Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009
-./'
-./#
,
,
-./
&0/
,
,
123
4
,
,
678
1$/
,
,
-./('
-./)
,
,
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
STJÓRNVÖLD ætla að taka sér
einn mánuð í að klára samningavið-
ræður við erlenda kröfuhafa Kaup-
þings, Glitnis og Landsbanka eftir að
verðmat á eignum og skuldum bank-
anna þriggja verður lagt fram. Sam-
hæft endurmat fjármálafyrirtækis-
ins Oliver Wyman mun liggja fyrir í
síðasta lagi 15. apríl næstkomandi og
þá hefjast formlegar samningavið-
ræður við kröfuhafana. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er stefnt
að því að þeim verði lokið fyrir 18.
maí. Ef ekki tekst að semja um nið-
urstöðu á þeim tíma er hluti kröfu-
hafanna reiðubúinn að stefna ríkinu
og bönkunum til að tryggja hags-
muni sína.
Gert með öðrum hætti
Við setningu neyðarlaganna voru
allar innlendar eignir gömlu bank-
anna þriggja fluttar yfir í nýju bank-
ana til að tryggja innstæður. Hug-
myndin var síðan að meta eignir og
skuldir og greiða svo mismuninn til
gömlu bankanna, og þar af leiðandi
kröfuhafa, með útgáfu skuldabréfs.
Nú virðist hins vegar ljóst að upp-
gjörið verður með öðrum hætti. Ein
af þeim leiðum sem hafa verið til um-
ræðu innan viðskipta- og fjármála-
ráðuneytis, Fjármálaeftirlits (FME)
og Seðlabankans er að kröfuhafar
geti eignast hlut í einum eða fleiri
banka.
Takmarkaður aðgangur
Ríkisstjórnin réð í byrjun mars
enska ráðgjafarfyrirtækið Hawk-
point til að sjá um samningsgerðina
fyrir sína hönd.
Áður höfðu skilanefndir bankanna
þriggja ráðið Morgan Stanley (fyrir
Kaupþing), UBS (fyrir Glitni) og
Barclays (fyrir Landsbankann) til að
sjá um viðræðurnar fyrir sína hönd.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa ráðgjafar skilanefnd-
anna þó fengið mjög takmarkaðan
aðgang að gögnum um nýju bankana
og hafa því átt í erfiðleikum með að
mynda sér viðræðumarkmið sem
byggð eru á virði eigna þeirra. Auk
þess hefur Hawkpoint þurft tíma til
að setja sig inn í þær aðstæður sem
fyrirtækið á að gefa ráð um og því
hafa viðræður milli ráðgjafanna ver-
ið rýrar fram að þessu.
Erfitt að greina sannvirði
Samningaviðræðurnar eiga að
byggjast á níunda tölulið samkomu-
lags Íslands við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn (IMF). Þar viðurkenna ís-
lensk stjórnvöld að „það sé
lykilatriði í réttlátri meðferð gagn-
vart innstæðueigendum og kröfuhöf-
um á hendur yfirteknu bönkunum að
nýju bankarnir greiði sannvirði fyrir
þær eignir sem fluttar eru frá gömlu
bönkunum“. Heimildir Morgun-
blaðsins herma hins vegar að það
hafi verið ómögulegt fyrir þá ráð-
gjafa sem vinna fyrir skilanefndirn-
ar, og þar af leiðandi kröfuhafana, að
greina sannvirði eigna þar sem þeir
fá mjög takmarkaðan aðgang að
gögnum um nýju bankana.
Ríkið ætlar sér einn mánuð
í viðræður við kröfuhafana
Í HNOTSKURN
»Deloitte skilar af sér verð-mati á nýju bönkunum fyr-
ir næstkomandi þriðjudag.
»Oliver Wyman skilar síðanskýrslu um framkvæmd
verðmatsins hinn 15. apríl. Þá
verður farið í viðræður við
fulltrúa kröfuhafa sem á að
ljúka fyrir 18. maí.
● NOREGUR var
eina landið meðal
Norðurlandanna
þar sem hagvöxtur
varð á fjórða fjórð-
ungi síðasta árs,
en landsfram-
leiðsla dróst saman
um 4,9% milli ára í
Svíþjóð, 3,9% í
Danmörku, 2,4% í Finnlandi og 1,5% á
Íslandi. Reyndar dróst landsframleiðsla
saman hjá flestum viðskiptalöndum Ís-
lands á síðasta fjórðungi ársins 2008, að
því er fram kemur í Hagvísum Seðla-
bankans. gretar@mbl.is
Noregur með sérstöðu
meðal Norðurlandanna
● STÖÐUG veiking íslensku krónunnar
frá 12. mars síðastliðnum hefur haft
þau áhrif að verðbólguvæntingar hafa
aukist nokkuð að
undanförnu. Veik-
ing krónunnar eyk-
ur líkurnar á því að
innflutningsvörur
hækki í verði.
