Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 ✝ Kristinn Guð-mundsson fæddist á Starmýri 24. janúar 1920. Hann lést á sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 17. mars 2009. Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfs- son, f. 20.9. 1889, d. 2.9. 1975 og Þórunn Jónsdóttir, f. 5.9. 1888, d. 26.11. 1956. Krist- inn átti 8 systkini, þau eru Eggert, f. 30.5. 1921, Stefán, f. 16.6. 1922, d. 16.6. 2007. Jana Valborg, f. 16.6. 1922, Egill, f. 25.9. 1924, Sigurbjörg, f. 4.4. 1925, Leifur, f. 4.4. 1925, Ingibjörg, f. 30.11. 1926, og Þorgeir, f. 30.11. 1926, d. 23.2. 2003. Kristinn var kvæntur Dagbjörtu Unni Guttormsdóttur, f. 12.3. 1925. Foreldrar hennar voru Guttormur Sigri Jónasson, f. 12.10. 1896, d. 12. 3. 1962 og Jóhanna Magnúsdóttir, f. 29.8. 1893, d. 12.4. 1949. Börn Kristins og Unnar eru: 1) Smári, f. 24.3. 1952, maki Kolbrún Kjartansdóttir, f. 24.7. 1953. Börn a) Unnar Logi, f. 26.5. 1979. b) Lóa Björk, f. 17.7. 1983. 2) Hanna, f. 31.3. 1955, maki Björn Jóns- son, f. 27.12. 1946. Börn: a) Guðjón Hrannar, f. 21.9. 1975, b) Harpa, f. 22.12. 1977, maki Sigurður Gíslason, f. 26.3. 1969. Synir Hörpu: Benedikt Björn, f. 19.7. 2001, og Kristinn Freyr, f. 3.9. 2004. c) Sigurborg Unnur, f. 6.11. 1978, dóttir Aníta Sif, f. 9.7. 1997. d) Hafrún, f. 22.1. 1994. 3) Þóra, f. 7.4. 1956, d. 19.1. 2007, maki Kári Alfreðsson, f. 12.10. 1956. Börn a) Hlynur, f. 17.12. 1977, b) Bjarki, f. 28.12. 1981, maki Helga Sveinsdóttir, f. 22.7. 1977, börn þeirra eru Sveinn Tristan, f. 12.12. 2004 og Kristel Björk, f. 11.4. 2005. 4) Guðmundur, f. 12.12. 1957, maki Hafdís Gunnarsdóttir, f. 17.12. 1958. Börn a) Berglind, f. 6.8. 1977, maki Örvar Geir Friðriksson, f. 18.7. 1976. b) Vordís, f. 4.5. 1990. c) Dagbjört, f. 12.7. 1993. d)Vigdís Heiðbrá, f. 20.6. 1996. Kristinn verður jarðsunginn frá Djúpavogskirkju í dag, 28. mars, kl. 14. Kristinn Guðmundsson var fyrsta barn hjónanna Guðmundar Eyjólfs- sonar og Þórunnar Jónsdóttur. Pabbi var því alinn upp í stórum systkina- hópi, þar hefur ekki verið lognmollan. Allir gengu til verka frá unga aldri. Þetta voru mikil umbrotaár í heim- inum. Þegar hann fæddist var fyrra stríðinu nýlokið, þegar hann var 10 ára var heimskreppa og þegar hann var tvítugur hefst seinni heimsstyrj- öldin. Á hans lífsskeiði risu og hnigu stórveldi og einnig áhrifamiklar heimspekikenningar og stjórnmála- hreyfingar. Pabbi átti gott með að læra, var bæði minnisgóður og fljótur að hugsa. Þegar pabbi var 18 ára fór hann í Héraðsskólann á Laugarvatni, var þar í tvo vetur og vann sumarið á milli á skólabúinu. Eftir dvölina á Laugarvatni var hann um tíma barnakennari í sinni heimabyggð. Ár- ið 1942 flutti Starmýrarfjölskyldan að Þvottá og þar tóku pabbi og mamma við búi 1954. Á búskapartíma þeirra á Þvottá verður bylting frá hægfara landbúnaðarsamfélagi, til núverandi iðnaðar- og þekkingar- samfélags. Þessi breyting gekk í þrepum og framan af þurfti mikla út- sjónarsemi til að ná afköstum, t.d. í heyskap, með fá tæki og lítinn mann- skap. Þó gekk oft undraskjótt að hirða hey með gráa Ferguson. Mikil áhersla var á að ofgera ekki börnum með vinnu. Það þýddi meiri vinnu fullorðinna. Þegar horft er til baka rifjast upp skemmtilegur heimilis- bragur á Þvottá í okkar uppvexti, hjá mömmu, pabba og föðurafa, Guð- mundi