Morgunblaðið - 28.03.2009, Page 8

Morgunblaðið - 28.03.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÁRANGUR fíkniefnadeildar lög- reglu höfuðborgarsvæðisins á und- anförnum árum hefur vakið gríð- arlega athygli meðal almennings. Og ekki að undra. Lagt hefur verið hald á yfir sex þúsund plöntur og lögreglustjórinn segir það aðeins byrjunina. Öllum má vera ljóst að hér er ekki um tilviljun að ræða. En hvernig tekst lögreglunni að hafa hendur í hári bændastéttar undir- heimanna? Þrjár kenningar heyrast hvað oftast, þ.e. að lögregla sæki sér upp- lýsingar hjá Orkuveitu Reykjavíkur um óeðlilega orkunotkun, að hún beiti hitamyndavélum til að koma auga á ræktun og að um sé að ræða stríð á milli ræktenda sem komi hver upp um annan í von um meiri markaðshlutdeild. Fylgja öllum ábendingum Eðli málsins samkvæmt gefur lögreglan ekki upp rannsókn- araðferðir sínar, eða hvaða tæki og tólum hún beitir. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæð- isins, segir hins vegar að ábend- ingar frá almenningi skipti mjög miklu máli. Hvort það séu aðrir ræktendur sem nota fíkniefnasím- ann veit hann hins vegar ekki. „Við fylgjum öllum ábendingum, sama hvaðan þær koma, og ef þetta er birtingarmynd á stríði fíkniefnasala þá held ég að allir græði á því.“ Stefán leggur áherslu á góða frammistöðu rannsóknarlögreglu- manna. „Þeir standa sig vel og þetta er rétt að byrja.“ Sjást vel með hitamyndavél Ein kenning er að lögreglan hafi í samstarfi við Landhelgisgæsluna notast við þyrlu og kortlagt höf- uðborgarsvæðið með hitamyndavél, en slíkar myndavélar eru um borð. Fjölmiðlafulltrúi LHG svaraði því til að samstarf við lögreglu væri mikið og gott en ekki mætti gefa upp hvernig því væri háttað. Heildsali sem sérhæfir sig í sölu á hitamyndavélum til slökkviliðsins og annarra opinberra aðila segir þessa aðferð vel mögulega. Gróð- urhúsalampar gefi frá sér mikinn hita og hitastigið við ræktun þurfi að vera mjög hátt. Því er auðsjáan- legt með hitamyndavél ef stórrækt- un fer fram í einu húsi í iðn- aðarhverfi eða íbúðarhúsi. Jafnframt var send fyrirspurn til Orkuveitu Reykjavíkur varðandi upplýsingagjöf til lögreglu en henni var ekki svarað. Morgunblaðið/Júlíus „Þetta er rétt að byrja“ AÐ UNDANFÖRNU hafa borist fréttir daglega af nýjum kannabisrækt- unum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Í gærkvöldi bárust þannig fréttir af umfangsmikilli ræktun í Hafnarfirði. Í nýlegu tvílyftu einbýlishúsi í nýju hverfi í bænum voru íbúar ekki fluttir inn. Húsið sem er rúmlega fokhelt var einvörðungu notað undir kannabisræktun. Engin starfsemi var á efri hæð en á þeirri neðri voru um þrjú hundruð plöntur í fullum blóma. Að sögn lögreglu voru þær þó- nokkuð stærri en annars staðar. Líkt og áður voru greinilega kunn- áttumenn að verki. Þeir skiptu t.a.m. ræktunarsvæðinu í dag og nótt, en með því móti voru þeir raunar með tvo ræktunarstaði og hámörkuðu framleiðsluna. Og þrátt fyrir að húsið væri vel opið var aðstaðan mjög vel falin. Nýlegt einbýlishús undirlagt VIÐSKIPTANEFND Alþingis vill ekki að Fjármálaeftirlitið fái heim- ildir til að falla frá kæru til lögreglu vegna meiriháttar brota á fjármála- markaði. FME fái með öðrum orðum einungis uppljóstraraákvæði vegna vægra brota. Frumvarp viðskipta- ráðherra „um breytingu á ýmsum lögum sem varða fjármálamarkað- inn“ stefnir nú inn í 2. umræðu á Al- þingi og gerir ráð fyrir slíkum heim- ildum vegna meiriháttar brota. „Við féllumst ekki á frumvarpið nema að hálfu leyti,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar. Nefndin féllst á það að FME fengi heimild til að fella niður kæru vegna hinna vægari