Morgunblaðið - 28.03.2009, Side 24

Morgunblaðið - 28.03.2009, Side 24
24 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 ALÞINGISKOSNINGAR 25. APRÍL 2009 AUGLÝSING FRÁ YFIRKJÖRSTJÓRN REYKJAVÍKURKJÖRDÆMIS NORÐUR UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA OG FLEIRA Framboðsfrestur til alþingiskosninga 25. apríl 2009 rennur út þriðjudaginn 14. apríl nk. kl. 12.00 á hádegi. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður tekur á móti framboðslistum þann dag kl. 10.00-12.00 í fundarherbergi borgarráðs, Ráðhúsi Reykjavíkur við Tjarnargötu. Á framboðslista skulu vera 22 nöfn frambjóðenda. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera 330 að lágmarki og 440 að hámarki. Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir strikast nafn kjósandans út í báðum/öllum tilvikum. Loks skal fylgja fram- boðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. Mælst er til að framboðslistum og listum yfir meðmælendur verði einnig skilað á tölvutæku formi. Að öðru leyti er vísað til ákvæða laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, með síðari breytingum. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 25. apríl nk., verður aðsetur yfirkjör- stjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem talning atkvæða mun fara fram að kjörfundi loknum. Reykjavík, 27. mars 2009 Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STJÓRNVÖLD í Japan fyrirskip- uðu í gær her landsins að búa sig undir þann möguleika að skjóta nið- ur eldflaug sem Norður-Kóreumenn segjast ætla að skjóta yfir Japan til að koma gervihnetti á braut um jörðu. Varnarmálaráðherra Japans, Yasukazu Hamada, sagði að örygg- isráð japönsku stjórnarinnar hefði heimilað hernum að skjóta eldflaug- ina niður ef það reyndist nauðsyn- legt til að afstýra því að flaugin eða hluti hennar lenti á japönsku land- svæði. Japanskir fjölmiðlar sögðu í gær að Patriot-varnarflaugum hefði verið komið fyrir á skotpöllum og er þetta í fyrsta skipti sem Japanar búa sig undir að beita eldflaugavarna- kerfi sínu. Samkvæmt stjórnarskrá Japans, sem sett var eftir síðari heimsstyrj- öldina, er her landsins bannað að hefja hernað gegn öðru landi. Lög- unum var þó breytt árið 2005 til að gera hernum kleift að skjóta niður eldflaugar sem ógna Japan. Stjórn- arskráin heimilar hins vegar ekki hernum að skjóta niður eldflaug sem stefnir ekki á landið. Hóta að slíta viðræðum Japönsk og bandarísk herskip hafa þegar verið send að ströndum Japans vegna áforma Norður-Kóreumanna. Stjórn Norð- ur-Kóreu hefur sagt að verði eld- flaugin skotin niður jafngildi það stríðsyfirlýsingu. Norður-Kóreumenn segjast ætla að skjóta eldflauginni á loft til að koma fjarskiptahnetti á braut um jörðu en stjórnvöld í Japan, Banda- ríkjunum og Suður-Kóreu segja að markmiðið sé í raun að prófa lang- dræga eldflaug af gerðinni Taepo- dong-2 sem drægi frá N-Kóreu til Alaska. Bandaríkjastjórn hefur sagt að hún hyggist skjóta málinu til örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna verði eldflauginni skotið á loft þar sem það sé brot á ályktunum ráðsins. Stjórn Norður-Kóreu segir að verði málinu vísað til öryggisráðsins ætli hún að slíta öllum samningaviðræðum um kjarnorkuafvopnun. Flaugin skotin niður? 300 km SM-3 Patriot PAC-3 Kerfi Lengd Þvermál Hraði Drægi Flughæð Tegund Stýring Oddur Skotið af skipi 6,55 m 0,34 m 8xhljóðhraði 500 km 160 km Lang- og meðal- dræg varnarflaug Búin FLIR- skynjara (sem nemur innrauða geisla) Án sprengihleðslu (notar hreyfiorkuna til að granda skotmarkinu) Kerfi Lengd Þvermál Hraði Drægi Flughæð Tegund Stýring Skotið af landi 5,20 m 0,26 m 5xhljóðhraði 20 km 15 km Skammdræg varnarflaug Í flauginni er ka-band ratsjárskynjari Oddur Hreyfiorka notuð ásamt sprengihleðslu til að auka líkur á því að skotmarkið eyðileggist SM-3 varnarflaugar Til taks í tveimur japönskum tundurspillum sem eru með Aegis-ratsjárkerfi Patriot PAC-3 Sex varnarflaugar verða til taks á landi ef SM-3 flaugarnar úr skipunum hæfa ekki eldflaugina Skýringarmyndin er ekki í réttum hlutföllum Stjórn Norður-Kóreu hefur tilkynnt að eldflauginni verði skotið á loft einhvern tíma frá 4. til 