Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 49
Velvakandi 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ER
EKKI NÓGU
ÓGNVEKJANDI
ÞÚ HATAR
MIG, ER ÞAÐ
EKKI?
ÞÚ HATAR MIG ÞVÍ ÞÚ
VILDIR VERA EINKABARN!
ÞEGAR ÉG FÆDDIST ÞÁ VARÐ
DRAUMURINN ÞINN AÐ ENGU!
ER ÞAÐ EKKI? HA? HA?
ÉG HELD AÐ ÞAÐ VÆRI
ALLS EKKI SLÆMT AÐ
VERA EINKABARN
ÉG REYNI AÐ
LIFA FYRIR
AUGNABLIKIÐ
MAÐUR VEIT ALDREI HVAÐ
MAÐUR Á LANGT EFTIR!
MAÐUR GÆTI STIGIÐ ÚT Á
GÖTUNA Á MORGUN OG...
BÚMM!... BEINT Í VEG FYRIR
VÖRUBÍL! ÞÁ SÉR MAÐUR EFTIR
ÞVÍ AÐ HAFA EKKI HAFT
MEIRA GAMAN AÐ LÍFINU
ÉG LÍT TIL
BEGGJA HLIÐA
ÞESS VEGNA
LIFI ÉG FYRIR
AUGNABLIKIÐ.
HVERNIG
LIFIR ÞÚ?
SYNGJUM
DRYKKJUSÖNG
VÍKINGANNA!
ÉG GET
ÞAÐ EKKI
AF
HVERJU
EKKI?
ÉG ER
HÆTTUR AÐ
DREKKA
MARY POPPINS VAR
HANDTEKIN Í MORGUN
FYRIR AÐ SYNGJA
Á ALMANNAFÆRI...
OG DÓMARINN
DÆMDI HANA Í
GÆSLUVARÐHALD
AF
HVERJU?
HANN SAGÐI
AÐ HÚN ÆTTI
SVO AUÐVELT
MEÐ AÐ FLÝJA
ÞESSI „BAÐ BONANZA“ KYNNING
VAR ANSI ÁHUGAVERÐ
EN ÞAÐ SÍÐASTA SEM MIG
VANTAR ER EITTHVAÐ
ÓÞARFA GLINGUR Á
BAÐHERBERGIÐ MITT
ÞAÐ
GERA
15.233 kr.
TEKUR ÞÚ
KREDITKORT?
ÞÚ VILT SEM
SAGT EKKI
SELJA SIMON
KRANDIS
BLAÐIÐ ÞITT?
ÉG? SELJA?
KEMUR EKKI
TIL GREINA
NEW YORK ÞARF
Á MÉR AÐ HALDA
ÉG FÆRI BORGINNI
FRÉTTIRNAR OG
SANNLEIKANN!
OG LANGA
RITSTJÓRA-
PISTLA
ÉG
HEYRÐI
ÞETTA!
NÚ þegar dagarnir verða sífellt bjartari eru margir landsmenn farnir að
huga að vorhreingerningum. Sverrir nýtti góðviðrisdag fyrir helgi og dytt-
aði að bátnum sínum „Guðmundi rauða“ við höfnina í Kópavogi.
Morgunblaðið/hag
Guðmundur rauði færður í sparifötin
Bítið á Bítlavaktinni
BÍTIÐ á Bítlavaktinni,
þ.e.a.s. taktur og tón-
listariðkun, söngur,
dans, taktfastur áslátt-
ur á potta og pönnur og
hvaðeina sem nærtæk-
ast er. Þetta er allt
saman mjög til bóta og
bætir alla stemningu,
hvar og hvenær sem
er. Ég hef í greinum
mínum hér áður í
Morgunblaðinu minnst
á hvað Íslendingar eru
bæld þjóð nema á
þriðja glasi eftir kvöld-
mat á laugardögum.
Ég er sjálfur bældur líkt og aðrir
landar mínir en ég er að vinna í að
bæta þá ímynd. Bubbi fór á sínum
tíma með sínum mönnum til Kúbu að
vinna plötu með þarlendum tónlist-
armönnum. Og menn komnir frá Ís-
landi undruðust hvað rytmi og lif-
andi stemning væri ríkjandi almennt
hjá fólkinu þarna hinum megin á
hnettinum. Smáfólkið sem var ekki
búið að læra „að feimni væri til“. En
var búið að læra inn á rytmann áður
en það var búið að ná tökum á tal-
máli.