Eyjólfssyni, sem var mikill sagnaþulur og ættfræðingur. Veru- leikinn snerist um búskap, en heim- ilisfólkið velti líka stöðugt fyrir sér þjóðmálaumræðu, dægurmálum og ráðgátum lífsins. Hver og einn lagði sitt af mörkum eftir getu og fékk umbun í samræmi við þarfir. Mikill styrkur er að hafa átt slíkt bakland. Við systkinin nutum góðs af mennt- unaráhuga beggja foreldra, sem sköpuðu okkur gott heimili með skýr- um gildum, með áherslu á sjálfsaga og gott málfar. Pabbi lét sér mjög annt um barnabörnin og vildi fylgjast með hvað þau væru að gera, hvernig gengi t.d. í skóla og vinnu. Mörg þeirra eiga skemmtilegar minningar frá því þegar hann var að kenna þeim að þekkja litina og spilin. Hann var mörg ár í sveitarstjórn, fjögur ár oddviti og beitti sér þá fyrir byggingu barnaskóla í hreppnum. Þrátt fyrir mikinn áhuga á ferðalögum ferðaðist pabbi ekki víða miðað við það sem nú tíðkast. Eina ferð fóru þau hjón til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs ár- ið 1977. Hápunktur þeirrar ferðar var að hans mati heimsókn á safnið á Byggðarey við Ósló. Íslendingasög- urnar voru honum hugleiknar og hjá honum var það helgur atburður að komast í návígi við vel varðveitt skip frá víkingatímanum eins og Gauk- staðaskipið. Síðustu æviárin voru pabba erfið. Bæði sjón og heyrn voru mikið skert. Honum var erfiðast að sjá ekki til að lesa og skrifa. Með að- stoð sonardóttur tókst þó að skrá nokkra atburði frá liðnum tíma. Á kveðjustund er okkur ljúft að þakka þá gæfu að hafa átt góða for- eldra sem veittu gott veganesti og stuðning af ýmsu tagi í baráttu lífs- ins. Smári, Hanna og Guðmundur. Nú þegar við kveðjum afa, langar mig að minnast hans í nokkrum orð- um. Minningarnar eru margar og erf- itt að velja úr til að koma á blað. Í minningunni, þegar ég er lítil, sé ég afa fyrir mér ganga um eldhúsgólfið, hummandi einhvers konar lagstúf að bíða eftir kaffinu, sem var alltaf sötr- að svart með sykurmola. Svo rölti hann upp í „afafjárhús“ hægum en ákveðnum skrefum, með hendur fyrir aftan bak. Afi var rólegur maður, var heima- kær og leið best heima með ömmu og innan um fjölskylduna. Hann var ekki mikið fyrir fjölmenn mannamót, en þótti gaman að ferðast um landið. Hann var fróður um margt, las mikið og fylgdist alltaf vel með fréttum. Mér finnst ég heppin að hafa fengið að alast upp með afa og ömmu á heimilinu, en það er eitthvað sem er ekki algengt í dag. Bernskuárin átti ég ein með óskipta athygli fjögurra fullorðinna, eða svo fannst mér að minnsta kosti. Afi kenndi mér ýmis- legt. Við sátum oft við eldhúsborðið, hann kenndi mér mannganginn í tafli, kenndi mér að spila vist, leggja kapal og margt fleira. Hann hlýddi mér yfir með ýmislegt sem viðkom t.d. landa- fræði eða nöfn helstu stjórnmála- manna landsins þess tíma og hló sín- um lága hlátri hvort sem ég svaraði rétt eða rangt. Ef ég svaraði rangt fékk ég rétta svarið um hæl. Svona lærði maður ýmislegt. Á sumrin komu barnabörnin í sveitina og þá var alltaf fjör. Afi útbjó t.d. handa okkur rólur og vegasalt í garðinn og fleka sem við höfðum á „flekatjörn- inni“ okkar. Í minningunni liðu heilu sumrin hjá okkur á tjörninni góðu, sem reyndar er bara smá pollur, og afi var alltaf tilbúinn til að laga ef eitt- hvað bilaði hjá okkur. Afi var mikill áhugamaður um