brota, þar sem einu viðurlögin eru sektir. „En ekki að Fjármálaeftirlitið gæti fallið frá því að kæra til lögreglu meiriháttar brot á fjármálamarkaði,“ segir hún. Því verður lagt til í nefndaráliti að grein- ar þess efnis falli út og meiriháttar brot á fjármálamarkaði sæti áfram kæru til lögreglu í samræmi við lög- in. onundur@mbl.is FME kæri öll alvar- legri brot Vilja ekki uppljóstrara- ákvæði í stórum málum RAGNA Árna- dóttir, dóms- og kirkjumálaráð- herra, hefur frestað brott- vísun fimm hæl- isleitenda, sem flytja átti úr landi í gærmorgun til Grikklands. Ástæða þess er sú að í ráðuneytinu er til meðferðar kæra vegna ákvörðunar um brott- vísun úr landi. Dómsmálaráðuneytið hefur af því tilefni leitað eftir upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi. Upplýsingarnar hafa ekki borist. Ekki vísað úr landi að sinni Ragna Árnadóttir Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is FYRIRSPURNIR bárust hingað til lands frá Þýskalandi og Svíþjóð síðastliðið sumar um makríl til niðursuðu. Ekkert mun hafa orðið úr útflutningi. Hér á landi hefur fiskurinn ekki verið niðursoðinn í neinum mæli, en nú hafa Matís og Ísfélagið í Eyjum, í samvinnu við nið- ursuðuverksmiðju Jóns Þorsteinssonar, á Akranesi sótt um styrk til slíkrar vinnslu og einnig til heitreykingar á makríl. Ragnheiður Sveinþórsdóttir, sjávarútvegsfræðingur og verkefnastjóri hjá Matís í Vestmannaeyjum, stýrir rannsókn á makríl, þessum nýja nytjafiski í íslenskum sjávarútvegi. Verkefnið er unnið í samvinnu við Hugin og Ísfélagið, með styrk frá AVS, og markmiðið m.a. að kanna leiðir til að hámarka afrakstur af makrílnum. Um tveggja ára verkefni er að ræða sem lýkur í sumar. Síldarblandaður og geymist verr Meðal vandamála við fullvinnslu er hversu feitur mak- ríllinn er og laus í sér, jafnframt því sem fitudreifingin er ekki nægjanleg fyrir dýrustu markaði. Ragnheiður segir að hægt sé að vinna makrílinn til manneldis um borð í frystiskipunum. Ýmis vandkvæði séu hins vegar við að koma makrílnum óunnum í land, en í raun hafi því ekki verið svarað hvort hægt sé að koma með makríl til mann- eldisvinnslu í landi. Makríllinn sé yfirleitt mjög síldar- blandaður og m.a. þess vegna geymist hann mun verr í lestum skipanna. Ragnheiður segir að markaðir séu í A-Evrópu fyrir makríl unnin í íslenskum frystiskipum og þar er hann m.a. niðursoðinn og heitreyktur. Afurðin henti hins vegar ekki á Japansmarkað, en þar í landi komi makríll oft í staðinn fyrir túnfisk þegar skortur sé á honum. Íslend- ingar eru nýliðar í makrílveiðum og segir Ragnheiður margt framandi við vinnslu og meðferð á fiskinum. Ragnheiður fór í fyrra á makrílveiðar með Hugin og Guðmundi VE. Hún segir að um borð í Guðmundi hafi tekist að ná tökum á flokkun makríls frá síld, en báðar tegundir hafi verið fullunnar, jafnframt því sem veitt var í bræðslu. Um borð í Hugin hafi verið reynt að veiða sem mest af hreinum makríl til vinnslu og því hafi oft þurft að leita á ný mið til að forðast síldina. Nauðsynlegt sé að hausskera og slógdraga makrílinn því hann sé fullur af átu yfir sumartímann. Þjóðverjar og Svíar vildu makríl til niðursuðu Matís og útgerðir kanna leiðir til að hámarka afraksturinn Á miðunum Ragnheiður Sveinþórsdóttir um borð í Hugin VE en um borð var reynt að fullvinna makrílinn.  Ýmsar kenningar uppi um hvaða aðferðum beitt er til að finna ræktunarstaði  Fara lögreglumenn um með hitamyndavélar eða fá þeir upplýsingar frá OR? Ræktun Gróðurhúsalampar gefa frá sér mikinn hita og er auðsjáanlegt með hitamyndavél ef stórræktun fer fram í einu húsi í iðnaðarhverfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.