri að án sam- starfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fengi Ísland engin lán frá öðrum ríkj- um. Ingibjörg Sólrún sagði núverandi samstarf ríkisstjórnarflokkanna lofa góðu en það myndi bjóða upp á ögr- anir og hættur eins og allt samstarf ólíkra aðila gerði. Jafnaðarstefnan stendur Ingibjörg Sólrún sagði jafn- aðarstefnuna vera þá stefnu sem hefði staðið af sér öll fárviðri 20. ald- arinnar og fyrsta hluta þeirrar 21. „Á sama tíma höfum við bæði fylgst með skipbroti kommúnismans og óhefts kapítalisma og þeir pólitísku straum- ar sem þangað hafa sótt fyrirmyndir sínar eiga erfitt uppdráttar í heim- inum í dag. Jafnaðarstefnan hefur staðið þetta af sér af því að hún er laus við öfgar og krefst þess hvorki að hafa vit fyrir fólki né tukta það.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Formannsskipti Jóhanna Sigurðardóttir er ein í framboði til nýs formanns. Ingibjörg Sólrún kvaðst þó ekki vera farin, heldur aðeins á tímamótum. Fólkið ekki flokkurinn  Vantaði afdráttarlausari kröfur um breytingar í samstarfi við Sjálfstæðisflokk  Virk utanríkisstefna forsenda endurreisnar, lokað Ísland má ekki verða SAMNINGUR um aðild að Evrópu- sambandinu strax eftir kosningar er fyrst á lista Samfylkingarinnar um utanríkismálefni fyrir komandi kosningar. Þannig skuli ennfremur marka nýja peningamálastefnu. Þessi afstaða kom einnig fram í setn- ingarræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns flokksins. Þá er lagt til að áfram verði unnið að mótun öryggisstefnu Íslands í sam- starfi við Norðurlönd, NATO og Evrópusambandsríki. Samfylkingin vill tryggja sann- gjarna dreifingu skattbyrða og „snúa við þeirri öfugþróun síðustu ára að skattbyrði lág- og meðaltekju- fólks hækki á meðan skattbyrði há- tekjufólks lækki“. Þetta er ekki út- listað nánar, nema að skattastefna megi ekki vera vinnuletjandi eða draga með óeðlilegum hætti úr tekjumöguleikum meðaltekjufólks. Sameina yfirstjórnir stofnana Þá skuli opna dyrnar að aðkomu erlendra fjárfesta, endurmeta bankaleyndina og auka gagnsæi og lýðræði í starfsemi og stjórnun líf- eyrissjóða. Til niðurskurðar í ríkis- útgjöldum er lagt til að sameina yf- irstjórn ýmissa ríkisstofnana. Í málefnatillögum þessum kemur fram að samfylkingarfólk vill hverfa af braut „ágengrar orkunýtingar í vatnsafli og jarðvarma“ og að losun- arheimildir gróðurhúsalofttegunda verði verðlagðar. Allnokkrir fundar- gestir lýstu yfir óánægju með kvóta- kerfið og skoruðu í gær á flokkinn að koma fram með raunhæfar tillögur í sjávarútvegsmálum. Í dag verður kosið um nýjan for- mann og varaformann Samfylking- arinnar. Eins og kunnugt er eru í framboði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra til formanns, en Árni Páll Árnason þingmaður og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi keppa um embætti varaformanns. halldorath@mbl.is ESB efst á blaði  Kosið verður um nýjan formann og varaformann í dag  Vilja snúa við öfugþróun síðustu ára í skattamálum Í HNOTSKURN »Niðurskurður má ekkidraga úr hagvexti fram- tíðar. Því þarf að verja vel- ferðarkerfið. »Lagt er til að blönduð fjár-mögnun heilbrigðisstofn- ana sé tryggð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsfundur Samfylkingin fundar í Kópavogi um helgina. Þetta er sjötti og fjölmennasti landsfundur flokksins til þessa, en um 1.700 manns eru skráðir. Orðrétt úr ræðu ’Vandi Samfylkingarinnar í sam-starfinu við Sjálfstæðisflokkinnvar ekki síst sá að okkur tókst ekki aðbreyta þeim pólitíska kúltúr sem rík-isstjórnir á Íslandi hafa hingað til byggt á, þrátt fyrir ýmsar tilraunir í þá veru. ’Ég dreg ekki dul á að það skiptirmig miklu máli að Samfylkinginer í forystu í þessu stjórnarsamstarfiog hefur tök á að móta starfið bæði íreynd og sýnd. ’Ég hef á undanförnum mánuðumrætt stöðu Íslands ítarlega íeinkasamtölum við utanríkisráðherrahelstu ríkja Evrópusambandsins oghef skynjað ríkan áhuga á aðild okkar. Þrátt fyrir allt þá er lag núna. ’Svo tekinn sé nærtækur samjöfn-uður þá vorum við álíka ómeð-vituð um það sem í vændum var, einsog flestir voru um hrun Berlínarmúrs-ins á sínum tíma. ’Meðal þeirra brýnu verkefna semný ríkisstjórn undir forystu jafn-aðarmanna þarf að hrinda í fram-kvæmd er heildstæð sóknarstefna fyr-ir íslenskt atvinnulíf þar sem stefnan verður tekin á að því að Ísland verði komið í hóp tíu samkeppnishæfustu þjóða heims fyrir 2020. ’En við stöndum ekki á núllpunkti.Nú er miklu heldur stund end-urkynna við sögu og samhengi ís-lensks samfélags, stund yfirvegaðsendurmats. ’Ríkisstjórnin undir forystu Jó-hönnu Sigurðardóttur hefur veriðstarfsöm eins og við var að búast endahefur enginn tærnar þar sem Jóhannahefur hælana þegar kemur að atorku og vinnusemi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í ræðustól Ingibjörg Sólrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.