Verðbólguvænt-
ingarnar má sjá á
verðþróun á
skuldabréfamark-
aði. Fjárfestar sem
kaupa óverðtryggð ríkisskuldabréf
leggja ákveðið álag á bréfin sem á að
bæta þeim upp verðbólguna. Þetta álag
er nú að jafnaði um 2,3% fyrir næstu
þrjú ár en var um 1,8% í byrjun þess-
arar viku. Þess vegna er hægt að segja
að fjárfestar vænti þess nú að verð-
bólgan verði að jafnaði 2,3% á næstu
þremur árum en í byrjun vikunnar hafi
þeir gert ráð fyrir að verðbólgan yrði að
jafnaði 1,8%.
Verðbólguvæntingar minnkuðu nokk-
uð eftir að Hagstofa Íslands birti þróun
vísitölu neysluverðs milli mánaða síð-
astliðinn þriðjudag. Nokkuð stöðug
veiking krónunnar hefur hins vegar haft
þau áhrif að verðbólguvæntingarnar
hafa aukist undanfarið.
bjorgvin@mbl.is
Auknar verðbólguvænt-
ingar vegna krónunnar
FRÉTTASKÝRING
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
KRÓNAN hélt áfram að veikjast í
gær eins og hún hefur gert nánast
samfellt frá 12. þessa mánaðar.
Gengisvísitala krónunnar hækkaði
um 1,3% og veiktist krónan sem því
nemur. Var gengisvísitalan við lok
viðskipta í gær 209,9 stig. Í lok dags
þann 11. mars síðastliðinn var vísi-
talan 186,5 stig. Hefur hún því
hækkað um tæp 13% frá þeim tíma
og krónan því veikst svo að segja
sem því nemur.
Þann 17. mars sl. var stór gjald-
dagi á ríkisbréfum í eigu erlendra
fjárfesta. Ætla má að vaxta-
greiðslur til þeirra eigi þátt í veik-
ingu krónunnar. Þá er líklegt að
lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans
í síðustu viku eigi einnig sinn þátt
sem og nýlegt inngrip Fjármálaeft-
irlitsins í starfsemi Straums,
SPRON og Sparisjóðabankans.
Jón Bjarki Bentsson, sérfræð-
ingur hjá Greiningu Íslandsbanka,
segir að til viðbótar við framannefnt
virðist sem verulegur misbrestur sé
á því að útflutningstekjur skili sér
inn á markaðinn. „Þetta er eina
hugsanlega skýringin á því hvað
krónan hefur veikst mikið og sam-
fellt að undanförnu“ segir hann.
„Að öllu öðru óbreyttu ætti að vera
meira flæði gjaldeyris inn á mark-
aðinn en út af honum, en svo er ekki.
Auðvitað er við því að búast að
sveifla geti verið í því frá degi til
dags hvernig erlendi gjaldeyririnn
skilar sér, en þetta er hins vegar
orðið það stöðugt og í það langan
tíma, að ljóst virðist að fleiri vilji
kaupa gjaldeyri en þeir sem eru að
selja hann.“
Ekki eins og fyrr á árinu
Jón Bjarki segir að búist hafi verið
við einhverri veikingu krónunnar í
kringum stóra vaxtagjalddagann á
ríkisbréfunum fyrr í mánuðinum.
Það hafi gerst en veikingin hafi hins
vegar haldið áfram.
„Þá virðist ljóst að Seðlabankinn
er ekki að láta til sín taka á gjald-
eyrismarkaðinum núna, eins og
bankinn gerði í janúar og febrúar.
Það hefur líka mikil áhrif,“ segir
Jón Bjarki.
Seðlabankinn tjáir sig ekki um
skammtímasveiflur á gjaldeyr-
ismarkaði, samkvæmt upplýsingum
frá bankanum.
Krónan heldur áfram að veikjast
Verulegur misbrestur virðist vera á því að útflutningstekjur skili sér, að mati
sérfræðings Íslandsbanka Seðlabankinn lætur ekki til sín taka á markaði
&
&
&
&'
&!
!
%%
Þetta helst ...
● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á
Íslandi lækkaði um 0,3% í gær og er
lokagildi hennar 633 stig. Vísitalan er
óbreytt frá því fyrir viku. Frá síðustu
áramótum hefur hún hins vegar lækkað
um 37%.
Mest lækkun varð í gær á gengi
hlutabréfa Marels, 2,7%. Viðskipti með
hlutabréf námu í gær samtals um 200
milljónum króna, en hins vegar voru
viðskipti með skuldabréf fyrir um 5,6
milljarða í gær.
gretar@mbl.is
Engin breyting á viku