En hvers vegna er ég að tala eins
og heimsvanur maður, ég sem hef
aldrei farið utan, allavega ekki
ennþá? Já, því er ég með tilmæli um
að fólk á Íslandi taki sig á í bældu
bít-bleki? Blek þýðir hér tilvísun í
blek til að skrifa og tjá sig með blek-
penna á blað, í sínu bíti, á sínum
hraða. – Að tjá sig á blaði ef ekki er
fyrir hendi sjálfstraust til tjáningar
upphátt í samtali við einhvern. – Ef
viðkomandi er í örvæntingu að reyna
að tjá sig, en það tekst ekki. Ein-
staklingurinn er að reyna að tjá sig
upphátt en röddin er mjög lág-
stemmd, þvoglukennd og óskýr. En
allir hafa sína kosti, hver og einn ein-
asti einstaklingur. Það er spurning
hvort einstaklingurinn vill vinna í
sínum málum.
Ég hef sjálfur oft verið í örvænt-
ingu og hugsað um taka líf mitt, en
því miður er alltaf kominn nýr dagur
þegar maður vaknar að morgni. Eða
ætti ég að umorða þetta: Sem betur
fer kemur ætíð nýr dagur eftir
hverja nótt. Dagur með ný tækifæri,
nýjar áskoranir. En þetta erfiða mál,
„áskoranir“, hefur oft verið versti
óvinur manns. En það getur verið
kostur að vinna upp sjálfstraustið
með því að binda málið í stuðla:
Áskorunin er ást, – þú hittir ekki, –
finnur ekki ástina nema þurfa að
takast á við áskorun
fyrst. Þú sem ert í
kvíðaástandi sem
stefnir niður í örvænt-
ingu mátt gjarnan
reyna að hugsa um
nokkur hugtök í spurn-
ingum: Hvað, hvort,
hvernig, hvar, hvenær,
eða t.d. hversu mikið:
Hvað gerir þú best?
Hvort ætlarðu að gera
það besta eða það
versta?
Það þarf gífurlegan
kjark til að taka líf sitt.
En hvernig væri frekar
að gera það besta í
stöðunni? Fara á fætur
og út í göngutúr. – En þá sjá allir
hvað ég er ömurleg/ur. Já, kannski
sjá það allir, en það kemur engum
við. Þú sem einstaklingur ert sig-
urvegarinn í þínu líkamlega og and-
lega lífi og mátt vera stolt/stoltur af
þeim hæfileikum sem þú hefur, al-
veg sama hverjir þeir eru. Að fara út
í göngutúr og hugsa um þessa sig-
urvegara þína og hvernig þú ætlar
að vinna með þá: Hvort, hvað, hvern-
ig, hvar, hvenær og hversu mikið. Að
fara í bítið á Bítlavaktinni. Þegar
áskoranir banka upp á er alltaf gott
að berja bítið (taka lagið/tala um
veðrið). Gangi þér vel að ganga
Bítlavaktina.
Atli Viðar Engilbertsson,
fjöllistamaður.
Týndur kisi
KÖTTURINN Et týndist 19. mars
síðastliðinn. Hann hvarf frá Með-
albraut í vesturbæ Kópavogs. Vil ég
biðja alla sem búa í nágreninu að
kíkja í geymslur hjá sér og hafa aug-
un með sér. Hann er mjög blíður og
svarar nafni. Fundarlaun eru í boði
fyrir demantinn minn. Upplýsingar
eru vel þegnar í síma 848-7275.
Gerður.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9 og Hana nú-ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergi | Alla virka
daga er fjölbreytt dagskrá kl. 9-16.30.
Mánudag kl. 10.50 og miðvikudag kl.
9.50 er vatnsleikfimi í Breiðholtslaug.
Þriðjudag og föstudag kl. 10.30 er staf-
ganga um nágrennið. Mánudaginn 30.
mars kl. 10.30 (breyttur tími) er fjöl-
breytt leikfimi í umsjón Sigurðar R.
Guðmundssonar.
Hraunsel | Bókmenntaklúbbur föstu-
daga kl. 10-12. Dansleikur 3. apríl kl.
20.30, Harmonikkufélag Suðurnesja
leikur fyrir dansi. Sjá febh.is.
Hæðargarður 31 | Kynningarfundur í
salnum 1. apríl kl. 13 á vorferðinni í
Borgarnes 20., 21. og 22. apríl.
Soffíuhópur og Tungubrjótar flytja dag-
skrá í Landnámssetrinu. Þórður Helga-
son byrjar aftur með skapandi skrif kl.
16 á mánudag. Uppl. s. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ-
landsskóla v/Víðigrund kl. 9.30. Uppl. í
síma 564-1490, 554-5330 og 554-
2780.