Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 27
2006 að 90 prósent af tillögum þess hafi verið leitt í lög. Viðskiptaráð er klúbbur stærstu auðmannanna og eignarhaldsfélaga þeirra sem sjálfur viðskiptaráðherrann núverandi seg- ir að hafi verið meinsemd í íslensku þjóðlífi. Það er helst að Vinstri grænum sé treyst af því þeir komu hvergi nálægt sukkinu. Þeir voru á móti og geta lýst sig saklausa. Allir héldu að tími Steingríms J. væri að verða bú- inn, en nú er líklegt að hann verði ráðherra áfram eftir næstu kosn- ingar. Mér sýnist hann samt vera að færast of mikið í fang, hann virkar þreytulegur, og það er erfitt að skilja björgunaraðgerðir í þágu fall- ítt fjármálafyrirtækja. Og svo er það Jóhanna. Hún þótti beinlínis púkaleg á tíma útrás- arinnar. Það var búið að skrifa hana út úr handritinu. Svo breyttist tíð- arandinn á einni nóttu og allt í einu komst Jóhanna í tísku. Hún var manneskjan sem fólkið vildi og treysti. Þetta var ótrúlegt krafta- verk í lífi þessarar 67 ára gömlu konu sem varð fyrsti kvenforsæt- isráðherra Íslands og verður það hugsanlega næstu árin. Jóhanna er vel að þessu komin að sumu leyti. Hún er óspillt og heiðarleg, heil í því sem hún er að gera, en um leið hefur hún sína annmarka. Sýn hennar á heiminn er nokkuð þröng, hún talar ekki tungumál og hefur ekki mikinn sjarma. Það er stund- um lýst eftir leiðtoga til að leiða Ís- lendinga út úr kreppunni – ég veit ekki hvort hún veldur því hlutverki. Það er hins vegar dálítið fyndið að sjá hana draga vagninn fyrir Sam- fylkinguna eins og Halldór Bald- ursson lýsti á skopmynd í Mogg- anum. Fólkið vill hana, en ekki endilega hina frambjóðendur Sam- fylkingarinnar. Eins og stendur bendir ekkert til annars en að Samfylking og Vinstri grænir verði áfram í ríkisstjórn. Framsókn hefur fengið ágætan for- mann, en það ætlar ekki að duga til. Sjálfstæðismenn gera sér flestir grein fyrir því að þeirra bíður stjórnarandstaða. Af stjórn- málaflokkunum ber Sjálfstæð- isflokkurinn auðvitað langmesta ábyrgð á því hvernig komið er. En það er ekki öfundsvert hlutskipti að stjórna þessari þjóð næstu árin. Það er varla annað framundan en blóð- ugur niðurskurður. Það á eftir að vera mikill órói í samfélaginu, við gætum jafnvel horft upp á nýja hrinu götumótmæla, það verður óstöðugleiki í pólitíkinni og rík- isstjórnir gætu fallið.“ Aðhyllist borgaraleg lífsgæði Hvar stendur þú í hinu pólitíska litrófi? „Ég er miðjumoðari. Ég hef próf- að pólitískar skoðanir mínar í könn- unum á netinu og lendi yfirleitt allt- af nokkuð nákvæmlega á miðjunni. Um leið er í mér dálítið sterk taug mótþróa og andófs. Það markar mig nokkuð að þegar ég var ungur mað- ur varð ég nokkuð stækur and- kommúnisti. Ég held ég aðhyllist nokkuð borgaraleg lífsgildi. Svo var ég á Helgarpóstinum sem þá var undir miklum áhrifum frá Vilmundi Gylfasyni. Það blað fjallaði mikið um valdablokkirnar og klíkurnar í samfélaginu – ég hef alltaf verið mjög krítískur á svoleiðis. Mér hef- ur aldrei verið boðið að vera með í karlaklúbbum. Svo varð ég mjög fljótt gagnrýninn á það samfélag auðræðis sem hér byggðist upp á árunum upp úr 2000. Hér komu upp valdablokkir sem ryksuguðu upp öll verðmætin í samfélaginu, við vorum aftur komin í samfélag fákeppni og einokunar eins og á tíma Kolkrabb- ans og Smokkfisksins, ástandið varð verra ef eitthvað er. Ég hef sagt að á þessum tíma hafi Ísland verið ólígarkí. Stjórnmálamennirnir gáfu eftir völdin til fjármálafurstanna. Þeir náðu áhrifum í fjölmiðlum, menningarlífi, alls staðar. Heimtuðu að