Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 44
44 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 ✝ Eva Pétursdóttirfæddist í Vallanesi í Vallahreppi á Héraði 22. október 1908. Hún lést 21. mars 2009. Hún var sjötta barn af fimmtán börnum Pét- urs Péturssonar og Unu Stefaníu Stefáns- dóttur, sem lengst af voru vinnuhjú á Hér- aði. Systkini Evu, lát- in, eru: Sigurbjörg, f. 1902, Jón, f. 1903, Ragnheiður, f. 1904, Sigurður, f. 1905, Sig- ríður, f. 1907, drengur, dó í fæðingu 1910, Margrét, f. 1911, Sveinbjörg, f. 1912, Þorgerður, f. 1913, Stefán, f. 1915, Ragna, f. 1919, og drengur, dó í fæðingu 1921. Á lífi eru systurnar Guðný, f. 1917, búsett á Neskaupstað og María, f. 1923, búsett í Vest- mannaeyjum. Eva giftist 1930 Valdimar Ás- mundssyni, f. 29.3. 1901, d. 24.5. 1970. Foreldrar hans voru Ásmund- ur Finnbogason og Júlíana Rasmus- dóttir frá Brimnesgerði í Fáskrúðs- firði. Eva og Valdimar eignuðust 7 börn, þau eru, Aðal- steinn, maki Elínborg Þorsteinsdóttir, 5 börn, Pétur, maki Fjóla Gunnarsdóttir, 7 börn, Albert, maki Svanhild- ur Þórisdóttir, 4 dætur, Auður, maki Guðjón V. Björnsson, 3 dætur, Ástdís, maki Guðni Helgason, 3 börn, Hild- ur, sambýliskona Tove Engebretsen, 1 sonur, og Sólveig, maki Bjarni Pétursson, 3 synir. Af- komendur eru komnir yfir hundraðið. Eva fluttist með foreldrum sínum 10 ára að aldri til Neskaupstaðar, fór eftir fermingu til Eskifjarðar, fyrst til Sigurbjargar systur sinnar. Síðar vann hún þar ýmis störf, þar á meðal í fiskvinnu og sem vinnukona. Eva var síðast til heimilis á hjúkr- unarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði en bjó áður á Strandgötu 93 á Eski- firði. Útför Evu fer fram frá Eskifjarð- arkirkju í dag, 28. mars, og hefst at- höfnin klukkan 14. Það er fallegt í Útbænum á Eski- firði þar sem lítil gömul hús kúra undir Hólmatindinum sem gnæfir yf- ir líkastur pýramída. Stundum gyllt- ur sólarljósi en líka stundum dimmur og mikilúðlegur. Í einu af fallegu gömlu húsunum í skjóli Tindsins bjó Eva okkar lengst af. Við kynntumst henni fyrir rúmum 30 árum þegar við fluttum til Eskifjarðar. Hún var sam- starfskona okkar en þó var hún okkur miklu frekar eins og amma, blíð og yndisleg. Eftir að drengirnir okkar fæddust átti hún líka blíðu og hlý orð við þá. Það var gaman að spjalla við Evu um daginn og veginn. Hún var geðgóð og hláturmild, umtalsgóð og var stolt af stóru fjölskyldunni sinni og hafði ærna ástæðu til. Af henni og hennar fólki voru ávallt góðar fréttir og hún vissi upp á hár hvernig gekk hjá hverjum og einum. Fólkið hennar Evu er líka eins og hún, vandað og harðduglegt fólk sem kemur sér hvarvetna vel. En hún mátti heldur ekkert aumt sjá. Bestu fréttirnar úr Útbænum voru oft þær að hún hafði getað frelsað einn og einn lítinn fugl sem þvælst hafði ofan í strompinn á húsinu litla allt ofan í kjallara. Þá fór hún á fjóra fætur, skreið að gamla eldhólfinu og potaði inn með kúst- skafti, gómaði loks smáfuglinn, bar hann út fyrir og sleppti upp í víðáttu himinsins. „Æ, þeir verða svo fegnir vesalingarnir,“ sagði hún þegar hún var spurð hvers vegna hún legði á sig alla þessa fyrirhöfn, kona á þessum aldri. Eva vann í Pöntunarfélaginu langt fram yfir lögbundinn aldur. Sam- viskusamari manneskja var vand- fundin. Hún var vakin og sofin yfir öllu sem varðaði hag fyrirtækisins og benti á það sem betur mátti fara. Hún kallaði það stundum sjálf „sletti- rekuskap“, en umhyggja hennar og virðing byggðist á gildum