Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 34
34 UmræðanKOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009
ATVINNUSTEFNA síðustu ára virðist
að mestu hafa snúist um bankastarfsemi
og atvinnuvegi tengda bönkum og öðrum
fjármálastofnunum. Það var hin mesta
tíska í fleiri ár og fannst mörgum nóg um.
Viðskiptanám var orðið gríðarvinsælt og
viðskiptafræðingar sóttust eftir störfum
langt frá starfssviði sínu, svo lengi sem
þau voru innan bankageirans. Nú þurfum
við hins vegar að horfast í augu við þá
staðreynd að þessar atvinnugreinar
hrundu í grófum dráttum með bönkunum.
Eftir eru aðeins minningar um mik-
ilmennskubrjálæði og ofurlaun bankamanna sem því
miður skutu föstum rótum í stjórnlausum fjár-
málaheimi.
Við þurfum að ákveða hvernig við viljum sjá Ísland
framtíðarinnar þróast. Viljum við halda áfram að
setja öll eggin okkar í eina álklædda körfu eða viljum
við dreifa þeim jafnt í sem flestar körfur? Ef það á
að vera hægt þurfum við á mikilli hugarfarsbreyt-
ingu að halda. Við þurfum að horfa meira til litlu og
meðalstóru fyrirtækjanna sem nú eru
starfrækt í landinu í bland við nýsköpun
og sprotafyrirtæki. Öll þau litlu og með-
alstóru fyrirtæki sem nú eru starfandi á
Íslandi þurfa nauðsynlega á hjálp að halda
til að eiga möguleika á að starfa áfram.
Við þurfum að styðja við bakið á þeim á
einn eða annan hátt. Hvort sem það er
beinn fjárhagslegur stuðningur eða
skattaafsláttur af einhverju tagi. Ef ekki
verður brugðist hratt við er erfitt að
hugsa sér hvernig endurbyggja á íslenskt
atvinnulíf. Það verður að vera einhver
grunnur sem hægt er að byggja á, ekki
byggjum við aftur íslenskt atvinnulíf á
sandi.
Það liggur beinast við að ef áhersla er lögð á lítil
og meðalstór fyrirtæki er áhættan mun minni ef eitt
þeirra fer yfir um heldur en ef eitt risafyrirtæki fer
á hausinn. Það erum við að sjá um allan heim í dag.
Lítil strá bogna á meðan stóru trén brotna.
Hvert skal stefnt
í atvinnumálum á Íslandi?
Eftir Hjört Magnús Guðbjartsson
Hjörtur Magnús
Guðbjartsson
Höfundur er formaður Uglu – Ungra jafnaðarmanna á
Suðurnesjum.
RÍKISSTJÓRN VG
og Samfylkingar var
mynduð í byrjun ársins
með það að markmiði
að fara í mikilvægar að-
gerðir í þágu heimila og
atvinnulífs og end-
urreisn bankakerfisins.
Ekki verður sagt með
fullri sanngirni að það
verkefni hafi gengið eft-
ir enda er þjóðarbúið í gríð-
arlegum þrengingum. Ríkisstjórn
VG og Samfylkingar var sömu-
leiðis mynduð um að bæta stjórn-
sýslu, auka lýðræði og gera sam-
félagið opnara og heiðarlegra.
Hvað varðar að gera samfélagið
opnara hefur ríkisstjórnin alger-
lega brugðist í að hafa uppi á
borðum söluferli og afskriftir í
tengslum við hrun fjármálalífsins.
Sem dæmi er ekki enn komið
fram hvað ríkið fékk fyrir Morg-
unblaðið, blað allra landsmanna.
Ef ríkisstjórn VG og Samfylk-
ingar meinti eitthvað með að gera
samfélagið heiðarlegra hefði átt
að vera algjört forgangsverkefni
að koma til móts við álit mann-
réttindanefndar Sameinuðu þjóð-
anna sem úrskurðaði að kvóta-
kerfið bryti í bága við
mannréttindi. Ekki er kerfið
merkilegt sem VG og
Samfylking treysta sér
ekki til að hnika við, um
er að ræða hryllilegt
forréttindakerfi sem
hefur snúist upp í and-
hverfu sína en upphafleg
markmið áttu að vera
þau að byggja upp
þorskstofninn og treysta
byggð í landinu. Mér
virðist sem stjórn-
málamenn úr röðum
Sjálfstæðisflokks, Sam-
fylkingar og VG sem hafa verið í
aðstöðu til að koma til móts við
álit mannréttindanefndar Samein-
uðu þjóðanna átti sig alls ekki á
því hvað þeir eru að gera með því
að hunsa eða snúa út úr áliti
nefndarinnar. Með því eru þeir að
taka frá Íslendingum þann al-
menna rétt sem þjóðinni hefur
staðið til boða ef stjórnvöld brjóta
mannréttindi á einstaklingum. Það
mun enginn eyða tíma sínum og
fjármunum í áralanga baráttu þeg-
ar íslensk stjórnvöld hafa sýnt það
dæmalausa fordæmi að virða að
vettugi niðurstöðu sem þeim er
ekki að skapi, þó svo að menn hafi
varið málstað sinn fyrir nefndinni
með ærnum tilkostnaði.