Ís- lendingasögurnar. Þegar ég var í framhaldsskóla fékk ég lánaða hjá honum Brennu-Njálssögu, en hana átti ég að lesa í íslensku. Það sást á bókinni að hún hafði verið lesin nokkrum sinnum, enda ein af uppá- halds sögunum. Þegar ég skilaði hon- um bókinni aftur, lét ég til gamans fylgja með ýmis verkefni og gögn varðandi söguna frá kennaranum sem ég hafði fengið. Það leið ekki á löngu þar til afi var búinn að finna nokkrar staðreyndarvillur, kennar- inn hafði greinilega ekki lesið Njálu alveg nógu vel. Afi var lengst af heilsuhraustur og var ekki á því að láta aldurinn stjórna því hvað hann gerði. Þegar heilsunni fór að hraka neyddist hann þó til að hætta með kindurnar. Það var erfitt fyrir hann að þurfa að hætta að vinna, enda alltaf verið mjög vinnusamur. Ég vildi óska þess að afi hefði haldið sjóninni betur, svo hann hefði getað sinnt lestri og skriftum betur á sínum síðustu árum. Það er skrítið að hugsa til þess að maður eigi aldrei eftir að sjá hann aftur, en ég veit að nú líður honum vel. Takk fyrir allt afi minn, kær kveðja Berglind. Kristinn Guðmundsson ✝ Sveinn ÞorbjörnGíslason fæddist á Frostastöðum í Skaga- firði 10. júní 1921. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 18. mars sl. Foreldrar hans voru Stefanía Guðrún Sveinsdóttir, f. 29.7. 1895, d. 13.8. 1977, og Gísli Magnússon, f. 25.3. 1893, d. 17.7. 1981. Systkini Sveins eru Magnús Halldór, f. 23.3. 1918, Konráð, f. 2.1. 1923, d. 24.6. 2005, Rögnvaldur, f. 16.12. 1923, Gísli Sigurður, f. 26.6. 1925, Frosti, f. 14.7. 1926, d. 18.12. 2001, Kolbeinn, f. 17.12. 1928, d. 15.1. 1995, Árni, f. 21.1. 1930, María Krist- ín, f. 4.8. 1932, Bjarni, f. 8.8. 1933, og Þorbjörg Eyhildur, f. 26.8. 1935. Sveinn kvæntist 29. ágúst 1948 Lilju Sigurðardóttur, f. 12.10. 1923, d. 13.1. 2007. Synir þeirra eru: 1) Sveinn, f. 2.10. 1947, maki Anna Dóra Antonsdóttir, f. 3.10. 1952. 2) Pálmi, f. 26.11. 1948, maki Lilja Rut Berg, f. 12.11. 1952. 3) Sigurður, f. 27.2. 1955, maki Jóhanna Þorvaldsdóttir, f. 7.2. 1963. Barnabörnin eru níu og barna- barnabörn eru sex. Sveinn stundaði nám í tvo vetur við Héraðs- skólann á Laugarvatni. Á yngri árum vann hann ýmis störf, að- allega við akstur bæði fólks- og vöruflutninga- bifreiða. Eftir að Sveinn kvæntist flutti hann ásamt Lilju konu sinni í Frostastaði í Skagafirði og hóf þar fljótlega bú- skap. Hann stundaði bú- skap allt til ársins 1976 er hann flutti til Sauð- árkróks. Meðfram búskapnum vann hann oft utan heimilis, m.a. við akst- ur og jarðvinnslu á vegum Rækt- unarsambandsins. Hjá Vegagerð rík- isins vann hann á þriðja áratug, þar sem hann var lengst af við brúar- smíði. Eftir að hann hætti búskap var hann starfsmaður Vegagerðarinnar til starfsloka. Sveinn var virkur fé- lagi í karlakórunum Feyki og Heimi í Skagafirði og síðast söng hann með kór aldraðra á Sauðárkróki. Sveinn verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag, 28. mars, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður á Flugumýri. Það er komið að kveðjustund, Gamli-Sveinn tengdapabbi er allur, fari hann í friði inn á lendur hins ókunna. Þar stendur á ströndinni hin- um megin góð kona sem bíður eftir honum og kannski renna þar um ása og hjalla hvítar fjárbreiður með þykka ullarlagða og bíða eftir hirði. Hver veit hvað tekur við? Enginn veit það