Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 35
Umræðan 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 Bindindissamtökin IOGT á Íslandi bjóða öllum landslýð gleðiríkt ár og þakka margar góðar og hlýjar kveðjur á árinu liðna, sér- staklega góðar greinar sem fjölluðu um áfeng- ismál af skynsemi og raunsæi sem lögðu þannig málstað okkar ómetanlegt lið. Það var einkar ánægjulegt hve þeim röddum fjölgaði sem vöruðu við áfengissölu í matvörubúðum og mæltu af einurð gegn hinum ólöglegu áfengisauglýs- ingum. Við fögnum þessu svo sann- arlega og í hug okkar djarfar vissu- lega fyrir ákveðinni von um betri tíð í baráttu okkar gegn vágesti vímu- nnar. Lítil fregn í Morgunblaðinu vakti hins vegar ugg, ekki sízt í ljósi þess þjóðfélagsástands sem nú ríkir því miður og þeirrar spár margra, að á erfiðum krepputímum sæki fólk í erf- iðleikum sínum enn frekar en endra- nær í vímuefni hvers konar. En fregnin var um þá gífurlegu só- un fjármuna sem í því fólst að ÁTVR hefði selt áfengi á liðnu ári fyrir 17,8 milljarða króna. Ég staldraði óneit- anlega við þessa ofurháu tölu, þó vissulega höfum við heyrt svimháar tölur þeirra gírugu gamma sem sett hafa samfélagið á hvolf með æv- intýralegri ofurgræðgi sinni. Vissu- lega eru sóunartölurnar svo víða svimandi háar, en þetta versnaði þó enn þegar með fylgdi í fregninni að salan hefði aukist frá fyrra ári um 4,2 % í lítrum talið og vorum við þó komin skelfilega hátt í neyzlu fyrir. Og auðvitað fylgir með að hinn „sárasak- lausi“ bjór vegi lang- þyngst í neyzlunni. Það kemur ekki á óvart og fer saman við það sem við bindindismenn sögð- um á sínum tíma, þó aukningin í heild í áfengismagni hafi rokið lengst fram úr því sem við töldum í svartsýni okk- ar og andstöðu við bjórinn. Ég er nefnilega óþreytandi í því að minna á þær röksemdir bjórsinna á sinni tíð, að lögleiðing bjórsins myndi hafa þau áhrif að heildarneyzlan í áfeng- ismagni myndi dragast saman auk annarra jákvæðra áhrifa sem áttu af að verða, en engin hafa komið fram. Gjarnan hefði ég viljað að við bind- indismenn hefðum ekki haft svo óskaplega rétt fyrir okkur eins og raunin hefur orðið. Ég átti tal við kunningja minn á dögunum um þessa milljarða sem þannig hefði verið sólundað, mann sem aðhyllist hið óhefta frelsi í öllu, og hann sagði einfaldlega þetta: Og hvað með það, þetta er bara það sem fólkið vill og það á að hafa frelsi til að fara með sína fjármuni eins og því sýnist. Ég vék í allri hógværð að því, hvort hann héldi í raun að sá sem hefur ánetjast fíkninni vildi innst inni sóa fjármunum sínum á þennan veg og úr því hann héldi því fram, að þetta gerði fólk af fúsum og frjálsum vilja, hvers vegna svo margir legðu þá leið sína í meðferð til að losna undan þessum að hans sögn einlæga vilja sínum. Hann sagði einfaldlega að þetta fólk væri ekki marktækt, það hefði komið óorði á brennivínið eins og einu sinni var sagt. Ég setti athugasemd hans við orðum mínum í fyrirsögn þessa greinarkorns sem lýsandi dæmi um hið kalda kæruleysi um annarra vel- ferð sem einkennir of oft frelsispost- ulana. Það fólk sem verður fyrir barðinu á áfenginu með svo hörmu- legum afleiðingum er einfaldlega „ekki marktækt“, það segja einmitt þeir sem lofsyngja neyzluna og loka augunum fyrir öllum afeiðingum! Því skyldi þá líka til haga haldið að það er ekki bara það fólk sem missir fótanna í áfengishálkunni sem fyrir óham- ingjunni verður, þar er einnig um að ræða hinn ómælda fjölda sem að því stendur. Skuggahliðar sóunarinnar eru nefnilega ótaldar og því er baráttan gegn áfengisneyzlunni svo sann- arlega af því góða. Henni eiga von- andi sem flestir að leggja lið. Nær 18 milljarða sóun – og hvað með það? Helgi Seljan skrifar um áfengismál » Skuggahliðar sóun- arinnar eru nefni- lega ótaldar og því er baráttan gegn áfeng- isneyzlunni svo sann- arlega af því góða. Helgi Seljan Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. MÉR SÁRNAR fyrir hönd frænda okkar Íra það viðhorf Flosa Eiríkssonar, bæjarfulltrúa Sam- fylkingarinnar í bæj- arstjórn Kópavogs, til menningar þeirra sem fram kemur í Morg- unblaðsgrein en þar segir hann að ég hafi verið á Írlandi að kynna mér „írska pöbba og aðra menningu þarlendra“. Ég á von á því að írskir menn- ingardagar í Kópavogi, sem flokk- urinn hans Flosa tók þátt í að fela mér sem framkvæmdastjóra bæj- arins að undirbúa og koma í verk, muni víkka sjóndeildarhring hans. Á þriggja daga ferð minni til Ír- lands, í sameiginlegu umboði allr- ar bæjarstjórnar Kópavogs, var lagður grunnur að tónleikum á sí- gildum, þjóðlegum og nýstár- legum nótum, málverka- og ljós- myndasýningu sem sýnir framþróun þjóðar, leiklist- arviðburði sem byggir á skáld- verkum Becketts, að sjálfsögðu ri- verdanssýningu, kvikmyndasýningum og ýmsum fleiri atburðum á grundvelli sögu, menningarlegra tengsla og list- sköpunar. Ég verð samt að hryggja félaga Flosa með því að tíminn var of knappur til þess að ég gæti kynnt mér pöbbana að neinu gagni en mér er sagt að þeir íslensku gefi þeim ekkert eftir. Við þurfum að þola samdrátt á öllum sviðum, líka menning- arsviðinu, þótt Flosi geri lítið úr því en þeim mun meira úr 1,2% hagræðingu í rekstri grunnskól- anna. 1,2% þykir ekki mikill nið- urskurður eins og árar um þessar mundir. Með hliðsjón af þessu væri kannski ekki úr vegi að Flosi sinnti betur launuðum störfum sínum sem bæjarfulltrúi. Hann gæti fylgt skrifum sínum í Morg- unblaðið eftir inni í bæjarstjórn með því að leggja til að menning- arstarfsemi í Kópavogi verði hætt af efnahagsástæðum. Menning lítilsvirt Gunnar I. Birgisson svarar Flosa Eiríkssyni »Með hliðsjón af þessu væri kannski ekki úr vegi að Flosi Eiríksson sinnti betur launuðum störfum sínum sem bæjarfulltrúi. Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Þarfir íslenskra fjölskyldna eru mismunandi. Þess vegna fæst vinsælasta fjölskyldu- tryggingin í nokkrum útgáfum. Eftir því sem heimilið stækkar og áhugamálin breytast velur þú þá vernd sem hentar þér best innan F plús trygginganna. Þess vegna er F plús vinsælasta fjölskyldutryggingin á Íslandi. Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Vinsælasta íslenska fjölskyldutryggingin www.veggfodur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.