Sigurjón Þórðarson
Sigurjón Þórðarson er líffræðingur
og er í öðru sæti á lista Frjálslynda
flokksins á Norðurlandi vestra.
Eftir Sigurjón
Þórðarson
VG og Samfylking
svipta landsmenn borg-
aralegum réttindum
Framsókn vill heildarendur-
skoðun stjórnarskrárinnar
MARGVÍSLEG end-
urskoðun þarf og mun
eiga sér stað í íslensku
samfélagi á næstunni og
er stjórnarskrá lýðveld-
isins eitt af því sem
þarfnast endurskoð-
unar. Á síðustu mán-
uðum hefur verið hávær
krafa um skipun stjórn-
lagaþings þar sem fjalla á
um endurskoðun stjórn-
arskrár lýðveldisins og
hefur Framsóknarflokk-
urinn nú þegar lagt fram
frumvarp á Alþingi um
slíkt þing. Sú stjórn-
arskrá sem nú er í gildi á
Íslandi er að stórum
hluta 135 ára og þar af
leiðandi að danskri fyr-
irmynd. Aldrei hefur far-
ið fram heildarend-
Eftir Ástu Rut
Jónasdóttur
Ásta Rut Jónasdóttir
Höfundur skipar 2. sæti á lista Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík norður.
urskoðun á stjórnarskránni einungis
hefur einstaka köflum verið breytt.
Við stofnun lýðveldisins árið 1944
var heildarendurskoðun á stjórn-
arskránni lofað sem aldrei kom. Í
gegnum árin hafa stjórnarskrár-
nefndir verið að störfum sem litlu
hafa skilað.
Þess vegna þarf að setja stjórn-
lagaþing sem hefur það eitt mark-
mið að endurskoða stjórnarskrána.
Með því að boða til stjórnlagaþings
næst að hefja stjórnarskrármálið
upp úr skotgröfum dægurstjórn-
mála sem hingað til hefur ekki tek-
ist. Mikilvægt er að endurreisa
traust í samfélaginu og traust á Al-
þingi og aðskilja löggjafar- og fram-
kvæmdavald. Alþingi þarf að end-
urheimta sjálfstæði sitt og veita
framkvæmdavaldinu nauðsynlegt
aðhald. Við þurfum stjórnarskrá
sem tryggir sjálfstæði Alþingis og
setur framkvæmdavaldinu skorður.
Framsóknarflokkurinn telur mik-
ilvægt að boðað verði til stjórnlaga-
þings eins fljótt og hægt er svo unnt
sé að hefja nauðsynlega og löngu
tímabæra endurskoðun á stjórn-
arskránni. Þjóðin mun ávallt hafa
síðasta orðið um endurbæturnar en
breytingar á stjórnarskrá þarf að
samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mikilvægt er að hefja strax vinnu
við heildarendurskoðun á stjórn-
arskránni fyrir okkur öll til end-
urreisnar íslensks samfélags.
Í BOÐI ER:
Á ENSKU OG DÖNSKU
• Byggingafræði
• Véltæknifræði
• Byggingaiðnfræði
• Markaðshagfræði
• Byggingatæknifræði
Á ENSKU
• Tölvutæknifræði
• Framleiðslutæknifræði
• Útflutningstæknifræði
Á DÖNSKU
• Véltækni
• Landmælingar
• Aðgangsnámskeið
HJÁ VIA UNIVERSITY COLLEGE (VITUS BERING DENMARK)
Í HORSENS BJÓÐUM VIÐ UPP Á MARGVÍSLEGA MENNTUN
Fulltrúi skólans Johan Eli Ellendersen, verður á Íslandi: 27.03-04.04.2009.
Áhugasamir geta haft samband í síma 8458715.
VIA UNIVERSITY COLLEGE
CHR. M. ØSTERGAARDS VEJ 4
DK-8700 HORSENS
TEL. +45 8755 4000
FAX: +45 8755 4001
MAIL: TEKMERK@VIAUC.DK
WWW.VIAUC.DK
NÁM Í
DANMÖRKU
10
77
,0
3.
09
.,
m
ar
h