sem því miður eru á undanhaldi í dag. Örlögin höguðu því svo dásamlega að löngu seinna tengdumst við fjöl- skylduböndum þegar langömmu- stelpan hennar Evu, hún Ríkey, og Haukur sonur okkar kynntust. Nú eigum við saman langalangömmu- strákinn og ömmu- og afastrákinn Eirík Ingimar. En nú er Eva okkar horfin södd líf- daga inn í eilífðarríkið í víðáttu him- insins þar sem gengnir ástvinir hafa tekið henni fagnandi, með Valdimar hennar heitinn í fararbroddi. Við trú- um því að hún sé frelsinu fegin, líkt og allir smáfuglarnir sem hún bjarg- aði um dagana. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Öllum ástvinum Evu óskum við blessunar hins hæsta. Hún sé Guði falin. María og Þorsteinn. Andlátsfregn móðursystur minnar Evu Pétursdóttur vakti hjá mér tregatilfinningu og söknuð, en jafn- framt á vissan hátt gleði því þessi roskna kona hafði fyrir allnokkru óskað þess sjálf að hún mætti fá hvíld. Hún hafði lokið löngum starfsdegi. Líf hennar var vinna og umönnun. Hún hafði ætíð verið til staðar á erf- iðum tímum foreldra okkar er þau bjuggu á Eskifirði. Gleði hennar var að geta gefið af sér og geta glatt aðra. Hún átti þetta hlýja viðmót sem skil- ur eftir hjá okkur fagra og bjarta minningu. Þegar ég var að alast upp fór fjölskylda mín í heimsókn til Eskifjarðar því sem næst á hverju sumri. Heimili Evu og Valda var okk- ur ætíð opið og fjölskyldan samhent um að taka sem allra best á móti okk- ur. Það voru sældardagar og hlýjar eru minningarnar úr litla rishúsinu við Strandgötu 93. Eva var sjötta barn þeirra Péturs Péturssonar og Unu Stefaníu Stef- ánsdóttur sem lengst voru vinnuhjú á Héraði en síðar búsett á Neskaup- stað. Fjögurra og hálfs árs fer Eva í fóstur allt til tíu ára aldurs er hún fer til foreldra sinna á Neskaupstað. Margan gerir það bitran og vansælan að vera tekinn frá foreldrum en Eva var laus við biturð eða reiði. Lífslán Evu var Valdimar Ásmundsson en þau giftust 1930 og bjuggu allan sinn aldur á Eskifirði. Þau eignuðust sjö börn og í dag er stór fjölskylda sem kveður Evu. Við börn Sigurbjargar og Péturs erum þakklát fyrir allt það sem Eva, Valdi og fjölskyldan í Strandgötu 93 var okkur. Við biðjum góðan Guð að varðveita minningu hennar og vott- um fjölskyldunni samúð. Amma er dáin, dagur liðinn, Drottinn veitti henni friðinn. Enn eru sömu sjónarmiðin, sami áhuginn og fyrr – fyrir innan Drottins dyr. (Haraldur Hjálmarsson.) Þorsteinn Pétursson. Eva Pétursdóttir ✝ Guðbjörg Jóns-dóttir fæddist á Herjólfsstöðum í Álftaveri 9. desember 1915. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Hjal- latúni 16. mars 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Hjart- arson, f. á Herjólfs- stöðum í Álftaveri 20.7. 1876, d. 27.7. 1963 og Sigríður Hei- ðimannsdóttir, f. á Skagnesi í Mýrdal 27.12. 1879, d. 17.5. 1966. Systkini Guðbjargar voru Svavmundur Sigurjón, f. 1909, d. 1991, Hjörtur Elías, f. 1912, d. 1951, Guðríður Kristín, f. 1.03. 1914, d. 1996 og Þorsteinn Kristinn, f. 1919, d. 1985. Guðbjörg giftist 2. júní 1945 Rúti Skæringssyni trésmið, f. 28.4. 1921, d. 7.8. 1997. Foreldrar hans voru f. 2002 og Elísabet, f. 2007. b) Helgi Ingólfur, f. 1976, sambýliskona Ása Björg Tryggvadóttir, f. 1981, sonur þeirra Eysteinn Ari, f. 2007. c) Helga Rut, f. 1981, maki Guðjón Guðmundsson, f. 1972. 3) Heiðrún, f. 1948, maki Pálmi Frímannsson, f. 1944, d. 6.1. 