Morgunblaðið - 28.03.2009, Side 1

Morgunblaðið - 28.03.2009, Side 1
L A U G A R D A G U R 2 8. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 85. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. «DAGLEGTLÍF VORU AÐ SEMJA SÖNG- LEIK OG MISSTU AF ÖLLU «PETERJENSEN FULLUR AF VEST- NORRÆNNI ANDAGIFT INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, sagði eina stærstu yfirsjón sína hafa verið að gera ekki afdráttarlausari kröfur um breytingar á heilla í væntanlegu forystuhlutverki sínu og þeirri erfiðu vegferð sem hún tækist á hendur. Á landsfundinum var samþykkt að Íslands- hreyfingin yrði hluti af Samfylkingunni. | 12 stjórnkerfinu í samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Samfylkingin hefði ekki fylgt eigin sann- færingu um nauðsynlegar umbætur nógu fast eftir. Hún óskaði Jóhönnu Sigurðardóttur Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Sólrún þakkaði fyrir sig í setningarræðu landsfundar Eftir Grétar Júníus Guðmundsson og Magnús Halldórsson FORSVARSMENN Føroya Bank hafa áhuga á eignum SPRON og starfsemi hér á landi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Skilanefnd SPRON vonast til að bindandi tilboð liggi fyrir á mánu- dag í tilteknar eignir sparisjóðsins, að sögn Hlyns Jónssonar, for- manns skilanefndarinnar. Skilanefndin átti í gær viðræður við nokkra þeirra sem nefndin ræddi við í fyrradag, en sextán að- ilar höfðu lýst yfir áhuga á að kaupa einstakar einingar sem til- heyrðu SPRON. „Það er mikill áhugi á eignum SPRON,“ sagði Hlynur í gær, „og það verða frekari viðræður í dag til að fá betri mynd af þessu. Okkur þykir þetta líta vel út. Við vonumst til að bindandi tilboð liggi fyrir á mánudag, með fyrirvara um áreið- anleikakönnun og samþykki stjórnvalda.“ Hlynur vildi ekki tjá sig um hverja skilanefndin ræddi við í gær eða hve margir þeir voru. Skv. heimildum Morgunblaðsins munu þeir hafa verið fimm. Samkvæmt ársreikningi fær- eyska bankans fyrir 2008 námu heildareignir í árslok um 10,1 millj- arði danskra króna, jafnvirði um 218 milljarða ísl. kr. miðað við nú- verandi gengi. Í ljósi þess að bank- inn gerir upp í dönskum krónum gætu falist umtalsverð tækifæri fyrir hann í að kaupa eignir hér á landi þar sem gengi íslensku krón- unnar er veikt um þessar mundir. Færeyingar sýna áhuga  Føroya Bank hefur áhuga á eignum SPRON og starfsemi hér á landi  Heildareignir Føroya Bank námu um 218 milljörðum króna í árslok 2008 Í HNOTSKURN » Hagnaður Føroya Bankí fyrra nam um 860 milljónum danskra króna, eða sem svarar um 19 millj- örðum íslenskra króna. » Skilanefnd SPRON von-ast til þess að bindandi tilboð í tilteknar eignir sparisjóðsins liggi fyrir á mánudag.  Svipaður | 4 LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 300 kannabisplöntur í nýlegu einbýlis- húsi í Hafnarfirði í gærdag. Ekki var búið í húsinu og var það því eingöngu notað undir kannabisræktun. Ræktunin var vel falin á neðri hæð hússins sem er rúmlega fokhelt. Tveir menn eru í haldi lögreglu og verða yf- irheyrðir í dag. Eru ræktunarstaðir kortlagðir úr lofti? Engin tilviljun ræður því að lögreglan hefur upprætt á þriðja tug ræktunarstaða. Margar kenningar eru uppi, meðal annars hvort lög- reglan hafi kortlagt staðina úr lofti með hjálp hitamyndavéla. Sölumaður slíkra myndavéla segir slíkt vel gerlegt. | 8 Engir íbúar en mikil ræktun 300 plöntur í einbýlishúsi Morgunblaðið/Júlíus Plöntur Kannabisplantan var ræktuð í stórum stíl í einbýlishúsinu í Hafnarfirði. LEIKUR KR og Íslandsmeistara- liðs Keflavíkur í undanúrslitum Ís- landsmóts karla í körfuknattleik fer í sögubækurnar. Úrslitin réðust ekki fyrr en í fjórðu framleng- ingu og er þetta að- eins í annað sinn sem slíkt gerist. KR skoraði 129 stig gegn 124 stigum Keflavíkur. „Ég hef aldrei tekið þátt í svona spennuleik. Tvær framlengingar er það mesta á mínum ferli fram til þessa en ég get fullyrt að þessi leikur var betri skemmtun en „Idolið“ á Stöð 2,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, leik- maður KR, í leikslok. Í dag eigast við Grinda- vík og Snæfell og með sigri getur Grindavík tryggt sér sæti í úrslitum gegn KR. | Íþróttir Meistararnir féllu úr leik Jón Arnór Stefánsson STÓR sending af húsgögnum var stöðvuð af tollinum í kringum síð- ustu áramót. Vörurnar fylltu tvo og hálfan flutningagám. Í sendingunni voru eftirlíkingar af þekktum hús- gögnum frægra hönnuða. Aðallega var um að ræða stóla og sófa en einn- ig lampa. Þetta er langstærsta send- ing af falsvöru sem hefur verið stöðv- uð við innflutning hingað. Nýlega var 5,3 tonnum af hús- gögnum úr sendingunni eytt að kröfu rétthafa að hönnuninni sem smíðað var eftir. Helgi Þór Þor- steinsson hdl. sagði að sendingin hefði verið stöðvuð vegna ábending- ar frá rétthafa. Hörður D. Harðarson yfirtollvörð- ur segir að tollgæslan sé orðin ár- vökulli en áður gagnvart hugverka- fölsunum. Tollgæsla víða um heim hafi áhyggjur af fölsuðum neytenda- vörum sem geti verið lífshættulegar. Eyjólfur Pálsson í EPAL segir ánægjulegt að sjá að tollurinn vinni sína vinnu á þessu sviði. | 18 Falshúsgögn stöðvuð Nýlega voru 5,3 tonn af eftirlíkingum ýmissa frægra húsgagna eyðilögð Ljósmynd/Helgi Þór Þorsteinsson Eyðing Eftirlíkingunum var fargað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.