Morgunblaðið - 28.03.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 28.03.2009, Síða 20
20 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Í NÝRRI könnun Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV á fylgi við stjórnmálaflokka er áberandi mun minna fylgi lágtekju- og milli- tekjufólks við Sjálfstæðisflokkinn en í öðrum tekjuhópum. Hið sama má segja um Framsóknarflokkinn en dreifingin er jafnari eftir tekjuhóp- um í stuðningi við aðra flokka. Ef litið er á niðurstöður fyrri kannanna Gallup sést að fylgi há- tekjufólks hefur í auknum mæli færst frá Sjálfstæðisflokknum yfir í aðra flokka, einkum Samfylkinguna. Í könnun Gallup fyrir þremur vik- um sögðust 42,6% þeirra sem eru með meira en 800 þúsund krónur í fjölskyldutekjur ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn. Viku síðar fór hlut- fallið niður í 39,3% og núna er hlut- fallið í 33,5%. Á sama tíma hefur fylgi þessa tekjuhóps við Samfylk- inguna farið úr 25% vikuna 4. til 10. mars í 31% í könnuninni nú, sem gerð var dagana 18. til 25. mars. Þess bera að geta að á þessum þremur vikum hefur fylgi við Sjálf- stæðisflokkinn minnkað en fylgi Samfylkingarinnar lítið breyst. Aðeins er marktækur munur milli tekjuhópa í fylgi við tvo flokka, þ.e. Framsóknarflokk og Sjálfstæð- isflokk. Minnst er fylgi þeirra sem ætla að kjósa Framsókn sem eru með 550 til 799 þúsund krónur í fjöl- skyldutekjur á mánuði, eða 7,2%, á meðan flestir stuðningsmenn flokks- ins eru í tekjuhópnum 250 til 399 þúsund krónur (20,2%). Tekjulægstir kjósa VG Rúm 13% þeirra sem hafa lægri en 250 þúsund króna tekjur á heim- ilinu ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn, sem er nokkru minna en hefur verið í fyrri könnunum Gallup. Hjá þeim sem hafa 550-799 þúsund króna fjölskyldutekjur ætla 17,6% að kjósa flokkinn. Mest fylgi hafa Vinstri grænir meðal þeirra tekjulægstu, eða 33,5%, og 30,7% meðal tekjuhópsins með 550-799 þúsund kr. mán- aðartekjur á heimilinu. Í þeim hópi sögðust flestir ætla að kjósa Sam- fylkinguna, eða 37,4%. Einar Mar Þórðarson stjórnmála- fræðingur segir sjálfstæðismenn jafnan hafa haft yfirburðafylgi með- al hátekjufólks en könnunin gefi vís- bendingar um að það sé eitthvað að breytast. Erfitt sé þó að fullyrða meira þar sem könnun Gallup sýni aðeins fjölskyldutekjur, ekki tekjur einstaklinga. Tekjuháir færa sig um set Fara frá Sjálfstæð- isflokknum til Samfylkingarinnar                   !  "#  $ %! &% &% % % % %' (  )    + * ,                   , !       "  , #         , $ "  %   "   , &  % "  " %  , ,, , , ,,   Einar Mar Þórð- arson segir könnun Gallup sýna merkilega breytingu á fylgi meðal kynjanna. Svo virðist sem karlar séu að yfirgefa Sjálf- stæðisflokkinn og halla sér til vinstri í stjórnmálum. Hann segir merkjanlega breytingu hafa orðið sé miðað við síðustu þingkosn- ingar árið 2007. Könnunin nú sýnir að álíka margir karlar og konur ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða um 24% hjá hvoru kyni fyrir sig. Í síð- ustu könnun voru hlutföllin 32% hjá körlum og 21% hjá konum. Einar bendir á að fylgi Vinstri grænna og Samfylkingarinnar meðal kvenna hafi minnkað, um leið og fleiri karlar segjast ætla að kjósa þessa flokka en áður. „Fylgi- saukning VG í síðustu kosningum um fimm prósent kom aðallega frá konum en núna er tiltölulega lítill munur á kynjunum hjá þeim flokki,“ segir Einar en 28% kvenna ætla að kjósa VG og 25% karla. Könnun Gallup sýnir marktækan mun á fylgi við þrjár flokka eftir kyni svarenda. Mun fleiri karlar en konur segjast ætla að kjósa Fram- sókn og Borgarahreyfinguna. Karlar að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn Einar Mar Þórðarson STEINGRÍMUR J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, segist ekki vita betur en að frumvarp um breytingar á bú- vörulögum hafi verið unnið í samráði við af- urðastöðvar og Mjólku þar á meðal. Sé það ekki raunin þá hafi hann ekki fengið réttar upplýsingar eða Mjólku snúist hugur. Steingrímur segir frumvarpið ekki fara í gegn- um Alþingi nema í sátt við mjólk- uriðnaðinn og aðra hlutaðeigendur. „Af hálfu ríkisins er það sjón- armið að þeir miklu fjármunir sem fara í stuðning við þessa fram- leiðslustarfsemi nýtist með skil- virkum hætti. Heildarhagsmunir mæltu með því að þessar breyt- ingar yrðu gerðar,“ segir Stein- grímur, sem reiknar með að farið verði yfir málið á nýjan leik. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að frumvarpið hefur verið lagt til hliðar en til stóð að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd flytti málið. Meðal ákvæða frumvarpsins var að sekta skyldi þær afurðastöðvar sem taka við mjólk frá framleiðendum sem ekki hafa mjólkurkvóta. Telur Mjólka að frumvarpinu hafi verið stefnt gegn fyrirtækinu og alls ekki unnið í samráði við það. bjb@mbl.is Frumvarp ekki í gegn nema í sátt Steingrímur J. Sigfússon Röng staðsetning Reykjavíkurapóteks Ranghermt var í frétt í blaðinu í gær að Reykjavíkurapótek hefði staðið við Austurvöll þar sem nú er skemmtistaðurinn Nasa. Hið rétta er að apótekið stóð við Thorvaldsen- stræti 6, þar sem Landsímahúsið stendur nú. Í viðbyggingu, sem reist var 1881, norðan við húsið, voru sett- ar upp tvær eirstyttur eftir Bertel Thorvaldsen af hellensku goðunum Asklepíósi lækningaguði og Hebe, gyðju eilífrar æsku. Neðan við stytt- urnar eru lágmyndir tvær, Dagur og Nótt, einnig eftir Thorvaldsen. Settu þessi listaverk mikinn svip á húsið. Húsið var rifið laust eftir 1960 segir í bók Páls Líndals, Reykjavík, sögu- staður við Sund. Þess má geta að nokkrir eldri Reykvíkingar höfðu samband við blaðið í gær og bentu á þessa villu í fréttinni. Er beðist velvirðingar á henni. LEIÐRÉTT Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÞEIR sem ímynd Íslands erlendis skiptir mestu hafa nú stóraukið sam- starf sitt í kynningar- og markaðs- málum. Útflutningsráð, Ferða- málastofa og utanríkisráðuneytið gerðu á fimmtudag með sér sam- komulag þess efnis. Össur Skarphéð- insson iðnaðar- og ferðamála- ráðherra tilkynnti á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) í gær, að samkomulagið væri und- anfari nýrrar stofnunar, Íslands- stofu, sem frá og með 2010 muni sjá um opinbera landkynningu og mark- aðsstarf erlendis. Hann hefur lagt fram frumvarp um Íslandsstofu í rík- isstjórn. Með Íslandsstofu á að tryggja að stærstu aðilarnir í landkynningar- og markaðsstarfi erlendis, Ferða- málastofa, Útflutningsráð og utan- ríkisþjónustan, vinni saman sem einn maður, að sögn Össurar. Einnig er gert ráð fyrir að starfið á vettvangi Íslandsstofu standi stofnunum í menningarkynningu opið. Samlegðaráhrif „Með því að setja þessi verkefni undir einn hatt geta þau stutt hvert annað vegna þess að hjá Íslandsstofu verður öll stoðþjónusta á einum stað. Jafnframt er tryggt að skilaboðin frá Íslandi séu samræmd og hnitmiðuð eins og kallað hefur verið eftir um árabil,“ sagði Össur. Árni Gunnarsson, formaður SAF, lýsti einnig ánægju sinni. „Lít ég svo á að um háls allra sendiherra Ís- lands, starfsmanna þeirra og útflutn- ingsráðs auk að sjálfsögðu starfs- manna Ferðamálastofu sé búið að hengja ábyrgð á markaðssetningu Íslands sem ferðamannalands,“ sagði hann. Í efnahagsmálum sagði Árni þó að umgjörðin sem ferðaþjónustunni væri sköpuð væri langt í frá ásætt- anleg. Breytingar á yfirstjórn Seðla- bankans hefðu verið fyrirferð- armiklar en ekki skilað breyttri stefnu. „Stýrivextir í landinu eru allt- of háir og þýðir ekki endalaust að horfa í baksýnisspegilinn við ákvörð- un þeirra, hér verða menn að hafa kjark til að líta fram á veginn og lækka stýrivexti verulega.“ Engin þjónusta á versta tíma Uppbygging bankanna tekur líka of langan tíma að mati Árna sem sagði þjónustu við fyrirtækin óvið- unandi. Á þessum árstíma yrðu fyr- irtæki í ferðaþjónustu að geta treyst á fyrirgreiðslu í bönkum. „Aðal- tekjumyndun flestra fyrirtækja er framundan og því nauðsynlegt að tryggja að eðlilegur rekstur geti gengið þessar vikurnar þannig að há- mörkun tekna þeirra á næstu mán- uðum verði að veruleika.“ Hann hvatti líka til afnáms gjaldeyrishafta. Steininn tæki úr þegar því væri fleygt að best væri að eiga vini á rétt- um stöðum til að fá undanþágur frá höftunum í Seðlabankanum. „Sýnir það best fáránleika þessara hafta.“ Íslandsstofa í burðarliðnum  Sameinað átak undir einum hatti í landkynningar- og markaðsstarfi erlendis  Lægri vexti, höftin burt og bankar fari aftur að þjónusta ferðamannaiðnaðinn Árni Gunnarsson Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.