1989. Börn: a) Guðbjörg Rut, f. 1966, maki Þormóður Þor- móðsson, f. 1963, börn þeirra Pálmi, f. 1994 og Sigurður Dagur, f. 2001. b) Jóhanna Guðrún, f. 1976, maki Þorsteinn Ingi Magnússon, f. 1970, sonur þeirra Hugo Þorri, f. 2006. c) Hildur Sunna, f. 1984, sambýlis- maður Ágúst Karl Karlsson, f. 1979. Guðbjörg ólst upp á Skagnesi í Mýrdal en var lengst af húsmóðir í Vík í Mýrdal, en stundaði áður vinnu nokkra vetur í Vest- mannaeyjum. Eftir að hún settist að í Vík stundaði hún auk heim- ilisstarfa vinnu hjá Prjónastofunni Kötlu. Hún var félagi í Kvenfélagi Hvammshrepps auk þess að vera fé- lagi í kirkjukór Víkurkirkju. Útför Guðbjargar fer fram frá Víkurkirkju í dag, 28. mars, og hefst athöfnin klukkan 14. Skæringur Sigurðs- son, f. 14.3 1886 og Kristín Ámundadóttir, f. 15.3. 1886. Börn Guðbjargar og Rúts eru: 1) Sigurjón, f. 1944, maki Kristín Einarsdóttir, f. 1953. Börn: a) Hrefna, f. 1978, maki Þorgeir Ragnarsson, f. 1978, dóttir þeirra Áslaug Lilja, f. 2006. b) Rútur Skæringur, f. 1985, sambýliskona Ólöf Vignisdóttir, f. 1989. c) Viktor Smári, f. 1993. d) Ríkarður, f. 1996. Fyrir átti Kristín Einar Kristin, f. 1971, dóttir hans og fyrr- verandi sambýliskonu er Matthildur, f. 1998. 2) Kristín Inga, f. 1947, maki Eysteinn Helgason, f. 1948. Börn: a) Kristín Björg, f. 1972, maki Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, f. 1971, börn þeirra eru Karólína, f. 1997, Lovísa, Því miður grunar mig að fólki eins og Guðbjörgu Jónsdóttur tengdamóð- ur minni fari hratt fækkandi um þess- ar mundir. Fólki sem hefur í raun aldrei verið að fara neitt sérstakt. Fólki sem alltaf hefur haft tíma en samt aldrei fallið verk úr hendi. Fólki sem alla tíð hefur kunnað að njóta líð- andi stundar þrátt fyrir misjafna tíma og mismunandi hagi. Ég lærði margt af kynnum mínum við Guðbjörgu og ég veit að sama gildir um yngri kyn- slóðirnar sem nutu samvista við hana og allrar þeirrar umhyggju sem hún bauð samferðafólki sínu. Fyrir þau okkar sem ekki halda kjörþyngd sinni án fyrirhafnar orkaði félagsskapur Guðbjargar þó á vissan hátt tvímælis. Líf hennar snerist um það áratugum saman að snúast í eld- húsinu sínu, taka þar á móti fólki frá morgni til miðnættis og hafa aðeins það tvennt að markmiði að næra ann- ars vegar líflegar samræður um stórt og smátt í samfélaginu og hins vegar að næra í bókstaflegri merkingu alla viðstadda með veitingum og gestrisni sem engan endi átti. Og Guðbjörg var blessuð með miklum gestagangi alla tíð. Eiginmaður hennar, Rútur Skær- ingsson sem lést árið 1997, rak smíða- verkstæði í kjallara Skuldar, en svo var íbúðarhús þeirra hjóna nefnt. Þar var gjarnan margt um manninn og hverjum þeim sem rak inn nefið var í raun skylt að koma við hjá Guðbjörgu og þiggja góðgjörðir. Til viðbótar sátu nágrannakonurnar gjarnan á skrafi í eldhúsinu, vinir og kunningjar, börn og barnabörn. Og það var í raun alveg sama hve bekkurinn var þröngt set- inn. Eldhúsið var hjarta hússins og stofan helst ekki notuð nema á hátíð- arstundum. Guðbjörg var af bændum komin, fædd á Herjólfsstöðum í Álftaveri en uppalin að Skagnesi í Mýrdal. Eftir að hún settist ásamt eiginmanni sínum að í Vík stundaði hún auk heimilis- starfa vinnu hjá prjónastofunni Kötlu. Um margra ára skeið annaðist hún einnig heimili foreldra sinna og bræðra að Skagnesi. Hún tók virkan þátt í störfum Kvenfélags Hvamms- hrepps og söng um árabil í kirkjukór Víkurkirkju. Hún var alla tíð einkar heilsuhraust og vel ern. Guðbjörg hélt ein og óstudd gestrisið heimili sitt í Skuld þar til hún fluttist á dvalar- heimilið Hjallatún í Vík á