þeim yrði sýnd lotning. Svo undir lokin fór þetta allt að hrynja og þá er spurning hvort við höfum upp- lifað tíma þegar hér ríkti kleptó- kratí, þjófræði. Annars er ég eins og fleiri, oft ringlaður og ráðvilltur. Mér finnst ég aldrei hafa haft minni yfirsýn yf- ir stöðuna en einmitt þessa viku þegar Spron féll og minnisblaðið úr Seðlabankanum birtist. Kosning- arnar hjálpa heldur ekki til. Mér finnst á mörgum að þeir geti varla hugsað sér að fara í gegnum þessar kosningar. Flokkarnir skipta svo sáralitlu máli í þessu ástandi. Fólk er að hugsa um lánin sín, atvinnuna, hvort hægt sé að búa í þessu landi. Ég held að kosningarnar séu mörg- um mánuðum of snemma, það hefði verið betra að setja hér á þjóðstjórn eða utanþingsstjórn fram á næsta haust.“ Tilraunastofa á Íslandi Hver var þáttur þinn í að koma Evu Joly til landsins? „Ég og vinur minn, Jón Þórisson arkitekt, köstuðum þessari hug- mynd milli okkar á netinu. Svo sendi ég ritara Joly bara tölvupóst og fékk það svar að hún hefði mik- inn áhuga á að koma. Fyrst var ég bara að pæla í að fá hana í viðtal, þessa frægu konu. En svo leiddi eitt af öðru og hún hitti ráðherra og sér- staka saksóknarann. Allt í einu vildu allir vera með. En það er dálít- ið spaugilegt að frumkvæðið skyldi koma frá mönnum úti í bæ. Það er nauðsynlegt að fá hingað færustu erlendu sérfræðinga til að aðstoða við rannsókn bankahruns- ins. Við höfum einfaldlega ekki næga þekkingu, eins og sést glöggt á því hvernig Baugsmálið fór. Hér eru allir líka svo nátengdir, fólk, flokkar og fyrirtæki, lögfræðingar og endurskoðendur. Bragi Krist- jónsson sagði að það þyrfti að hafa ættfræðinga með í rannsókninni, það er nokkuð til í því. Ég held reyndar að það sé mjög auðvelt að fá fólk hingað, það vilja allir koma og sjá með eigin augum landið sem hrundi. Ísland nýtur líka velvilja þrátt fyrir allt. Því eigum við ekki að skirrast við að leita til bestu hag- fræðinga, bestu endurskoðenda og bestu rannsakenda í heimi. Sjálfur hef ég fundið fyrir þessu. Það eru til dæmis tveir mjög frægir sem hafa fallist á að koma í viðtal til mín í Silfrið. Annar er Nouriel Roubini, sem sá fyrir að alþjóðakerfið myndi hrynja vegna spákaupmennsku, og hinn heitir Michael Hudson og hef- ur líka fjallað mikið um bólu- hagkerfi. Ég veit að Eva Joly leggur metn- að í þessa rannsókn. Hún hafði viss- ar áhyggjur af því að menn ætluðu bara að nota nafnið hennar, en það tekur hún alls ekki í mál. Þannig að hún hefur skuldbundið sig að vera með. Ég held hún líti þannig á að ef vel tekst til hér verði það viss fyr- irmynd fyrir heiminn. Við erum að vissu leyti tilraunastofa á Íslandi. Við misstum okkur algjörlega í græðginni og nú stendur upp á okk- ur að búa til almennilegt samfélag á rústunum. Við eigum að geta það, þrjú hundruð þúsund manna þjóð sem er vel menntuð og menning- arlega sinnuð. Hrunið er sameig- inleg reynsla okkar og hefur fært okkur nær hvert öðru. Við eigum möguleika á að byggja upp fyr- irmyndarþjóðfélag, bara ef við lát- um ekki græðgina eða hina gráðugu ná tökum á okkur aftur.“ » „Ég veit að Eva Joly leggur metnað íþessa rannsókn. Hún hafði vissar áhyggjur af því að menn ætluðu bara að nota nafnið henn- ar, en það tekur hún alls ekki í mál. Þannig að hún hefur skuldbundið sig að vera með. Ég held hún líti þannig á að ef vel tekst til hér verði það viss fyrirmynd fyrir heiminn. Við erum að vissu leyti tilraunastofa á Íslandi.“ 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 ,magnar upp daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.