og engum er ætlað að vita það fyrr en klukkan glymur. Við hin stöndum hins vegar hnípin eftir, því að dauðinn kemur okkur alltaf að óvörum. Tengdapabbi verður í dag borinn til hinstu hvíldar í þá mold sem hann hafði svo mikla trú á, mold íslenska bóndans. Ég held að þrátt fyrir fjöl- breyttan starfsvettvang um ævina hafi bóndinn alltaf átt sterkasta þátt- inn í eðli hans og sauðkindin var með merkari skepnum guðs. Tengdafaðir minn átti ef til vill ekki svo mikið sam- merkt með Bjarti í Sumarhúsum en eitt áttu þeir þó sameiginlegt, ástina á sauðkindinni og trúna á hana. Hann mundi líkt og Bjartur „hornalag þeirra allra, brúskinn á einni, rílana á annarri, féskúfinn á þeirri þriðju“. Ein var stygg, önnur gæf og hver um sig átti sinn fasta burðarstað ár eftir ár. Ekki voru hrútarnir ómerkari. Gamli átti þá marga og gat á ann- atímum lánað hrúta fram í sveitir. Hrútarnir eru hálf hjörðin, var hann vanur að segja þegar undrast var yfir fjöldanum í hrútastíunni. Hann hélt bókhald yfir búfjárhaldið og búfjár- ræktarfélög sveitarinnar nutu starfs- krafta hans. Mest var gaman að ræða við Gamla um ættfræði og persónusögu. Hann var fjölfróður, stálminnugur, las mik- ið um ættfræði og enginn kom að tómum kofunum þegar rekja þurfti skyldleika og ættartengsl. Íslend- ingaþættir Tímans voru í hávegum hafðir og síðar minningargreinar Morgunblaðsins, sem eru og voru uppspretta þekkingar um Íslendinga. Starf hans um áratugaskeið við brú- arsmíði leiddi hann um allt Norður- land, út að sjó og inn til fjalla. Hann kynntist mörgum á þeirri leið og sat sig aldrei úr færi ef kostur var, að ræða við fólk og spyrja um ættir og tengsl manna. Tengdafaðir minn var vel hagmælt- ur, en fór fremur hljótt með það. Mér er í minni að hafa suðað í honum um efni fyrir skemmtun. Hann lét lítið yf- ir, allt fram á síðustu stundu, þá kom hann úr húsunum og meðan hann hafði fataskipti romsaði hann upp úr sér heljarmiklum brag sem ég skrif- aði niður jafnóðum. Æft var í skyndi og flutt um kvöldið við góðar undir- tektir. Ferskeytlurnar hans margar urðu fleygar og þar gerði hann oft grín bæði að sjálfum sér og öðrum því að kímnigáfu hafði hann ríka. Gamli var einn þeirra sem tóku bjargfastri tryggð við Skagafjörðinn og átti þar sitt heimili alla tíð, annað var óhugsandi. Því er við hæfi að kveðjuorðin komi frá Klettafjalla- skáldinu, burtflutta Skagfirðingnum sem alltaf þráði heimahagana: Er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur mitt enni sveitt og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar hvert fjörmagn þreytt – (Stephan G. Stephansson) Anna Dóra Antonsdóttir. Í dag er til moldar borinn tengda- faðir minn, Gamli-Sveinn. Svenni var nægjusamur maður, hagmæltur mjög og hafði mikinn áhuga á ættfræði, landi og þjóð, og sérstaklega á íslensku sauðkindinni. Hans mesta yndi voru börnin, son- arsynir og barnabarnabörnin og var hann aldrei glaðari en þegar hann hafði allan hópinn í kringum sig og eiga þau eftir að sakna afa. Svenni saknaði Lillu sinnar mikið en hún lést fyrir tveimur árum. Eftir það bjó hann einn og gat verið heima til síðasta dags, rétt eins og hann ósk- aði sér. Líkaminn var orðinn lúinn en hugurinn í lagi. Gamla-Svenna er best lýst í þessu ljóði: Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði. Minning þín mun ávallt lifa. Lilja Ruth. Nú er fallinn frá hann Gamli- Sveinn, afi okkar bræðra. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta sam- vista við hann langt fram á fullorð- insár og erum þakklátir fyrir. Það er erfitt að telja upp allar þær góðu minningar sem við eigum um hann eða öll þau gullkorn sem frá honum komu. Þannig standa okkur lifandi fyrir hugskotssjónum þau skipti sem við fórum með honum í bíltúra á Löd- unni og villtum um fyrir hverjum ein- asta bílateljara sem á vegi okkar varð með því að keyra fram og til baka yfir snúruna sem lá þvert yfir veginn og taldi bílana. Í hanskahólfinu var svo ævinlega kóngabrjóstsykur sem maulaður var eftir prakkarastrikin. Þá var afi óþreytandi að leika við okkur bræð- urna og frændur okkar og tímunum saman faldi hann hlut fyrir okkur, venjulega tóbaksglasið sitt, eða spil- aði við okkur ólsen-ólsen. Þegar við urðum eldri og slíkir leikir urðu okkur bræðrunum fjarlægari fundum við engu að síður í honum góðan félaga, sem hægt var að leita til með hvers kyns vandamál og hugleiðingar. Vor- um við bræður enda heimagangar heima hjá honum og ömmu allan þann tíma sem við stunduðum nám við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Enginn stóð honum á sporði þegar ættfræði og örnefni voru annars veg- ar og það kom ósjaldan fyrir að við leituðum til hans, þegar við þurftum að fá einhver atriði á hreint í tengslum við ritgerðir eða önnur skólatengd verkefni. Hjá afa lærðum við líka margar vísur sem við munum enn og inn á milli skaut hann gjarnan vísum eftir sjálfan sig, enda vel hag- mæltur. Börn voru sérstaklega hænd að honum, enda var hann barngóður með afbrigðum. Þau sóttu í fé- lagsskap hans og hann í þeirra. Fyrst og fremst minnumst við þó afa sem góðs manns, sem alltaf hafði tíma, tíma fyrir okkur. Við lok samfylgd- arinnar við afa kveðjum við með sökn- uði en jafnframt þakklæti fyrir þann tíma sem við fengum með honum. Bless, afi. Þorgeir og Teitur Sveinssynir. Sumir menn eru eftirminnilegri en aðrir og misjafnt er hvernig þeir tengjast samferðafólkinu. Sumir eru þannig gerðir að öllum þykir vænt um þá og maður fer að brosa af því einu að hugsa um þá. Þannig var Svenni mágur minn, alls staðar aufúsugest- ur, sem öllum þótti vænt um. Í kring- um hann var glens og grín, sem æv- inlega beindist að honum sjálfum og Lillu hans. Svenni var dýrmætur hlekkur í mannlífsflórunni á Frosta- stöðum. Ég þakka honum samfylgd- ina þar í 20 ár, fyrir alla hans vinsemd og hlýju í minn garð og minnar fjöl- skyldu. Hjá Svenna og Lillu var alltaf tími fyrir smáfólkið. Það biður að heilsa. Söngurinn var Svenna í blóð bor- inn, hann söng með karlakórnum Heimi og Feyki í hálfa öld og nú síð- ustu árin með Sönghópi eldri borg- ara. Svenni undi sér aldrei fyllilega á Króknum, Blönduhlíðin átti hug hans allan og nú er hann kominn heim í Hlíðina sína aftur. Laus við þrautirn- ar og hvílir við hlið Lillu sinnar í garð- inum á Flugumýri þar sem Glóða- feykir stendur um þau vörð. Gengið hefur gæfuspor, um grundir, tún og engi. Senn mun aftur vita á vor, og vökva hjartans strengi. (Kolbeinn Konráðsson) Guð blessi minningu hans. Samúðarkveðjur. Helga Bjarnadóttir frá Frostastöðum. Sveinn Þ. Gíslason  Fleiri minningargreinar um Svein Þ. Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.