síðasta ári og naut þar góðrar aðhlynningar. Með Guðbjörgu er gengin hvunn- dagshetja sem helgaði líf sitt öðru fólki án þess væntanlega að gera sér nokkurn tíma grein fyrir því sjálf. Hún naut þess að vera til staðar fyrir aðra án þess væntanlega að líta nokk- urn tíma á sig sem einhverja hjálp- arhellu. Hvert viðvik var sjálfsagt og skapaði aldrei inneign hennar hjá öðr- um. Hún var þakklát hverjum gesti, bauð honum aldrei færri en fimm sortir með kaffinu og að sveitasið úr Skagnesi leið enginn dagur án sex matmálstíma sem aldrei dugði þó til að Guðbjörg væri örugg um að hafa veitt nógu vel. Ég þakka Guðbjörgu samfylgdina og kveð hana með söknuði. Ég bið Guð að blessa minningu hennar og vera aðstandendum styrkur á sorgar- stund. Eysteinn Helgason. Elsku hjartans amma mín er dáin. Hennar mun ég ætíð minnast með hlýju og bros á vör en einnig með söknuð í hjarta því með ömmu kveður ekki einungis stórkostleg manneskja heldur er líka kafla í lífi mínu og minn- ar fjölskyldu lokið. Hún var sú eina sem eftir var af eldri kynslóðinni. Amma á Víkurbraut, eða Björg eins og hún var alltaf kölluð, var einstak- lega lífsglöð og atorkumikil kona. Hún var vinmörg og eldhúsið á Víkur- brautinni var oftar en ekki fullt af gestum og kræsingum. Alltaf var boð- ið upp á eitthvert góðgæti með kaffinu eins og Nesfólks var von og vísa. Pönnukökurnar og flatkökurnar voru einstakar, brúntertan var líka vinsæl og jólakakan með auknum aldri og þroska. Gestrisnin var þó ekki það eina sem lokkaði gesti á Víkurbraut- ina heldur fyrst og fremst amma, heillandi og skemmtileg, og hlýlegt viðmót afa og gefandi samtöl. Því mið- ur kvaddi afi okkur allt of snemma en amma lifði fram á tíræðisaldurinn. Amma tók lífinu með æðruleysi og í henni bjó mikill kjarkur. Hún talaði hispurslaust og hreinskilnislega og kunni þá list að segja hlutina umbúða- laust en þó á skemmtilegan máta. Ákveðin var hún og hafði vel mótaðar skoðanir. Alla tíð fylgdist hún vel með líðandi stundu og var inni í þjóðfélags- umræðunni. Oftar en ekki vissi hún miklu meira um hvað var að gerast í heiminum en við hin. Hún var skap- góð og mikill húmoristi, gerði góðlát- legt grín að sjálfri sér og öðrum og engum leiddist í návist hennar. Hún reyndist mér ávallt vel og var okkar samband náið og mikið. Aldrei var farið í heimsókn í Víkina án þess að kíkja á ömmu á Víkurbraut og voru ferðirnar ófáar. Síðasta heimsókn var þó vissulega tregablandin því þá var ljóst í hvað stefndi en gott var að fá tækifæri til að kveðja. Sem betur fer hafði amma þó haldið nokkuð góðri heilsu fram yfir nírætt og var það ekki fyrr en síðasta sumar sem hún fluttist á dvalarheimilið Hjallatún, eftir að hafa þá búið ein í um ellefu ár frá því afi dó. Amma var og er mér mikil fyrir- mynd. Hún var sterk kona og vel gefin með mikla útgeislun, kraft og lífsvilja. Á meðan hún hafði heilsu til naut hún þess að rækta garðinn sinn og má í raun segja að þannig hafi hún einnig hagað sínu lífi. Hún hlúði vel að fólk- inu sínu, var yndisleg amma og fræj- um sínum sáði hún víða því ekki var það einungis fjölskyldan sem naut góðs af heldur fjöldamargir aðrir. Ég er viss um að margir sem lesa þessi orð geta samsinnt því og vita um hvað ræðir. Gæskan og hlýjan sem streymdi frá henni og Guddu systur hennar, sem var mér líka sem amma, var einstök og því gleymi ég aldrei. Þær systurnar eru miklir áhrifavaldar í mínu lífi og er það ætlun mín að til- einka mér alla þeirra kosti og miðla þeim