8. apríl og að fyrsta þrep hennar lendi í Japanshafi. Gert er ráð fyrir því að annað þrepið lendi í Kyrrahafi, að sögn N-Kóreumanna Heimildir: Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO), Jane’s Information Group, Raytheon JAPAN Staða Sprengioddur Drægi Hæð Uppruni Þrep Í þróun 700-1.000 kg 3.500-7.000 km 32 m Norður-Kórea 2-3 ELDFLAUG SKOTIÐ Á LOFT TAEPODONG-2 Stjórnvöld í Japan fyrirskipuðu í gær her landsins að búa sig undir að skjóta niður eldflaug, sem Norður-Kóreumenn ætla að skjóta á loft, ef þörf krefur til að afstýra því að hún lendi á japönsku landsvæði. ELDFLAUGAVÖRN JAPANA Gert er ráð fyrir því að Japanar viti með 10 mínútna fyrirvara hvort þeim stafi hætta af eldflauginni Tókýó Kyrrahaf Musudan-ri skotpallur N-KÓREA Japanshaf Hugsanleg braut eldflaugar Þrjár PAC-3 flaugar í Tókýó, Chiba-héraði og Saitama-héraði Tvær PAC-3 varnarflaugar í Akita og Iwate PAC-3 varnarflaugSkilgreind hættusvæði Tundurspillir með Aegis-ratsjárkerfi Her Japans leyft að beita varnar- flaugum gegn n-kóreskri eldflaug RÚSSAR stefna að því, að norður- heimskautið inn- an rússneskrar lögsögu verði orð- ið þeirra „hernað- arlega mikilvæg- asta svæði“ um 2020 og ætla að koma þar fyrir varanlegum her- stöðvum. Kemur þetta fram í skýrslu, sem rússneska þjóðaröryggisráðið hefur birt á heimasíðu sinni en þar segir, að komið skuli á „virku strandgæslu- kerfi“. „Norðurpóllinn er að verða að átakasvæði,“ sagði í rússneska dag- blaðinu Kommersant í gær en tals- maður þjóðaröryggisráðsins vildi ekki tjá sig um þá yfirskrift. Þjóðaröryggisráðið stefnir að því, að norðurheimskautið verði „hernað- arlega mikilvægasta svæði“ Rússa á árunum 2016 til 2020. Kveða verði á um landamæri Rússlands á þessum slóðum á árunum 2011 til 2015 og tryggja með því, að Rússar standi vel að vígi þegar kemur að rannsókn- um og orkuflutningum. Mun þá vera átt við olíuflutninga. Norðurheimskautssvæðin virðast vera að opnast vegna hlýnunar og minni íss og um leið mun hugsanlega opnast aðgangur að miklum auðlind- um og flutningaleiðum. Rússar, Kan- adamenn, Danir, Norðmenn og Bandaríkjamenn gera allir kröfu til yfirráða á svæðinu að hluta og ljóst, að um það verður hart deilt á kom- andi árum. svs@mbl.is Rússneskur herafli á norðurheimskautinu? Íslenski fáninn á norðurheimskauti. Í COLORADO í Bandaríkjunum var fólk farið að trúa því, að vorið væri komið þegar veturinn minnti það á, að enn væri það hann, sem ríkjum réði. Til sannindamerkis sendi hann því góða snjógusu. svs@mbl.is AP Allt á kafi í snjó í Colorado TALSMAÐUR ríkisstjórnar Ítalíu sagði í gær að breið sam- staða væri innan Atlantshafs- bandalagsins um að Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, yrði næsti fram- kvæmdastjóri bandalagsins. Þýska fréttastofan DPA hafði einnig eftir talsmanni ríkisstjórnar Spánar að hún væri hlynnt því að Fogh yrði framkvæmastjóri NATO þegar Jaap de Hoop Scheffer lætur af embættinu í lok júlí. Ennfremur var haft eftir Abdul- lah Gül, forseta Tyrklands, að Tyrkir myndu ekki hindra að Fogh Rasmussen færi fyrir bandalaginu. Áður höfðu tyrkneskir embætt- ismenn gefið til kynna að Tyrkir gætu ekki stutt hann. Skýrt hefur verið frá því að Bret- ar, Frakkar og Þjóðverjar séu hlynntir því að Fogh taki við af Scheffer. bogi@mbl.is Samstaða um Fogh Anders Fogh Rasmussen ÞAÐ eru erfiðir tíma og atvinnuþref og þess vegna eru Bretar farnir að spara meira en þeir hafa gert í háa herrans tíð. Á það raunar einnig við um Bandaríkjamenn. Sparnaður í Bretlandi í desember, janúar og febrúar var meiri en á nokkru öðru þriggja mánaða tíma- bili síðna farið var að fylgjast náið með sparnaðinum fyrir hálfu fimmta ári. Lengi undanfarið hefur breskur almenningur ekki lagt til hliðar meira en 1,7% af ráðstöfunarfé sínu en nú er það hlutfall komið upp í 4,8% til jafnaðar. Í Bandaríkjunum er þróunin sú sama en þar hefur þó almennur sparnaður löngum verið meiri en í Bretlandi. Var hann 4,4% í janúar og 4,2% í febrúar og er það í fyrsta sinn í 11 ár að hann er meiri en 4,5 tvo mánuði í röð. svs@mbl.is Auka ráð- deild og sparnað Bretar leggja meira til hliðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.