til dóttur minnar. Þrátt fyrir sáran söknuð þá vonast ég til að amma njóti nýrra daga í góðum fé- lagsskap þeirrar kynslóðar sem kvatt hefur og hver veit nema hún kíki yfir þetta hjá mér með bros á vör. Í það minnsta leikur ávallt bros um mínar varir þegar ég hugsa til hennar. Hrefna Sigurjónsdóttir. Ég er búin að sitja lengi og velta fyrir mér hvernig best sé að minnast hennar ömmu. Það er svo ótal margt sem mig langar að segja en ég á erfitt með að koma orðum að því í stuttu máli. Hún hefur átt stóran þátt í lífi mínu allt frá fæðingu og alltaf verið nálæg, jafnvel þótt raunveruleg fjar- lægð hafi verið mikil á milli okkar. Hún amma vildi aldrei vera með neitt óþarfa vesen. Hún vildi drífa hlutina af og halda svo áfram. Í fjöl- skyldunni er þetta í gamni kallað Ne- sæði, því það virðist ganga í ættir hjá þeim sem ættaðir eru frá Eystra- Skagnesi. Þrátt fyrir það var hún amma svo óskaplega hlý og yndisleg og alveg stórkemmtileg. Hún var hress og kát og hafði ágætis húmor. Ég fæddist í stofunni hjá ömmu og afa og bjó með mömmu hjá þeim fyrstu 6 ár ævi minnar. Eftir að við fluttum vestur í Stykkishólm eyddi ég flestum sumrum fram á unglingsár hjá ömmu og afa. Ég bjó við ómælda ást og umhyggju ömmu og afa og bað- aði mig í allri þeirri athygli sem ég mögulega þurfti. Systkini ömmu, þau Gudda, Mundi og Steini áttu líka sinn þátt í að gera æskuár mín svo ein- staklega ljúf. Ég var eina barnabarnið í langan tíma. Ég eyddi því miklum tíma með fullorðna fólkinu sem var ótrúlega þol- inmótt og leyfði mér að skottast með hvert sem farið var. Ég fór með í skúr- ingar í Kaupfélagið, á prjónastofuna, í kartöflugarðinn og upp á kirkjuloft þegar afi og amma sungu bæði í kirkju- kórnum og með afa í smíðar út í sveit. Þegar ég rifja upp helstu minning- ar mínar frá þessum tíma tengjast flestar þeirra mat og matargerð. Hún amma var alltaf að fást við mat. Það var hennar helsta ástríða að gefa fólki að borða. Hún var alltaf með hugann við mat. Hún var rétt búin að ganga frá eftir eina máltíð þegar hún var far- in að takast á við þá næstu. Þetta breyttist aldrei og var hún alltaf að reyna að fá mann til að „fá sér eitt- hvað“. Þegar heilsan var farin að gefa sig og hún átti erfitt með að standa í miklum bakstri, fékk hún konur til að hjálpa sér, því hún varð að eiga nóg í frystikistunni. Hún var ómöguleg ef hún átti ekkert að bjóða fólki með kaffinu. Amma var óskaplega heimakær og vildi helst ekkert vera að þvælast. Hvert sem hún fór beið hún alltaf eftir að komast heim sem fyrst. Hún var hinsvegar afskaplega gestrisin og naut þess að fá fólk í heimsókn. Það var oft mikið fjör og margt spjallað í eldhúsinu í Skuld. Það er indælt að hugsa til þess hvað margir hafa haldið mikilli tryggð við hana og litið til hennar og heimsótt í gegnum árin. Synir mínir hafa alltaf verið hæst- ánægðir í Víkinni hjá langömmu. Þeim fannst báðum svo notalegt að trítla um timburgólfin sem brakaði svo vinalega í. Brúna lagtertan og flat- kökurnar eru uppáhaldið þeirra og þeir elskuðu báðir hnausþykka grjónagrautinn hennar ömmu sem var búinn að malla í marga tíma. Það er afskaplega dýrmætt fyrir mig að þeir fengu að kynnast ömmu svo vel og allri hennar einlægni og umhyggju. Ég kveð hana ömmu mína með virðingu og hlýju og þakka henni alla þá ást og umhyggju sem hún hefur sýnt mér. Guðbjörg Rut. Guðbjörg Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guð- björgu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.